Morgunblaðið - 14.08.1998, Page 4

Morgunblaðið - 14.08.1998, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR fslandsbanki gerir átta milljarða kr. kauptilboð í hlutabréf Búnaðarbankans Fjármagna á kaupin með útgáfu hlutafjár Tilboðið gildir til 15. september - stefnt að sameiningu bankanna um áramót Islandsbanki og Samanburður Búnaðarbanki 1997 á afkomu Heimild: Islandsbanki y' Vaxtatekjur, milljónir kr. 7.997 5.684 Vaxtagjöld 4.671 3.003 Hreinar Vaxtatekjur 3.326 2.681 AÐRAR REKSTRARTEKJUR: Tekjur af hlutabréfum o.fl. og öðrum eignarhl. 60 66 Þóknunartekjur o.fl. 1.596 1.144 Þóknunargjöld -182 -141 Gengishagn./-tap af annarri fjármálastarfsemi 487 326 Aðrar rekstrartekjur 154 64 Samtals 2.115 1.459 Hreinar rekstrartekjur 5.441 4.140 ÖNNUR REKSTRARGJOLD: Laun og launatengd gjöld 1.910 1.526 Annar rekstrarkostnaður 1.459 1.196 Afskriftir 205 203 Ýmis rekstrargjöld 48 30 Samtals 3.622 2.955 Framlag á afskriftarreikning -760 -399 Hagnaður fyrir skatta og óreglulega liði 1.059 786 Tekjuskattur 0 -209 Eignaskattur -12 -37 Óreglulegir liðir 0 -403 Hagnaður 1.047 137 KENNITÖLUR: Heildareignir 31.12.97 89.458 67.367 Meðalstaða heildarfjármagns 1997 84.132 60.772 Eigið fé 1.1.97 5.386 4.184 Hlutafé 3.877 3.500 Greiddur arður 310 0 Eigiðfó 31.12.97 6.231 4.407 Eiginfjárhlutfall (CAD) 10% 8,7% Arðsemi eigin fjár 21,1% 3,6% Arðsemi eigin fjár fyrir skatta og óreglul. liði 21,3% 19,1% Hlutfall kostnaðar af tekjum 67% 71% Hlutfall kostnaðar af tekjum (án gengismunar) 73% 77% Vaxtamunur 4,0% 4,4% Rekstrartekjur/heildarfjármagn 2,5% 2,4% Rekstrargjöld/heildarfjármagn 4,3% 4,9% Framlag í afskriftareikning/heildarfjármagn -0,9% -0,7% Meðalstöðugildi við bankastörf 710 579 Fjöldi útibúa 33 35 BANKARÁÐ íslandsbanka hf. ákvað á fundi sínum í gær að gera ríkisstjóminni kauptilboð í öll hluta- bréf ríkissjóðs í Búnaðarbanka Is- lands hf. Var tilboðið kynnt við- skiptaráðherra á fundi kl. 14.30 í gær. Kauptilboðið hljóðar upp á átta milljarða króna, en nafnvirði bréf- anna er 3,5 milljarðar kr. Stjómendur bankans hyggjast fjármagna hlutafjárkaupin með út- gáfu nýs hlutafjár á innlendum markaði. Tilgangur bankans með kaupunum er að sameina rekstur þessara tveggja banka í einn og telja stjómendur bankans að með slíkri sameiningu megi lækka heildar- rekstrarkostnað um allt að 15%, eða um nær einn milljarð króna. Vilja að af sameiningu geti orðið um næstu áramót Forsvarsmenn íslandsbanka kynntu tilboðið á fréttamannafundi síðdegis. Telja þeir mikilvægt að sameining íslandsbanka og Búnað- arbankans geti átt sér stað um næstu áramót og leggja því til að við- ræðum verði hraðað og þeim lokið fyrir 15. september nk., en þá fellur kauptilboðið úr gildi. Aðspurður um viðbrögð viðskiptaráðherra sagði Kristján Ragnarsson, formaður bankaráðs íslandsbanka: „Viðskipta- ráðherra tjáði okkur að hann myndi nú þegar skipa viðræðufulltrúa til þess að tala við okkur um þetta.