Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
+
MORGUNBLAÐIÐ
STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
RÆKTARSEMI VIÐ
BRAUTRYÐJENDUR
ÞAÐ ER einkar vel til fundið hjá forráðamönnum flugfé-
lagsins Atlanta að nefna þotur félagsins eftir forystu-
mönnum íslenzkra flugmála og heiðra með því minningu
þeirra og störf, sem þeir unnu íslenzkum flugmálum. Á
sunnudag var Boeing 747-þota fyrirtækisins nefnd nafni eins
mesta eldhuga og brautryðjanda íslenzkra flugmála, Alfreðs
Elíassonar, eins stofnanda Loftleiða hf. árið 1944 og síðar
forstjóra félagsins. Það var ekkja Alfreðs, Kristjana Milla
Thorsteinsson, sem gaf þotunni nafn.
Þetta er sjötta Atlanta-þotan, sem fær nafn brautryðjanda
flugmála á Islandi. Fyrir eru þoturnar Alexander Jóhannes-
son, Agnar Kofoed Hansen, Karl Magnússon, Ulfar Þórðar-
son og Þorsteinn E. Jónsson.
Með þessu vilja aðaleigendur Atlanta, hjónin Arngrímur
Jónsson og Þóra Guðmundsdóttir, heiðra brautryðjendurna.
Þóra sagði við athöfnina sl. sunnudag: „Við höfum viljað
halda uppi heiðri þessara manna fyrir ötult starf þeirra í flug-
sögu Islands og nú er komið að Alfreð Elíassyni, sem var
stórbrotinn persónuleiki í flugsögunni."
Stofnun Loftleiða á sínum tíma var eitt af þessum miklu
ævintýrum, sem geta gerzt á Islandi, þrátt fyrir höft, boð og
bönn. Ungir menn vinna ótrauðir að áhugamálum sínum og
þau fela í sér stórvirki. Saga Atlanta-félagsins, sem fékk flug-
rekstrarleyfí fyrir aðeins 12 árum, sýnir og að enn geta þessi
ævintýri gerzt á íslandi. Flugmaðurinn hjá Arnarflugi og
flugfreyjan hjá Flugleiðum stofnuðu flugfélag, sem er orðið
stórveldi á Islandi og tekur að sér verkefni um víða veröld.
Þetta sýnir að hafí fólk þor, kjark og dugnað til þess að
takast á við stórverkefni, er hægt að gera kraftaverk, jafnt í
dag sem á árum áður, þegar brautryðjendurnir í flugi settu
hvað sterkast mót á íslenzka flugsögu.
FLUTNINGS-
JÖFNUN
FURÐULEGT má teljast að á árinu 1998 skuli íslenzkt
fyrirtæki þurfa að leita út fyrir landsteina, til Eftirlits-
stofnunar EFTA, til þess að fá ákvæðum laga um flutnings-
jöfnunarsjóð hnekkt og það eftir að Samkeppnisstofnun hef-
ur sagt að ákvæðin geti heft frjálsa samkeppni og leiði til
mismununar milli einstakra fyrirtækja og neytendahópa.
Skeljungur hf. hefur ákveðið að leita til Eftirlitsstofnunar
EFTA vegna þeirrar mismununar, sem forráðamenn félags-
ins telja að það hafí orðið fyrir. Flutningsjöfnunargjald er
lagt á allar innfluttar olíuvörur og er sjóðurinn, sem af gjald-
inu myndast, notaður til þess að jafna flutningskostnað olíu-
vara frá innflutningshöfn til olíuhafna og útsölustaða, sem
jöfnunin nær til. Skeljungur túlkar lögin þannig, að um sé að
ræða opinberan fjárhagsstuðning, en EES-samningurinn,
sem Island er aðili að, bannar opinberan fjárstuðning af
þessu tagi.
