Morgunblaðið - 30.06.1998, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 45
FRÉTTIR
KIRKJUSTARF
Kvöldganga
um slóðir
Jóns Arason-
ar í Viðey
FIMMTA kvöldganga sum-
arsins verður í kvöld um
Heimaeyna þar sem ýmislegt
er sem minnir á Jón Arason.
M.a. eru þar rústir virkis sem
hann er sagður hafa látið
byggja sumarið 1550 er hann
kom og rak Dani brott úr
eynni. Jafnframt verður
heimastaðurinn skoðaður vel.
Á þessum slóðum er hvað
mest af sögu og frá mörgu að
segja. Þetta er þó stysta
gangan og um leið sú síðasta
af raðgöngunum fimm. Næsta
þriðjudag verður svo byijað á
röðinni á ný.
Farið verður með Viðeyjar-
ferjunni kl. 20.30 í kvöld úr
Sundahöfn. Byrjað verður við
leiði Gunnars Gunnarssonar
rithöfundar og fjölskyldu
hans í Viðeyjargarði, síðan
gengið að Ábótasæti en þaðan
að Ráðskonubás undir Sjón-
arhól og yfir á Virkið. Þaðan
verður farið um Hjallana og
heim á staðinn aftur. Gangan
tekur um einn og hálfan tíma.
Fólk er minnt á að klæða sig
eftir veðri.
Gjald er ekki annað en
ferjutollurinn sem er 400 kr.
fyrir fullorðna og 200 kr. fyrir
börn.
Málstofa um
kynþáttamis-
rétti á Islandi
MÁLSTOFA um mannrétt-
indi verður haldin miðviku-
daginn 1. júlí kl. 17.15 í Litlu-
Brekku, sal veitingahússins
Lækjarbrekku.
Mannréttindaskrifstofa Is-
lands boðar til málstofu um
kynþáttamisrétti á Islandi.
Framsögumaður verður
Elizabeth F'ullon, dokt-
orskandídat í fjölmenningar-
legum samskiptum við há-
skólann D Massaehusetts í
Bandaríkjunum. Fullon hefur
dvalið á Islandi síðastliðið ár
við rannsóknir á samfélagi
innflytjenda frá Filippseyjum
hér á landi. Meðal þess sem
hún mun ræða er skortur á
umræðu um kynþáttamisrétti
á íslandi, fjölmiðlaumfjöllun
um íslendinga af erlendum
uppruna og þátttaka þein-a í
íslensku samfélagi.
Málstofan er öllum opin,
fi’amsagan verður á ensku og
að henni lokinni verða um-
ræður. Þeim sem áhuga hafa
á að kynna sér betur við-
fangsefni málstofunnar er
bent á að hafa samband við
Mannréttindaskrifstofu Is-
lands.
---------------
LEIÐRÉTT
LJÓSMYND, sem birtist á
baksíðu sunnudagsblaðs, var
tekin í Reykjavíkurhöfn en
ekki Sundahöfn.
Niðjamót afkomenda hjónanna
Isfoldar Helgadóttur og
Eggerts Bjarna Kristjánssonar
NIÐJAR og venslafólk ísfoldar
Helgadóttur halda upp á aldaraf-
mæli hennar í Reykholti í Biskups-
tungum dagana 3. til 5. júlí 1998.
Mótið verður sett kl. 14 laugardag-
inn 4. júlí og sameiginlegt borðhald
verður um kvöldið í félagsheimilinu
Aratungu.
Áhugasömum, sem ekki hafa áð-
ur frétt af mótinu, er velkomið að
taka þátt í því, en þeir þurfa að til-
kynna þátttöku sína nú þegar í
síma 891 8902.
Isfold Helgadóttir var af Bergs-
ætt, sjötti ættliður talin frá Bergi í
Brattholti í Biskupstungum. Isfold
fæddist á Ánastöðum í Skagafirði
30. júní 1898. Foreldrar hennar
voru Helgi Björnsson (f. að Syðri
Mælifellsá 2.10. 1854, d. 16.5. 1947)
og seinni kona hans Margrét Sig-
urðardóttir (f. að Ásmúla í Holtum,
23.7. 1867, d. 1960). ísfold giftist
Eggerti Bjama Kristjánssyni, frá
Bræðraminni Bíldudal árið 1924.
