Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 38

Morgunblaðið - 30.06.1998, Side 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ KRISTJÁN HANNESSON + Kristján Hann- esson var fædd- ur í Keflavík 15. nóvember 1921. Hann lést á Sjúkra- húsi Reykjavíkur í Fossvogi 15. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru hjónin Sigurborg Sigurðardóttir, f. 1.11. 1892, d. 7.11. 1976, og Hannes Jónsson, f. 1.7. *■ 1882, d. 17.6.1960. Eiginkona Krist- jáns var Marsibil Jónsdóttir frá Sauðárkróki, f. 13.10. 1921. d. 30.1. 1991. Þeirra börn eru: 1) Anna Jóna, fædd 1943. Hennar synir eru: Kristján Arni, Jónas Ingvar, lést 1963, Jónas Freydal og Þröstur Valdór. 2) Stefán. f. 1944. 3) Hannes, f. 1946. Hans börn eru: Guðmundur, Jóhann Sigurberg, Kristján, Valdimar Hermann, og María Berg. 4) Svanur, f. 1965. Hans börn eru: Daniel Guðjón og Megan Aelsa. Útför Kristjáns verður gerð frá Hafnarfjarðar- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Faðir minn var fæddur í Keflavík þriðjudaginn 15. nóvember 1921, fimmta barn foreldra sinna, Sigur- borgar Sigurðardóttur frá Litla- Garðshorni í Keflavík og Hannesar Jónssonar frá Spákonufelli á Skaga- strönd. Sama dag kom heimilisvinur foreldranna, gaf móðurinni fimm krónur í fæðingargjöf og bað þess að drengurinn hlyti nafnið Kristján, eftir fóstra móður sinnar. Þessi ''•rfnaður var Stjáni blái sem tveim dögum seinna fórst með bát sínum, svo sem frægt er orðið. Þetta voru erfiðir tímar fátæku fólki og þegar faðir minn var 11 ára, í febrúar 1932, var afi flæmdur burtu úr Keflavík með barnahópinn og hafði unnið það sér til sakar að reyna að stofna félag verkafólks á staðnum. Það sagði mér Sigurborg amma mín að þeim hafi verið neitað um matarúttekt, en þegar þau fengu ekki keypta matvöru fyrir bein- 0. harða peninga var ekki um annað að ræða en fara. Fimmtán ára veiktist faðir minn af berklum og var langdvölum á Víf- ilsstöðum fram yfir tvítugt. Þetta var aðalástæðan fyrir því að hann lærði ungur á bíl og vann fyrir sér og sínum sem bifreiðarstjóri. Það þótti eitthvað léttara en almenn verkamannavinna. Fyrst ók hann vörubíl, en svo tók hann meirapróf og ók síðan leigubílum og strætis- vögnum auk þess sem hann kenndi á annað hundrað Hafhfirðingum á bíl. Hinn 19. júní 1943 kvæntist hann Marsibil Jónsdóttur frá Sauðár- króki og eignuðust þau fljótlega þrjú böm, eina stúlku og tvo drengi, en síðan liðu 19 ár þar til þriðji drengurinn bættist í hópinn. Arið 1953 tóku þau sig upp, seldu húsið sitt í Hafnarfirði og fluttu búferlum vestur á Tálknafjörð þar sem þau settust að á Lambeyri. Aldrei vissi ég hvað þarna lá að baki, kannski var það draumurinn um að búa að sínu öllum óháður. Hætt er við að veruleikinn væri frábrugðinn draumi hins unga manns. Lambeyri var ekki vel til bú- skapar fallin, túnið lítið og grýtt og húsin að falli komin. Hann réðst í að byggja steinhús á jörðinni árið 1953. Mér er í bamsminni hve hann þrælaði við bygginguna. Allt gerði hann sjálfur með aðstoð okkar krakkanna og afa, sem kom og var hjá honum um sumarið. Allt var hrært í höndunum, sandinn þurfti að sækja á árabát yfir fjörð og bera á sjálfum sér. Vatnið var sótt í lækinn. Þó hef ég það fyrir satt að ekki hafi verið keypt önnur vinna við þessa húsbyggingu en fjórir menn í einn dag þegar loftplatan var steypt. Það hefur þótt tíðindum sæta þegar við fluttum í fjörðinn, bláó- kunnug og engum skyld. Faðir minn fór í mörgu sínar eigin leiðir og voru sagðar af honum sögur, bæði þá og síðar. Sumar em þær hálfþjóð- sagnakenndar, en oftast var einhver fótur fyrir þeim og var ekki laust við að hann hefði stundum gaman af. Hann hafði alltaf áhuga fyrir póli- tík. Var krati með vinstri slagsíðu. Hannibalsmaður. Verkalýðssinni. Atti enda ekki langt að sækja það. Svona lagað leggst stundum í ættir. Eitt sinn hittumst við óvænt á ASI- þingi, ég, frá Verkakvennafélagi Keflavíkur og Njarðvíkur, pabbi