Á tíu ára tímabili hefur olíufélagið Skeljungur hf. greitt
tæpar 322 milljónir króna í sjóðinn umfram það, sem það hef-
ur fengið úr honum, en Olíufélagið hf. hefur á hinn bóginn
fengið tæpar 417 milljónir króna úr sjóðnum umfram það
sem félagið hefur greitt í hann. Hvernig í ósköpunum stendur
á því að þetta er látið viðgangast?
HÚS
MÁLARANNA
HÚSIÐ SEM markar Bergstaðastræti 74 og 74A er þekkt
sem hús málaranna. Ásgrímur Jónsson og Jón Stefáns-
son bjuggu í þessu húsi og höfðu þar vinnuaðstöðu sína, en
húsið teiknaði Sigurður Guðmundsson arkitekt. Eins og fram
kom í grein Braga Ásgeirssonar í Morgunblaðinu í gær
ánafnaði Ásgrímur ríkinu húseign sína eftir sinn dag og var
hún gerð að listasafni 1960, en Gunnlaugur Scheving, málari,
keypti hinn helminginn eftir lát Jóns Stefánssonar og bjó þar
síðustu æviárin. Eftir lát Gunnlaugs eignaðist vinur hans og
stuðningsmaður, Gunnlaugur Þórðarson, lögmaður, helming
Schevings og bjó þar þar til hann lést fyrir skömmu. Er sá
helmingur nú til sölu á almennum markaði.
Ljóst má vera að hér er um merkilegar menningarsöguleg-
ar minjar að ræða og því er eðlilegt að leggja áherslu á að
húsið verði varðveitt á sem bestan hátt og hlutverk þess haft
í heiðri sem listamannahús. Réttast væri að húsið yrði allt
gert að safni eða vinnustofum fyrir starfandi listamenn;
þannig mætti líka best varðveita minninguna um Ásgrím, Jón
og Gunnlaug, sem, eins og Bragi bendir á í grein sinni, hefur
farið ansi hljótt um undanfarna áratugi, þótt list þeirra hafí
verið sýndur ýmiss sómi.
Landsmót hestamanna hefst á Melgerðismelum í Eyjafirði í dag
Morgunblaðið/Bjöm Gíslason
ALLT er að verða klárt fyrir Landsmót hestamanna sem hefst á Melgerðismelum í Eyjafirði í dag.
MAGNÚS Jónsson hjá Flugbjörgunarsveitinni á Akureyri, Daníel Guð-
jónsson yfirlögregluþjónn og Gunnar Jónsson lögreglumaður kanna fjar-
skiptin.
Urhellis-
rigning ein-
kenndi loka-
sprett undir-
búningsins
Mikill erill var á landsmótssvæði hesta-
manna á Melgerðismelum í grenjandi rign-
ingunni í gær. Margrét Þóra Þórsdóttir og
Björn Gíslason lögðu leið sína á melana en
„byggðin^ þar er á við sjötta eða sjöunda
stærsta sveitarfélag landsins.
LANDSMÓT hestamanna
hefst á Melgerðismelum í
Eyjafírði í dag og var
mikill erill þar í grenjandi
rigningu í gær þegar
lokahönd var lögð á undirbúning
þess. Áætlanir gera ráð fyrir að 7-9
þúsund manns leggi leið sína á móts-
svæðið.
Jón Ólafur Sigfússon, fram-
kvæmdastjóri Landsmóts hesta-
manna á Melgerðismelum, var á þön-
um um mótssvæðið í rigningunni í
gær, en leysa þurfti úr ótal málum á
lokaspretti undirbúnings mótsins.
„Við höfum unnið að undirbúningi
mótsins í um þrjú ár, en það eru
alltaf einhver atriði sem ekki er hægt
að gera fyrr en undir lokin og þess
vegna hefur verið mikið að gera hér
síðustu daga og margt sem þarf að
gera á síðustu stundu," sagði Jón
Ölafur, en var þess fullviss að allt
yrði klárt þegar mótið hæfist nú í
dag. Um 50 til 60 manns voru að
störfum á svæðinu í gær, iðnaðar-
menn ýmiskonar og hestamenn úr
Létti og Funa sem halda mótið.
