Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 9 FRÉTTIR Lífeyrisskuldbinding ríkissjóðs hækkar um 22 milljarða króna á tveimur árum Utgjöld LSR hækka um 800 millj. milli ára Lífeyrisskuldbindingar ríkissj óðs vaxa hröðum skrefum og eru meginskýr- ingin á að það stefnir í 7,5 milljarða rekstr- arhalla ríkissjóðs í ár í stað lítilsháttar ✓ rekstrarafgangs. I samantekt Hjálmars Jónssonar kemur fram að skuldbindingar ríkissjóðs gætu enn vaxið um 9 milljarða króna á næsta ári vegna hækkunar dag- vinnulauna ríkisstarfsmanna. UTLIT er fyrir að heildar- útgjöld Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins vegna eftirlauna um sjö þúsund ríkisstarfsmanna vaxi úr 3,7 milljörðum króna á síðasta ári í 4,5 milljarða króna í ár eða um 800 millj- ónir króna. Hækkunin milli ára er tæp 22% og er að hluta tilkomin vegna fjölgunar lífeyrisþega milli ára, en að stærstum hluta vegna hækkunai’ efth'launa í kjölfar kjara- samninga við ríkisstarfsmenn. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær stefnir nú í 7,5 milljarða kr. rekstrarhalla á ríkissjóði í ár í stað lítilsháttar rekstrarafgangs eins og reiknað var með í fjárlögum, þrátt fyi-ir að tekjur ríkissjóðs á fyiTÍhluta þessa árs séu 5,4 milljörðum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrh'. Meginskýringin á þessum verri rekstrarhorfum en reiknað var með er mikil hækkun á lífeyi'isskuldbind- ingum ríkisstarfsmanna vegna A- hluta ríkissjóðs frá því sem gert var ráð fyrir í fjáriögum eða sem nemur 13-14 milljörðum ki'óna í stað 4 milljarða sem fjárlög gerðu ráð fyrir. Hækkunin er 9-10 milljarðar króna og stafar einkum af svonefnd- um aðlögunarsamningum áem gerðir hafa verið við ríkisstarfsmenn að undanfórnu á grundvelli kjarasamn- inga síðasta árs. Þeir samningar fólu í sér uppstokkun á launakerfinu, meðal annars á þann veg að færa ýmsar aukagreiðslur inn í dagvinnu- laun. Þar sem eftirlaun ríkisstarfs- manna miðast við dagvinnulaun eft- h'manns í starfi eða meðalhækkun dagvinnulauna ríkisstarfsmanna þýðir þessi breyting hækkun eftir- launa þeirra sem þegar hafa hafið töku þeirra og auknar skuldbinding- ar í framtíðinni vegna þeiiTa sem enn eru í stai'fi og ávinna sér lífeyris- rétt í framtíðinni. Þá koma einnig til hækkanir sem orðið hafa í samning- um undanfarið, eins og hvað varðar samninga við hjúkrunarfræðinga um mitt ár, og loks koma einnig til áhrif af úrskurðum kjaradóms og kjara- nefndar, en nýlega hefur til dæmis prófessorum verið úrskurðuð veru- leg hækkun dagvinnulauna. Steingrímur Ari Arason, aðstoðai'- maður fjái'málaráðherra, sagði að upphaflega hefði verið gert ráð fyrir að gerð aðlögunarsamninganna yrði lokið fyi'ir áramót, en reyndin hafi orðið sú að niðurstaða í þeim efnum hafi ekki legið fyrir fyrr en á fyrri- hluta þessa árs. Því hafi við gerð fjárlaga ái'sins ekki verið fyrirséð hvað skuldbindingarnai' myndu vaxa mikið, en áætlaðh' 4 milljarðir ki'óna vegna þess. Nú væru aðlögunarsamningarnir hins vegar að mestu frá og sam- kvæmt bráðabh'gðamati yxu skuld- bindingar ríkissjóðs vegna þeirra um 13-14 milljarða kr. í ár og væntan- lega um 9 milljarða króna á næsta ári. Langt væri þó frá því að öll kurl væru komin til grafar í þessum efn- um og því gæti þetta mat átt eftir að breytast síðar. Aðspurður hvernig þessi aukning skuldbindinga skiptist á milli Lífeyi'- issjóðs starfsmanna ríkisins og Líf- eyrissjóðs hjúki'unarfræðinga sagði hann að 11,7 milljarðar kr. væru áætlaðir vegna LSR og 1,1 milljai'ð- ur vegna Lífeyrissjóðs hjúkrunar- fræðinga á þessu ári og það sem á vantaði væru skuldbindingar vegna smæm aðila. 