Morgunblaðið - 30.06.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
_________________________________ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 41
MINNINGAR
stofuborðið hjá ömmu en þá bjó
hún í Fellsmúlanum. Hún sat með
okkur og saman lituðum við með
stóru vaxlitunum hennar og
föndruðum. Þegar við urðum eldri
og amma flutti í Glaðheimana
fækkaði heimsóknunum en alltaf
var tekið vel á móti okkur þegar við
komum í heimsókn. Við munum
sakna hinna sterku faðmlaga ömmu
þegar hún kvaddi okkur og bless-
aði. Þrátt fyrir mörg barnabörn og
barnabamabörn fylgdist amma vel
með okkur og minnið brást ekki.
Við nutum þess að hlusta á frásagn-
ir hennar frá því hún var ung.
Skemmtileg þótti henni sú tilviljun
að Guðlaug bjó um tíma í íbúð í húsi
gamla Verslunarskólans við Grand-
arstíg en þar á nákvæmlega sama
stað, undir sömu súð, hafði amma
herbergi þegar hún starfaði ung að
aldrei sem fóstra og þar til hún gifti
sig.
Við vitum að amma er komin á
góðan stað þar sem henni líður vel.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hðnd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
Elsku amma, megi Guð varðveita
þig og blessuð sé minning þín.
Hilmar Þór, Ingveldur Hafdís
og Guðlaug Björk.
í dag kveðjum við Þórdísi
tengdamóður, eða ömmu Þórdísi,
eins og ég og mitt fólk kölluðum
hana alltaf. Það era orðin 46 ár síð-
an ég var kynnt fyrir tengda-
mömmu. Fyrstu sjö búskaparár
okkar bjuggum við í sama húsi á
Sölvhólsgötu 12 og síðan átján ár
hér í Glaðheimum 16. í þessi 25 ár
man ég ekki að við rifumst nokkum
tíma og jafnvel þegar við sonur
hennar vorum ekki sammála stóð
hún alltaf með mér; ég held að
þetta sé sérstakt. Nú veit ég að
Bergþór tengdapabbi tekur á móti
henni með bros á vör, alveg hissa
hve lengi hún var á leiðinni til hans.
Guð blessi ömmu Þórdísi. Þakka
samveruna.
Þín tengdadóttir
Guðrún.
Elsku amma, á heimili þínu ríkti
góður andi. Ég man er ég kom í
heimsókn til þín sem stelpa og sat í
stofunni meðtliti, blöð og leir. Sköp-
unargáfunni var gefinn laus taumur
undir þungu tifí gömlu stofuklukk-
unnar. Allt sem ég skapaði fannst
þér hreint meistaraverk og þannig
ýttir þú undir áhuga minn á listum.
Það var föst venja að fá sér banana
ásamt ískaldri mjólk í hlýlega eld-
húsinu þínu og ósjaldan fyllti
pönnukökuilmur íbúðina. Stundum
sóttir þú burstann þinn og renndir
honum gætilega í gegnum flókið
hárið mitt. Þú varst hlý og sterk
kona. A heimili þínu og í faðmi þér
leið mér vel. Þegar þú kvaddir mig
gerðir þú oftast krossmark með
hendinni fyrir framan mig og það
þótti mér afskaplega vænt um.
Nú geri ég krossmark yfir þér,
elsku amma, og bið góðan Guð að
geyma þig.
Kristbjörg.
Við hjónin og sonur okkar vorum
stödd erlendis þegar hringt var í
okkur og tjáð að Þórdís, amma
mannsins míns, hefði verið flutt al-
varlega veik í uppskurð í Sjúkrahús
Reykjavíkur, þar sem hún lést
rúmri viku síðar. Við náðum að
koma heim og kveðja hana áður en
hún lést. Þórdís var aðeins fjórtán
ára gömul þegar móðir hennar lést
úr spönsku veikinni og sem elsta
bai-n foreldra sinna kom það ekki
síst í hennar hlut að hjálpa föður
sínum við heimilishaldið, uns önnur
aðstoð var fengin.
Ekki er að efa að móðurmissirinn
hefur haft mikil áhrif á Þórdísi, svo
tíðrætt var henni um æskuárin
heima í foreldrahúsum, og aldrei
lauk sunnudagsbíltúrnum með
henni án þess að ekið væri framhjá
litla húsinu á Bergstaðastræti 26,
æskuheimilinu kæra.