Þau bjuggu nær allan sinn búskap í
Reykjavík. Afkomendur þeirra eru
um 190 talsins. ísfold lést 6.8. 1971
og Eggert 29.9.1962.
Gefið er út niðjatal 2. útg. í
tengslum við mótið. Það er að stofni
til byggt á Bergsætt, 1966.
Safnaðarstarf
Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl.
12. Orgelleikur, altarisganga, fyrir-
bænir. Léttur málsverður á eftir.
Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs-
þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk-
um.
Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjón-
usta með altarisgöngu kl. 18.30.
Bænaefnum má koma til sóknar-
prests í viðtalstímum hans.
Vídalínskirkja. Ferð eldri borgara í
Húsdýragarðinn í dag. Farið verður
á einkabílum frá safnaðarheimilinu
kl. 13. Opið hús í Kirkjuhvoli milli
kl. 13-16 alla þriðjudaga í sumar.
www.mbl l.is
Húsfyllir á kynningu Heimsklúbbsins
Mikill áhugi
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning:
„Heimsklúbbur Ingólfs og Ferða-
skrifstofan Prima efndu til kynning-
ar á hnattreisu sinni um suðurhvel
jarðar sem hefst 5. nóvember í
haust og frumsýndu kvikmynd á
Hótel Sögu fimmtudaginn 25. júní
af ferð á þessar framandi ferðaslóð-
ir. Leiðin liggur um Suður-Afríku,
Ástralíu, Nýja-Sjáland, Tahiti og
Suður-Ameríku með dvöl í heims-
borgunum Buenos Aires og Ríó de
Janeiro en jafnframt er stansað við
mesta forarsvæði heims, Iguassu á
landamærum Argentínu, Paraguay
og Brasilíu. Húsfyllir var á kynn-
ingunni á Hótel Sögu og hrifning
mikil en að undanfórnu hafa Heims-
klúbburinn og Prima kynnt starf-
semi sína á Austurlandi við góðar
undirtektir. Hnattreisa býðst nú á
einstökum kjörum í kjölfar hag-
stæðrar gengisþróunar að undan-
fórnu. Jafnframt hefur verðlag
á hnattreisu
lækkað í þeim löndum sem ferðast
er til svo að ferð sem þessi er nú
ódýrari en áður hefur þekkst. Að-
eins fá sæti eru enn til ráðstöfunar.
I ferð Heimsklúbbsins í kringum
hnöttinn á 30 sumardögum á suður-
hveli ber margt óvenjulegt fyrir
augu bæði í ríki náttúrunnar, litríku
mannlífi og menningu. Allt skipulag
ferðarinnar og undirbúningur er
verk Heimsklúbbsins og kjörin
byggjast á sérsamningum um stór-
lækkað verð bæði fyrir flug og gist-
ingu á völdum hótelum. Ferðin
hefst þegar vetur er genginn í garð
á Islandi en allt í fegursta blóma á
suðurhveli jarðar en hiti hæfilegur,
20-25 stig á mörkum vors og sum-
ars.
Fararstjóri í ferðinni verður
Ingólfur Guðbrandsson, forstjóri
Heimsklúbbsins & Primu.
I ráði er að Heimsklúbburinn
kynni starfsemi sína víðar úti um
land á næstunni.“
Yfirlýsing frá
Ginseng rannsóknar-
stofnun S-Kóreu
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning:
„Vegna umfjöllunai’ í íslenskum
dagbiöðum um Rautt eðal ginseng
frá Kóreu og gæðaeftirlit í Kóreu,
finnum við okkur knúin til að árétta
nokkur atriði:
1. Ginseng hefur um langan aldur
verið samofið menningu og sögu
Kóreu. Kóresk yfirvöld hafa sérstak-
an metnað til að viðhalda orðspori
rauðs ginsengs frá Kóreu, sérstak-
lega 6 ára gömlu ginsengi. Þess
vegna halda þau uppi ströngu eftirliti
með hráefni, hreinlæti, aðskotaefnum
ásamt framleiðsluferli.
