Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 1
182. TBL. 86. ÁRG.
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Reuters
Svissneskir bankar og samtök
gyðinga semja um bótagreiðslur
Gyðingar óttast
innbyrðis deilur
Jerúsalem, Zíirich. Reuters.
SAMTÖK gyðinga fógnuðu í gær
sögulegu samkomulagi við sviss-
neska banka um sem svarar tæplega
níutíu milljarða króna bótagreiðslum
fyrir eignir sem nasistastjórnin í
Þýskalandi gerði upptækar og kom
til gejnnslu í svissneskum bönkum.
„Þetta er skref í rétta átt,“ sagði
Efraim Zuroff, framkvæmdastjóri
Simon Wiesenthal-stofnunarinnar í
Israel, en benti jafnframt á að ekki
væri Ijóst hvernig fjármununum yrði
útdeilt.
Tveir stórir svissneskir bankar,
UBS og Credit Suisse, eru aðilar að
samkomulaginu, auk svissneska rík-
isins og svissneska seðlabankans,
sem keypti milljarða króna virði af
stolnu gulli af nasistum á stríðsárun-
um. Bætur verða greiddar á þriggja
ára tímabili, en ekki hefur verið
ákveðið hvernig greiðslur munu fara
fram. Hafa frammámenn meðal gyð-
inga látið í ljósi áhyggjur af því að
þetta geti leitt til innbyrðis deilna
meðal gyðinga.
Með samkomulaginu er komið í
veg fyrir að um tuttugu ríki í Banda-
i-íkjunum grípi til refsiaðgerða gegn
svissneskum bönkum. Einnig verður
fallið frá hópmálsókn tugþúsunda
fórnarlamba gyðingaofsókna nasista,
sem höfðu krafist allt að 1.500 millj-
arða í bætur.
Almenningur á báðum áttum
Almenningur í Sviss virtist á báð-
um áttum um hvort samkomulagið
væri af hinu góða eða ekki. Sumir
þeirra sem fréttastofa Reuters ræddi
við töldu gott að málinu væri lokið,
margir létu í ljós undrun yfír því að
upphæðin væri tvisvai- sinnum hærri
en sú sem bankarnir buðu upphaf-
lega. Enn aði-ir töldu samkomulagið
verða landi og þjóð til skammar.
Brot úr
Titanic af
hafsbotni
VÍSINDAMENN hafa náð hluta
skipsskrokks Titanic af hafsbotni
í fyrsta sinn frá því að skipið
sökk árið 1912. Þeir hyggjast
halda áfram rannsókn sinni á
glæsiskipinu fræga, þó margir
hafi orðið til að gagnrýna fram-
takið, og sýna afraksturinn á
sýningu í Boston. A minni mynd-
inni, sem var tekin með fjar-
stýrðri myndavél, má sjá stefni
Titanic á tæplega tveggja og
hálfs km dýpi undan ströndum
St. Johns á Nýfundnalandi. Stafn
skemmtiferðaskipsins kemur
kvikmyndaunnendum vafalítið
kunnuglega fyrir sjónir.
Hvatt til
ættbálka-
drápa í
útvarpi
Lundúnum. Reuters.
UPPREISNIN í Lýðveldinu Kongó
hefur leyst úr læðingi ættbálkahatur
andstæðinganna. Hvorir tveggju,
stjórnarhermenn og uppreisnar-
menn, hafa verið sakaðir um dráp á
almennum borgurum. BBC segir út-
varpsstöð í Norðaustur-Kongó hvetja
almenning til þess að grípa til vopna
svo drepa megi tútsa með öllum til-
tækum drápstólum. Utvarpssending-
arnar minna á tilkynningar sem lesn-
ar voru í útvarpsstöðvum í Rúanda í
helfórinni gegn tútsum árið 1994.
Hermenn Kabilas fara um Kins-
hasa og taka höndum hvem þann
sem lítur út fyrir að vera tútsi eða er
grunaður um að styðja uppreisnar-
menn. Sjónarvottar segja hermenn
hafa tekið fólk af lífi án dóms og laga
á götum úti. I Austur-Kongó eru
uppreisnarmenn af ættbálki
Banyamulenge-tútsa sagðir drepa
fólk af öðram ættflokkum, m.a.
katangesa, en Kabila forseti er
katangesi.
Innanríkisráðherra Kongós sagði
að hermenn hnepptu tútsa í varðhald
til þess að koma í veg fyrir að þeim
væri unnið mein.
Uppreisnarmenn lýstu því yfír í
gær að þeir hefðu náð raforkuvirkj-
un, sem sér höfuðborginni fyrir raf-
magni, á sitt vald.
Herferð gegn
aldursfordómum
Lundúnum. Reuters.
STJÓRN Bretlands hefur ákveðið
að efna til áróðursherferðar gegn
aldursfordómum á vinnumarkaði.
Áróðri verður sérstaklega beint
að atvinnurekendum. Atvinnu-
málaráðherrann, Andrew Smith,
segist í haust munu leggja fram
leiðbeinandi siðareglur fyrir at-
vinnurekendur. I þeim er kveðið
skýrt á um að fólk eigi að ráða til
starfa vegna verðleika en ekki
vegna aldurs. Ríkisstjórnin hefur
sérstakar áhyggjur af fólki sem
náð hefur fimmtíu ára aldri, en sá
hópur launþega stækkar ört.