Framkvæmdastjórinn fullur
tilhlökkunar í rigningunni
„Tilfinningin er ágæt nú þegar
mótið er að skella á, það virðist allt
ætla að ganga upp og þeir sem próf-
að hafa vellina segja þá afbragðs-
góða. Við höfum gert allt sem í
mannlegu valdi stendur til að gera
svæðið sem best úr garði en við ráð-
ANNA Gréta Oddsdóttir á Loð-
mundi var að æfa sig fyrir
keppnina í rigningunni í gær.
um því miður ekki við veðrið," sagði
framkvæmdastjórinn en í gærdag
var úrhellisrigning í Eyjafirði.
Hann sagði að hrossin þyldu rign-
inguna ágætlega, en óttaðist að ef
ekki yrði lát á rigningunni myndi hún
setja nokkurt strik í reikninginn
hvað gestina varðaði. Það væri annar
bragur á útihátíð sem haldin væri í
rigningu en sólskini og blíðu. Spáin
gerði þó ráð fyrir að undir helgi
myndi stytta upp.
„Hápunktur mótsins verður um
helgina, frá því síðdegis á fóstudag
og þar til yfir lýkur á sunnudag. Ég
geri ráð fyrir að gestir verði 7-9 þús-
und talsins, en vera má að einhverjir
láti veðrið hafa áhrif á sig. Þetta
verður á við sjötta til sjöunda
stærsta sveitarfélag landsins og við
erum búin undir að taka á móti þess-
um fjölda.
„Það er mikil tilhlökkun í mínum
huga, nú þegar mótið er að skella á,
enda höfum við verið með hugann við
undirbúning þess um langt skeið.
Það hafa margir lagt hönd á plóginn
og þá er ekkert verið að spá í hvaða
tími sólarhringsins er, ef eitthvað
þarf að gera er bara drifið í því.
Menn hugsa sér eflaust gott til glóð-
arinnar að sofa seinna. Þetta er sam-
stæður hópur sem að þessu stendur
og góð samvinna manna á milli,“
sagði Jón Ólafur.
Ráðstafanir hafa verið gerðar til
að draga úr smithættu vegna hesta-
veikinnar, en hún kom upp á Akur-
eyri fyrir stuttu. Sigríður Björns-
dóttir dýralæknir verður á svæðinu
og mun fylgjast sérstaklega með
þeim þætti. Skilið verður á milli
þeirra hesta sem koma af sýktum
svæðum og ósýktum í högum og
samgangi haldið í eins miklu lág-
marki og mögulegt er.
Ofiugt umferðareftirlit
Daníel Guðjónsson, yfirlögreglu-
þjónn á Akureyri, var að störfum á
Melgerðismelum í gærdag, en lög-
reglan hefur komið sér upp stjórn-
stöð á mótssvæðinu og verður með
sólarhringsvakt alla mótsdagana.
„Við höfum útbúið hér litla lögreglu-
stöð,“ sagði Daníel en allt tiltækt lið
lögreglunnar og afleysingamenn
verða að störfum um helgina. „Það er
enginn í sumarleyfi núna, fyrsta holl-
ið er að koma inn þessa dagana og
það næsta fer ekki í leyfi fyrr en eftir
landsmót. Þannig að við verðum með
nægan mannskap og höfum ekki
þurft að leita út fyrir okkar raðir til
að manna vaktirnar.
Öflugt umferðareftii’lit verður á
leiðinni frá Akureyi’i að Melgerðis-
melum og hefur hámarkshraði verið
lækkaður í 70 kílómetra á klukku-
stund á Eyjafjarðarbraut eystri, frá
Hrafnagili og að mótssvæðinu. Það
er m.a. gert til til að ná niður hraða,
en yfir þrjár einbreiðar biýr er að
fara. Þá hefur lögregla rætt við
bændur um að haga málum sínum
þannig að ekki sé verið að reka
skepnur yfir veginn á álagstímum, né
vera á ferðinni með heyvinnutæki á
þessum tíma.
