Morgunblaðið - 30.06.1998, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 30.06.1998, Qupperneq 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM STRANDFATNAÐUR Westwood fyrir karlmenn sumarið 1999 er að minnsta kosti litríkur og skemmtilegur á að horfa. BRESKI hönnuðurinn Vivienne Westwood heldur áfram að koma á óvart með sérstaklega frumlegri og líflegri hönnun. Línurnar lagðar fyrir karlmannatískuna 19-23. ágúst 1998 íþróttamiðstöðinni í Laugardal Námskeiðið er 40 kennslu- stundir sem skiptast í bóklega og verklega tíma og endar á bóklegu og verklegu prófi. Fimleikasamband fslands Kennsluréttindi í þolfimi. A-stig í þolfimi er fyrir alla sem vilja öðlast kennsluréttindi í þolfimi. Námskeiðið er bæði fyrir þá sem hafa kennt þolfimi og vilja fá réttindi en einnig fyrir þá sem stefna að kennslu í framtíðinnni. Einu skilyrðin eru að hafa náð 18 aldri og til að fá A-stig þarf að hafa gilt skírteini í skyndihjálp. Við skráningu fæst námsefnið og nauðsynlegt er að vera búin að lesa það yfir áður en að námskeiðið hefst. Halldór B. Jóhannesson íslandsmeistari í þolfimi 1998, verður með kynningu á keppnis-þolfimi. Kennarar: Auður Vala Gunnarsdóttir, íþróttakennari, Ágústa Hrönn Gísladóttir, íþróttakennari, Guðrún ísberg, sjúkraþjálfari, Kennsluefni byggir á eftirfarandi: • Lífeðlisfræði • Líffærafræði • Kennslufræði • Tónfræði • Þjálffræði • Uppbyggingu þolfimitíma • íþróttameiðsli Verð kr. 16.000 Allir þátttakendur fá 20% afslátt í Frísport. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu FSÍ, s. 551 3101 eða hjá Ágústu Hrönn í s. 557 1671. [\rífdz- nupff\r Laugavegi 6 Sími: 5623811 SUMARTÍSKA karlmanna fyrir næsta ár var kynnt í Mílanó um helgina og að þessu sinni var það hin litríka og framúrstefnulega Vi- vienne Westwood sem reið á vað- ið. Lína Westwood var að venju villt og frumleg og fékk hún góð viðbrögð meðal áhorfenda og kaupenda í salnum. Fatnaður þessa breska hönnuðar er venju- lega svo framúrstefnulegur að hann er sjaldnast klæðilegur í hefðbundnum skilningi. Westwood brást ekki aðdáendum sínum frek- ar en fyrri daginn og töfraði meðal annars fram æfingagalla í her- mannalitum, kjólfatajakka með vösum á lafinu og sérstaklega þröngan strandfatnað. Itölsku hönnuðirnir Dolce og Gabbana voru alger andstæða Westwood og buðu upp á línu í svörtum, hvítum og gráum litum og afar hefðbundin snið. Donatella Versace virðist hafa fetað í hnökralaust í fótspor bróður síns og bauð upp á dæmigerða Gi- anni Versace línu fyrir karlmenn. Naomi Campbell og nokkrar aðrar kvenfyrirsætur gáfu svo áhorfend- um smá hugmynd um það sem koma skal á sýningunni í París á næstunni. A myndunum má sjá dæmi um þær línur sem boðaðar voru fyrir karlpeninginn næsata sumar. Morgunblaðið, Ma dM-grasekkjum útí óvissuna! Takið þátt í léttum spurningaleik og þið gætuð verið á leiðinni út i óvissuna sunnudaginn 12. júlí á meðan á úrslitaleiknum á HM í knattspyrnu stendur. Sendu inn svarseðilinn eða taktu þátt í leiknum á HM-vefnum á www.mbl.is * <v Od #H o 1. Á dögunum trúlofaðist leikmaður enska landsliðsins kryddpíu. Hvað heita þau? o Mick Jagger og Boy Spice o Pöul Gascoigne og Scary Spice O David Beckham og Posh Spice vo Sf Oi :0 cn «/> =6 3- K 2. Franskur leikmaður sem komst þó ekki í landsliðið til að spila á HM gerði á dögunum samning við einn af frægari snyrtivöruframleiðendum heims. Hvað heita leikmaðurinn og snyrtivöruframleiðandinn? Platini og Christian D'Or Ginola og L'Oreal Depardiu og Coco Chanel urðu fyrs Þýska Úrugv Tilnefnið kynþokkafyUsta leikmann á HM í Frakklandi: Nafn:Land: Nafn tenqiliðs: ím HeimiUsfanq: Sími:

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.