Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 12

Morgunblaðið - 19.07.1998, Page 12
'12 SUNNÚDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Reuters CARLOS Menem Argentínuforseti (t.v.) heilsar aðdáendum sínum ásamt Eduardo Duhalde, héraðsstjóra Buenos Aires. Duhalde gerir nú hvað hann getur til að koma í veg fyrir að forsetinn bjóði sig fram að nýju í krafti stjórnarskrárbreytingar. Reuters STULKUR úr ungliðahreyfingu flokksvélar peronista hvetja til þess að Menem forseti verði í framboði 1999. Heldur Menem krúnunni? Forseti Argentínu hyggst kýja fram stjórnarskrárbreytingu, öðru sinni, til að tryggja sér eitt kjörtímabil til viðbótar. Ásgeir Sverrisson segir frá þeim deilum sem upp hafa blossað innan flokks forset- ans og harkalegum viðbrögðum stjórnar- andstöðunnar. SPENNAN sem lengi hefur kraumað undir niðri hefur nú brotist upp á yfirborðið. Og átökin virðast ætla að reynast heiftarlegri en flestir höfðu ætlað. Carlos Saúl Menem, forseti Argentínu síðustu níu árin, virðist alls ekki geta hugsað sér að draga sig í hlé og sýnist reiðubúinn að beita öllum brögðum til að tryggja sér fjögur ár til viðbótar í Casa Rosada-forsetahöllinni í höfuðborg- inni, Buenos Aires. Arftakinn telur sig hafa verið svikinn og hefur nú lagt út í bein átök við forsetann. Og báðar fylkingar hika ekki við að beita þjóðinni fyrir sig í baráttunni um völdin. Eftir að hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum með frammistöðu knattspyrnulandsliðsins í nýafstað- inni heimsmeistarakeppni í Frakk- landi eru Argentínumenn á ný tekn- ir að hafa áhyggjur af hversdags- legri vandamálum; atvinnuleysi, aukinni glæpatíðni og hækkandi verðlagi. í fjölmiðlum þar í landi hefur á hinn bóginn borið meira á fréttum af því sem nefnt er „la re- re“. Hér ræðir um „endur-endur- kjör“ Carlos Menem forseta sem á spænsku nefnist „re-reelección“ en stytt er í daglegu tali og verður „la re-re“. Forsetinn hyggur á framboð í forsetakosningunum á næsta ári þó svo að stjómarskrá Argentínu kveði skýrlega á um að sami maður geti ekki gegnt því embætti þrjú kjörtímabil í röð. Ný túlkun Menem er leiðtogi Partido Just- icalista-flokksins (PJ) í Argentínu, sem oftast er þó kenndur við Juan Domingo Perón, forseta landsins á árunum 1946-55 og 1973-74. Menem-tímabilið, sem margir telja nú mikil- vægt að ljúki, hófst er hann var kjörinn forseti árið 1989. Stjórnarskrá landsins var breytt árið 1994 og var tilgangurinn ekki síst sá að tryggja Menem annað kjörtíma- bil. Var þá skýrlega kveðið á um að sami maður mætti aðeins gegna þessu embætti tvö tímabil og jafn- framt tekið fram að kjörtímabil for- setans sem hófst 1989 skyldi talið það fyrsta. Menem, sem er fæddur árið 1930, var síðan endurkjörinn 1995. Nú halda skósveinar Menems því fram að ekki beri að telja fyrsta kjörtímabilið með og því sé forset- anum heimilt að bjóða sig fram á ný í kosningunum á næsta ári. Sérstak- ur kosningadómstóll hefur tvívegis úrskurðað að slíkt framboð af hálfu forsetans væri stjómarskrárbrot og stjórnarandstaðan er æf af reiði yfir því hvernig Menem hyggist blygð- unarlaust hafa landsins lög að engu til