Við öllu búnir
Fimm björgunarsveitir leggja
fram lið sitt, Flugbjörgunarsveitin á
Akureyri, Hjálparsveit skáta á Akur-
eyri, Hjálparsveit skáta á Dalvík,
Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit og Slysa-
vamafélag Islands á Dalvík, en
Magnús Jónsson hjá Flugbjörgunar-
sveitinni gerði ráð fyrir að um 60
manns myndu starfa á svæðinu. „Við
sjáum um miðasöluna, sjúkragæslu,
landamæragæslu og fólk á okkar
snæmm sér einnig um barnagæslu,
þá verðum við einnig með þrif á
svæðinu," sagði Magnús.
Sveitirnar hafa komið sér upp
góðri aðstöðu til sjúkragæslu, hjúkr-
unarfræðingur og læknir verða á
vakt allan sólarhringinn og munu
m.a. gera að skrámum manna og
sauma skurði og þá er til staðar að-
staða veikist menn á mótssvæðinu.
Sveitirnar hafa einnig útbúið gám
sem ætlaður er fyrir þá sem kunna
að verða ofurölvi á svæðinu, „dauða-
gæsluna". „Þannig að við erum við
öllu búnir,“ sagði Magnús.
Veitingasala í
550 fermetra tjaldi
Bautinn á Akureyri sér um allan
veitingarekstur á svæðinu, en hann
var boðinn út. Guðmundur Karl
Tryggvason og Steinar Ingimundar-
son hafa borið hitann og þungann af
undirbúningi og sagði Guðmundur að
hann hefði staðið.yfir í um einn mán-
uð. Tjaldi, sem tekur um 500 manns í
sæti, þéttsetið reyndar, hefur verið
slegið upp og eldhúsi komið þar fyr-
ir. I því verður efnt til dansleikja á
föstudágs- og laugardagskvöld með
hljómsveit Geirmundar Valtýssonar
og þar verða einnig kvöldvökur sem
mikið hefur verið lagt í.
Auk veitingatjaldsins er einnig bú-
ið að setja upp skyndibitastað og
verslun á svæðinu. „Hér á að vera
hægt að fá allar helstu nauðsynjavör-
ur,“ sagði Guðmundur. Um 60 manns
verða að störfum fyrir Bautann
mótsdagana og sagði Guðmundur að
vel hefði gengið að útvega fólk til
starfa. „Við erum undir það búin að
afgreiða eitt þúsund manns í einu í
mat,“ sagði hann, en auk skyndibita
á borð við hamborgara, pitsur, pyls-
ur og kjúklinga verður boðið upp á
grillmat og rétt dagsins. „Við berum
matinn fram á postulínsdiskum og
með stálhnífapörum," sagði Guð-
mundur og lagði áherslu á að vel
væri að verki staðið.
„Þetta hafa verið erilssamir dagar
og margt sem komið hefur upp á, en
allt gengið farsællega upp. Við byrj-
uðum veitingasöluna á sunnudags-
kvöld, þegar fyrstu gestimir fóru að
láta sjá sig og síðan hefur þetta farið
stigvaxandi,“ sagði Guðmundur.
Geri mitt besta
Eigendur keppnishrossa streymdu
að í gærdag og var mikill handa-
gangur í öskjunni. Menn voru að
prófa vellina í rigningunni og var
Anna Gréta Oddsdóttir, 9 ára hnáta,
alveg að verða 10, úr Fossvogi, ein
þeirra. Hún keppir í dag á hesti
Súsönnu ömmu sinnar, Loðmundi, og
hlakkaði til. Sagðist vera pínulítið
kvíðin, „en ég ætla að gera mitt
besta“.
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 29
Island getur ekki einangrað
sig frá mengunarumræðunni
Heimurinn er allur eitt vistkerfi og ísland er
ekki einangruð eyja í vistfræðilegu tilliti,
eins og Sigriin Davíðsdóttir fékk að heyra í
samtali við Sigfús Bjarnason hjá Umhverfís-
stofnun Evrópu í Kaupmannahöfn.