95 milljarða skuldbinding Samkvæmt ríkisreikningi fyrh' ár- ið 1997 námu lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs í árslok, umfram það sem lagt hefur verið til hliðar með fram- lagi í sjóðina, tæpum 95 milljörðum króna. Þar af voru skuldbindingar í Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins tæpur 81 milljarður króna og skuld- bindingar vegna Lífeyrissjóðs hjúki'- unarfræðinga rúmh' 8,3 milljai'ðar kr. Reglum um lífeyi'isréttindi ríkis- starfsmanna var nýlega breytt á þann veg sem yfirleitt gildh- á al- mennum vinnumarkaði, þ.e. að ið- gjald standi undir skuldbindingum. Starfar sjóðurinn síðan í tveimur deildum og fara allir nýir starfsmenn í A-deildina, en þai' er iðgjald 15,5% af heildai-launum, lífeyrisréttindi tiyggð miðað við hækkanir á vísitölu neysluverðs og iðgjaldinu ætlað að standa undir þeim réttindum sem lofað er. Fram til 1. desember á síð- asta ári gátu ríkisstarfsmenn valið hvort þeir færu í þessa nýju deild eða héldu áfram í þeirri eldri, þar sem iðgjald er 10% af dagvinnulaun- um og réttindi miðast við launa- breytingar en ekki hækkanh' vísitölu neysluverðs. Þar hafa iðgjöld aldrei staðið undir réttindum og því mynd- ast tuga milljarða skuldbinding sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir og fellur til greiðslu jafnóðum og lífeyristaka hefst. Um 5 þúsund ríkisstarfsmenn völdu að fara í nýju deildina, en gátu ekki flutt með sér réttindi sem þeir voru búnir að ávinna sér samkvæmt eldra kei'finu. Mikill meirihluti eða um 12 þúsund manns ákvað að ávinna sér réttindi áfram samkvæmt eldra kerfinu, en alls eiga um 40 þús- und einstaklingar einhver réttindi í sjóðnum. Þau eru auðvitað mjög mis- munandi mikil og fai'a eftir þvi hve viðkomandi hefur starfað lengi hjá sjóðnum og á hvaða launum hann er þegai’ lífeyristaka hefst. Aukning skuldbindinga nú endur- speglar í raun hækkun á réttindum þeirra sem einhvern tíma hafa greitt til sjóðsins á liðnum árum, en tekur að engu leyti til nýju deildarinnar sem stendur alfarið undir sér sjálf. 6.700 lífeyrisþegar Haukur Hafsteinsson, forstöðu- maður Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, sagði að lífeyrisþegar LSR á síðasta ári hefðu verið um 6.700 talsins og hefðu lífeyrisgreiðslur til þeh-ra numið um 3,7 milljörðum ki'óna á árinu. Lífeyrisgreiðslurnar hefðu hækkað það sem af væri þessu ári vegna hækkunar dagvinnulauna, en hækkanh- væru þó ekki að öllu leyti komnai' fram ennþá. Áætlað væri að lífeyrisgreiðslur sjóðsins yrðu um 4,5 milljarðar á ár- inu öllu eða um 800 milljónum króna hæm en í fyrra, sem væri um 20% hækkun milli ára, en þess bæri að gæta að um talsverða fjölgun lífeyi'- isþega væri að ræða. Þeir gætu