Morgunblaðið - 08.07.1998, Side 33
MORGUNB LAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 3ík
AÐSENDAR GREINAR
Sjúkur var ég
NÚ ÞESSA dagana
beinast augu manna
mjög að heilbrigðis-
jijónustunni í landinu.
Astæðan er að sjálf-
sögðu sú að þar er tek-
ist á um láglaunastefnu
ríkisstjórnarinnar. Því
var það að þegar ég sá
forsíðufyrirsögn í Degi
þar sem sagt var að
kröfur hjúkrunarfræð-
inga næmu 800 milljón-
um að rifjaðist upp fyr-
ir mér önnur frétt,
nokkurra vikna gömul,
þar sem gi-eint var frá
því að Sameinaðir verk-
takar hefðu fetað í fót-
spor stóra bróður, Islenski’a aðal-
verktaka, og greitt út lítinn hluta
hermangsgróða undanfarinna ára-
tuga og því gátu erfingjarnir skipt
milli sín ríflega hálfum milljarði.
Um svipað leyti afhenti sjávarút-
vegsráðuneytið útvöldum hópi
óveiddan fisk næstu áratuga að
verðmæti á þriðja tug milljarða.
Jafnframt þessum fréttum lýsir
forsætisráðherra því yfir að góð-
ærið sé brostið á með
þvílíkum fítonski-afti
að við verðum að hafa
okkur öll við að við
ekki missum það út úr
höndunum í launa-
hækkanir og aðra
óspilunarsemi.
Almennt launafólk
dregur ekki fram lífið
af launum sínum,
kennarar fást ekki inn
í skólana vegna lélegra
kjara, náttúrufræðing-
ar segja að verið sé að
hrekja þá úr starfi og
það sem iliræmdast er
þessa dagana að á
sjúkrahúsum landsins
hefur undanfarið ríkt upplausnará-
stand. Það hófst með því að bætt
voru kjör spítalalækna, í kjölfarið
komu að sjálfsögðu hjúkrunar-
fræðingar og þótt ekki sé séð fyrir
endann á baráttu þeirra er ljóst að
aðrar heilbrigðisstéttir munu
einnig krefjast lagfæringar á
smánarkjörum sínum. Því má
segja að heilbrigðisþjónusta lands-
manna sé öll í upplausn og fjölmiðl-
ar spyrja óhugnanlegra spuminga.
Verður bráðamóttöku lokað? Verða
nýmaskaðaðir í lífshættu? Fá fyr-
irburar ekki nauðsynlega aðhlynn-
ingu? Verða geðsjúkir reknir út?
Það er tæpast hægt að að áfell-
ast fjölmiðla fyrir spumingar af
þessu tagi. Þetta em einfaldlega
þær spumingar sem almenningur
vill fá svör við.
Segja má, segir
Sigríður Jóhannes-
dóttir, að heilbrigðis-
þjónusta landsmanna
sé öll í upplausn.
Það er vissulega enginn öfunds-
verður sem settur er í þá aðstöðu
að raða sjúku fólki í forgangsröð.
Hver fær inni á spítala, hvem á að
senda heim, hver verður á götunni?
En þótt slíkar hugleiðingar komi
illa við alla, jafnvel þá sem ekkert
hafa haft af spítulum að segja, þá
held ég að sá hópur sem hvað við-
kvæmastur er fyrir þvílíku ástandi
Sigríður
Jóhannesdóttir
Islenskt mál og
osannindi -1
í FJÓRUM stuttum
greinum langar mig að
koma á framfæri gagn-
rýni á tiltekna orða-
notkun í umræðu um
sjávarútvegsmál. Eg tel
gagnrýnina réttmæta.
