Morgunblaðið - 30.06.1998, Page 48
- 48 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Norðurlandamótið hefst í Noregi í dag
Sigurbjörn slær
aldursmet Jóns
I DAG
VELVAKAJMIl
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Niðjamót
ÞESSIR þrír prúðbúnu
ungu menn standa fyrir
niðjamóti Sigurðar Guð-
mundssonar og Elísabet-
ar Jónsdóttur, 3.-5. júlí á
Isafirði. Dvalið verður á
Sumarhótelinu. A föstu-
daginn 3. júlí verður
haldið golfmót fyrir þá
sem áhuga hafa. Laugar-
Dalsættar
daginn 4. júlí verður
samfelld dagskrá í létt-
um dúr fhyrir alla ald-
urshópa og um kvöldið
verður hátíðarkvöldverð-
ur á Sumarhótelinu. A
sunnudaginn 5. júlí verð-
ur í tengslum við Djúp-
bátinn boðið uppá
skemmtisigiingu.
Sterkar saman
ÉG VIL lýsa yfir ánægju
minni með kvennatímaritið
„Sterkar saman“ sem mér
barst í hendur nú um helg-
ina.
Efni þess er bæði fróð-
legt og skemmtilegt og þar
er ekki gengið út frá því að
konur hafi aðeins áhuga á
frægu fólki og ytra útliti. I
blaðinu er fjallað um mjög
margt sem skiptir konur
raunverulegu máli og ým-
islegt sem ég hafði ekki
leitt hugann að áður. Ég
vil hvetja konur til að
kaupa blaðið „Sterkar
saman“ og kynna sér inni-
hald þess fordómalaust,
því þarna höfum við fengið
nýjan umræðugrundvöll
sem skiptir máli og við
þurfum á að halda.
Ólöf Guðmundsdóttir.
17. júní í Austurstræti
VIÐ stóðum í Austur-
stræti á 17. júní til að
horfa á skrúðgönguna lið-
ast hjá. Lúðrasveitin var
farin fyrir nokkru og
fremur þögult var í göt-
unni þegar skyndilega
heyrðist mikið þus að
hætti Soffíu frænku. Þar
kom stikandi lágvaxin
kona í rauðum jakka, með
barnakerru og tvö börn á
eftir sér og hélt háværa
skammarræðu yfir ungum
pilti sem langaði til að
hoppa á milli stöplanna. Sá
stutti reyndi að ganga ró-
lega en svo greip hann aft-
ur löngun til að hoppa að-
eins. Skipti þá engum tog-
um að konan gaf honum
utan undir svo glumdi í
húsunum. Fólk starði
gáttað á en enginn gerði
neitt. Það er nefnilega í
lagi að kona ráðist á
dreng, þótt sennilega
hefðu allir stokkið til ef
drengur hefði ráðist á
konu.
Auðvitað er svona at-
hæfi refsivert en verra er
þó að hugsa sér hvað ger-
ist á bak við luktar dyr
heimilisins hjá því fólki
sem ekki er feimið við að
sýna svona framkomu á al-
mannafæri. Hvar var há-
tíðarskapið hjá móðurinni
og hvernig hátíðarskap
kemst þessi ungi piltur í
næstu 17. júnídaga?
Heidi Kristiansen.
Geðdeild
BÖRN sem eiga foreldra
sem lifðu stríðsárin skilja
oft ekki hvað þau lifðu við.
Faðir minn sigldi alla seinni
heimsstyrjöldina ljóslaus og
sem skipstjóri, sem sagt
hetja hafsins. Þegar hann
kom loks í iand var hann
þreyttur og gamall fyi-ir
aldur fram og útttaugaður.
Móðir mín ólst upp við
það mikla fátækt að oft
höfðu þau ekki mjólk á
grautinn og oft sofnaði hún
svöng, og aldrei fengu þau
ávexti nema á jólum.
Oft lenda börn þeirra á
geðdeild, einfaldlega út af
sorg foreldra sinna og van-
máttarkenndar, að geta
ekki glatt og bætt upp það
sem þau fóru á mis við.