að svala valdafíkn sinni. Raúl Al- fonsín, sem varð forseti landsins er lýðræðið var endurreist 1983 og hafði embættið með höndum til árs- ins 1989, hefur lýst yfir því að al- þýða manna eigi rétt á að grípa til vopna úrskurði hæstiréttur Argent- ínu Carlos Menem í vil. Ekki liggur fyrir nákvæmlega á hvaða stigi hæstiréttur ályktar um málið en þar eru dómarar handgengnir Menem í umtalsverðum meirihluta. Afdrifaríkur ósigur Vangaveltur um að Menem hygð- ist hundsa stjómarskrána mögnuð- ust um allan helming síðasta haust er peronistar urðu fyrir þungu áfalli í þingkosningunum sem fram fóru í lok októbermánaðar. Flokkurinn glataði meirihluta sínum í neðri deild þingsins og sá sem talinn hafði verið líklegur arftaki Menems varð fyrir þungu höggi í Buenos Aires er konu hans mistókst að vinna þar þingsæti. Kosningarnar vora ekki einungis mikilvægar með tilliti til meirihluta stjórnarflokksins á þingi. Pær vöktu aukinheldur sérstaka athygli vegna forsetakosninganna á næsta ári. I því efni varð peronistaflokkur- inn einnig fyrii- áfalli. Fulltrúi flokksins í Buenos Aires-héraði þar sem tæp 40% kjósenda búa og lengi hefur verið eitt helsta vígi peronista beið lægri hlut fyrir frambjóðanda kosningabandalags stjórnarand- stöðunnar og verður nú ekki annað séð en sá ósigur ætli að reynast áhrifamikill í argentískum stjórn- málum. I Buenos Aires tókust á tvær konur, Hilde Chiche Duhalde, fram- bjóðandi peronista og Graciela Fer- nández Meijide, sem á sæti í öld- ungadeild þingsins. Duhalde er eig- inkona Eduardo Duhalde, héraðs- stjóra Buenos Aires, sem ávallt hef- ur litið á sig sem arftaka Menems og telur sig nú hafa verið svikinn. Strax eftir að þessi niðurstaða lá fyrir tóku menn í Argentínu að velta vöngum yfir því hvort Eduardo Duhalde hefði orðið íyrir pólitísku rothöggi. Jafnframt urðu úrslit kosninganna til þess að auka líkur á að Graciela Meijide verði forsetaefni stjórnarandstöð- unnar en hún þykir mjög öflugur stjórnmálamaður. Framrás peðanna Carlos Menem og nánustu stuðn- ingsmenn hans virðast hafa komist að sömu niðurstöðu. Alltjent verður ekki önnur ályktun dregin en að þeir hafi talið forsetaembættið tap- að í næstu kosningum yrði Eduardo Duhalde frambjóðandi flokksins. Fljótlega eftir kosningarnar tóku ýmsir þekktur talsmenn forsetans að láta að því liggja að hann kynni nú að fara fram einu sinni enn enda mætti túlka stjórnarskrána á þá vegu að honum væri það heimilt. Sjálfur hefur forsetinn aldrei lýst yfir því að hann hyggist bjóða sig fram í þriðja skiptið en hann hefur heldur aldrei beinlínis þvertekið fyrir það. Ennþá hefur Menem komist upp með að tjá sig lítt eða ekkert um mögulegt framboð en hann lætur aðstoðarmönnum sínum og aðdáendum eftir að mæla fýrir um „nauðsyn þess“ að þessi „stjórn- vitringur" gefi enn á ný kost á sér. Á undanförnum vikum hafa síðan birst veggspjöld í stærstu borgum landsins þar sem andlit Menems brosir til vegfarenda og undir stendur að forsetinn sé „besta tryggingin og án nokkurrar áhættu" fyrir því að reglur lýðræð- isins verði áfram haldnar í heiðri í Argentínu. Menem hefur enn sem komið er talið ráðlegast að