Þórdís talaði oft um það við mig
að þegar hún var ung stúlka, réð
hún sig í vist til Ólafs Thors, fyrst
til barnagæslu og síðar til ýmissa
starfa á heimilinu. Þetta var henni
mjög kært tímabil enda kynntist
hún manninum sínum, Bergþóri
Pálssyni, þar, hann vai’ bifreiða-
stjóri hjá Kveldúlfi og starfaði þar í
mörg ár.
Þórdís og Bergþór stofnuðu sitt
heimili að Sölvhólsgötu 12. Bergþór
og bræður hans byggðu þetta stóra
hús á Sölvhólsgötunni með dugnaði
og útsjónarsemi. Seinna eignuðust
þau húsið allt, sem kom sér vel er
böm þeirra byrjuðu sinn búskap.
Þórdís og Bergþór eignuðust fimm
börn sem öll era orðin fullorðin
einnig ólu þau upp dótturdóttur
sína, Bergþóra. Þórdís missti mann
sinn 1968 er þá var orðinn 67 ára
gamall. Þórdís og Bergþór sköpuðu
börnum sínum mjög gott og traust
heimili sem var þeim mjög kært,
einnig nutu margir góðs af þeirri
hjartahlýju sem umlukti þessi hjón.
Einnig ræddi hún oft um bemsku-
heimilið sitt og lofaði mikið þá um-
hyggju og hið góða veganesti sem
systkinin fengu í foreldrahúsum.
Þegar ég kynnist Þórdísi, sem þá
var orðin fullorðin kona og búin að
missa mann sinn, tók ég strax eftir
þessari háu, glæsilegu konu, með
fallega hvíta hárið sem hún vafði í
lítinn hnút í hnakkanum; ekki var
til ein hrakka í andliti hennar. Og
alltaf tók hún hlýlega og brosandi á
móti okkur eða vinum sinum. Þór-
dís var stórlát kona og stolt, trúuð
var hún líka þó ekki færi oft til
kirkju, sýndi hún það með því að
signa okkur þegar við fóram utan,
og bað okkur allrar blessunar. Eftir
lát mannsins síns bjó Þórdís ein, og
síðustu árin bjó hún í Glaðheimum
16. Þórdís var farin að gefa sig ansi
mikið, en með hjálp bama sinna og
tengdabama, þá sérstaklega Helgu
tengdamóður minnar sem leit til
hennar á hverjum degi og stundum
oftar, tókst þetta allt sáman.
Jæja þá er komið að kveðjustund
og við hjónin og böm okkar þökk-
um þér fyrir þá hlýju og ástúð sem
þú umvafðir okkur. Minning þín
mun lifa í hjörtum okkar. Hvíl í
friði.
Gott er sjúkum að sofna,
meðan sólin er aftan rjóð,
og mjallhvítir svanir syngja
sorgblíð vögguljóð.
Gott er sjúkum að sofa,
meðan sólin í djúpinu er,
og ef til vill dreymir þá eitthvað,
semenginnívökusér.
(Davíð Stefánss.)
Ingibjörg, Bergþór og böm.
Nú ertu héðan horfin, elsku
amma mín. En minningin ljúfa sem
geymir mynd af þér aldrei úr huga
mínum fer. Þú varst mér góður vin-
ur. Þú varst mér undur væn. Við
áttum góðar stundir, þú og ég, við
tvær.
Þín dótturdóttir,
Bergþóra.
Amma Þórdís er dáin. Hún var
orðin lúin af skarkala heimsins.
Þótt líkamleg heilsa hennar versn-
aði hin síðustu ár var hún alltaf
skýr í kollinum. Hún hló dátt þegar
henni var skemmt, en átti einnig til
að vera ótrúlega smámunasöm.
Bömum sínum reyndi hún að
stjóma fram til hins síðasta. Varð
henni vel ágengt til að byrja með en
eftir því sem bömin líktust henni
meira, þeim mun verr gekk henni
að eiga við þau. En eitt er víst að
ekki era til mörg böm á gamals
aldri sem hafa sinnt móður sinni
jafn vel.
Við Glaðheimabræður og fjöl-
skyldur okkar þökkum fyrir sam-
fylgdina og óskum þér góðrar ferð-
ar.
Yfir tíndum öllum
erró,
friður í fyöUum,
fúglító
hþoðnaður hver;
það bærist ei blær eða kliður.
