Morgunblaðið - 30.06.1998, Síða 36
36 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
_____________AÐSENPAR GREINAR
Stiklað frekar
* SEM EINN þeirra
sem hafa skrifast á við
Braga Asgeirsson á
síðum þessa blaðs veit
ég vel hver mun eiga
síðasta orðið um þetta
mál, og sætti mig full-
komlega við það. Til-
gangur minn með fyrri
svörum um það var -
helst æsingalaust - að
leiðrétta nokkur atriði
sem ég taldi Braga
hafa farið rangt með í
^ grein sinni á þjóðhátíð-
ardaginn um sýning-
una „Stiklað í
straumnum“. Því mið-
ur hefur Bragi tekið
þessar línur óstinnt upp í stuttri
grein 26. júm' sl., haldið fast við
nokkrar missagnir og bætt öðrum
við. Þar sem hann beinir til mín
ákveðinni spurningu tel ég rétt að
reyna að svara henni og sumu öðru
lítillega, þó ljóst sé af síðustu grein
hans að þar skipta mín orð Braga í
raun litlu.
Bragi telur mikla ósvinnu að
nota Kjarvalsstaði sem kosninga-
stað. Stjórnvöld í Reykjavík eru
greinilega annarrar skoðunar;
>■ ástæðan er væntanlega fyrst og
fremst góð staðsetning, gott að-
gengi og þokkaleg aðstaða. Vilji
stjómvalda hlýtur að ráða, en þau
geta vissulega breytt þessu aftur,
sé reynslan ekki góð.
Bragi gerði tiltekna sýningu í
Frakklandi að umræðuefni í fyrstu
greininni og því svaraði ég nokkr-
um orðum; í framhaldinu spyr
Bragi hvort ég geti borið til baka
að meðal sýnenda þar hafi verið
fólk í námi eða annað sem sýning-
■* arstjórar eru að markaðssetja og
fáir í heimalöndunum kannist við.
Þetta er hægt að gera, en varla
þannig að Braga líki. Fullyrða má
að allir sýnendumir
séu komnir af skóla-
stiginu og eigi
nokkurn sýningarferil
að baki (þetta „unga“
listafólk var almennt á
aldrinum frá 29 ára til
45 ára), og einnig að
þama hafi m.a. verið á
ferðinni vel þekkt
nöfn. Upptalning á
þeim mundi þó tæpast
sannfæra Braga um
eitt né neitt, svo ég læt
vera að taka rými
blaðsins undir slíkt, en
auðvelt er að nálgast
þessar upplýsingar í
sýningarskrá.
Verra en allt ofangreint þykir
mér hins vegar, eftir áralangt og
gott samstarf við Braga, að hann
Verst þykir mér að
Bragi neitar að taka
orð mín trúanleg, segir
Eiríkur Þorláksson í
svari við grein Braga
Asgeirssonar.
neitar að taka orð mín trúanleg. í
upphaflegri grein sinni sagði Bragi
fullum fetum: „Listamennimir
völdu að stómm hluta sjálfir verkin
á sýninguna..." Þessa fullyrðingu
kallaði ég firra og svaraði skýrt og
að því er ég taldi skorinort: „Val
verkanna, sem og allt lof eða last
sem því fylgir, er alfarið á ábyrgð
starfsfólks Kjarvalsstaða."
Þssi orð mín telur Bragi greini-
lega enn vera andstæð sannleikan-
um, þar sem fyrir umrædda sýn-
ingu „komst... ekki hjá því að taka
eftir drjúgri umferð listamanna,
sem eiga verk á henni, á staðinn".
A þessum grundvelh einum og sér
þarf að vísu sérstakt ímyndunarafl
til að komast að þeirri niðurstöðu
sem Bragi gerir; ferðir listamanna
á listasafn hafa að mínu viti ekki
áður þótt gransamlegar. Fyrir
aðra lesendur er sjálfsagt að skýra
málið.
Nokkur verkanna á sýningunni
era afar sérstök að gerð og þarf að
vanda uppsetningu þeirra sérstak-
lega. Eftir að þau höfðu verið valin
var haft samband við þá listamenn
sem þau gerðu og viðkomandi
beðnir annað tveggja að sjá um
uppsetningu þeirra í ákveðnu rými,
eða segja álit sitt á tillögum starfs-
fólks safnsins í þeim málum. Meðal
þeirra listamanna sem þetta á við
má nefna Finnboga Pétursson,
Kristin E. Hrafnsson og Borghildi
Oskarsdóttur; aðrir listamenn sem
komu að uppsetningu sýningarinn-
ar sem daglaunamenn áttu ekki
verk á sýningunni.
