Morgunblaðið - 08.07.1998, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Meistaradeildin á vefnum
Leyfísveiting borgarráðs til j
tívolís á Miðbakka til fímm ára
Ibúar ítreka
mótmæli
Sjálfstæðismenn
um lífríki Elliðaáa
Áhrif virkj-
unar verði
athuguð
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokksins
í borgarráði Reykjavíkur lögðu í
gær til að skipuð yrði nefnd þriggja
sérfræðinga til að athuga áhrif raf-
magnsframleiðslu í Elliðaárvirkjun
á lífríki Elliðaánna. Einnig setji hún
fram tillögur að bættu umhverfi
ánna og endurreisn laxastofnsins.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri óskaði bókað í framhaldi af
tillögu sjálfstæðismanna að sam-
þykkt hefði verið fyrir rúmu ári í
borgarstjóm að láta fara fram um-
fangsmikla könnun á lífróki Elliða-
ánna til að meta mætti áhrif menn-
ingar og mannvistar í dalnum. Pví sé
ekki ástæða til að fara út í þá könnun
sem hér sé lagt til en ástæða til að
skoða rafmagnsframleiðslu í dalnum
og_þá hagsmuni sem þar séu í húfí.
I tillögu sjálfstæðismanna er
einnig lagt til að nefndin skoði hlut-
verk gömlu rafstöðvarinnar og hvort
æskilegt sé að framtíðamýting húsa
rafstöðvarinnar tengist Árbæjar-
safni svo og minjasafn Rafmagns-
veitu Reykjavíkur.
UMFJÖLLUN um Meistaradeild
kvenna hefur bæst við á boltavef
Morgunblaðsins á slóðinni
http://www.mbl.is/boItinn. Þar er
hægt að lesa um úrslit leikja,
kanna stöðuna í deildinni, sjá
hvenær næstu leikir verða og
einnig má lesa um alla leikmenn
deildarinnar, 153 talsins. Myndir
eru og af flestum leikmönnum.
Á boltavef Morgunblaðsins er
einnig ítarleg umfjöllun um Lands-
símadeildina í knattspyrau, hægt
er að lesa um alla leikmenn deild-
arinnar og sjá myndir af flestum
aukinheldur sem þar má fræðast
um stöðuna í deildinni, sjá leikja-
töflu og einnig má nálgast tölfræði
um einstaka leikmenn og lið, sjá
hveijir eru markahæstir hveiju
sinni, hveijir hafa fengið flest
spjöld, hvernig liðin standa sig sem
heild í þessum efnum og einnig er
iuegt að sjá hvaða dómarar eru
spjaldaglaðastir og hjá hvaða dóm-
urum flest mörk eru skoruð.
Álíka umfjöllun er um heims-
meistarakeppnina í Frakklandi
sem senn er á enda og þar má til
að mynda Iesa stutta samantekt
um hvern hinna 704 leikmanna
sem þar koma við sögu.
Slóð boltavefjar Morgunblaðsins
er http://www.mbl.is/boltinn/
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að
heimila Tívolí UK rekstur á Mið-
bakka við Geirsgötu frá 8. júlí til 4.
ágúst nk. Veitt er bráðabirgðaleyfi til
fimm ára með starfsskilyrðum og fyr-
irvara um athugasemdir og nær
reksturinn til tveggja mánaða á ári
samkv. umsögn heilbrigðisnefndar. í
skilmálum Hafnarstjómar er tekið
fram að heimilt sé að hafa tívolíið opið
milli kl. 16 og 23 virka daga en til kl.
24 um helgar. Á fundi borgarráðs var
lagt fram bréf, þar sem rekstrinum
var mótmælt vegna hávaða sem bær-
ist yfir íbúðabyggðina í miðborginni.
Þá hafa íbúar í Grjótaþorpi árlega
mótmælt staðsetningu tívolís á Mið-
bakkanum og ítreka enn mótmæli sín.
fbúð óseljanleg vegna hávaða
Eigandi þjónustuíbúðar við Vest-
urgötu 7 hefúr í erindi til borgarráðs
mótmælt fyrirhuguðum tívolírekstri
á hafnarsvæðinu. Hann segist hafa
verið með íbúðina í sölu frá hausti
1996 án þess að tekist hafi að selja
hana. Aðalástæðuna segir hann vera
hávaða sem berist frá tívolíinu. Það
hafi hann heyrt frá tilvonandi kaup-
endum og fasteignasölum auk þess
sem íbúar í húsinu kvarti undan því
að erfitt sé að sofna fyrir hávaðanum
frá Miðbakka.