Einnig þinn friður
framundan er.
(J. W. von Goethe)
Sverrir Haraldsson.
PÉTUR
PÉTURSSON
+ Pétur Pétursson
fæddist á Akur-
eyri 30. júní 1948 og
hefði því orðið fimm-
tugur í dag hefði
honum enst aldur.
Hann varð bráð-
kvaddur 4. nóvem-
ber 1995 og fór útför
hans fram frá Akur-
eyrarkirkju 13. nóv-
ember 1995.
Mig langar með
nokkram orðum að
minnast ástkærs bróð-
ur míns, Péturs Péturs-
sonar, eða Bróa eins og hann var
kallaður af vinum og vandamönnum.
Ég naut þeirra forréttinda að vera
eldri systir hans og voru tengsl okk-
ar mjög náin. Ogleymanlegar era
þær stundir er við átt-
um saman og var þá oft
stutt í brosið og stríðn-
ina hjá honum sem þó
var bara á yfirborðinu
en risti aldrei dýpra.
Brói var alltaf boðinn
og búinn að veita að-
stoð ef á þurfti að halda
og taldi aldrei eftir sér
sporin sem hann átti til
mín á hinum ýmsu
stundum bæði ljúfum
og erfiðum.
Ég vil að lokum
þakka honum allar
ánægjustundirnar er
við áttum saman í blíðu og stríðu.
Minning um elskulegan bróður
mun alltaf lifa.
Þín systir,
Regína.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vin-
arhug við andlát og útför elskulegrar eigin-
konu, móður, systur, tengdamóður og
ömmu,
INGUNNAR BALDURSDÓTTUR,
Beykiiundi 13,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við félögum hennar í
Rebekkustúkunni no. 2 Auði, sjúkraliðum útskrifuðum 1975 og gömlum
Geysisfélögum.
Fyrir hönd aðstandenda,
Gunnlaugur Jónsson.
+
Faðir okkar,
KRISTJÁN HANNESSON,
Suðurgötu 73,
Hafnarfirði,
áður Lambeyri,
Tálknafirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju
(dag, þriðjudaginn 30. júní kl. 13.30.
Börn hins látna.
+
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför elskulegrar móður okkar, dóttur, stjúp-
dóttur, systur og barnabarns,
SIGRÍÐAR JÓNU ALBERTSDÓTTUR,
Vallarási 3,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Daníel Freyr Stefánsson,
Nina Dögg Salvarsdóttir,
Albert Stefánsson, Vigdís Björnsdóttir,
Hannes Sigurðsson,
Guðmundur Svanbergsson og fjölskylda,
Svala Albertsdóttir og fjölskylda,
Björn Albertsson,
Ragnar Albertsson,
Alda Albertsdóttir,
Sigríður Sæmundsdóttir.
+
Þökkum samúð og vinarhug við andlát og út-
för föður míns og bróður okkar,
GUÐMUNDAR ELÍASSONAR
myndhöggvara,
Njálsgötu 94.
Ólöf Helga Guðmundsdóttir,
Katrfn Elíasdóttir,
Margrét Elíasdóttir,
Baldur Elíasson.
+
Þökkum hlýhug og vináttu við fráfall okkar
ástkæru
JÓHANNU SIGRÍÐAR EINARSDÓTTUR
framkvæmdastjóra
Heyrnarhjálpar,
Birkihlíð 2b,
Hafnarfirði.
Ólafur Jónsson,
Úlfhildur Ólafsdóttir,
Sólkatla Ólafsdóttir,
Elín Jónína Ólafsdóttir,
Einar Steinþórsson, Gréta Bentsdóttir,
Bent S. Einarsson,
Elfa Dögg Einarsdóttir,
Steinþór Einarsson
og fjölskyldur.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý-
hug við andlát og útför elskulegrar móður
okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, .
UNNAR LEU SIGURÐARDÓTTUR,
Kleifarhrauni 1d,
áður til heimilis f Miðstræti 25,
Vestmannaeyjum.
Viktor Berg Helgason, Stefanfa Þorsteinsdóttir,
Sigríður E. Helgadóttir,
Rósa Helgadóttir, Páll H. Kristjánsson,
Sigrún Birna Helgadóttir,
Sólrún Helgadóttir, Oddur Thorarensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
pr