Mér finnst persónulega að Bragi
Asgeirsson skuldi þessu fólki af-
sökunarbeiðni, þar sem hann hefur
ætlað því verk, þ.e. val listaverk-
anna á sýninguna, sem það átti
engan hlut í.
Sem forstöðumaður Kjarvals-
staða tel ég m.a. hlutverk mitt að
sitja undir því lofi eða lasti sem
hstgagnrýnendur telja hæfa hverri
sýningu á staðnum; slíkt er eðlileg-
ur þáttur starfsins. Eg þakka góð
hvatningarorð Braga í lokin, en tel
þó óvíst að þau nýtist sem skyldi,
vegna þess hvernig þau era skilyrt
af hans hálfu; framtfðin mun ein
leiða í Ijós hvort þróun starfsem-
innar á Kjarvalsstöðum næstu árin
verður honum að skapi.
Höfundur er forstöðumaður Kjar-
valsstaða.
JÁ, það tel ég að geti gerst ef að
við leggjumst öll á eitt. Margir tala
um að komandi landsfundur Al-
þýðubandalagsins, sem haldinn
verður í byrjun júlí, hafi mikla þýð-
ingu fyrir sameiginlegt framboð og
því er ég hjartanlega sammála.
Skoðun mín er sú að við eigum að
nýta þann meðbyr sem sameigin-
leg framboð í sveitarstjórnarkosn-
ingunum í maí sl. gáfu. Grasrótin
sýndi það svo ekki verður um villst
að sameiginlegt framboð er það
sem hún vill og getur forysta flokk-
anna ekki horft fram hjá því að
uppskeran var alls staðar viðun-
andi og á mörgum stöðum fór fylgi
þessara framboða langt fram úr
björtustu vonum þess fólks sem
vann að þessum framboðum. Nefna
má í þessu sambandi stórsigur á
Húsavík og í sameiginlegu sveitar-
félagi á Miðfjörðum. Sætasti sigur-
inn var auðvitað í höfuðborginni
þar sem R-listinn hélt borginni og
viðbrögð forsætisráðherra vora að
kenna fréttastofu Ríkissjónvarps-
ins um ósigur sjálfstæðismanna,
þokkalegur málflutningur það!
Hringinn í kringum landið unnu
félagshyggjuflokkarnir mjög vel
saman og á flestum stöðum held ég
að fólk líti svo á að þessi vinna hafi
bara verið byrjunin. I mínum huga
var það allavega þannig og ég veit
að það á einnig við um þá sem unnu
með okkur Fjarðalistafólki að stór-
sigri Fjarðalistans og ekki vantaði
samstöðuna í okkar hóp því þar
vora allir á því að forysta flokk-
anna yrði að gera sér ljóst að ef að
við vildum í alvöranni koma núver-
andi ríkisstjórnarflokkum frá völd-
um (er það ekki það sem við viljum
öll?) væri ekki hægt að velja betri
leið, en þá að koma fram með
sterkt sameiginlegt framboð í
næstu alþingiskosningum um land
allt. Við verðum að gera okkur ljóst
að stór hluti þess fólks, sem vinnur
við að móta þá stefnu sem sameig-
inlegt framboð myndi hafa að leið-
Viljum við ekki öll,
spyr Guðrún Margrét
Oladóttir, að styrkur
ríkistj órnarinnar
minnki?
arljósi í næstu alþingiskosningum,
vill hætta að velta sér upp úr for-
tíðinni og einbeita sér í staðinn að
því stóra verkefni sem framundan
er í íslensku þjóðfélagi. Stóra verk-
efnið er auðvitað það að breyta
þarf forgangsröðuninni þannig að
allir geti notið þeirrar grannþjón-
ustu sem á að vera alls staðar og
fyrir alla en ekki bara þá sem eiga
fjármuni til að borga íyrir hana. Að
lokum þetta, viljum við ekki öll að
styrkur núverandi ríkisstjómar-
flokka minnki? Vonandi beram við
alþýðubandalagsmenn gæfu til að
samþykkja sameiginlegt framboð á
komandi landsfundi því þannig get-
um við best nýtt ki-afta okkar fólks,
það er það sem grasrótin vill og
vonandi sem flestir í hópi lands-
fundarfulltrúa.