„Árið 2006 verður meira en
fjórðungur launþega 50 ára og
eldri,“ sagði ráðherrann. „Hvorki
atvinnurekendur né samfélagið
hafa efni á að mismuna fólki
vegna aldurs."
Smith vonar að siðreglurnar
verði virtar og hafðar til hiðsjónar
þegar launþegar sækja rétt sinn.
„Við höfum samt ekki útilokað að
leggja fram frumvarp til laga um
reglur sem þessar," bætti ráð-
herrann við.
Ráðuneyti atvinnumála hefur
lýst því yfir að aldursfordómar
færist í vöxt á atvinnulífinu. Fólk
á öllum aldri finni fyrir þeim en þó
sérstaklega þeir sem komnir eru
af léttasta skeiði.
Hrun á fjármála-
mörkuðum í Moskvu
Moskvu, Lundúnum. Reuters.
HRUN varð á hlutabréfamörkuðum í
Moskvu í gær, en seðlabanki Rúss-
lands lét ekki undan þi-ýstingi um að
fella gengi rúblunnar.
Sjónvarpsstöðvar í Rússlandi töl-
uðu í gær um „svartan fimmtudag“ á
fjármálmörkuðum, eftir að Interfax-
hlutabréfavísitalan lækkaði um 6,5%,
niður í 101,17 stig, en hún hefur ekki
verið lægri í tvö ár. Gengi rúblunnar
lækkaði jafnframt nokkuð gagnvart
dollar, og bandaríska matsfyrirtækið
Moody’s Investors Service lækkaði
Reuters
FJÖLSKYLDA syrgir ættingja,
sem fórst í Nairóbí.
lánshæfismat nokkurra rússneskra
banka úr D+ í E+.
Hlutabréfamarkaðurinn í Rúss-
landi er lítill á heimsmælikvarða og
fjárhæðirnar ekki miklar í saman-
burði við markaði í Bandaríkjunum,
Vestur-Evrópu og Japan. Hrunið gef-
ur engu að síður til kynna minnkandi
trú á að umbótaáætlun ríkisstjómar-
innar í efnahagsmálum muni skila ár-
angri.
Sergei Kíríjenkó, forsætisráðherra
Rússlands, sagði við fréttamenn í gær
Andrews-herflugvellinum. Reuters.
MEÐ tár á hvarmi kvaddi Bill
Clinton, forseti Bandaríkjanna,
sendiráðsstarfsmennina sem týndu
lífi í sprengjutilræðinu í Kenýu við
minningarathöfn í Bandaríkjunum í
gær. Clinton hét því aftur að finna
hina seku og draga fyrir rétt. Hann
varaði um leið við því að Banda-
ríkjamenn sofnuðu á verðinum.
Hryðjuverkamenn geti reitt til
höggs á ný „vegna þess að Banda-
ríkin eru holdgerving frelsis,
málsvari friðar og lýðræðis," sagði
forsetinn.
Áður en athöfnin hófst hittu Bill
Clinton og Hillary Rodham Clinton
fjölskyldur þeirra sem fórust í til-
ræðinu í einrúmi.
■ Vísbendinga leitað/21
að fjármálahrunið ætti sér ekki efna-
hagslegar ástæður, heldur sálfræði-
legar, þar sem efnahagsástand í land-
inu hefði batnað undanfarnar vikur
vegna aukinnar skattheimtu og láns
frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Hann
lagði áherslu á að ríídssjóður gæti
fyllilega staðið við allar skuldbinding-
ar sínar.
Kínj'enkó óskar eftir aukafundi
Kíríjenkó átti í gær fund með
stjómarandstöðuleiðtoganum Genna-
dy Sjúganov, til að æskja stuðnings
hans við að þing verði kallað saman til
aukafundar í næstu viku til að ræða
frumvarp ríkisstjórnarinnar um efna-
hagsumbætur. Boris Jeltsín Rúss-
landsforseti sendi frá sér yfirlýsingu í
gær þar sem hann segir afai- að-
kallandi að þingið samþykki frum-
vörpin.
Sjúganov vildi ekki útiloka að
Dúman kæmi saman til fundar í
næstu viku, en sagði að ekki yrði tek-
in ákvörðun um það fyrr en á mánu-
dag hvort kalia ætti þingmenn úr
sumarfríi. ínterfax-fréttastofan hafði
í gær eftir forseta Dúmunnar, Genna-
dy Selesníov, að hann væri andsnúinn
því að boðað yi-ði til aukafundai- fyrr
en búið væri að greiða milljónum
verkamanna vangoldin laun.
Dúman samþykkti hluta af um-
bótatillögum ríkisstjómarinnar áður
en þinghlé hófst í síðasta mánuði, en
ekki náðist sátt um að afgreiða ýmis
frumvörp sem þykja nauðsynleg for-
senda þess að takast megi að minnka
fjárlagahallann.
Clinton varar við frekari hryðjuverkum
F órnarlamba minnst