2. Vitað er að rótarendar innihalda
meii’a af sapponíðum (ginsenosíðum)
en aðrh’ plöntuhlutar. Samt sem áður,
sé tekið mið af hefðbundinni þekk-
ingu ásamt nútíma vísindalegri vit-
neskju, er rótarbolurinn langverð-
mætasti hluti ginsengjurtarinnar,
vegna þess að hann er innihaldsríkari
af ýmsum öðrum efnum. Einnig hefur
hann á að skipa betra hlutfalli virkra
efna. Þess vegna er ekki mælt með að
nota úrgangsenda (rótarenda) í rautt
kóreskt ginseng í hylkjum.
3. Rótarendai’nir eru fyrst skornir
af að lokinni eftirfarandi meðhöndl-
un: a) Skolun á rótinni með
ferskvatni til að hreinsa burt öll
óhreinindi. b) Mild gufun og hita-
þurrkun ginsengrótanna samkvæmt
viðurkendum framleiðslustaðli.
(Korean Good Manufacturing Pract-
ice KGMP). c) Sólþurrkun rótanna
við rakastig undir 14%. d) Flokkun
rótanna eftir gæðaflokki og stærð.
4. Ginseng-rannsóknarstofnunin
greindi sýnishom af rótarendavöru
frá Gintec, innfluttri af Lyfju, sem
send var frá Islandi nýlega. Niður-
staða rannsóknarinnar sýndi að var-
an innihélt skordýraeitur af tegund-
unum BHC (þrávirkt og fituleysan-
legt) og kvintósen yfir leyfilegum há-
marksgildum í Kóreu. Við áformum
að taka til skoðunar og greina önnur
virk efni um leið og við fáum í hendur
fleiri sýnishorn.
5. Korea T and Ginseng Cor-
poration flytur einungis út besta fá-
anlega kóreska rauða ginsengið í
hylkjum til Islands, sem eingöngu er
selt af Eðalvörum ehf.
Til staðfestu réttmæti ofanritaðrar
yfirlýsingar. Taejeon, Kóreu 19. júni
1998. Kang Ju Choi, Ph.D. Fram-
kvæmdastjóri ginseng gæðastjóm-
unar rannsóknai’stofu. Korea
Ginseng & T. Reseai’ch Institute Tel
(042) 866- 5323 Fax (042) 861-1949.“
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og
vinarhug við andlát og útför ástkærs eigin-
manns, föður, tengdaföður, afa og langafa,
TOBÍASAR JÓHANNESSONAR,
Þórunnarstræti 130,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við Heimahlynningu
á Akureyri og gömlum Geysisfélögum.
Guðrún Björnsdóttir,
Birna Tobíasdóttir, Gfsli Sigurðsson,
Sigþrúður Tobíasdóttir, Lúðvík Jóhannsson,
Sigurlaug Tobíasdóttir, Páll Þorkelsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og hlý-
hug við andlát og útför eiginkonu minnar,
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
HELGU G. PÉTURSDÓTTUR,
Sólheimum 26,
Reykjavik.
Helgi Thorvaldsson,
Hákon Helgason, Millý Svavarsdóttir,
Hrafnhildur Helgadóttir,
Guðrún Helgadóttir, Henrý Már Ásgrímsson,
Jóhanna Helgadóttir, Sigurður Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu
okkur samúð og vinarhug við andlát og útför
móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang-
ömmu,
SIGRÍÐAR GÍSLÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Hólmgarði 14.
Sérstakar þakkir til heimahlynningar Krabba-
meinsfélagsins, lækna og hjúkrunarfólks
Landspítalans.
Aðstandendur.
+
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför
HULDU KRISTJÁNSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks elli- og hjúkr-
unarheimilisins Grundar fyrir góða umönnun.
Kristján Helgason,
systkini hinnar látnu
og aðrir aðstandendur.
www.simaskra.is
SÍMASKRÁIN
gefin út daglega!
SÍMINN