Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 24

Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Þunnur þrettándi i;i:ki i; Sjálfshjálparbók BREYTINGASKEIÐIÐ eftir Gunillu Myrberg. Vasaútgáfan 1998. SJÁLFSHJÁLPARBÓK um breytingaskeiðið kom ný- lega út hjá Vasa-útgáfunni og er eftir sænska konu, Gunillu nokkra Myrberg, sem er blaðamaður og hefur árum saman stjórnað heilsuþætti í sænska útvarpinu. Bókin kom út í Svíþjóð árið 1990 og ber hún þess að mörgu leyti merki, því að ým- islegt í henni er orðið úrelt nú og má segja að þegar um efni sem þetta er að ræða eykst þekking manna býsna mikið á tæpum áratug. Hér er því strax komið að fyrsta lesti bókarinnar, sem er verulegur ljóður á hennar ráði. Það er þó til málsbóta að í ís- lenzku útgáfunni hefur ýmis- legt sem nýlegra er verið tínt til úr íslenzkum blaðagreinum og tímaritum um heilbrigðis- mál, til dæmis um rannsóknir Gunnars Sigurðssonar, yfir- læknis á Sjúkrahúsi Reykja- víkur, á beinþynningu, og er sumt af því efni með því skásta í bókinni. Næst er að nefna að bókin heitir frá höfundarins hendi „Líkami og sál, heilsubók fyrir konur eldri en 40 ára“ og með því að kalla bókina „Breyt- ingaskeiðið" siglir bókin á ís- lenzku undir fólsku flaggi. Tit- illinn „Breytingaskeiðið" er því rangnefni. í bókinni er reyndar komið allnokkuð inn á breytingaskeiðið, en það er alls ekki meginefni hennar, heldur ævi konunnar eftir fer- tugt. Breytingaskeiðið er merki- legur tími á ævinni og sannar- lega þarft að ræða um það og rita. Það nær þó hjá þorra kvenna einungis yfir stuttan tíma, hjá sumum nokkra mán- uði jafnvel og örfá ár í mesta lagi, og því fylgja ýmsar breytingar sem geta verið til líf'sfyllingar eða háð konunni verulega á meðan á þeim stendur. Á íslandi hófst umræða um breytingaskeiðið fyrst svo tek- ið væri eftir þegar Þuríður Pálsdóttir söngkona kvaddi sér hljóðs í upphafi níunda áratugarins og vildi gera kon- um léttbærara að skilja þann erfiða tíma sem sumar þeirra ganga í gegnum á miðjum aldri, eða á bezta aldri, svo að notuð séu orð Þuríðar. Hún hafði sjálf orðið fyrir því að fá ekki nægar skýringar eða að- stoð á þessum aldri, og um- fjöllun hennar bæði á prenti og með fyrirlestrum varð fjölda kvenna ómetanleg hjálp. Það er langur vegur frá því stórvirki sem Þuríður vann á þessu sviði að þessu bókar- komi sem hér um ræðir. Bókinni er skipt í fjölmarga stutta kafla, sem eru auðlesnir og fljótlesnir, nema hvað mað- ur rekst alltof oft á fullyrðing- ar sem standast ekki eða á vill- ur í texta. Próförk er með eindæmum hroðvirknislega lesin, svo að maður trúir varla sínum eigin augum á köflum. I raun liggur manni við að segja að innkalla ætti hana og vinna betur. Bók- in verður að kallast þunnur þrettándi í bókaflokki þar sem margar áhugaverðar kiljur hafa áður birzt. Katrín Fjeldsted Höggmyndir og litabækur Morgunblaðið/Einar Falur SIGURÐUR Guðmundsson við eitt verk sitt. MYJVPLIST Ingólfsstræti 8 HÖGGMYNDIR, TEIKNINGAR OG GRAFÍK Verk eftir Sigurð Guðmundsson. Til 26. júlí. Opið fimmtud. - sunnud. frá kl. 14-18. Aðgangur ókeypis. SIGURÐUR Guðmundsson hefur alltaf verið sérkennilega samsettur listamaður. í honum er mjög sterk- ur, rómantískur strengur sem slæst saman við írónískan hálfkæring, nokkurs konar súperegó sem forðar honum frá því að falla í tilfinn- gapyttinn. Ef til vill eru þessar þverstæður algengari en nokkurn grunar. Halldór heitinn Laxness og Steinn Steinarr voru að minnsta kosti þekktir fyrir að bregða fyrir sig þversagnakenndum stílbrigðum