HARÐI kjaminn hjólar
einnig á veturna, en á
sumrin eru næstum allir á
hjólum á vinnustað Sigfús-
ar Bjamasonar, Umhverfisstofnun
Evrópu, og sjálfur tilheyrir hann
harða kjamanum. Hjólar því daglega
um tvisvar sinnum átta kílómetra eða
svo, sem er leiðin í og úr vinnu. „Það
kemur enginn á bíl í vinnuna,“ segir
Sigfús, en bætir því við kankvís að það
stafi kannski ekki aðeins af umhverf-
isvitund, heldur einnig af skorti á bíla-
stæðum í miðbæ Kaupmannahafnar,
þar sem stofnunin er til húsa við
Kóngsins nýja torg. „Helsti kosturinn
við að búa í Kaupmannahöfn er að
geta farið allra sinna ferða hjólandi,"
og það er á Sigfúsi að heyra að nú
langi hann mest í svokallað Kristjan-
íuhjól. „Þá væri líka hægt að afgreiða
vikuinnkaupin á hjóli og leggja bílnum
endanlega." Kristjaníuhjól eru með
stórum farangurskassa að framan,
þar sem hægt er að fiytja bæði vörur
og böm. Slíkt hjól stendur einmitt í
bakgarði stofnunarinnar, þar sem
ekki getur að líta bfla heldur eingöngu
hjól.
Norræn áhrif í ESB-bákninu
En Umhverfisstofnun Evrópu snýst
um annað og meira en hjólreiðar. Hjá
stofnuninni vinna nú sjötíu starfs-
menn frá öllum átján aðildarlöndum
hennar, en Sigfús er eini íslendingur-
inn. Hann bjó áður í Svíþjóð í fjórtán
ár, síðast sem forstjóri Norræna
genabankans en hefur starfað hjá um-
hverfisstofnuninni síðan 1995, þar sem
hann stjómar verkefni sem á íslensku
mætti kalla heimildarmiðstöð fyrh-
umhverfísupplýsingar. Það felst í því
að gera öll gögn stofnunarinnar að-
gengileg hverjum sem er á veraldar-
vefnum. Á fundi evrópsku umhverfis-
ráðherranna í Árósum 23. - 25 júní
kynnti Sigfús verkefnið, sem er eitt af
lykilverkefnum EEA í starfsáætlun
stofnunarinnar fram til 2003.
Stofnanir ESB hafa löngum haft
orð á sér fyrir að sitja fremur á upp-
lýsingum en gera þær aðgengilegar.
„Þetta em norræn áhrif að gera gögn
stofnunarinnar aðgengileg," fullyrðir
Sigfús. „Það hefði tæpast verið hugs-
anlegt fyrir 3 - 4 árum. Svíþjóð og
Finnland hafa borið með sér aukið
gagnsæi. Það ríkir minni hræðsla en
áður við að sýna að stundum vantar
gögn til að álykta og eins, að þau gögn
sem við notum geti verið gaumgæfð af
öðrum.“
Vilja Islendingar skera
sig úr um Ioftmengun?
Gagnagrannurinn, sem Sigfús vinn-
ur við að koma á vefinn, gefur EEA
margvísleg tækifæri til að
koma á framfæri boðskap,
sem ekki er hægt með
hefðbundinni skýrslugerð,
eins og til dæmis skýrsl-
unni, sem er nú er að koma
út um ástand umhverfismála í Evr-
ópu. „Skýrslur geta aldrei verið tæm-
andi, en hér getum við tengt saman
gögn, upplýsingar og þekkingu til að
gefa bæði heildarmynd og sýna smá-
atriði."
