Morgunblaðið - 19.07.1998, Síða 22
22 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
SAMNINGANEFNDIN í garði Alþingishússins. Talið frá vinstri: Magnús Jónsson, Bjarni Jónsson frá Vogi, Chr. Fr. Hage formaður dönsku
samninganefndarinnar, Fr. H. J. Borgbjerg, Jóhannes Jóhannesson formaður íslensku samninganefndarinnar, J. Chr. Christensen, Einar Arnórsson, Erik I.
Arup, Gísli ísleifsson, Þorsteinn M. Jónsson, Þorsteinn Þorsteinsson og Svend A. Funder.
Attatíu ár frá undir-
ritun sambandslaganna
Átjándi júlí hlýtur að teljast til merkisdaga
í sögu sjálfstæðisbaráttunnar, skrifar
Jón Þ. Þór, sagnfræðingur. Þann dag árið
- ------------------------------7-------
1918 undirrituðu samningamenn Islend-
inga og Dana sambandslögin svonefndu, en
með þeim varð Island frjálst og fullvalda
ríki í konungssambandi við Danmörku.
Kvöldið áður, hinn 17. júlí, hafði Alþingi
samþykkt lagafrumvarpið með 38 sam-
hljóða atkvæðum, en tveir þingmenn sátu
hjá. Lögin öðluðust gildi 1. desember 1918.
UNDIRSKRIFT samninganefndanna og ráðuneytis Islands undir sam-
bandslögin 18. júlí 1918. Efst rita formenn samninganefndanna, Chr.
Fr. Hage og Jóhannes Jóhannesson.
AÐDRAGANDINN að
gerð sambandslaganna
var að ýmsu leyti söguleg-
ur. Hér á eftir verður at-
burðarásin rakin í stórum dráttum
og sagt frá samningaviðræðunum,
sem fram fóru í Reykjavík fyrstu
sautján daga júlímánaðar sumarið
1918.
Aðdragandi
samningaviðræðna
A ríkisráðsfundi, sem haldinn var
í Kaupmannahöfn 19. júní 1915,
staðfesti Kristján konungur X. nýja
stjórnarskrá Islands og löggilti ís-
lenskan sérfána, sem nota mátti á
Islandi og innan íslenskrar land-
helgi. Þar með voru til lykta leiddar
deilur, sem staðið höfðu með íslend-
ingum og Dönum um alllangt skeið,
og þóttust nú margir, einkum Dan-
ir, sjá fram á bjartari tíð í samskipt-
um landanna.
En hér fór öðru vísi en margir
ætluðu sumarið 1915. Heimsstyrj-
öldin, sem hófst sumarið 1914, olli
því að viðskipti Islendinga og Dana
minnkuðu og jafnframt efldist þjóð-
leg sjálfsvitund íslendinga að mun
á styrjaldarárunum. Stafaði það
m.a. af því, að þá urðu þeir að efla
samskipti sín við aðrar þjóðir, ekki
síst Breta og Bandaríkjamenn, og
fundu að þeir gátu annast flest mál
sjálfir, án afskipta og atfylgis Dana.
Jafnframt óx þeirri skoðun fylgi, að
gera bærí sérfánann, sem löggiltur
var árið 1915, að farfána, þ.e.a.s.
fána, sem íslensk skip sigldu undir
á heimshöfunum, enda þótti mörg-
um íslendingi hart að þurfa að
flagga danska fánanum í erlendum
höfnum. Með eigin farfána gætu ís-
lendingar hins vegar undirstrikað
sjálfstæði sitt og komið fram er-
lendis sem sérstök þjóð - ekki sem
hluti af dönsku þjóðinni undir
dönskum fána. í maímánuði árið
1917 var Jón Magnússon, forsætis-
ráðherra, á ferð í Danmörku. Hinn
18. maí gekk hann á fund Zahles,
forsætisráðherra Danmerkur, og
tilkynnti honum við það tækifæri,
að Islendingar óskuðu eftir því að
sérfáninn yrði gerður að farfána.