Ég vona heitt að þessu
fullorðna fólki verði sýndur
kærleikur og skilningur og
gleði. Ég vona einnig að
bömunum verði sýndur
skilningur í rétta átt í lífinu
því okkar er að taka við.
Gígja Thoroddsen.
Með morgunkaffinu
COSPER
Aster.
3-28
Ég er með hiksta, láttu mér bregða elskan.
... aðheyra enn einu
sinni frásögnina af
holunni íhögginu.
TM Reg U.S. Pat. Off. — all rights reserved
(c) 1998 Los Angeles Times Syndicate
VÆRI þér ekki sama þó
að ég biði aðeins lengur,
þetta er svo skemmtilegt
lag?
Yíkveiji skrifar...
BRIDS
Klekken, Noregi
NORÐURLANDAMÓT
Norðurlandamótið í brids fer fram
dagana 30. júní til 4. júlí. ísland
sendir lið til keppni í opnum flokki
og kvennaflokki. Hægt er að fylgj-
ast með mótinu á Netinu og er slóð-
in:
http://home.sol.no/Iperlange/nor-
disk98.html.
NORÐURLANDAMÓTIÐ í
brids hefst í dag í Klekken í Nor-
egi en þar keppa landslið Islend-
inga, Dana, Norðmanna, Svía,
Finna og Færeyinga bæði í opn-
um flokki og kvennaflokki.
Islendingar senda að vanda lið
til keppni í báðum flokkum. Að
þessu sinni eru bæði liðin skipuð
nýliðum að stærstum hluta en
þeir spilarar, sem skipað hafa
landslið Islands á undanförnum
árum, gáfu ekki kost á sér að
þessu sinni.
Landsliðið í opna flokknum var
myndað eftir landsliðskeppni og
er að þessu sinni kjarninn í sveit
Antons Haraldssonar frá Akur-
eyri. Auk hans eru í liðinu Sigur-
björn Haraldsson, Steinar Jóns-
son, Magnús Magnússon og Jónas
P. Erlingsson, sem er sá eini sem
spilað hefur áður í landsliði í opn-
um flokki. Þeir Steinar, Magnús
og Sigurbjörn hafa hins vegar
margoft spilað í yngri liðum Is-
lands og eru núverandi Norður-
landameistarar í yngri flokki. Sig-
urbjörn, sem er nýorðinn 19 ára,
mun vera yngsti landsliðsspilari
íslendinga frá upphafi og slær í
Kleppen rúmlega tveggja áratuga
met Jóns Baldurssonar sem
þreytti frumraun sína í landsliði
tvítugur að aldri.
Hin Norðurlöndin senda flest
reynda spilara til keppni. Heima-
menn, Norðmenn, senda Arild
Rasmussen, Jon Sveindal, Boye
Brogeland og Erik Sælensminde.
Þeir Brogeland og Sælensminde
hafa verið fastir landsliðsmenn
síðustu tvö ár en Sveindal og
Rasmussen voru síðast í norsku
landsliði á heimsmeistaramótinu í
Chile 1993, þar sem Norðmenn
unnu silfurverðlaun.
Svíar hafa Norðurlandatitil að
verja, en aðeins einn úr sigurlið-
inu frá 1996, Göran Lindberg,
mætir til Kleppen. Aðrir í sænska
liðinu eru Per Börgesson, Tomas
Börgesson, P.G. Eliasson, Tomas
Magnusson og Ulf Nilsson. Eng-
inn þeirra hefur spilað áður í opn-
um flokki svo ég viti.
Danska liðið er skipað Knud-
Aage Boesgaard, Mathias Bruun,
H.C. Nielsen, Jacob Rpn, Steen
Schou og Lauge Schaffer. Þetta
eru allt kunnugleg nöfn og þeir
Schaffer, Boesgaard og Schou
hafa allir spilað í landsliðum áður.
Eina konan í opna flokknum spil-
ar í finnska liðinu, Sue Backström,
en aðrir eru Jari Backström, Jouni
Juuri-Oja, Osmo Kiema, Kauko
Koistinen, Lasse Utter, allt reynd-
ir landsliðsmenn.