sem stóðu á mótum tilfinninga- hyggju og kaldhæðni. Sigurður er sjálfsagt bókmennta- legastur íslenskra listamanna sem fást við myndlist. Efnistök hans bera sterk merki listsögulegrar vit- undar og hann hikar aldrei við að skilgreina sig sem listamann í nán- um tengslum við þá list sem á und- an er gengin. Þá fylgja verk hans ávallt formskilningi sem liggur nærri málfarslegri tjáningu, svipað og finna má í list Egypta og Maya og leiddi til þess að myndir og tákn- mál þessara þjóða enduðu uppi í stafrófi; samtvinnan mynd- og rit- listar. Allt frá fyrstu tíð virðist mynd- gátan - rebus eins og Latverjar kölluðu hana - hafa fylgt list Sigurð- ar og hér er hún enn að verki. Höggmyndirnar eru sannkallaðir bautasteinar með einfóldum tákn- um sem bíða síns Champollions. Eins og höggmyndalist framandi og forsögulegra þjóða, eða ónefndra meistara miðaldakirknanna, láta verk Sigurðar áhorfandann ekki í friði. Honum finnst hann nauð- beygður að lesa úr þeim einhverja dulda merkingu. Hið eina sem listamaðurinn sjálfur lætur uppi eru minni, eins lags arkitýpur sem felldar ei-u saman við einfaldar myndir úr lita- bókum. Eins og felumyndir á kjólfaldi Mjallhvítar eða André- sinu, gægjast höggmyndirnar í salnum út úr litabókamyndunum og minna okkur á það að myndlist- in var ekki bara farin að kveikja í mannkyninu á forsögulegum tíma heldur eigum við öll okkur forsögu- lega tíð þegar undur myndgátunn- ar opinberast okkur ljóslifandi sem heillandi og dularfull opinberun. Eftir á að hyggja er þetta einhver slungnasta sýning sem ég hef séð frá hendi Sigurðar Guðmundssonar. Eru þær þó margar sem hafa glatt hug minn og sjáaldur gegnum tíð- ina. Halldór Björn Runólfsson NÁTTÚRAN ÚTI OGINNI MYNDLIST Listasuín Kópavogs „FIMMT" - BLÖNDUÐ TÆKNI Til 19. júlí. Opið þriðjudaga - sunnu- daga frá kl. 12-18. Aðgangur kr. 200. Sýningarskrá kr. 500. í LISTASAFNI Kópavogs er sýning sem kallast „Fimmt“ eða „Quinate" og fjallar um tengsl inn- taks og efnis. Eins og nafn sýning- arinnar ber með sér eru þátttak- endurnir fimm, þær Anna Guðjóns- dóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ragna Róbertsdóttir, Ragnheiður Hrafnkelsdóttir og Sólveig Aðal- steínsdóttir. Þótt tekið sé mið af öllum þeim fjölda sýninga sem sett- ar hafa verið upp í listasafninu verður að telja „Fimmt“ með þeim bestu. Þar ræður eflaust mestu samspil verka og hve heppilega þau ganga sem heild í samband við innviði safnsins. Listasafn Kópavogs er ekki auðveld bygging, ekki frekar en önnur söfn þar sem húsagerðin truflar stöðugt sýningar með því að rífa til sín athygli sýningagesta. Finnskir hönnuðir halda því fram að fegursta umbrotið á sýningar- skrám sé jafnan það sem best miðl- ar innihaldinu án þess að heimta til sín athygli. Sama lögmál gildir um söfnin. Þeim mun hlutlausari sem þau eru því betur þjóna þau tilgangi sínum sem sýningarsalir. En sýning fimmmenninganna brýtur einnig blað að öðru leyti. Það er fáséð hér á landi að samsýning samsvari sér eins og samsýning á að gera en sé ekki bara stirðbusalegt samansafn af lausbeisluðum einka- sýningum. Afargott dæmi um heppilegt upphengi er til dæmis að finna í austursalnum þar sem verk Önnu Guðjónsdóttur og Sólveigar Aðalsteinsdóttur fylgjast að. Þær Anna og Sólveig eru afar ólíkir listamenn að efni og upplagi. Anna gengur rakleitt að róman- tískri hefðinni í íslenskri list og leyf- ir sér þann munað að velta sér upp úr henni, ef til vill eins og sá einn getur sem umgengst íslenska nátt- úru úr fjarlægð. Hún andar að sér