Höfundur er félagi í Alþýðubanda-
laginu á Eskifirði og situr í bæjar-
stjórn fyrir Fjarðalistann í samein-
uðu sveitarfélagi á Miðíjörðum.
Sameiginlegt
framboð - getur
draumurinn ræst?
Eiríkur
Þorláksson
Er hægt að endur-
bæta kvótakerfíð?
Á SÍÐASTA ári tilkynnti Morg-
^.unblaðið, í Reykjavíkurbréfi minn-
ir mig, að blaðið myndi fagna öllum
tillögum í þá átt að sníða núverandi
galla af kvótakerfinu eða endur-
bæta það. Einn maður, dr. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson, prófess-
or, tók blaðið á orðinu og birti
grein 4.12. 1997, „Gallar á kvóta-
kerfinu". Einu viðbrögð Morgun-
blaðsins við þessari grein var skop-
mynd af Hannesi eftir Sigmund
14.12. 1997.
Engin breyting er gallalaus. Sp-
urningin er hins vegar sú hvort
kostimir séu meiri en gallarnir og
hvort hægt sé að draga úr göllun-
um. Hvað kvótakerfið varðar era
kostirnir margfalt meiri en gallam-
" *ir. Stórauknar tekjur þjóðarbúsins
era til vitnis um það.
Menn hafa hins vegar bent á
ýmsa ókosti:
1. Kvótinn safnist á fárra manna
hendur.
2. Að erfitt sé fyrir nýja aðila og
unga menn að hefja útgerð.
3. Verið sé að selja óveiddan fisk í
sjónum.
4. Byggðaröskun. Allur kvóti sé
seldur frá stöðum eins og Suð-
ureyri og Þingeyri.
5. Smáfiskadráp.
■ Era einhverjir með tillögur til
úrbóta? Ekki ber á því. Andstæð-
ingar kvótans hafa engan áhuga á
vandræðum þessa
fólks. Þeir era að
hugsa um eitthvað allt
annað. Tillögur þeirra
era aðallega tvær:
1. Að leggja á auðlind-
argjald.
2. Að bjóða kvótann
upp á opinbera upp-
boði og selja hæst-
bjóðanda. Andvirðið
gangi í ríkissjóð.
Hvorag þessara til-
lagna bætir úr meint-
um göllum, auka þá að-
eins. Ég ætla nú að
verða við tillögu Morg-
unblaðsins og fjalla
nokkuð um það sem
betur mætti fara í sambandi við
kvótakerfið.
1. Hætta verður að spyrða sam-
an kvóta og skip, kvóti er einfald-
lega ákveðin eining, sem segir til
um það hversu mikinn físk af
ákveðinni tegund eigandi kvótaein-
ingarinnar megi veiða á hverju fisk-
veiðiári. Þessi kvóti er háður al-
mennum takmörkunum um veiðar-
færi, svæðislokanir o.s.frv. Hann
minnkar bótalaust ef ástand við-
komandi fiskistofns rýrnar að mati
Hafrannsóknastofnunar, en vex
endurgjaldslaust ef ástand hans
batnar að mati sömu aðila. Allir ís-
lendingar geti keypt, átt og selt
kvóta og um hann gildi
sömu reglur og um
aðrar eignir lands-
manna. Með þessum
hætti væri komið á
„auðlindargjaldi“, sem
landsmenn greiddu
hverjir öðram, en ekki
til ríkissjóðs, sem í lýð-
veldisríki á ekki að
eiga eignir lands-
manna. Með slíku fyr-
irkomulagi hæfist ný
hagræðingarbylgja í
sjávarútvegi. Fyrir-
komulagið væri miklu
opnara og þjálla en áð-
ur. Rekstur fiskiskipa
gæti orðið sérstakur
sjálfstæður rekstur, sem menn sér-
hæfðu sig í. Hinar ýmsu greinar
sjávarútvegsins gætu losnað 1 sund-
ur og sérhæft sig til þess að auka
afköst og hagræðingu. Frelsi út-
gerðarmanna til að velja sér hent-
ugust skip myndi aukast. Þeir
þyrftu ekki að halda þeim við í 40
ár, taka framan af þeim stefnið,
lengja þau eða kubba aftan af þeim
skutinn. Þeir gætu einfaldlega valið
það nýjasta og hagkvæmasta og
skipin yrðu ódýrari ef kvótinn er
ekki lengur tengdur þeim sérstak-
lega. Kvóti safnast á fárra manna
hendur vegna þess að það er hag-
kvæmt að reka stór íyrirtæki. Samt
era kvótaeigendur nú yfir eitt þús-
und talsins, fleiri en tannlæknar,
apótekarar eða endurskoðendur.
