Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 14

Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 14
14 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 GOLF MORGUNBLAÐIÐ Hannes Guðmundsson, forseti GSÍ, er ánægður með framgang golfíþróttarinnar á íslandi „Framfarirnar eru ótrúlega miklar“ Landsmóið í golfí, sem fer fram á Suðurnesjum í annarri viku ágústmánaðar, verður haldið með öðru sniði en undanfarin ár. Edwin Rögnvaldsson og Skúli Unnar Sveinsson hittu Hannes Guð- mundsson, forseta Golfsambands Islands, að máli og ræddu við hann um framkvæmd landsmótsins og þróun golfíþróttarinnar hér á landi. Morgunblaðið/Ásdís HANNES Guðmundsson, forseti Golfsambands íslands, sem er nú orðið næststærsta sérsambandið innan ÍSÍ, á eftir Knatt- spyrnusambandinu. Fjöldi skráðra félaga í golfklúbb- um landsins eykst ört, segir Hannes Guðmundsson, forseti GSI. Þeir eru nú orðnir um 6.800 talsins og því styttist í að breyta þurfí keppnisfyrirkomulagi landsmótsins. Keppt hefur verið í forgjafarflokk- um, en keppendum hefur fjölgað ört að undanfömu og því verður mótið haldið á þremur völlum í ár; Hólmsvelli í Leiru, Húsatóftavelli í Grindavík og Vallahúsavelli í Sand- gerði. Meistaraflokkur og fyrsti flokkur karia og kvenna auk 2. flokks kvenna leikur í Leiru, annar flokkur karla leikur í Grindavík, en sá þriðji í Sandgerði. Keppendum verður fækkað eftir þrjá keppnisdaga af fjórum og allir flokkar leika síðasta hringinn á Hólmsvelli. 24 keppendur fá að leika síðasta hringinn í meistara- flokki, en tólf í öðrum flokkum. Sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna beint frá landsmótinu, sem er nýlunda. Hannes, nú er keppnisfyrirkonm- lag landsmótsins öðruvísi en verið hefur. Hvernig heldurðu að til tak- ist í ár? „Vitaskuld vona ég að það takist mjög vel. Ég var satt best að segja orðinn svolítið vondaufur um að okkur tækist að finna fyrirkomulag sem gengi. Ég hélt að nú væri kom- ið að því að við yrðum að játa að mótið væri endanlega sprungið vegna fjölda þátttakenda. Þá komu þeir Leirumenn með tillögu sem hefur þann kost að hún gefur mönn- um færi á því að vera áfram með þennan mikla fjölda keppenda og halda því fyrirkomulagi sem verið hefur að mestu. Þetta fyrirkomulag er séríslenskt, því hvergi í heimin- um þekkist að keppt sé í forgjafar- flokkum á Landsmóti, sem er aðal- mót sumarsins. Venjan er að keppt sé í opnum flokki karla og kvenna. í mínum huga er alveg ljóst að við verðum einhvern tímann að taka slíkt fyrirkomulag upp. Það er að- eins spurning um tíma hvenær menn ákveða að kominn sé tími fyr- ir það. Einhverjum finnst sá tími þegar kominn, en þó eru þeir enn fleiri sem telja að við eigum að reyna að hanga á gamla fyrirkomu- laginu eins lengi og hægt er. Það höfum við gert undanfarin ár því keppnisskilmálum hefur verið breytt á hverju ári til þess að reyna að flnna fyrirkomulag sem gengur með því að gefa sem flestum kost á að vera með. I ár gerum við nokkuð sem ekki hefur verið gert í mörg herrans ár, að halda landsmót á níu holu velli. Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hugmynd um hvaða áhrif það hefur á þátttökuna - hvort kylfing- ar séu tilbúnir að hald landsmót á slíkum velli. Ég vona sannarlega að menn mæti því báðir vellirnir eru fínir og í góðu ástandi. Við ætlum sem sagt að hanga á gamla fyrir- komulaginu í að minnsta kosti eitt ár enn.