Finnur Guðsteinsson, einn stjóm-
armanna í íbúasamtökum Gijóta-
þorps, segir að íbúamir hafi ítrekað
á undanfórnum ámm mótmælt
tívolírekstri á Miðbakkanum og ósk-
að eftir að það yrði fært frá íbúða-
byggð. „Við tökum undir orð fyrr-
verandi lögreglustjóra og Omars
Smára [Armannssonar aðstoðaryfir-
lögregluþjóns] um að tívolíið hafi
aukið á þann vanda sem fylgir því
þegar ungmenni safnast saman í
miðbænum," sagði hann. „Við viljum
gjarnan hafa tívolí í Reykjavík yfir
sumartímann en á öðmm stað og
fjær íbúðabyggð. Ég get heldur ekki
skilið af hverju almenn ákvæði em
ekki virt um að ekki megi vera með
hávaða eftir kl. 22 en heimilt er að
hafa tívolíið opið til kl. 23 virka daga
og til kl. 24 um helgar."
I umsögn heilbrigðisnefndar, sem
samþykkt var í borgarráði, er tekið
fram að heimilt er að endurskoða
starfsleyfisskilyrðin ef í ljós koma
annmarkar á framkvæmdum eða ef í
ljós koma óæskileg áhrif á umhverf-
ið, sem ekki hafi verið ljós fyrirfram.
Fram kemur að draga skuli úr há-
vaðamyndun í samráði við Heilbrigð- |
iseftirlitið og skal hávaðinn vera inn-
an við 65 desíbel við norðurhlið
bygginganna sunnan við Geirsgötu }
frá opnun til kl. 21 og innan við 55
desíbel eftir þann tíma. Setja skal
upp hljóðtálma í suðvesturhom
svæðisins sem nær a.m.k. 20 metra í
norður og 40 metra í vestur og skal
hæðin vera næg til að takmarka
verulega hávaðann sem berst frá
hljóðkerfinu að Vesturgötu. Tekið er
fram að fullnægjandi hreinlætisað- i
staða skuli vera fyrir gesti og starfs-
fólk og að forráðamenn fyrirtækisins I
beri ábyrgð á að starfsemi sé í sam- |
ræmi við skilyrðin.
Snyrtilegur frágangur
í bréfi hafnarstjóra til borgarráðs
sem fylgir umsögn Hafnarstjómar,
kemur fram að lögreglunni í Reykja-
vík hafi borist nokkrar kvartanir
vegna hávaða frá tívolíinu á síðasta
ári. Bent er á að Heilbrigðisnefnd ,
Reykjavíkur hafi samþykkt tillögu
að starfsleyfi, þar sem sett eru
ákvæði um hávaða og aðgerðir til að j
draga úr honum. Tekið er fram að
rekstrarleyfi og skilmálum hafi verið
breytt í samráði við lögreglu og Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur. I skil-
málum hafnarstjómar segir að útlit
og ásýnd svæðisins skuli vera snyrti-
legt, sérstaklega séð frá hafnar-
bakka og Geirsgötu og skal leggja
tillögur um frágang á ytri afmörkun
svæðisins fyrir hafnarstjóra.
Jafnframt era Jömndur Guð- í
mundsson og Tívolí UK gerð ábyrg |
fyrir öllum skemmdum sem starf-
semin gæti hugsanlega valdið á yfir-
borði og mannvirkjum á svæðinu.
Tekið er fram að greiða skuli leigu
fyrir afnot af bílastæðum sem svarar
til eins mánaðar leigu af bflastæði.
Auk þess skal leggja fram trygg-
ingafé sem hafnarstjóri ákveður til
að tryggja að skilmálunum sé fram-
fylgt-
SÍÐA með umíjöllun um meistaradeild kvenna á boltavefnum.
Gylliboð frá Nígeríu um skjótfenginn gróða send með fölsuðum frímerkjum
Hundruð bréfa í vörslu
lögreglu hérlendis
RANNSÓKNARLÖGREGLA efna-
hagsbrota í Noregi hefur beðið póst-
og tollþjónustuna þar í landi að
koma í veg fyrir dreifingu á bréfum
sem nígerísk fyrirtæki, oft rfldsfyr-
irtæki, senda einstaklingum þar í
landi. Dreifing á um 1,000 bréfum
hefur verið stöðvuð en auk þess hef-
ur norsk lögregla undir höndum um
20.000 bréf, sem borist hafa viðtak-
endum í Noregi. Talið er að milljón-
um manna á Vesturlöndum hafi
borist slík bréf og íslensk lögregla
hefur undir höndum hundruð bréfa
af þessu tagi.