Að lokum eru það frændur okk-
ar Færeyingar, sem hafa stöðugt
verið að sækja í sig veðrið á Norð-
urlandamótum. I þeirra liði eru
Arant Berjastein, Rói á Rógvu
Joensen, Símin Lassaberg, Jó-
annes Mouritsen, Hedin Mourit-
sen og Bogi Simonsen. Þrír þeir
síðasttöldu hafa allir spilað áður á
Norðurlandamótum.
Eg spái Norðmönnum meist-
aratitlinum að þessu sinni. Það er
erfitt að meta möguleika Island-
inga á mótinu og varla hægt að
ætlast til að þeir verði með í bar-
áttunni um verðlaun, þótt auðvit-
að geti allt gerst, en íslensku liðs-
mennirnir munu án efa afla sér
dýrmætrar reynslu sem nýtist
þeim í framtíðinni.
Róðurinn þungur í kvenna-
flokki
I kvennaflokki er íslenska liðið
skipað Sofíu Daníelsdóttur, Arng-
unni Jónsdóttur, Svölu Palsdótt-
ur, Hrafnhildi Jónsdóttur og Stef-
aníu Skarphédinsdóttur. Þær eru
allar nýliðar í landsliði, að undan-
skilinni Stefaníu, og því má búast
við að róðurinn verði þungur í
Noregi.
Núverandi Norðurlandameist-
arar eru Svíar sem senda öflugt
lið til að verja titilinn. Það skipa
Pia Andersson, Jessica Larsson,
Linda Lángstrpm, Jill Mellstrom,
Catarina Midskog og Mari Rym-
an. Allt eru þetta reyndar lands-
liðskonur nema Larsson, og þær
Andersson og Mellstrpm eru nú-
verandi meistarar.
Danir senda sterkt lið í kvenna-
flokkinn, þær Nadiu Bekkouche,
Stense Farholt, Bettinu Kalker-
up, Charlotte Koch-Palmund og
Lotte Skaaning-Norris, sem hafa
verið kjarninn í dönskum kvenna-
liðum undanfarin ár.
Norska liðið skipa Kristine
Breivik, Anna Malinowski, Anne
Morch, Eva Morch, Tove
Skjervagen og Solvi Beate 0st-
moe. Til þeirra þekki ég lítið og
mér vitandi hefur engin þeirra
nema Malinowski spilað áður í
landsliði. En norskir kvenspilarar
eru jafnan sterkir þótt Norðmenn
hafí þá stefnu að senda ekki lið til
keppni í kvennaflokki á öðrum
mótum en Norðurlandamótinu.
I finnska liðinu spila Birgit
Barlund, Sari Kulmala, Mirja
Mantylá, Rirva Niemistö, Kate
Runeberg og Pirkko Savolainen.
Þetta er blanda af reyndum spil-
urum og nýliðum. Færeyingar
senda ekki lið í kvennaflokkinn að
þessu sinni.
Mér þykir ekki ólíklegt að Dan-
ir og Svíar komi til með að berjast
um sigurinn í kvennaflokknum en
veðja frekar á að sænsku konurn-
ar haldi titlinum.
Mótið hefst í dag, eins og áður
sagði, með tveimur leikjum, en
spiluð er tvöföld umferð með 24
spila leikjum. I opnum flokki spil-
ar ísland við Finna og Dani, en í
kvennaflokki við Norðmenn og
Dani.
AÐ VORU athyglisverðar upp-
lýsingar, sem fram komu hjá
bandaríska sendiherranum hér í
blaðinu á laugardag, að ein af
ástæðunum fyrir því að Reagan
valdi Reykjavík sem fundarstað fyr-
ir leiðtogafundinn 1986 hafi verið
sú, að þáverandi sendiherra Banda-
ríkjanna hér, Nicholas Ruwe, var
gamall vinur hans. Þessi persónu-
lega ástæða fyrir vali hans hefur
ekki komið fram áður, svo Víkverja
sé kunnugt um.