andrúmslofti sveitarinnar; hinni óvenjulegu rökkurstemmningu; for- sælunni í kyrrlátum skála með út- sýni til fjalla og nýveiddum silungi á dagblaðapappír. Þingvallahraunið rammar hún inn í skáp eins og dýr- mætan helgidóm. Styrkur Ónnu er ekki síst fólginn í postmódemísku frelsinu - svo sem blandaðri tækninni - sem hún áskil- ur sér til að lýsa ólíkum hughrifum, jafnvel þótt eftir standi tilrauna- kennd niðurstaða með mörgum laus- um og mótsagnakenndum endum. Sólveig fer gjörólíka leið. í stað- inn fyrir rómantíska afstöðu og til- finningaþrungið ívaf er list hennar impressjónísk eins og austurlensk- ur tilbúningur í anda Whistlers. Borðplötur með vatnslitakrukkum í alls kyns tónum standa framan við óhlutbundna ljósmyndaröð þar sem líkt er eftir pensilförum með hreyfðri töku á tíma. Þetta stund- lega samansafn sem býr yfir svipuð- um léttleik og japanskar hækur kórónar Sólveig með innpökkuðu drasli sínu; litlum, fínlegum högg- myndum með yfirbragði skorkvik- inda á púpustigi. Svo ólíkar sem þær eru Sólveig og Anna eiga þær prýðilega samleið í austursalnum. Bryndís Snæ- björnsdóttir og Ragnheiður Hrafn- kelsdóttir deila með sér næsta bæ; vestursalnum, án þess að leggja út í samkrull, enda eiga þær erfiðara um vik. Fölar ljósmyndir Bryndísar af fannþöktum fjöllum búa yfir næmum, grafískum eiginleikum sem sjaldséðir eru í innlendri lands- lagslist. Þó getur hver maður séð að vetrarmánuðina, þegar föl er yfir öllu, missir landið liti sína og verður svarthvítt. Grafísk einkenni taka völdin og íslenskt landslag líkist framar öllu ofurlausum teikningum með mjúku blýi. Ef ljósmyndir Bryndísar líkjast öðru fremur teikningum má segja að álpappírsverk Ragnheiðar séu eins og húsmóðurútgáfa af högg- myndum Roni Hom. Dreifing þeirra yfir gólfið minnir á endurtek- in grunnfoi-m mínimalismans þótt mótunin leyni sér ekki. Hún er fengin beint úr eldhúsinu, væntan- lega eftir afmælisveislur barnanna á veggjunum, þegar loka þarf flátum og setja í ísskáp svo þeyttur rjóm- inn fari ekki að renna við stofuhit- ann. Hið fyndna við þessa uppröðun Ragnheiðar er sannleikurinn sem hún lætur uppi um tilhögun samfé- lagsins. Tími frumlegs atferlis er fyrir löngu liðinn. Eftir standa end- urteknar athafnir, ár og síð og alla tíð. Rútínan ræður ekki síður list- inni en sjálfu lífinu. Slík em krítísk skilaboð mínimalismans. Fram- leiðsluvélar ganga í fjórum fjórðu takti eins og tónlist okkar tíma. Við hrærumst innan fjögurra veggja innan um ferhyrnd flát sem skilyrða okkur til ferkantaðrar hugsunar. Vissulega lætur þetta hryllilega í eyrum, en reyndin er miklu þægi- legri. Hver tekur ekki smurða og hnökralausa tilveru fram yfir tauga- spillandi óreiðu óvissunnar? Veggverk Rögnu Róbertsdóttur í kjallara Listasafns Kópavogs bregða reyndar upp allt annarri mynd af virkni hlutanna. Ljóðræn áhrif, mýkt og innileiki era nefnilega ekki skilyrt af lögun eða lit hlutanna heldur boðunum sem við - þar með taldir listamennirnir - veðsetjum í þeim. Þannig er erfitt að hugsa sér náttúrulegri list og ljóðrænni en mulningsreiti Rögnu þótt form þeirra sé ferhyrnt og liturinn grár. Hvergi rímar listin betur við húsa- gerðina en einmitt í verkum hennar. Þannig er sýning fimmmenning- anna margræð náttúralýsing sem lýtur að tilverunni innra sem ytra. Hún sannár ekki aðeins að margt fleira býr í náttúranni en einbert landslagið heldur hitt að mörkin milli menningar og náttúra eru ekki eins auðfundin og við viljum vera láta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.