Morgunblaðið - 19.07.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 19.07.1998, Qupperneq 34
34 SUNNUDAGUR 19. JÚLÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SIGURBERGUR PÁLSSON Það er til merkis um hvemig afi var að löngu eftir að hann var orðinn atvinnurekandi og eigandi rútufyrir- tækis og varahlutaverslunar og framleiðslufyrirtækis, þá titlaði hann sig alltaf sem bifreiðarstjóra, m.a. í símaskránni. Hann hirti ekki um titla, fínheit eða tildur. Hann kom til dyranna eins og hann var klæddur; duglegur, hugmyndan'kur, hrein- skiptinn, lífsglaður, en ekki endilega hvers manns hugljúfí. Er ég var á fyrsta ári í háskólan- um þurfti ég ekki að sækja marga tíma vegna fullnustuprófa sem ég tók um haustið og vann ég því um veturinn við ýmis hlutastörf, m.a. hjá afa í Pjöðrinni. Eg fór með honum á vömsýningar um veturinn, m.a. til Torino og Frankfurt, auk viðskipta- ferða til Danmerkur. Mitt hlutverk var að vera e.k. reiknivél og túlkur fyrir afa. Þetta, var mikil lífsreynsla fyrir ungan mann sem var að læra viðskiptafræði. Ég komst til að mynda að því að þótt afi væri búinn að vera mjög mikið á ferð í Dan- mörku og í miklum viðskiptum við fólk þar, þá talaði hann ekki dönsk- una betur en svo að sífelldur mis- skilningur virtist vera í gangi, eink- um varðandi verð og skilmála. I raun talaði hann allan tímann bara ís- lensku með dönskum hreim. Hins vegar var hann svo harðsnúinn í samningum að hann fékk sínu fram- gengt sem hann hafði mælt á ís- lensku. Ég veit ekki enn hvort þetta var vegna þess að viðskiptavinirnir gáfust upp á að reyna að ná fram annarri niðurstöðu en hann vildi eða af annarri ástæðu. Afi hafði að sjálfsögðu sínar mjúku hliðar þrátt fyrir eða vegna sinnar lífsreynslu. Jólin hjá afa og ömmu voru t.d. ógleymanlegar gleði- stundir, og eru enn í mínum huga hin upprunalegu jól. Þá var afí alltaf í essinu sinu, stríddi öllum, hló og skemmti sér meira en allir, klappaði okkur bamabörnunum og var góður við okkur. Þetta voru stórar stundir í lífi mínu og væntanlega fleiri barna- bama þeirra Ingunnar og Sigur- bergs. Einnig var það siður afa er hann kom frá útlöndum, að kaupa nammi handa bamabömunum og ilmvatn handa dætrum sínum. Það var ekki hans „forté“ að átta sig á því að það hentaði e.t.v ekki að allar fengju sama ilminn. Allar voru þær þó sáttar við gjöfina og ég held þær 108 Reykjavík • Símí 553 í hafi samstillt notkunina á ilmvatninu í fjölskylduboðum til að forðast vandræði. Afí, það var mikil lífsreynsla að kynnast þér og fá að njóta félags- skapar þíns og tilsagnar. Vertu sæll og megir þú hvíldar njóta. Steinn Logi. Það má ekki minna vera en ég minnist þessa gamla vinar míns nokkmm orðum. Það er langt síðan kynni okkar hófust. Arið 1930 var ég sem snúningadrengur á Rauðabergi á Mýmm í A-Skaft. Þar var tvíbýli og á öðru býlinu bjuggu foreldrar hans og systkini og þangað lá leið mín oft á kvöldin að loknu starfi og var það mikil uppbót á dagsins önn og oft gleymdist tíminn alveg. Þetta var svo spennandi fyrir mig og því verða minningarnar kærari þegar ég lít til baka, en á þessum bæ fékk ég þann styrk sem hefir enst mér fram á þennan dag. Ég var þarna í heilt ár, eða bæði sumar og vetur, og var það mér betri skóli lífsins en ég hafði gert mér grein fyrir. Þroskinn var mikill. Síð- an lágu leiðir okkar sitt í hvora átt, en þrátt fyrir að leiðir skildust, viss- um við alltaf hvor af öðmm og hitt- umst og heimsóttum hvor annan þegar efni stóðu til. Sigurbergur ólst upp í fátækt og við erfiðleika. Foreldrar hans höfðu lítið jarðnæði og því varð að tak- marka bústofninn eftir því. En hann var sjálfur ákveðinn í að láta ekkert hamla því að komast til manns og verða þjóðinni og sjálfum sér að gagni og strax varð hugur til fram- kvæmda sterkur og ekki gefist upp þótt á móti blési. Þetta var hans að- alsmerki og hann var dugmikill og drífandi og gerði allt vel sem hann fékkst við, enda vann hann