Líklega hefur enginn þeirra
bandarísku • sendiherra, sem hér
hafa verið undanfarna áratugi, verið
í eins beinu sambandi við Hvíta hús-
ið og Ruwe var á þessum árum.
Hann var einkavinur Reagans og
raunar líka Nixons og hafði unnið
fyrir Nixon bæði á forsetaárum
hans og eins eftir að Nixon lét af
embætti. Þessi tengsl Ruwe komu
að góðum notum. Eitt dæmi um það
var fyrirhuguð heimsókn Þorsteins
Pálssonar, þáverandi forsætisráð-
herra til Washington. Þorsteinn
taldi sér nauðsynlegt að aflýsa
þeirri heimsókn á þeim tíma, sem
hún var fyrirhuguð, vegna vanda-
mála heima fyrir. Bandaríkjamenn
voru því ekki vanir að heimsóknum í
Hvíta húsið væri aflýst nema mjög
ríkar ástæður væru til og ekki mikl-
ar líkur á að takast mundi að koma
þessari heimsókn í kring á öðrum
tíma.
Persónuleg sambönd Ruwe við
Hvíta húsið tryggðu hins vegar að
þáverandi forsætisráðherra og föru-
neyti hans fóru í heimsókn til Was-
hington síðar á því sama ári.
Nicholas Ruwe dó langt fyi'ir ald-
ur fram. Ekkja hans, Nancy Ruwe,
hefur haldið góðu sambandi við ís-
lendinga bæði hér heima og í Was-
hington.
XXX
AÐ VAR fróðlegt að sjá niður-
stöðu skoðanakönnunar um
hversu margir hafi horft á opnunar-
leik heimsmeistaramótsins í knatt-
spyrnu, sem skýrt var frá í fréttum
ríkissjónvarpsins í íyrrakvöld. Sú
niðurstaða, sem mesta athygli vek-
ur er, að um 75% þeirra, sem spurð-
ir voru, horfðu ekki á leikinn. Um
15% horfðu á allan leikinn og um
10% á hluta hans. Til þess að þjóna
þessum litla en háværa minnihluta
er fréttatíma sjónvarpsins frestað
kvöld eftir kvöld.
Þetta gengur ekki lengur. Ríkis-
sjónvarpið verður að fara að senda
þessa íþróttaleiki út á annarri rás.
Það er ekki hægt að valda svo stór-
um hluta þjóðarinnar óhagræði fyr-
ir svo lítinn minnihluta.
xxx
NÚ UM helgina var sagt frá
mjög metnaðarfullri hljóm-
diskaútgáfu með helztu píanósnill-
ingum þessarar aldar, sem nú er
unnið að. Af þessu tilefni er ástæða
til að rifja upp hugmynd, sem sett
hefur verið fram í ritstjórnargrein-
um Morgunblaðsins þess efnis, að
hafin verði víðtæk útgáfa á tónverk-
um íslenzkra tónskálda fyrr og nú
með opinberum stuðningi. Eins er
nauðsynlegt að allar upptökur af
tónleikum Pólýfónkórsins, sem til
eru og Ingólfur Guðbrandsson
stjórnaði og hafði forgöngu um á
sínum tíma, verði gefnar út á disk-
um. Það er alveg ljóst, að þetta
verður aldrei gert af einkafyrir-
tækjum eingöngu, þótt þau geti
komið við sögu. Hins vegar eru svo
mikil menningarverðmæti fólgin 1
tónverkum íslenzkra tónskálda, og
flutningi íslenzkra hljómlistar-
manna, að það skiptir höfuðmáli
fyrir þessa litlu þjóð að varðveita þá
menningararfleifð og gera hana að-
gengilega bæði íyrir Islendinga og
útlendinga.
Guðm. Sv. Hermannsson
U FESTINGAJÁRN
[> ■ ■ OG KAMBSAUMUR
Þýsk gæðavara — traustari festing
HVERGI MEIRA URVAL
IKNUBfftlMSSON ft,CO
Armúla 29-108 Reykjavik - sfmar 553 8640 og 568 6100
www.mbl.is/fasteignir