Dæmi um þetta snýr einmitt að ís-
lendingum. Sigfús nefnir töflu í
skýrslunni, sem sýnh hvað ýmis lönd
hafi tekið á sig að minnka útstreymi
koltvísýrings í andrúmsloftið. „ísland
sker sig náttúralega alveg úr,“ segir
Sigfús, „því meðan aðrir stefna að því
að minnka útstreymið fara íslending-
ar gegn straumnum og stefna að
auknu útstreymi. í skýrslunni gefst
ekki tækifæri til að fjalla um rök ís-
lendinga, en í gegnum heimildarmið-
vinnu líkt og flestir samstarfs-
menn hans hjá Umhverfisstofnun
Evrópu.
stöðina á vefnum er hægt að koma
skýringum að. Þar er hugmyndin að
tengja saman texta úttektanna við
gögnin, sem notuð vora, og þaðan
áfram í gegnum vefinn til upphafs-
manns. Þannig gæti til dæmis talan
um koltvísýringsútstreymi íslendinga
tengst íslenskri vefsíðu, sem kynnti
rök íslendinga."
Hitt er annað mál að Sigfús er sjálf-
ur ekki sáttur við þessa stefnu íslend-
inga. „Það markmið að minnka út-
streymi, sem samstaða náðist um í
Kyoto, er langt frá því, sem er talið
nægja til að minnka hættuna á hækk-
un hitastigs og gróðurhúsaáhrifum.
Það lítur því ekki vel út að ísland ætli
að taka aðra stefnu en flest önnur
lönd og auka útstreymi gróðurhúsa-
lofttegunda. Við tökum með þessu
áhættu, jafnvel þótt röksemdin sé sú
að aukin stóriðja íslandi sem byggist
á hreinni orku dragi úr mengun ann-
ars staðar. Þessi rök gæti reynst
erfitt að selja og við gætum tekið á
okkur ímynd umhverfissóða, sem yrði
okkur sjálfsagt ekki til framdráttar til
lengdar.“
Baðstrandakort lykill
að vinsældum
Hinn beini aðgangur að upplýsing-
um getur svarað mörgum spuming-
um, sem upp koma hér og nú. Sigfús
bendir á að Kaupmannahafnarbúi,
sem lesi eða heyri úr skýrslunni að
flestir borgarbúar í Evrópu lifi í
heilsuspillandi umhverfi, gæti haft
áhuga á að vita einmitt um ástand
sinnar borgar. „Eins og er era slík
gögn ekki mjög aðgengileg, en í gegn-
um heimildarmiðstöðina
verður hægt að finna öll
gögn, sem sérfræðingar
stofnunarinnar og hvers
lands telja áreiðanleg.
Upplýsingar stoftiunar-
innar eru ekki aðeins fræðilegar upp-
lýsingar, sem aðeins sérfræðingar
hafa gaman að liggja yfir. Fyrir
nokkram árum fór framkvæmda-
stjórn ESB að gefa út á hverju vori
kort yfir ástand baðstranda í ESB-
löndunum. „Kortið hefur tvímælalaust
slegið í gegn,“ segh' Sigfús „og er orð-
ið fastur liður í dagblöðum um alla
Evrópu þegar baðstrandatímabilið
hefst. Þeir sem hafa staðið sig illa
leggja sig fram um að fá betri einkunn
næsta vor.“
„Ósnortið land er auðlind“
Þegar verið var að undirbúa
skýi-slu umhverfisstofnunarinnar og
kynningar hennar í aðildarlöndunum
Ekki sáttur
við stefnu
íslendinga
Útstreymi kolsýrings á íslandi borið
saman við Vestur Evrópu
Nýtanlegt vatn í Evrópu
Ungverjaland
Holland
Belgía
Þýskaland
Pólland
Tékkland
Kýpur
Búlgaría
Slóvakía
Grikkland
Luxemborg
Danmörk
Bretland
Ítalía
Spánn
Frakkland
Króatía
Portúgal
Tyrkland
Litháen
Sviss
Austurríki
Slóvenía
íriand
Svíþjóð
Finnland
Noregur
ísland
0 5 10
"3 á mann á ári
666,5
var þeirri spumingu beint til Sigfús-
ar, hvað væri helst að kynna á íslandi.