orðið um sjö þúsund í ár. Sem dæmi hefðu Iífeyrisgreiðslur í júní í ár numið 363 milljónum króna en í júní í fyrra hefðu þær numið 302 milljónum kr. Haukur sagði að um síðustu ára- mót hefðu skuldbindingar LSR numið um 140 milljörðum króna miðað við 2% ávöxtun eigna umfram launabreytingar. Verðbréfaeign sjóðsins hefði á sama tíma numið um 34 milljörðum króna, þannig að skuldbindingar launagreiðenda gagnvart sjóðnum umfram verð- bréfaeign hefðu verið 106 milljarðar króna. Sú skuldbinding félli þó ekki eingöngu á ríkissjóð, því auk hans væri greitt af starfsmönnum stofn- ana í eigu ríkisins til sjóðsins, auk þess sem sjóðurinn tæki við iðgjöld- um frá starfsmönnum sumra sveit- arfélaga og nokkurra sjálfstæðra að- ila. Laun hækkuð með afturvirkum hætti Þórarinn V. Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasam- bands íslands, sagði að vinnuveit- endur hefðu þráfaldlega varað ríkis- valdið við því að það kerfí sem gilt hefði um lífeyrisréttindi ríkisstarfs- manna hlyti annaðhvort að halda aft- ur af eðlilegri þróun á dagvinnuhluta launa eða að það myndi hafa í fór með sér óstjórnleg útgjöld í lífeyris- málum og þar með afturvirka launa- hækkun til handa opinberum starfs- mönnum, eins og nú hefði orðið raunin á. „Það er ekki hægt að horfa á þess- ar breytingar núna þar sem er verið að taka alls konar sposlur inn í dag- vinnugrunninn öðruvísi en það sé verið að hækka með afturvirkum hætti launagreiðslur opinberra starfsmanna undangengna áratugi," sagði Þórarinn. Hann sagði að með þessu væri verið að auka réttindi allra starfs- manna ríkisins, hvort sem þeir væru ennþá í starfi eða farnir að taka eft- irlaun. Um mjög stóran hóp væri að ræða og út af fyrir sig væri áhuga- vert að vita hve mikið dagvinnu- grunnurinn hefði hækkað í prósent- um og hvað um væri að ræða mikla hækkun umfram almenna launaþró- un. jSíðir svnrtir kjólnr með og ao ermn Opið virka daga frá kl. 9-18, laugardaga frá kl. 10-14. TESS r Neðst vlð Dunhaga, sími 562 2230. haust- og vetrarlistinn er kominn! Einnig So bin ich listinn (stærðir 40-58) Ármúli 17A - Sími 588 1980 - Fax 588 1985 Opnunartími: kl. 11 -17 mán. - fös. ottolisti(a)heimsnet.is Ný sending af glæsilegum haustfatnaði hJá-Q^ufhhildi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Síðbuxur Ný sending tískuverslun Rauðarárstíg 1, sími 561 5077 Opið iaugardag, 10-14 Gullpottar í Háspennu 06. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 2.419.526 kr. 07. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 2.137.214 kr. Silfurpottar í Háspennu dagana 01. til 12. ágúst 1998 Dags. Staður Upphæð 01. ágúst Háspenna, Laugavegi 649.803 kr. 03. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 68.285 kr. 05. ágúst Háspenna, Laugavegi 57.742 kr. 06. ágúst Háspenna, Laugavegi 198.957 kr. 07. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 61.538 kr. 07. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 124.526 kr. 10. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 128.560 kr. 10. ágúst Háspenna, Hafnarstræti 81.047 kr. Laugavegi 118 Hafnarstræti 3 Kringlunni 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.