írá Verkalýðsfélaginu á Tálknafirði, Páll Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 H _____ ____ H H Erfidrykkjur LEGSTEINAR t Marmari Islensk framleiðsla Granít Vönduð vinna, gott verð Blátirýti Sendum myndalista Gabbró MOSAIK Líparít Hamarshöfði 4, 112 Reykjavík sími 5871960, fax 5871986 bróðir hans frá Verkalýðsfélaginu á Stöðvarfirði og Matthías frændi okk- ar frá Vélstjórafélagi Suðurnesja. Núna í vor gekk hann svo til liðs við Fjarðarlistann. Var í tuttugasta sæti glaður og áhugasamur, hélt að nú myndi vinstrisinnað fólk taka höndum saman. Mætti á fundi, bar út blöð, skrifaði í málgagnið. Atti góða daga. Örlögin höguðu því þannig að við höfðum lengi lítið samband, faðir minn og ég. Áttum ekki alltaf auð- velda daga. En svo flutti hann suður 1990, þegar móðir mín var orðin heilsulaus, og þá gafst mér tækifæri til að kynnast honum betur. Lítil stúlka sér gjarna fóður sinn í hill- ingum, hann er manna fallegastur, duglegastur, bestur. Og það var ekki fjarri lagi. Eftir að móðir mín dó 30. desem- ber 1991 tók faðir minn mikinn þátt í félagslífi, en fram að þeim tíma var hann bundinn í báða skó vegna veik- inda hennar. Hann lagði líka land undii' fót, fór í fyrsta sinn út fyrir landsteinana, og þá alla leið til Ástralíu til að heimsækja yngsta soninn. Áður dreif hann sig þó í Námsflokkana til að rifja upp enskukunnáttuna frá stríðsárunum. Hann var alltaf til í að reyna eitt- hvað nýtt og var alla ævi að læra. Mér er sagt að á yngri árum hafi hann tekið næstum öll námskeið sem hægt var að taka í Bréfaskólan- um, nema gítarkennsluna. Og í fyrra, þegar ég bað hann að geyma fyrir mig gamla tölvu, sá hann ekk- ert því til fyrirstöðu að læra svolítið á hana, sér til gagns og skemmtun- ar. Hann bjó til lítið kver með eigin ljóðum og lausavísum, sló það sjálf- ur inn, prentaði, batt inn og seldi. Mikla ánægju hafði hann af starfi sínu með Félagi aldraðra hér í Hafnarfirði. Hann naut félagsskap- arins við þetta góða fólk og vann fé- laginu það sem hann mátti. Hann var Iíka í Kvæðamannafélagi Hafn- arfjarðar, en þar var faðir hans for- maður um árabil. Það er ekki á neinn hallað þó ég þakki sérstaklega fyrir þá gæfu að faðir minn endurnýjaði síðustu árin kynni við æskuvinkonu sína, Dag- björtu Sigurjónsdóttur. Þau höfðu þá bæði misst maka sína en áttu nóg eftir af lífsgleði og ánægju til að gefa hvort öðru. Það má segja um föður minn eins og nafna hans forðum: „Kjörin settu á manninn mark, meitluðu svip og stældu kjark.“ Hann tók því sem að höndum bar með glaðværu jafnað- argeði og æðrulaus gekk hann til þeirra starfa sem lífið úthlutaði hon- um. Að lokum kvaddi hann sáttur við lífið og tilveruna, á þann hátt sem hann aðeins nokkrum dögum áður óskaði sér til handa. Hafi hann þökk fyrir allt og allt. Anna Jóna. Blómabúðin öarSshom v/ PossvogskipkjMgai'ð Sími; 554 0500 Cr 7 a ¥ Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn BIRGIR ÓSKARSSON + Birgir Óskars- son fæddist á Höfn í Hornafirði 19. júlí 1939. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 19. júní síðastliðinn. For- eldrar hans voru Óskar Guðnason, f. 24. september 1908, d. 20. maí 1992, og Kristín Björnsdótt- ir, f. 22. júní 1909, d. 2. febrúar 1972. Systkini Birgis eru: Guðni, f. 24. júlí 1931, d. 6. júní 1995; Lovísa, f. 12. maí 1933; Knútur, f. 19. júlí 1939, d. 26. mars 1973, tvíburabróðir; Ólöf Auður, f. 26. maí 1945; og Mar- grét Kristín, f. 27. janúar 1951. Eftirlifandi eiginkona Birgis er Ragnheiður Margrét Ög- mundsdóttir, f. 24. maí 1944. Foreldrar hennar voru Ög- mundur Björnsson og Guðrún Oddsdóttir. Ragnheiður og Birgir giftu sig á Höfn 19. júlí 1964 og eignuðust þau fjóra syni. Þeir eru: 1) Ögmundur, f. 8. nóvember 1964, verslunarmaður í Reykjavík, hann er í sambúð með Mar- gréti Hönnu Pét- ursdóttur og eiga þau eina dóttur. 2) Knútur Rúnar, f. 8. ágúst 1970, tölvu- fræðingur búsettur í Danmörk, í sam- búð með Anne Mette Vinther og eiga þau einn son, Saren, f. 23. mars 1998. 