Samkvæmt frétt norska dagblaðs-
ins Aftenposten um málið í gær er
vitað til þess að fólk í Noregi hafi
tapað á fjórða tug milljóna íslenskra
króna með því að ganga að þeim
gylliboðum sem sett em fram í þess-
um bréfum í því skyni að féfletta við-
takenduma en lögreglu þar í iandi
gmnar að tjónið sé í raun mun meira.
Forsenda þess að Norðmenn
leggja hald á bréfin er sú að auk
þess sem þau feli í sér sviksamlegt
athæfi eru frímerkin á þeim talin
fólsuð.
A.m.k. einn íslendingur hefur
tapað peningum
Að sögn Amars Jenssonar, að-
stoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti
Rfldslögreglustjóra, veit lögreglan
hér á landi um einn íslending sem
tapað hefur peningum á því að taka
tilboði Nígeríumanna um skjótfeng-
inn gróða. Engin kæra hefur þó
borist.
Arnar sagði að þessi mál væm al-
þekkt erlendis og lögregla hér hefði
fylgst með framvindunni. Tjónið
liggi venjulega í því að einstaklingar
láti glepjast þegar þeim berist bréf
frá Nígeríumanni, sem gjarnan er
kynntur sem forstöðumaður fyrir-
tækis sem nýbúið er að þjóðnýta.
Efni bréfsins er að viðkomandi seg-
ist sitja fastur með stórar fjárhæðir,
jafnan milljónir dala, á bankareikn-
ingi í Nígeríu.
Viðtakandi bréfsins er beðinn að
stofna bankareikning á íslandi, sem
hægt sé að millifæra fjárhæðimar
yfir á. í staðinn býðst sendandinn til
þess að umbuna reikningseigandan-
um ríkulega fyrir greiðann. Eiginleg
svik hefjast eftir að reikningurinn
hefur verið stofnaður. Þá hefur
sendandi bréfsins samband að nýju
og segir að nú vanti sig um 5.000
dali til þess að greiða fyrir peninga-
flutningnum, til að múta embættis-
mönnum og svo framvegis.
Sú upphæð hækkar svo gjarnan
og meira fé vantar til að leysa
óvæntar snurður sem sendandinn
segir hlaupa á þráðinn. Ef fórnar-
lambið bítur á agnið og heldur
áfram að vernda fjárfestingu sína
með frekari framlögum endar leik-
urinn jafnvel með því að nauðsyn-
legt er sagt að reikningseigandinn
komi sjálfur til Nígeríu til að ganga
frá málunum og rita eigin hendi
undir peningaflutninginn í votta við-
urvist. Þar em þess dæmi að menn
standi frammi fyrir frekari hótun-
um eða ofbeldi. I Aftenposten segir
að vitað sé um 15 Vesturlandabúa
sem hafa verið drepnir í Nígeríu
þegar þeir hugðust ganga frá við-
skiptum af þessu tagi þar. Þar kem-
ur einnig fram að auk 20.000 Norð-
manna sé vitað um 600.000 bréf sem
stöðvuð hafa verið í Bandaríkjun-
um.
í Aftenposten kemur ennfremur
fram að norska efnahagsbrotalög-
reglan sé þátttakandi í alþjóðlegu
samstarfi gegn nígerískum
fjársvikamálum af þessu tagi. Arnar
Jensson sagði að íslenska lögreglan
ætti óbeina aðild að því samstarfi í
gegnum Interpol.
Nærbuxna-
framleiðandi
gefur miða á
Seinfeld i
BANDARÍSKI nærbuxnafram-
lciðandinn Joe Boxer og vinsæl
útvarpsstöð í New York stóðu í
gær fyrir happdrætti þar sem í
verðlaun var ferð fyrir tvo til Is-
lands og miði á skemmtun
grínistans Jerry Seinfeld í
Reykjavík í kvöld.
Samkvæmt upplýsingum frá
Colette Sipperly, fjölmidla- og
markaðsfulltrúa Joe Boxer-fyrir-
tækisins í New York, kom vinn-
ingurinn í hlut ungrar konu og
ætlaði hún að bjóða móður sinni
með. Einnig verða með í för
plötusnúður frá útvarpsstöðinni
og fulltrúi nærbuxnaframleið-
andans.
Vinningshafinn í nærbuxna-
happdrættinu og móðir hennar
þurftu að hafa hraðar hendur við
að pakka fyrir ferðina, því farið
var með Flugleiðavél til íslands
strax í gærkvöld. I dag gefst
þeim mæðgum tími til skoðunar-
ferða, en haldið verður aftur til
New York á morgun.