Zahle tók dræmt í þessa málaleit-
an, kvað Dani myndu synja henni ef
hún yrði borin upp formlega, og
sömu svör fékk Jón hjá konungi
fjórum dögum síðar. Jón lét þó ekki
við þetta sitja og áður en hann hélt
heimleiðis tilkynnti hann dönskum
ráðamönnum, að hann myndi bera
kröfuna um farfánann fram að
nýju.
Þar með var hrundið af stað at-
burðarás, sem lauk ekki fyrr en
með undirritun sambandslaganna
rúmu ári síðar. Alþingi samþykkti
sumarið 1917 þingsályktunartillögu
þar sem skorað var á landsstjómina
að sjá til þess að íslendingar fengju
farfána og þegar Jón Magnússon
kom til Kaupmannahafnar um
haustið bar hann ósk þingsins upp
við Zahle. Undirtektimar vom svip-
aðar og um vorið, en Zahle og Krist-
ján konungur létu báðir í ljós ósk
um að öll óleyst mál í samskiptum
Islendinga og Dana yrðu leyst í einu
og gekk konungur svo langt að
stinga upp á því, að skipuð yrði
nefnd, sem ræddi öll vafa- og
ágreiningsmál í sambúð landanna.
A ríkisráðsfundi, sem haldinn var
22. nóvember 1917, tjáðu bæði Za-
hle og konungur Jóni Magnússyni,
að Danir væru tilbúnir til viðræðna
þegar og ef íslendingar óskuðu.
Þar með var stigið þýðingarmikið
skref og með bréfi til Zahles, 23.
mars 1918, óskaði Jón Magnússon
formlega eftir viðræðum. Er nú
skemmst frá því að segja, að eftir
allmiklar umræður sammæltust all-
ir flokkar á danska þinginu, nema
Ihaldsflokkurinn, um að skipa
nefnd er héldi til viðræðna við full-
trúa Islendinga í Reykjavík. Lagði
danska samninganefndin upp frá
Kaupmannahöfn 21. júní og kom til
Reykjavíkur átta dögum síðar.
Samninganefndirnar
Danska samninganefndin kom til
Reykjavíkur með varðskipinu Is-
lands Falk laugardaginn 29. júní.
Mátti það ef til vill kallast nokkuð
táknrænt, að skipið hreppti mót-
viðri á leiðinni, einkum á milli
Björgvinjar og Færeyja, en til
Björgvinjar fóru samningamennirn-
ir landleiðina.
Fjórir menn skipuðu samninga-
nefnd hvors lands. I dönsku nefnd-
inni voru þeir Christopher Hage,
verslunarmálaráðherra, sem var
formaður nefndarinnar, Erik Arup,
prófessor í sagnfræði við Hafnarhá-
skóla, F.H.J. Borgbjerg, þingmaður
og ritstjóri blaðsins Social-
Demokraten, og J. C. Christensen,
fyrrverandi forsætisráðherra.
Formaður íslensku samninga-
nefndarinnar var Jóhannes Jóhann-
esson, bæjarfógeti og forseti sam-
einaðs Alþingis, en aðrir nefndar-
menn voru þeir Bjarni Jónsson, al-
þingismaður frá Vogi, Einar Ai-n-
órsson, lagaprófessor og fyriver-
andi ráðherra, og Þorsteinn M.
Jónsson, alþingismaður.
Samningaviðræður hefjast
Samningaviðræðurnar hófust 1.
júlí og urðu bæði langar og strang-
ar. Lá á stundum við að uppúr slitn-
aði og um skeið benti fátt til þess að
samkomulag myndi takast. Ávallt
tókst þó að sigla hjá hættulegustu
skerjunum og halda viðræðunum
gangandi.