“ Eitt ár enn, segir þú. Er ekki eft- irsjá ígamla fyrirkomulaginu? „Auðvitað verður eftirsjá í því fyrirkomulagi þegar að því kemur að við verðum að hætta því alveg. Þegar við verðum komin með Landsmótið á einn átján holu völl, með opinn flokk karla og kvenna, munu menn sjá að það er töluvert sem menn eru að missa. Þetta fyrir- komulag gefur mótinu óneitanlega mikinn lit. Þarna koma tvö til þrjú hundruð manns og makar koma gjarnan með og þá skapast skemmtileg stemmning, eins og raunin hefur orðið á í Vestmanna- eyjum og á Akureyri. Ég held að menn átti sig ekki á því hvað menn eru að missa fyrr en þeir standa frammi fyrir þessu og sjá hvað hefur gerst. Hins vegar vinnur tíminn með okkur að því leytinu til að áhuginn á golfíþrótt- inni vex ört og það eru fleiri og fleiri sem vilja koma og horfa á þá bestu spila. Þegar við skiptum yflr í nýtt fyrirkomulag verða áhorfendur von- andi orðnir það margir að menn finni ekki fyrir neinu.“ Pað eru nokkuð mörg ár síðan keppendum var fækkað eftir tvo hringi. Nú verðum þeim fækkað eft- ir þrjá hringi og aðeins þeir bestu í hverjum flokki leika fjórða og síð- asta hringinn. Er þetta ekki viss afturför? „Ég veit ekki hvað skal segja. Fyrir nokkrum árum var keppend- um fækkað eftir 36 holur og það þótti mistakast, því þátttakan var mjög döpur. Nú verður þetta gert eftir þrjá daga og ég heyri engar at- hugasemdir vegna þessa. Menn segja sem svo: „Ef ég er ekki á meðal þeirra bestu eftir þrjá daga er alveg eins gott að sleppa síðasta deginum." Það munar heilmiklu líka að fá þrjá hringi í stað tveggja eins og síðast þegar fækkað var. Síðan held ég að þeir sem vilja leika fjórða hring geti gert það, bæði í Grinda- vík og í Sandgerði." Tilraunastarfsemi Þeir sem komast áfram úr neðrí flokkunum leika fjórða og síðasta hringinn í Leirunni, er ekki skrýtið að láta menn leika eitt mót á tveim- ur völlum? „Menn geta tekið æfingadag í Leirunni fyrir mótið því það eru þrír dagar sem ætlaðir eru til æf- inga á öllum völlunum. Mér heyrist á mönnum að þeir séu bara spenntir fyrir því að spila til úrslita í Leirunni. Þetta fyrirkomulag er að vissu leyti byggt á því að menn voru talsvert að horfa til sjónvarps, hvernig mætti gera þetta að skemmtilegum lokadegi og þetta er tilraun til þess. Sýn fylgist að sjálf- sögðu með okkar bestu kylfingum en ekki þeim sem eru að berjast í öðrum eða þríðja flokki, þó að sjálf- sagt verði brugðið á skjáinn mynd- um af þeim sem eru að ljúka keppni á síðustu flöt. Ég hlakka til að sjá hvernig þessi tilraun tekst. Það eru ekki ýkja mörg ár síðan farið var að sýna frá landsmóti í golfi og í raun hefur þetta verið til- raunastarfsemi. Við þurftum að út- vega styrktaraðila til að fá þetta sýnt í sjónvarpi en smám saman hefur þetta fest sig í sessi. Nú er sýningarrétturinn orðinn tekjulind fyrir okkur og samningurinn við Sýn skiptir sambandið miklu máli. í upphafl höfðu menn á tilfinningunni að þetta myndi skila sér á einhverj- um árum, og það hefur gengið eft- ir.