tefla að- eins fram peðunum í þeirri pólitísku skák sem hann leikur. I maímánuði fór héraðsstjóri Ju- juy-héraðs í norðausturhluta lands- ins fram á það við alríkisdómarann þar að Menem yrði lýstur hæfur til að vera í framboði. Héraðsstjórinn er vitanlega flokksbróðir forsetans og talsmenn PJ neituðu algjörlega að kannast við að þetta frumkvæði hans væri í nokkrum tengslum við þá ný- legu ákvörðun stjómar Menems að fá stjómvöldum í Jujuy jafnvirði um 1.700 milljóna króna til að rétta af fjárlagahallann í héraðinu. Leitað til þjóðarinnar? Þrátt fyrir umtalsverða viðleitni af hálfu beggja fylkinga PJ-flokks- ins til að halda friðinn verður ekki betur séð en menn hafi nú gjörsam- lega misst stjórn á atburðarásinni. Fyrr í þessum mánuði boðaði Edu- ardo Duhalde til „þjóðaratkvæða- greiðslu" í Buenos Aires en þar búa um átta milljónir kjósenda eða um 36% þeirra sem hafa kosningarétt. Fram verður borin sú spuming hvort kjósendur séu því sammála að þingmenn og öldungardeildarþing- menn Buenos Aires greiði atkvæði með því að gerðar verði breytingar á stjórnarskránni sem geri forset- anum kleift að verða í framboði enn einu sinni. Þegar hefur verið ákveð- ið að atkvæðagreiðsla þessi fari fram 13. september enda getur Dul- halde verið nokkuð viss um að nið- urstaðan verði honum hagfelld. Síð- ustu kannanir gefa til kynna að 63- 76% kjósenda í Buenos Aires séu andvíg „la re-re“ þannig að traustur meirihluti þar í héraði sýnist vilja koma í veg fyrir að Menem verði „endur-endurkjörinn“. Menem og menn hans eru engan veginn sáttir við þessa ákvörðun hér- aðsstjóra Buenos Aires. Mótleikurinn felst í til- lögu um að efnt verði til raunveralegrar þjóðaratkvæða- greiðslu um land allt þar sem al- þýða manna verði innt eftir því hvort hún vilji að gildandi lögum verði breytt til að forsetinn geti far- ið fram í þriðja skiptið. Þar með vilja aðdáendur forsetans leiða hjá sér deilur um túlkun stjórnarskrár- innar en vísa ákvörðuninni beint til þjóðarinnar. Þótt staða Menem virðist erfið í Buenos Aires kann hún að vera önn- ur á landsvísu því forsetinn nýtur víða mikilla vinsælda. Nærtækt er að horfa til heimahéraðs hans, La Rioja þar sem afráðið hafði verið að efna einnig til þjóðaratkvæða- greiðslu með svipuðu sniði og Du- halde hefur nú boðað til í Buenos Aires. Stefnt var að því að ræða ágrein- ing þennan á flokksþingi nú um helgina en óvíst var hvort af því yrði. Var þá jafnframt búist við að Menem lýsti yfir því að hann yrði í framboði og krefðist þess að Du- halde hætti við „þjóðaratkvæðið". „Á botni salernisskálarinnar“ Stjórnarandstaðan hefur for- dæmt þessar æfingar peronista og meinta aðför þeirra að stjórnar- skránni. I röðum andstæðinga for- setans þykir með miklum ólíkindum að peronistar hyggist blása til þjóð- aratkvæðagreiðslu á kostnað skatt- greiðenda til að gera út um valda- baráttu innan flokksins. Graciela Femández Meijide hefur líkt þess- um aðferðum við stjórnarhætti þeirra Adolfs Hitlers og Benitos Mussolini og vænt Menem um að sýna bæði þjóðinni og stjómarskrá landsins fullkomna fyrirlitningu. Stjórnarskráin muni enda „á botni salernisskálarinnar" verði