fyrirtæki sínu traust og hafði ég mikla gleði af að fylgjast með hugmyndum hans og hve bjartsýnn hann var, sérstaklega á tímum erfiðleika. Mér þykir vænt um að minnast þess nú, þegar leiðir skiljast í bili. Ég lærði ýmislegt af honum sem komið hefur mér vel í lífinu. Hann reyndist mér eins og öðrum góður og drenglyndur og fyrir það vil ég nú að lokum þakka. Sendi því systkinum hans og ást- vinum öllum mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og bið þeim blessunar þess sem stýrir stjamaher og stjórn- ar veröldinni. Megi þeim vel vegna og allt blessast. Með innilegum kveðjum. Árni Helgason, Stykkishólmi. g | I | I | 5 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til ki.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni I I, sími 568 9120 o | 5 1 5 I 5 Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla GUÐBJÖRG ÓLAFSDÓTTIR + Guðbjörg Ólafs- dóttir fæddist í Stakkadal í Rauða- sandshreppi 28. des- ember 1921 og ólst þar upp. Hún lést á Landspítalanum 13. júlí siðastliðinn. Foreldrar hennar voru Anna Guðrún Torfadóttir, hús- freyja í Stakkadal, f.6.12. 1894, d.21.3. 1965, og Ólafur Hermann Einars- son, bóndi og bú- fræðingur í Stakkadal, f. 27.9. 1891, d. 25.5. 1936. Systkini Guðbjargar eru: Torfi, f. 26.5. 1919, Elín, f. 11.12. 1925, Hall- dóra Guðrún, f. 12.2. 1929, d. 3.11. 1997, María, f. 27.11. 1931, Kristín, f. 26.6. 1933, og Val- gerður, f. 21.6. 1935. Guðbjörg giftist 1944 Bene- dikt Kristinssyni, f. á Patreks- firði 8.5. 1915, d. 23.6. 1967. Hann var sonur Kristins Bene- diktssonar og Evlalíu Kristjáns- dóttur. Börn Guð- bjargar og Bene- dikts eru: 1) Guð- mundur Valdimar, f. 14.5. 1945, kvænt- ur Arndísi Leifs- dóttur, eiga þau tvo syni, Benedikt Þór, f. 7.2. 1967, sambýl- iskona hans Krist- jana Lind Hilmars- dóttir, börn þeirra eru Snædís Sif, Kristófer Hilmar og Benedikt Gabríel; og Guðmundur Am- ar, f. 11.7. 1978. 2) Ólafur Elís, f. 13.12. 1949, kvæntur Þuríði Halldórsdóttur, eiga þau tvö börn, Halldór Elís, f. 1.2. 1981, og Guðbjörgu, f. 14.10. 1987. 3) Kristín, f. 26.6. 1955, böm henn- ar em Guðbjörg Kristín, f. 18.6. 1986, og Gústaf Benedikt, f. 29.11. 1987. Utför Guðbjargar fer fram frá Kristskirkju á morgun, mánudaginn 20. júlí, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát íyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu.“ (Úr Spá- manninum.) Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. Biðjum þann guð, sem gaf þitt líf og tók græðandi hendi á milda sorgarstund. 0, hve við eigum þér að þakka margt þegar við reikum liðins tíma slóð. I samfylgd þinni allt var blítt og bjart blessuð hver minning, fógur, ljúf og góð. Okkur í hug er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró hjálpsemi þín og falslaus fómarlund. Friðarins guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsdóttir.) Elsku mamma, hjartans þakkir fyrir allar yndislegu samveru- stundirnar okkar. Guð geymi þig. Börn, tengdadætur og ijöiskyldur. Mig langar í fáeinum orðum að minnast Guggu tengdamóður minnar sem ég er búin að þekkja í yfir 30 ár. Ég kom sem ung stúlka á heimili hennar með eldri syni hennar Guðmundi. Það er ekki of- sagt að hún tók mér opnum örmum og umvafði mig kærleika og hlýju. Við unga parið bjuggum hjá þeim Guggu og Bensa, sem nú er látinn, í tæp tvö ár. Það er alltaf svo að sá sem maður tengist eins náið og tengdamömmu hefur mikil áhrif á líf manns og mótar til framtíðar. Hjálpsemi hennar og leiðbeiningar til okkar Mumma með eldri dreng- inn okkar sem fæddist á meðan við bjuggum hjá henni voru ótakmark- aðar. Minningar mínar þegar við sátum með handavinnu og spjölluð- um saman eru ómetanlegar. Hún sá um að aldrei vantaði prjónaða peysu, sokka eða vettlinga á litlar hendur. Ég veit að hún hefði ekki viljað neitt hól en alla tíð voru börnin og fjölskyldur þeirra allt hennar líf. Eg veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mæt, svo góð, svo trygg