Morgunblaðið - 19.07.1998, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.07.1998, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 161. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Rússar skili Kirjála- héruðunum FINNSKI hershöfðinginn Kari Hietanen fór fram á það í blaðaviðtali á föstudag að Rússar skiluðu Finnum þeim hluta Kirjála- héraðanna sem sameinaður var Sovétríkj- unum eftir að Finnar sömdu um frið í síð- ari heimsstyrjöld. Með þessum ummælum rauf Hietanen þagnarmúr, sem reistur var um þetta mál eftir stríðið og finnskir ráðamenn hafa virt í hálfa öld. Innlimun finnsku Kirjálahérað- anna f Sovétríkin sagði Hietanen vera „söguleg mistök“ sem bæri að leiðrétta. Hann sagði að endalok kalda stríðsins í Evrópu yllu því að eðlilegt væri að taka þetta mál á dagskrá nú, þar sem þau hefðu þegar haft í för með sér töluverðar tilfær- ingar landamæra í álfunni. Forsætisráðherrann Paavo Lipponen og yfírstjórn hersins brugðust hart við og sögðu hershöfðingjann bera „prívat og persónulega" ábyrgð á þessum skoðunum sínum. Vill fá boðorðin fjarlægð STEINTAFLA með boðorðunum tíu, sem hangir uppi í dómsal bandarfsks héraðsrétt- ar, er nú þrætuepli dómsmáls í Bandaríkj- unum. 87 ára gamall guðleysingi lýsti því yfír fyrir umdæmisrétti í Asheville í Norð- ur-Karólínu í vikunni, að Biblíuboðorðin, sem standa höggvin í marmara uppi á vegg í dómhúsinu í heimabæ hans, Waynesville, brytu á rétti hans til trúfrelsis. „Mér er misboðið,“ sagði himi sannfærði trúleysingi, Richard Suhre. Að mati yfir- valda í heimabæ hans eru töflumar hins vegar sögulegur hluti dómhússins og þær eigi því hvergi að hræra. Óháð mannrétt- indasamtök fjáiuiagna málarekstur Suhres. Sviptir von um drottningu TUPOUTO“A, krónprins Kyrrahafseyrík- isins Tonga, hefur svipt landsmenn sína þeirri von að hann muni hafa eiginkonu sér við hlið þegar hann tekur við krúnunni af föður sfnum. „Verið raunsæ, það er anzi seint fyrir slfkt núna,“ var haft eftir honum í nýjasta hefti ferðamannatímaritsins Evu, en prins- inn er fimmtugur piparsveinn. Það væri harla hlægilegt, ef hann færi um sextugt að fylgja afkvæmum sínum á leikskólann, sagði hann. „Fólk myndi spyija vesalings barnið: Er þetta afí þinn?“ Prinsinn eldar gjarnan ítalskan mat og safnar tindátum. I maí sl. sagði Tupoutu“a af sér embætti utanríkis- og varnarmála- ráðherra eyríkisins, til þess að geta helgað hugðarefnum sínum allan sinn tíma. Faðir hans, Taufa“ahau Tupou IV, varð áttræð- ur fyrir skemmstu. Morgunblaðið/Golli Að leik á Búðaströnd Mannskæðar aurskriður í Austurríki Tólf námaverka- menn farast Vín. Reuters. BJÖRGUNARSVEITARMENN reyndu hvað þeir gátu í gærmorgun að bjarga tólf mönnum, sem lokuðust inni í námagöngum þegar mikil aurskriða féll yfir þau. „Við höfum gefið upp alla von um að ná nokkrum manni á lífi,“ sagði Horst Freiberger, slökkviliðsvarðstjóri sem stýrði björgunarliðinu, í samtali við austurríska ríkissjónvarpið, ORF. Ungur námaverkamaður lenti í aurskriðu sem féll á magnesíumnámu í Lassing, um 200 km suðvestur af Vín, um hádegi á fóstu- dag. Hinir verkamennirnir ellefu lokuðust inni er önnur aurskriða féll eftir að þeir höfðu haldið niður í námuna í lyftu í því skyni að reyna að bjarga félaga sínum. Svo virðist sem aurskriðan hafi valdið því að lyftuvíramir slitnuðu. Að sögn námustjór- ans, Wolfgang Wedrat, er óttazt að lyftan hafi hrapað til botns með mennina innan- borðs og þeir séu nú á kafi í aur og vatni. Walter Engelhardt, framkvæmdastjóri námunnar, sagði að seinni aurskriðan hefði komið mönnum á óvart, enda var talið að ell- efu manna björgunarliðinu væri óhætt að halda niður í námuna. Ekkert lífsmark Björgunarmenn boruðu í gærmorgun um 60 m djúpa holu niður í námagöngin, þar sem talið var að hinn 24 ára gamla verka- mann væri að finna, en urðu einslds lífs- marks varir. Þar með brugðust þær vonir sem menn höfðu gert sér um að ná mannin- um lifandi. Viktor Klima, kanzlari Austurríkis, hélt eftir hádegið til Lassing, en þar eyðilögðust líka nokkur hús í aurskriðunum. Reuters Allt er átt- ræðum fært NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, og ástkona hans Graca Machel taka við gjöfum frá börnum í forsetahöllinni í Pretoríu í gær, á áttræðisafmæli Mandelas. Sögusagn- ir eru á kreiki um að brúðkaup þeirra skötuhjúa sé í vændum. Með fyrirhyggjuna 1 farteskinu Áttatíu ár frá undir- ritun sam- bands- laganna 22 24 Eins og þruma úr heið- skíru lofti Sjálfstæði í stað miðstýringar 15 |Hpma oj wði lamferða Snorn iX I P>|W)r t>.r um h.nn .r terMur oj upp- »*"«. >ir ujðl SootTI M IMxu I ripty. •rtUtu allt I krlnj. I apSnum oj ÞtOrJurv um «1 RMIclð þurtil ið l»f> fyrtr eyiabú- akapnum. ►

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.