Ef menn vilja dreifa kvótanum enn
meira, þá er það sérstakt pólitísk
úrlausnarefni. Auðlindargjald eða
opinbert uppboð myndi virka í
þveröfuga átt. Það mætti t.d. setja
lög um það að aðilar, sem eignuðust
yfir 5% af kvóta landsmanna, yrðu
að breytast í hlutafélög, sem færa á
almennann markað.
2. Mjög áberandi er sú mótbára
að erfitt sé um nýliðun í sjávarát-
vegi við núverandi kerfi. Það er
alltaf slæmt fyrir atvinnugrein ef
ungt blóð kemur ekki inn í hana.
Það myndi auðvelda nýliðun ef
fallið yrði frá skilyrði um skipa-
eign og hægt væri að veðsetja
kvótana einan og sér. Þá gætu
byrjendur keypt kvótana, t.d. með
s
Ur því meirihluti lands-
manna er sáttur við
kvótakerfíð í grundvall-
aratriðum, segir
Jóhann J. Olafsson í
þriðju grein sinni, ætti
að leggja áherslu á að
fullkomna það í stað
þess að rífast um
arðinn af því.
því að yfirtaka skuldir eða veðsetja
þá sjálfir.
3. Oft heyrist sú mótbára að
ekki sé rétt að menn eigi, kaupi og
selji óveiddan fisk í sjónum. Allt
mat á efnahagsverðmætum bygg-
ist á framtíðarvæntingum. Fortíðin
er aðeins höfð til upplýsinga um
hverjar slíkar væntingar geta ver-
ið. Állir fjárfesta í framtíðarmögu-
leikum. Sá sem kaupir bújörð er
aðallega að kaupa ósprottið gras.
Sá sem reisir vatnsvirkjun er að
fjárfesta í rigningu framtíðarinnar.
Hvað er sá maður að gera, sem
reisir vindmyllu? Þeir sem keyptu
Hagkaup á 5-7 milljarða króna
mátu framtíðarviðskipti, kúnnann
á götunni, svona hátt.
4. Margir halda því fram að
kvótakerfið valdi byggðaröskun.
En koma slíkir menn með nokkrar
tillögur? Auðlindargjald og opinber
uppboð myndu aðeins gera illt
verra. Hugsa mætti sér ákveðna
landhelgi, t.d. 12 sjómílur frá
grunnlínupunktum. Innan þessa
svæðis gilti aðeins sérstakur afla-
kvóti krókabáta. Utgerðamenn
þeirra myndu leggja sérstaka
áherslu á gæði og rekstrarhagræði,
en ekki magn eingöngu. Með þessu
fengju þorpin næst miðunum aftur
hagræði af nálægð sinni við þau.
Þetta væru vistvænar veiðar, sem
vernduðu uppeldisfiskinn næst
landinu. Þess má geta að veitinga-
húsið „The Waterside Inn“, vestan
við London, býður gestum aðeins
upp á krókafisk, netafiskur er þar
ekki á boðstólum.
Smáfískadráp
Birgir Þór Runólfsson kom með
mjög athyglisverða hugmynd á
ráðstefnu, sem sjávarátvegsdeild
Háskóla Islands, undir forustu
Guðrúnar Pétursdóttur, hélt sl.
vetur. Birgir mælti með því að eig-
endur kvóta fyrir hverja fiskiteg-
und stofnuðu hagsmunafélög með
sér, sem hefðu það að markmiði að
auka afköst hvers fiskistofns sem
mest. Slíkir hagsmunaaðilar
myndu að sjálfsögðu koma í veg
fyrir allt smáfiskadráp, sem ógnaði
þeirra hagsmunum.
Ur því mikill meirihluti lands-
manna er sáttur við kvótakerfið í
grandvallaratriðum ættu menn að
leggja mesta áherslu á að full-
komna það landi og þjóð til bless-
unar í stað þess að vera sífellt að
rífast um arðinn af því. Um hann
gilda almennar reglur í þjóðfélag-
inu, þar sem sjávarátvegur er ekk-
ert öðravísi en aðrir atvinnuvegir.
Höfundur er stðrkaupnmður og lýð-
veldissinni.
www.mbl.is
Jóhann J.
Ólafsson