og trú og tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir. (Steinn Sig.) Elsku tengdamamma, ég veit að nú ert þú umvafin kærleika og elsku Guðs. Hafðu þökk fyrir allt. Minning þín mun lifa í hjörtum okkar allra. Arndís. Æ&rsz . ** " v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 554 4566 £ % i Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn Elsku amma mín. Mig langar til að kveðja þig með fáeinum orðum. Þú varst mér alltaf svo góð. Minn- Blómabwáin C\ak*3skom v/ Possvogski^Ujwga^ð Sími: 554 0500 Allan sólarhringinn. Suðurhlíð 35 ♦ Sírni 581 3300 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands ingar mínar um þig þegar þú pass- aðir mig þegar ég var lítill geymi ég í hjarta mínu. Ég man hvað það var alltaf spennandi og skemmti- legt að koma í heimsókn á Skúló og fá að gista. Litlir hlutir urðu stórir í þínum höndum, tvinnakefli gátu til dæmis orðið að heilli borg. Allt sem við gerðum saman hafðir þú lag á að gera svo stórkostlegt í augum lítils drengs. Ég man utan- landsferðimar til Danmerkur og Noregs sem ég fékk að fara með þér og ég man allt sem þú saumað- ir og prjónaðir á mig. Þú varst ekki bara amma heldur líka besti vinur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hþóta skalt. (V. Briem.) Elsku amma. Ég mun varðveita minninguna um þig í hjarta mínu, um bestu ömmu sem nokkur drengur getur hugsað sér. Benedikt Þór. Elsku systir mín kær. Ég vil með nokkrum orðum þakka þér samfylgdina síðustu 66 árin. Þér sem alltaf varst reiðubúin að að- stoða móður okkar við uppeldið á fimm yngri systrum í litla bænum okkar vestur við fjöllin háu í para- dís æskunnar vestur á Rauðasandi, þegar föður okkar naut ekki lengur við. Þú kenndir okkur að meta kærleikann sem bestu dyggð mannsins. Þú tókst mig uppí til þín þegar Stína systir fæddist og eftir það deildum við tvær rúmi meðan þú áttir heima hjá mömmu og okk- ur. Þú saumaðir og prjónaðir á okkur ný fót úr eldri fótum og þeim efnum sem tiltæk voru hverju sinni á þeim tíma sem við vorum að alast upp fyrir vestan. Þú hlaust þína menntun í skóla lífsins og varðst besta stóra systirin sem nokkur maður getur átt. Ég leit alltaf upp til þín því þú vissir svo margt, sem ég vissi ekid og gast svo margt sem ég gat ekki heldur.Þú vast alltaf reiðubúin til að leiðbeina mér og hafðir alltaf nægan tíma fyrir aðra þó þú hafir sjálf haft um stórt heimili að sjá og alið upp þrjú mannvænleg böm og aðstoðað við uppeldi bamabamanna þinna. Síðustu árin hafa verið þér erfið eftir að heilsa þín versnaði, en alltaf hélstu samt léttu lundinni þinni og góða skapinu hvernig sem þér leið. Það er skrítið að hugsa til þess að nú séu bara eftir fimm systkini af glaða hópnum sem ólst upp vestur I Stakkadal á kreppu- áranum og áranum eftir seinna stríðið þar sem hún móðir okkar kom okkur til manns eftir að pabbi dó langt um aldur fram, en þetta er víst bara gangur lífsins og við hon- um getum við ekkert gert. Síðustu árin höfum við tvær átt saman ógleymanlegar samvera- stundir, sem ég vil þakka þér fyrir. Minningarnar um þig munu lýsa okkur sem eftir stöndum og ég sendi mína dýpstu samúaðakveðjur til Mumma, Óla, Stínu og fjöl- skyldna þeirra. Vertu ætíð guði fal- in elsku systir mín og hjartans þökk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig fyrr og síðar. María. Það hefur fækkað í hópi systkin- anna frá Stakkadal. Þær vora sex systumar og einn bróðir, þeirra elstur. Nú hafa tvær systur látist með stuttu millibili, fyrst Halldóra og nú Guðbjörg. Ég kvaddi Guggu móðursystur mína fyrir um 4 vikum uppi á spít- ala. Ég var þá á leið vestur í „Rauðasandshrepp" og bað hún fyrir kveðju heim á æskuslóðimar. Þá var hún ennþá sæmilega hress. Hún lést að kvöldi 13. júlí síðastlið- ins. I þetta sinn komst hún ekki heim af spítalanum, eins og hún hafði þó svo oft áður komist, eftir sjúkrahúslegur, en hún átti við

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.