Fjögur orð ætla ég að
taka til umfjöllunar, en
þau era eignatilfærsla,
sægreifi, gjafakvóti og
þjóð. Þessi orð hafa
mikið verið notuð í nei-
kvæðum áróðri gegn
fiskveiðistjórnun á Is-
landi. I þessari fyrstu
grein mun ég fjalla um
notkun á orðinu eigna-
tilfærsla. I áróðri
„Þjóðvaka um þjóðareign“ hefur
orðið eignatilfærsla merkinguna
þjófnaður. Fram til þessa hefur
þetta orð aldrei haft þá merkingu,
enda á tilfærsla á eignum ekkert
skylt við þjófnað. Seinni hluti orðs-
ins, tilfærsla, er búinn til úr tveim-
ur aðskildum orðum þar sem að
„færa til“ verður „tilfærsla". Þetta
er ekki góð orðasmíð og minnir á
„tilbjóst vort forlagahjól" í þjóð-
söngnum, sem er ekki falleg ís-
lenska. Matthías nýtur
þó skáldaleyfis til að
nota orðið „tilbjóst" í
ljóði sínu. Það hefur
hins vegar enginn feng-
ið skáldaleyfí til nokt-
unar á orðinu eignatil-
færsla. Notkun á þessu
orði um verðmæta-
myndun í sjávarútvegi
felur í sér hrein ósann-
indi. Því er haldið fram
að eignir hafi verið
færðar til, sem er
rangt. Myndun eign-
anna, sem era afla-
heimildir, hefur alfarið
átt sér stað inni í at-
vinnugreininni. Bætt
afkoma og breyttir starfshættir í
sjávarútvegi standa að baki þessari
eignamyndun. Þessar eignir koma
ekki annars staðar frá. Kvótakerfið
hefur sett allar útgerðir landsins
upp að vegg, þar sem sumir lifa af
en aðrir ekki. Núorðið samanstend-
ur atvinnugreinin af fyrirtækjum
sem era vel rekin og hafa yfir gríð-
arlegri þekkingu að ráða. Ef enginn
vissi hvernig ætti að ná fiski upp úr
myrkri hafsins, væra aflaheimildir
Bjarni Hafþór
Helgason
verðlausar. Það eru starfandi sjáv-
arútvegsíyrirtæki sem greiða íyrir
þessi verðmæti. Það er beinlínis
rangt að nota orðið eignatilfærsla í
þessu sambandi og gefa þannig í
skyn að skrifstofumaður hafi búið
þessi verðmæti tii og þeim hafí síð-
an verið stolið frá honum. Það hafa
engar eignir verið færðar til. Eða
hefur eitthvað horfið út af þínu
heimili eftir að kvótakerfíð var sett
á laggirnar? Svarið er nei. Hins
vegar nýtur þú þess, eins og aðrir
þegnar samfélagsins, að lífskjör eru
að batna umtalsvert í landinu vegna
þeÚTar stýringar sem tekin hefui’
Á hverjum degi flytjast
ný og vaxandi verð-
mæti, segir Bjarni
Hafþór Helgason, frá
sjávarútveginum út um
gjörvallt samfélagið.
verið upp innan þessarar atvinnu-
greinar. Og hagur þinn mun halda
áfram að batna á næstu áram af
þessari sömu ástæðu. A hveijum
degi flytjast ný og vaxandi verð-
mæti frá sjávarútveginum út um
gjörvallt samfélagið. Sú tilfærsla
hefur aldrei verið kölluð eignatil-
færsla hjá „Þjóðvaka um þjóðar-
eign“. Enda þjónar það ekki réttum
tilgangi í blekkingarleiknum.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Utvegsmannafélags Norðurlands.
sé að líkindum geðsjúkir og ekki
síst aðstandendur þeirra. Geðsjúk-
ir eru sá hópur er einna síst má við
öryggisleysi, tæp geðheilsa þeirra
er oft undir því komin að þeir eigi
sér tryggan samastað í tilverunni.
Að flytja fólk sem þannig er
ástatt um af einni stofnun á aðra,
eins og tíðkað hefur verið í sparn-
aðarskyni, er tilræði við heilsu
þeirra.
Hvernig erfiðum niðursetning-
um var á öldum áður þvælt milli
bæja hefur orðið seinni tíma mönn-
um drjúgt hneykslunarefni. En á
yfirstandandi góðæristímum látum
við okkur kinnroðalaust sæma að
senda geðtraflaðan einstakling,
sem þarf manninn með sér sólar-
hringinn út, frá einni stofnun til
annarrar eða jafnvel heim á ábyrgð
aðstandenda, - stundum á eigin
ábyrgð. Slíkt er svo ótrúlegt tillits-
leysi að jafnvel varðstaða um lág-
launastefnu fær með engu móti
réttlætt þvílíka framkomu.
En þótt átök um kaup og kjör
skekki myndina um þessar mundir
þá er lokun deilda í heilbrigðisgeir-
anum ekkert nýmæli. Það hefur
tíðkast undanfarin ár að senda m.a.
geðsjúka heim á þeim árstímum
þegar kerfið er að þrotum komið.