Menem ekki stöðvaður. „Forsetinn er svell- kaldur, útsmoginn og ósvífinn. Hann hefur sett á svið atburðarás til að láta líta svo út sem raunveru- legur vilji sé fyrir því að unnt reyn- ist að kjósa hann á ný,“ segir Fer- nández Meijide. Helsti keppinautur hennar innan kosningabandalags tveggja mið- og vinstriflokka, Fern- ando De la Rúa, sem einnig kemur til álita sem forsetaefni stjómar- andstöðunnar á næsta ári, segir að skaðinn af „valdabrölti“ Menems geti reynst bæði lýðræðinu og rétt- arríkinu óbætanlegur verði ekki komið í veg fyrir stjórnarskrárbrot forsetans og fylgisveina hans. I þessu er hin raunverulega hætta fólgin. Framganga Menems í Argentínu er til marks um vaxandi tilhneigingar ráðamanna í Ró- mönsku Ameríku til að hafa að engu leikreglur lýðræðisins. Þrátt fyrir að fulltrúar erlendra ríkja, nú síðast Bill Clinton, forseti Bandaríkjanna, keppist við að lofa lýðræðisþróunina í þessum heimhluta er engum blöð- um um það að fletta að víða era blikur á lofti. Ógnin er ekki beinlínis sú að horfið verði á ný til valdarána, blóðsúthellinga og „skítugra stríða" fyrri tíma heldur felst hættan í til- hneigingum lýðræðislega kjörinna valdamanna til að hafa kennisetn- ingar þessa stjórmarforms að engu þegar þeim hentar. í Venesúela er fyrram valdaræningi líklegur til að hreppa forsetaembættið í kosning- unum sem fram eiga að fara í des- ember. Og nú er Carlos Menem til- búinn, líkt og annar alræmdur stjórnmálamaður í þessum heims- hluta, Alberto Fujimori, forseti Perú, til að knýja fram breytingar á stjómarskránni í þeirri von að fá haldið völdunum þriðja kjörtímabil- ið í röð. Þau sannindi virðast eiga við um Rómönsku Ameríku að lýð- ræðislegar kosningar séu eitt en lýðræðislegir stjórnarhættir annað. Prófsteinn á lýðræðið Valdabaráttan innan peronista- flokksins kann að draga dilk á eftir sér í Argentínu. Fréttaskýrendur telja margir hverjir að blettur hafi fallið á ímynd Menems og nafn hans sé nú einkum tengt við stjómlausa valdafíkn. Kjósendur muni hugsa sig tvisvar um áður en þeir veiti honum umboð til fjögurra ára á forsetastóli til viðbótar hvort sem sú spuming verði borin fram í einhvers konar þjóðar- atkvæðagreiðslu eða venjubundnum kosningum. Carlos Menem hefur á hinn bóg- inn sýnt að hann er slægur stjórn- málamaður auk þess sem völd hans og flokksvélarinnar era slík að leitun er að öðra eins: peronistar ráða efri deild þingsins og flokkurinn er stærstur í þeirri neðri. Þeir ráða í raun hæstarétti, stærstu verkalýðs- félögunum og embættismannakerf- inu. Tveir af hverjum þremur hér- aðsstjórum landsins tilheyra flokkn- um og helstu foringjar hans eru í þægilegu sambandi við CEI en svo nefnist stærsta fjölmiðlasamsteypa Ai-gentínu. Menem kann að virðast hafa seilst of langt í þetta skiptið og verið getur að hann neyðist til að kippa að sér höndinni. Engan veginn er þó unnt að útiloka að hann nái að ljúka leiknum með „þrennu"; draumi flestra mai-kheppnu knattspymu- mannanna sem hann hefur svo mikl- ar mætur á. „Svellkaldur, útsmoginn og ósvffinn" Verður „La re- re“ borið und- ir þjóðina?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.