Þegar litið er yfir gang viðræðn-
anna verður ljóst, að skipta má
þeim í fjórar lotur eða hluta. Fyrsta
lotan stóð frá 1. til 4. júlí og var þá
um eins konar kynningarviðræður
að ræða, þar sem samninganefnd-
imar kynntu hvor annarri sjónar-
mið sín. Þar kom fram, að Islend-
ingar töldu sig vera í hreinu kon-
ungssambandi við Dani, en sam-
kvæmt því væri konungur einvaldur
í öllum málum, nema sérmálunum,
sem skilgreind væru í stjórnar-
skránni fyrir íslensk málefni. I sam-
ræmi við þennan skilning kröfðust
íslensku samningamennirnir þess
að ísland yrði viðurkennt sem full-
valda ríki íþjóðréttarlegu sambandi
við Danmörku, og væru engin mál
sameiginleg nema konungur og
konungserfðir. Öll önnur mál yrðu
talin sérmál hvors ríkis um sig.
Á þessu stigi höfðu þeir Einar
Amórsson og Bjarni frá Vogi helst
orð fyrir íslensku samninganefnd-
inni og lét Einar í ljós ósk um að
væntanlegt samkomulag yrði í
formi samnings eða sáttmála á milli
tveggja ríkja og Bjami taldi að þá
yrði fullveldi íslands tryggt ef
samið yrði um konungssambandið,
en utanríkismál og farfáninn teldust
íslensk sérmál.
Danir vora á allt annarri skoðun
og taldi Chr. Hage það skipta höf-
uðmáli, að gerður yrði traustur og
varanlegur samningur um samband
landanna. Sá samningur ætti að
vera ríkisréttarlegs en ekki þjóð-
réttarlegs eðlis og yrði samband
landanna að vera málefnalegt og
fela í sér sameiginlegan ríkisborg-
ararétt og sameiginlega stjórn ut-
anríkismála, auk konungssam-
bandsins. J. C. Christensen bætti
því við, að Danir teldu að samkomu-
lagið ætti að vera lögbundið en ekki
samningsbundið og farfánann taldi
hann sameiginlegt mál. Daginn eftir
settu Danirnir sjónarmið sín fram
skriflega og sögðu þar, að Danmörk
og Island væra „frjáls og sjálfstæð"
ríki með sameiginlegan konung og
ríkisborgararétt og færa Danir með
stjórn sameiginlegra mála, sem
væra utanríkismál, landvamir,
myntslátta og æðsti dómstóll. Danir
skyldu njóta sömu réttinda á Is-
landi sem Islendingar, og gagn-
kvæmt, og öllum þegnum ríkjanna
skyldi heimilt að stunda fiskveiðar í
landhelgi þeirra beggja, án tillits til
búsetu. Loks stungu Danir upp á
stofnun tólf manna ráðgjafanefndar
og var hugmyndin að hún gæti leyst
ríkisráðið af hólmi.
Á þessum sama fundi lögðu Is-
lendingar fram uppkast að samn-
ingi um samband Islands og Dan-
merkur en samkvæmt því áttu hin
tvö „fullvalda“ ríki að gera með sér
samning um sameiginlegan konung
og konungserfðir. Jóhannes Jó-
hannesson, formaður íslensku
nefndarinnar skýi-ði uppkastið nán-
ar og sagði að það fjallaði um sam-
eiginlegan konung þar eð hann væri
eini óuppsegjanlegi þátturinn. Um
önnur sameiginleg mál yrði hægt að
semja, en þau yrðu að vera uppsegj-
anleg. Danimir andmæltu tillögum
íslendinga og sögðu sameiginlegan
ríkisborgararétt miklu traustara
samband en konungssamband. Á
hinn bóginn kvað Hage Dani ekki
myndu hafa á móti því að farfáninn
teldist íslenskt sérmál ef samkomu-
lag næðist er hlyti samþykki lög-
gjafarþinga beggja landanna.