Eg þekki dæmi þess, og það
gera lesendur vafalaust einnig, að
háöldraðum heilabiluðum einstak-
lingi sé úthýst og hann settur á*
framfæri jafnaldra maka. Ég þekki
dæmi, fleiri en eitt, um að aðstand-
endur geðsjúkra hafi ekki varið
jólaleyfum og sumarfríum árum
saman til annars en þess að annast
um sjúklinga sem úthýst hefur ver-
ið af sjúkrastofnunum, ég þekki
einstæða foreldra slíkra sem ekki
þekkja annars konar leyfi en eina
óslitina andvöku yfir þeim sem
þeim era kærastir.
Velferðarkerfi er stundum skil-
greint á þann veg að það sé þjóðfé-
lagsgerð þar sem velferð einstak-H
lingsins sé á ábyrgð samfélagsins.
Mér virðist að undanfarin ár hafi í
vaxandi mæli gætt þeirrai- tilhneig-
ingar hjá ríkisvaldinu að víkja sér
undan allri ábyrgð á þeim sem illa
geta bjargað sér sjálfir. Slík þróun
er ekki sæmandi siðaðra manna
samfélagi.
Höfundur er þingmaður
Alþýðubandalagsins og óháðra.
Hreinsað frá
DÁLKAHÖFUNDUR Morgun-
blaðsins, Ásgeir Sverrisson, skýtur
föstu skoti inn á teig sjónvarps-
stöðvarinnar Sýnar
föstudaginn 3. júlí sl.
Ekki finnur Ásgeir
gagnrýni sinni stað og
vil ég því leitast við að
hreinsa skot hans frá,
þar sem mér finnst
ómaklega vegið að
íþróttafréttamönnum
stöðvarinnar.
I viðhorfsgrein sinni
tiltekur Ásgeir dæmi
(að sönnu ófögur) um
slæmt málfar íþrótta-
fréttamanna og ann-
arra sem knattspymu-
leikjum lýsa. Þessi
dæmi eru sótt í lýsingar
frá heimsmeistaramót-
inu sem nú stendur yfir í Frakk-
landi, en eins og alþjóð veit er leikj-
unum lýst á annarri stöð en Sýn og
því aðstandendum hennar óviðkom-
Þetta eru stór orð og
mér finnst okkar menn
ekki eiga þau skilið.
Hjörleifur Svein-
björnsson svarar hér
viðhorfsgrein Asgeirs
Sverrissonar.
andi. Síðan segir Ásgeir í beinu
framhaldi um lélegt málfar lýsenda:
„Þessi ósköp hófust með tilkomu
sjónvarpsstöðvarinnar Sýnar en þar
á bæ eyðileggja menn rándýrt úr-
valsefni oftsinnis í viku hverri með
íþróttalýsingum sem
eingöngu verður jafnað
við hryðjuverk."
Þetta era stór orð og
mér fínnst okkar menn,
Snorri, Valtýr Bjöm,
Guðjón og Amar, ekki
eiga þau skilið. Við höf-
um safnað í orðalista og
reynt að halda íslensk-
um knattspyrnuorðunt"
á lofti með þokkalegum
árangri, og sama má
segja um sérhæft mál-
far annarra íþrótta-
greina sem stöðin sinn-
ir. Vanir og flinkir þýð-
endur þýða allt íþrótta-
efni sem sýnt er, jafnt
þularhandrit sem skjátexta, en vita-
skuld verður því ekki komið við í
beinum lýsingum frá knattspyrnu-
leikjum eða öðrum íþróttaviðburð-
um.
Ekki skal ég þræta fyrir að stöku
ambaga geti ekki dottið út úr mönn-
um í hita leiksins, en að menn eyði-
leggi úrvalsefni oftsinnis í viku
þannig að eingöngu verði jafnað við^
hryðjuverk? Svo hörðum orðum
verður Ásgeir að finna stað. Að öðr-
um kosti sitjum við uppi með það
sem kallað hefur verið gengisfelling
tungumálsins og er íslenskunni síst
meira til framdráttar en þau dæmi
sem tína má til um fótaskort lýs-
enda á tungunni.
Höfundur er deildarstjóri þýðinga-
deildar íslenska útvarpsfélagsins.
Hjörleifur
Sveinbjörnsson
Fjórði Búhnykkur ársins er hafinn - þér og þínum til hagsbóta
Sumarbústaðaeigendur ATH!
Þessi erfyrirykkur.
Berið saman verð, gæði og þjónustu.
áé SMITH &
NORLAND
Nóatúni 4
105 Reykjavík
Sími 520 3000
www.sminor.is
- og umboðsmenn um land allt.
K