Sigfús segist þá með góðri samvisku
hafa geta svarað að Islendingar væra
einfaldlega heppnir að búa þar sem
þeir byggju; á hjara veraldar. „Það er
kannski hlýrra og notalegra víða ann-
ars staðar, en því fylgir líka mengun-
armóða, vatnsskortur og önnur
heilsuspillandi áhrif,“ bendir hann á.
Hins vegar finnst Sigfúsi að ís-
lendingar eigi við alvarlegt umhverf-
isvandmál að glíma sem ekki er fjall-
að um í skýrslunni og það er sjón-
mengun. „Helstu auðæfi okkar era
ósnortin náttúra, sem þar að auki
dregur nú þegar vel í þjóðarbúið. Ég
vona að Islendingar átti sig á því fyrr
en síðar að ósnortið land er að verða
eitt torfundnasta fyrirbæri í Evrópu
og þó víðar væri leitað. En
það er því miður oft svo að
það, sem nóg er af, er líka
einskis metið. Þegar verið
er að meta verðmæti fram-
kvæmda á ósnortnu landi
mætti meta meira að ósnortna landið
er mildls virði í sjálfu sér. Ósnortið
land er auðlind."
Flutningsálagið
I skýrslunni kemur fram að flutn-
ingar hafa aukist gífurlega undanfar-
in ár og hvergi séð fyrir endann á
þeirri aukningu. Sigfús bendir á að
flutningar valdi í vaxandi mæli miklu
álagi á umhverfið. „Það er ekki raun-
veralegur, en þó skondin þanki að
hugsa sér hvað gerist ef við hættum
öll að ferðast," segir hann með bros á
vör og hefur þá ekki endilega í huga
þá, sem bregða sér í frí einu sinni á
ári, heldur þær þúsundir manna, þar
á meðal hann og starfsbræður hans,
sem daglega flakka um Evrópu og
reyndar heiminn allan af einum fundi
á annan til að finna lausnir á um-
hverfisvandamálum.
„Það má líka huga að lifnaðarhátt-
um. Er það til dæmis nauðsynlegt að
flytja frosið brauð frá Frakklandi til
Danmerkur. Og er það íslendingum
nauðsynlegt að nota bílinn sem úlpu,
eins og einhver komst að orði í grein í
vetur eftir Kyoto-ráðstefnuna um þá
áráttu Islendinga að fara helst ekkert
nema í bfl.“ Sigfús fer inn í gagna-
grann EEA og tekur fram línurit
sem sýnir að útstreymi kolsýrings á
íslandi liggur yfir meðaltali Vestur-
Evrópu-ríkja, miðað við höfðatölu,
sem varla verður skýrt öðravísi en
með miklum akstri einkabíla. Heilsu-
spillandi loftmengun er því ekki al- f
gerlega óþekkt fyrirbæri
á Islandi.
Hugvitsiðja í stað
stóriðju
Þegar talinu víkur að
Islandi og með ofangreind atriði i
huga, eins og sjónmengun og koltví-
sýringsútstreymi, kemur íslensk at-
vinnuþróun upp í hugann. Eins og
Sigfús bendir á era íslensk umhverf-
ismál ekki einangrað fyrirbæri.
Heimurinn er allur eitt vistkerfi og
auðvitað gæti Island tekið að sér það
hlutverk umhverfissóðans sem önnur
lönd vilja losna við. „Ég ef sannfærð-
ur um að við höfum aðra möguleika“,
segir hann og bendir á vöxt nýrra há-
tæknifyrirtækja eins og íslenskar
erfðagreiningar. „Þessi fyrirtæki
sýna okkur að það ætti að vera hægt
að byggja upp atvinnu á íslandi, sem
byggist á menntun og þekkingu. 5-
Stóriðjan er ekki eini valkosturinn."
Nauðsynlegt
að nota bílinn
sem úlpu?