“ Kauptilboð íslandsbanka miðast við að notaður sé margfoldunarstuð- ullinn 1,82 á bókfært eigið fé Búnað- arbankans eins og það var í byrjun ársins. í fréttatilkynningu íslands- banka segir að til hliðsjónar megi hafa fréttir af mati erlendra sér- fræðinga á markaðsvirði Lands- bankans, sem sé undir þessari við- miðun. Einnig megi hafa í huga að gengi hlutabréfa Islandsbanka, sem sé eina fjármálafyrirtæki landsins, sem skráð er á Verðbréfaþingi, hafí að meðaltali á þessu ári gefið marg- földunarstuðulinn 2,09, þótt siðustu daga hafí hann verið hærri. „Eðlilegt er að margföldunarstuð- ullinn sé hærri hjá banka, sem þegar hefur gengið í gegnum miklar hag- ræðingaraðgerðir á undanfórnum árum og er því með hlutfallslega lægri kostnað. Að auki er íslands- banki með viðurkennt erlent láns- hæfismat,“ segir í tilkynningunni. Forystumenn bankans sögðu á fréttamannafundinum að tilboðið gerði ráð fyrir að kaupverð hluta- bréfanna yrði greitt á mjög stuttum tíma. Kaupin yrðu fjármögnuð með útgáfu nýs hlutafjár á innlendum markaði fyrir 1,9 milljarða kr. að nafnverði, eða alls um hálfan sjöunda milljarð kr., að þeim forsendum gefnum að viðmiðunargengi hluta- bréfa í Islandsbanka sé 3,5. Valur Valsson, bankastjóri Is- landsbanka, tók þó fram að taka yrði tillit til þess að þegar að hlutafjárút- boði kæmi kynni gengi bréfanna að hafa breyst frá þessu og því sé ótímabært að nefna ákveðnar tölur í þessu sambandi. Ríkisstjórnin virðist vilja hraða áformum um sölu í fréttatilkynningu íslandsbanka, þar sem forsendur tilboðsins eru skýrðar, segir m.a.: „íslandsbanki hf. hefur undanfarin misseri ítrekað lýst áhuga sínum á því að taka þátt í endurskipulagningu bankakerfisins á íslandi. Bent hefur verið á að þrátt fyrir nokkra hagræðingu í bönkunum undanfarin ár, fyrst og fremst hjá íslandsbanka, er tilkostnaður við bankastarfsemi á íslandi of hár. Samanburður við erlenda keppi- nauta er óhagstæður. Sem dæmi má nefna fjölda afgreiðslustaða. Á Is- landi eru 1.500 íbúar á hvem af- greiðslustað, í Danmörku 2.200, í Noregi 2.800, í Finnlandi 2.900, í Sví- þjóð 3.500 og í Bandaríkjunum eru 3.800 íbúar á hvem afgreiðslustað. Mestu hagræðingarmöguleikar bankakerfísins á íslandi felast í sam- einingu dreifikerfa. íslandsbanki hefur verið opinn fyrir öllum möguleikum, sem leitt gætu til hagræðingar, en eins og fram hefur komið í máli formanns bankaráðs á undanfórnum aðalfund- um bankans, hefur athyglin fyrst og fremst beinst að sameiningu ís- landsbanka og Búnaðarbanka. I við- ræðum við ráðuneytið og ráðherra hefur til þessa aðallega verið rædd- ur sá kostur að sameiningin færi fram með mati á báðum bönkunum og hlutabréfaskiptum í kjölfar þess. Nú hefur ríkisstjórnin hins vegar ákveðið að fara í viðræður við SE- bankann og Samband sparisjóða um beina sölu á hlutabréfum í Lands- bankanum og Fjárfestingarbankan- um. Ríkisstjómin virðist því vilja hraða áformum um sölu fjármálafyr- irtækja sinna. E>ví telur bankaráð ís- landsbanka tímabært að setja fram formlegt tilboð um kaup á hlutabréf- unum í Búnaðarbanka Islands hf.“ Fram kom í máli forystumanna ís- landsbanka í gær að tilboðið er háð samþykki hluthafafundar og Ijóst sé að ríkisstjórnin þurfi að afla sam- þykkis Alþingis fyrir sölu hlutabréfa í ríkisviðskiptabönkunum. „Við erum að vona að okkur takist með þessu tilboði að fá skýrari línur og afstöðu til málsins vegna þess að þetta er augljóslega mjög hagkvæmur kostur fyrir íslandsbanka, fyrir Búnaðar- bankann, fyrir ríkissjóð sem eiganda og fyrir viðskiptavini íslandsbanka,“ sagði Kristján Ragnarsson. Fram kom í máli Arnar Friðriks- sonar bankaráðsmanns að íslands- banki