3) Óskar Ögri, f. 8. október 1975, nemur ljósahönnun í London. 4) Birgir Heiðar, f. 10. maí 1978, nemi, býr í heimahúsum. Fyrir átti Birgir soninn Birki, f. 1962. Útför Birgis fer fram frá Seljakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Á sólbjörtu síðdegi þegar náttúr- an skartaði sínu fegursta kvaddi hann Bibbi bróðir minn þetta jarðlíf eftir langa baráttu við vágestinn vonda. Við vorum sex systkinin sem ólumst upp í Sólgerði við mikið ása- ríki foreldra okkar, og ekki var langt að fara í hlýjuna hjá afa Guðna, Ólöfu ömmu og systrunum yfir í Heklu. Það var gott að alast upp á Homafirði á þessum árum. í minningunni eru þessir dagar fullir af sólskini, gleði og leik. Þeir tvíburabræðurnir Birgh' og Knútur voru vinamargir, enda báðir lífsglaðir. Eftir lok skólagöngu hér á Höfn lá leið þeirra í Skógaskóla, en Bibbi fór síðan í Loftskeytaskól- ann. Hann var um skeið loftskeyta- maður á skipum hjá SÍS, en tók svo við Flugradíóinu á Höfn og þar kynntist hann ástkærri eiginkonu sinni, Ragnheiði Ögmundsdóttur, sem hefur alltaf staðið eins og klett- ur við hlið hans og sýnt sérstaka ástúð og nærgætni í veikindum hans. Á Höfn reistu þau sér myndar- legt einbýlishús á Kirkjubraut 36. En þá tóku forlögin í taumana og þau urðu að flytja til Reykjavíkur. Bibbi fór til sjós og var á togaranum Ögra í fimmtán ár, og var hann fyrsti og eini loftskeytamaðurinn sem þar starfaði. Árið 1985 hætti hann til sjós og réð sig á Lóranstöð- ina á Gufuskálum og var þar þangað til hann hóf störf hjá Ratsjárstofn- 108 Reykjavfk • Sími 553 1099 Opíð öll kvöld til kl. 22 - ciTinig um hdgar. Skreytingar fyrir öll tilefhi. Gjafavðrur. un og þar vann hann meðan kraftar og heilsa entust. Ef lýsa ætti eðliskostum Bibba, þá kemur mér fyrst í hug fádæma fyrirhygga og skipulagning í stóru og smáu. Hann var góðum gáfum gæddur, skemmtilegur og með ein- staka kímnigáfu. Hann var mikill fagurkeri og unni myndlist mjög. Elsku Bibbi minn, aldrei er mað- ur tilbúinn til þess að sætta sig við þegar ástvinir manns fara, en þessi fátæklegu orð eiga að vera þakklæt- isvottur fyrir allt sem þú gerðir fyr- ir mig. Það var mér mikils virði að vera hjá þér síðustu stundirnar. Blessuð sé minning þín. Elsku Ragna min, megi góður Guð gefa þér og fjölskyldunni styrk í sorg okkar og söknuði. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Pýð. S. Egilsson) Þín systir, Ólöf og fjölskylda. Mig langar til að kveðja vin minn hann Birgi með nokkrum orðum og þakka samverustundirnar. Eg kynntist Birgi fyrst á nám- skeiði í Boston sem við sóttum vegna vinnunnar. Hann kom fyrir sem litríkur persónuleiki, oftast kátur og brosmildur en stundum eins og hann hefði heiminn á herð- um sér. Við vorum saman á vakt í nokkur ár og á ég margar góðar minningar frá þeim tíma. Einu sinni hafði hann keypt miða í kanadísku lottói og Ragna hringdi með þau skilaboð að sá sem seldi honum miðann væri að reyna að ná í hann. Eftir næsta sím- tal kom hann til okkar skjálfandi og hvítur í framan og gat með ótrúleg- um látbragðsleik talið okkur trú um að hann hefði unnið að minnsta kosti 70 milljónir í lottóinu og hélt hann okkur í þeirri trú í nokkra daga. Fljótlega fórum við að eyða frí- vöktunum saman og þá í bílskúrn- um hjá Birgi við kerrusmíðar, Fíat- viðgerðir og fleira. Ófáa kaffibollana drukkum við í eldhúsinu hjá Rögnu og ræddum heimsmálin. Sá gamli, eins og ég stundum kallaði hann, var einstakur húmoristi og það var ávallt tilhlökkunarefni að fá jóla- kortið frá honum þar' sem hann þakkaði á óviðjafnanlegan hátt fyrir liðið ár. Birgir velti því fyrir sér hvert hann færi eftir að hann dæi. Upp, niður eða eitthvað mitt á milli? Eg sagði honum að ég gæti ekki svarað því, en að ég vonaðist til að lenda á sama stað og hann. Hvíldu í friði, kæri vinur. Björgvin Ingimársson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.