“ Heldur þú að það uuki þátttöku manna að vita af því að mótið verð- ur sýnt beint í sjónvarpi? „Eg veit það ekki. Öll umfjöllun um golf, hvort sem er í blöðum eða í sjónvarpi, hefur einhver margföld- unaráhrif á þátttöku fólks í golfi. Fjölgunin hefur verið 5-15% á ári síðustu árin sem er gífurleg aukn- ing. Hverju þessi aukning er ná- kvæmlega að þakka er erfitt að segja til um, en allt hefur þetta ein- hver áhrif. Sjónvarpsmyndir frá golfmótum eru yfirleitt fallegar, iða- grænir vellir og margt fólk að fylgj- ast með þannig að fólk sér að það er í lagi að fara út á völl og horfa á.“ Það tekur langan tíma að leggja golfvöll og kylfingum fjölgar ört. Ertu ekki hræddur um að allt sé að fyllast? „Það tekur ekki nokkum tíma að gera golfvöll. Ef maður horfir á gamlar myndir frá golfmótum hér sjá menn hvernig vellirnir voru hér fyrir tuttugu árum. Maður trúir því ekki að ástandið hafi verið svona slæmt. Framfarirnar eru ótrúlega miklar og menn átta sig hreinlega ekki á þeim. Kylfingar sem eru skráðir í klúbba eru nú um 6.800 talsins þannig að Golfsambandið er næststærsta sérsambandið, á eftir Knattspyrnusambandinu, og að auki eru um þrjú til fjögur þúsund manns í kringum þetta og gífurleg- ur fjöldi á leiðinni. Iþróttagrein sem þannig háttar til hjá þarf ekki að hafa áhyggjur. Ég hef meiri áhyggjur af því að fjölgunin verði svo ör að golfvellirn- ir anni henni ekki. Hingað til hefur þetta gengið upp vegna þess að búið er að gera svo marga nýja golfvelli. Rétt handan við hornið sýnist mér að fjölgunin verði enn örari og þar sem það eru ekki margir vellir á teikniborðinu gæti hugsast að vand- ræðaástand skapaðist innan mjög fárra ára.“ Hvað verður þá gert? „Þegar klúbbamir eru orðnir full- ir er um fátt annað að ræða fyrir þá en setja menn sem vilja ganga í klúbbana á biðlista. Það er alltaf einhver hreyfing þannig að menn komast í klúbbana, en það er ekki hægt að fjölga endalaust því þá komast félagar í klúbbunum aldrei á völlinn." Vellirnir mjög góðir „Framfarirnar á völlunum hafa verið mjög miklar og flestir þeirra eru í mjög góðu standi í sumar. Það hafa verið vandamál með flatimar í Grafarholtinu og í Grindavík en það er allt að komast í lag. Framfarirn- ar í íþróttinni eru sem sagt á öllum sviðum og varðandi vellina hefur það auðvitað áhrif að svona margir hafi farið til útlanda og lært hvernig á að leggja golfvelli og hvernig eigi að hugsa um þá. Það má þó segja að eitt vandamál steðji að íþróttinni og það er að okkur vantar fleiri kenn- ara, en það er bara tímabundið vandamál." Sérðu einhverja yngri kylfínga sem eiga möguleika á að feta í fót- spor Birgis Leifs Hafþórssonar? „Já, já! Það eru margir ungir strákar á uppleið. Ég er algerlega sannfærður um það að Birgir Leifur mun ná frekari árangri. Eitt það besta sem komið gæti fyrir golfið á Islandi er að Birgir Leifur slái í gegn í atvinnumennskunni. Það er svo mikill hvati falinn í því fyrir íþróttina. Þá eykst þátttaka barna og unglinga. Ég bíð eftir því - og ef það verður ekki seinna í sumar, verður það næsta sumar. Ég spái því. Varðandi aðra sem eru á leiðinni, era vitaskuld margir efnilegir strákar með mikinn metnað. Menn verða auðvitað að átta sig á því þeg- ar þeir horfa á Birgi Leif að þetta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.