hefði ítrekað kynnt ráða- mönnum áhuga bankans á að kaupa Búnaðarbankann á undanfórnum mánuðum en ekki fengið nein skýr svör. Áhersla á hagræðingu og dreifða eignaraðild í fréttatilkynningu íslandsbanka segir að bankaráð bankans telji að með sameiningu bankanna megi ná öllum meginmarkmiðum ríkis- stjórnarinnar um einkavæðingu, þar sem ríkið fái hátt verð fyrir hlut sinn, samkeppni sé tryggð, eignar- aðild sé dreifð, umtalsverð hagræð- ing náist og íslenska bankakerfið styrkist í samkeppni við erlenda banka. „Sameining Islandsbanka og Búnaðarbanka mun einnig leiða til jafnari samkeppni á innlendum fjármálamarkaði. í lok árs 1997 var sameiginlegur hlutur þessara banka um 39% heildareigna banka og sparisjóða. Á sama tíma var hlutur Landsbankans 31%. Er þá ekki tekið tillit til hugsanlegs sam- rekstrar Landsbankans og VIS. Hlutdeild sparisjóðanna er um 17% og Fjárfestingarbankans um 13%. Að auki eru erlendir bankar mjög virkir á innlenda lánamarkaðinum og eiga nú útistandandi lán hjá Is- lendingum sem nema hærri upp- hæð en samanlögðum umsvifum ís- lenska bankakerfisins. Sameining íslandsbanka og Búnaðarbanka mun því ekki draga úr samkeppni heldur þvert á móti jafna stöðuna og þar með jafnvel auka samkeppn- ina. Kaup á hlutabréfum í Búnaðar- banka mun íslandsbanki fjármagna með útgáfu nýs hlutafjár á innlend- um markaði. Slíkt útboð vinnur gegn þenslu í þjóðfélaginu og er því í samræmi við stefnu ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. íslands- banki er næst stærsta almennings- hlutafélagið á íslandi. Hluthafar eru nú um 6.300, þar af 5.900 einstak- lingar. I aðalatriðum skiptist hlutaféð þannig að 37% er í eigu einstaklinga, 32% í eigu lífeyrissjóða og 31% í eigu fyrirtækja, verðbréfasjóða og ann- arra stærri fjárfesta. Tveir stærstu hluthafamir eiga um 10% hlut hvor. Þar er um að ræða lífeyrissjóði með 60 þúsund virka sjóðfélaga. Eignar- aðild að bankanum er því nú þegar afar dreifð, en áhugi er á að auka dreifinguna enn meira við útboð nýs hlutafjár. Þá er áhugi á því að gefa starfsfólki beggja bankanna tæki- færi á að eignast hlut. Stefnt yrði að fjölgun hluthafa um nokkur þúsund,“ segir ennfremur í fréttatilkynning- unni. Hyggjast ekki beita hópuppsögnum Kristján Ragnarsson sagði að miklir hagræðingarmöguleikar væru til staðar í útibúaneti bankanna tveggja með sameiningu útibúa þar sem báðir bankamir störfuðu. „Við höfum reynslu af því þegar samein- aðir vora fjórir bankar að engum hópuppsögnum var beitt og við hyggjumst ekki gera það, heldur keyra þetta saman með jákvæðum hætti og vonandi með jákvæðu hug- arfari starfsfólksins, sem við geram fastlega ráð fyrir, miðað við fym reynslu," sagði Kristján. Ráðherra segir að farið verði 1 viðræður um framtíðarskipan og þróun á fjármagnsmarkaði Tilboðið staðfesting á umbrotum á markaðnum FINNUR Ingólfsson viðskiptaráð- herra segir að hann hafi svarað bankaráði íslandsbanka því til, þegar þeir kynntu honum kauptilboð bank- ans á öllum hlut ríkisins í Búnaðar- banka íslands, að hann væri tilbúinn að fara í þessar viðræður eins og þeir óskuðu eftir. Kauptilboð íslands- banka gildir til 15. september og seg- ist Finnur telja að ríkisstjómin geti tekið ákvörðun fyrir þann tíma um hvað hún vilji gera. „Ég vonast til þess að við getum svarað þessu til- boði fyrir þann tíma,“ segir Finnur. Hann segist ekki vilja leggja mat á það hvort um sanngjamt kauptilboð sé að ræða. „Menn hafa auðvitað mismunandi skoðun eða sýn á því hvað er sanngjamt verð. Það er ekki rétt af mér að kveða upp úr um það á þessari stundu hvort eða hvemig þetta verð er. Það hlýtur að vera hluti af þeim viðræðum sem farið verður í,“ segir viðskiptaráðherra. Að sögn Finns mun það liggja fyr- ir eftir helgina hverjir fara í við- ræðunefnd að hálfu ríkisins. Stóraukin samkeppni á síðustu mánuðum „Þetta kauptilboð í dag er í raun staðfesting á þeim umbrotum sem eiga sér stað á íslenskum fjármagns- markaði. Á markaðnum hefur sam- keppni stórlega verið að aukast á und- anfomum mánuðum, m.a. með til- komu Fjárfestingarbanka atvinnulíf- ins. Það þýðir að þessi fyrirtæki sem á markaðnum starfa þurfa að leita eftir aukinni hagræðingu og hagræðingin felst meðal annars í auknu samstarfi, hugsanlegri sameiningu og þar fram eftir götunum. Því þau þurfa að mæta þessari vaxandi samkeppni með því að geta lækkað verð á sinni þjónustu. Ríkið má auðvitað ekki vera drag- bítur á það að slík hagræðing geti átt sér stað þannig að fólk og fyrirtæki í landinu geti búið við lægri vexti en í dag. Krafan hefur verið sú að við væram með sambærilega vexti hér á íslandi og löndin hér í kringum okk- ur. Til þess að geta gert það þurfum við að ná fram hagræðingu á mark- aðnum. Það byggist meðal annars á auknu samstarfi stofnana, breyttri greiðslumiðlun, sjálfvirkari greiðslu- miðlun en boðin er í dag meðal ann- ars með því að draga hér inn erlenda fjárfesta í íslenska bankakerfið. Markaðurinn er að svara þeim kröf- um sem uppi era og við megum passa okkur á því að vera ekki drag- bítur í þeim efnurn," segir Finnur. Aðspurður segir Finnur að ekkert hafi verið ákveðið hvort erlendir aðil- ar komi inn á markaðinn eða ekki. „Við eram, eins og fram hefur komið, í viðræðum við SE-bankann um hugs- anleg kaup bankans á einhverjum hluta í Landsbankanum. Þær viðræð- ur era á könnunarstigi og ekkert hægt að segja til um það til hvers þær muni leiða, en það er alveg víst að það mun verða hér í framtíðinni vaxandi samkeppni á íslenskum ijármagns- markaði og fyrirtæki þurfa að mæta þeirri samkeppni, hvort sem hún er erlendis frá þá með samstarfi hugsan- lega við erlenda aðila, eða hér innan- lands með því þá að sfyrkja fyrirtæki sem á markaðnum starfa. Það eru margar myndir sem hægt er að draga upp í þeim efnum,“ segir Finnur. Tvö erindi um kaup á Fjár- festingarbankanum Að sögn Finns Ingólfssonar hafa honum borist tvö erindi um kaup á Fjárfestingarbanka atvinnulífsins. Annað frá Búnaðarbanka íslands og hitt frá sparisjóðunum. í byrjun vikunnar kom erindi frá Búnaðarbankanum um kaup á Fjár- festingarbanka atvinnulífsins og fyr- ir helgina kom erindi frá sparisjóð- unum um kaup á honum auk kauptil- boðs íslandsbanka í öll hlutabréf rík- isins í Búnaðarbankann. „Farið verður í viðræður við alla þessa aðila og spurst fyrir um hverj- ar þeirra hugmyndir séu um fram- tíðarskipan og framtíðarþróun á fjármagnsmarkaðnum með tilliti til þessara hluta. Og hvort sú framtíð- arsýn fer saman við það sem við er- um með hugmyndir um,“ segir við- skiptaráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.