Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 10
10 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Dömsmálaráðherra
Sljórn Krabbameinsfélagsins hefur ekki tekið afstöðu til gagnagrunnsins
Ný lög um
Tölvunefnd
NÝTT lagafrumvarp er í undirbún-
ingi um starfsemi Tölvunefndar í
samræmi við reglur sem gilda á
evrópska efnahagssvæðinu. Að
sögn Þorsteins Pálssonar dóms- og
kii-kjumálaráðherra, er þess að
vænta að frumvarpið verði lagt
fram á Alþingi fyrir árslok.
Þorsteinn sagði að mjög vel hefði
verið haldið á málum á vegum
Tölvunefndar og að kostnaður við
eftirlit hafi verið í lágmarki. „Hitt
er annað að á allra síðustu misser-
um hafa verið að koma upp ný
verkefni bæði stærri og viðameiri
en áður, sem kalla á endurmat á
þessu starfi og við höfum gert ráð
fyrir að í tengslum við nýtt laga-
frumvarp liggi fyrir mat á því
hvaða aðstöðu nefndin þarf bæði í
húsnæði og starfskrafti til þess að
sinna nýjum verkefnum og full-
nægja nýrri löggjöf,“ sagði hann.
„Ég vænti þess að frumvarpið og
þetta mat verði tilbúið fyrir lok
þessa árs.“
Læknar ekki krafðir um
gögn um sjiíklinga sína
AÐ sögn Sigurðar Björnssonar læknis og for-
manns stjórnar Krabbameinsfélags íslands hef-
ur stjórn félagsins ekki tekið formlega ákvörð-
um um hvort upplýsingar félagsins verði sendar
í miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði. Sig-
urður segist efast um að sú ákvörðun verði tekin
nema tilmæli þess efnis berist stjóminni.
Sigurður segir stjóm Krabbameinssfélagsins
hafa fjallað um Islenska erfðagreiningu og feng-
ið Kára Stefánsson á sinn fund. Sigurður segist
ekki geta spáð hvaða afstaða verði tekin komi
þetta mál upp hjá stjóminni. „Umræðan er að
hefjast, menn eiga eftir að mynda sér skoðanir
og framvarpið á kannski eftir að breytast í með-
föram þingsins.“
í Morgunblaðinu í gær var haft eftir Helgu
Ögmundsdóttur, yfirlækni rannsóknarstofu í
sameinda- og framulíffræði hjá Krabbameinsfé-
lagi íslands, að gögn sem hennar rannsóknar-
stofa hefur yfir að ráða komi aldrei til með að
fara í gagnagranninn. Sigurður segist ekki geta
séð fyrir sér að þær aðstæður komi upp að
stjórn Krabbameinsfélagsins mynda krefjast
þess af yfirlæknum rannsóknastofa að láta upp-
lýsingar af hendi.
„Það er skoðun Helgu og vilji að upplýsingar
sem hún hefur og hefur fengið með einum eða
öðrum hætti fari ekki í gagnagrunninn og ég
get ekki séð það að við eigum eftir að segja
læknum að brjóta trúnað við sjúklinga sem
hafa veitt þeim aðgang að gögnurn," sagði Sig-
urður.
í drögum gagnagrannsframvarpsins segir að
heilbrigðisstofnanir taki ákvai-ðanir um hvort
gögn þeirra verði send í gagnagrann eður ei.
Þórir Haraldsson aðstoðarmaður heilbrigðisráð-
herra segir að þær séu hins vegar svo mismun-
andi að það hljóti að verða misjafnt hvernig
ákvörðun verður tekin.
„í framvarpinu er ekki tekið á því hverjir
taka þessa ákvörðun, aðallega vegna þess
hversu ólíkar stofnanir er um að ræða. Þetta
var rætt þannig að stofnanirnar væra samn-
ingsaðilarnir og þær verða þá að gera það upp
við sig hvemig það verður gert,“ segir Þórir.
Þórir segir að þessi ákvörðun hljóti að verða
tekin í samvinnu stjórna stofnananna og ann-
arra stjómenda eins og t.d. yfirlækna. „Það þarf
auðvitað að ná samvinnu við lækna og þeir koma
til með að ráða talsvert miklu. I framkvæmd er
þetta ekki hægt öðruvísi en með þeirra sam-
vinnu og ég tel að enginn myndi vilja reka
gagnagrann í fjandskap við þessa lækna,“ segir
Þórir.
MANFRED Jaschke og eiginkona hans, Xion-Rong Su. Hún var
frænka síðasta kínverska keisarans og var hún stödd í Kína
ásamt ársgömlum syni þeirra er slysið varð á mánudag.
Ekkja Manfreds
Jaschkes til Berlínar
AÐ SÖGN þýska dagblaðsins
Berliner Kurier var von á eig-
inkonu og syni Manfreds
Jaschkes, sem lést í flugslys-
inu á mánudag, til Berlínar í
gaer, en hún og eins árs sonur
þeirra voru í Kína þegar slysið
átti sér stað. Einnig segir að
hún komi til með að fylgjast
með flutningi líkanna þriggja
til Þýskalands. Að sögn
Gísia Pálssonar formanns
kennslanefndar mun starf
nefndarinnar taka viku til tíu
daga, trúlega verði beðið um
gögn frá Þýskalandi til að
hægt verða að staðfesta með
óyggjandi hætti hverjir voru í
vélinni.
í Beriiner Kurier segir
einnig frá síðustu kveðju
Jaschke til starfsmanna sinna,
en þeim barst póstkort frá hon-
um í fyrradag. I því segist
hann hlakka til að hitta sam-
starfsfólk sitt og segir blaðið
að starfsfólk hafi þurft að beij-
ast við tárin við lestur kortsins.
Kortið var skrifað á
Hjaltlandseyjum, áður en Man-
fred Jaschke og synir hans
héldu til Islands.
KORTIÐ frá Jaschke.
Dregið úr bj örgunarþj ónustu fyrir íslensku skipin í Smugunni
Fylgst með framvindu
mála á næstu dögum
ÞORSTEINN Pálsson, sjávarút-
vegsráherra, segir það verða skoðað
á næstu dögum eða vikum hvort
sent verði varðskip með lækni til
aðstoðar íslensku skipunum sem nú
eru að veiðum í Smugunni í
Barentshafi. Eins og greint var frá í
Morgunblaðinu í gær hefur dregið
úr björgunarþjónustu norsku
strandgæslunnar fyrir sjómenn í
Barentshafi eftir að Sea-King-þyi'la
hersins hætti að fljúga á svæðum
þar sem ekki er hægt að halda uppi
fjarskiptum.
Nú era 11 íslensk skip að veiðum
í Smugunni og 3 á leiðinni þangað
og því má ætla að um 350 íslenskir
sjómenn verði þar við störf þegar
skipin eru öll að veiðum. Ekki var
ráðgert að senda skip í Smuguna á
þessu ári en Þorsteinn segir það
verða endurskoðað í ljósi framvindu
mála á svæðinu á næstunni. Hann
segir alltaf hafa verið gert ráð fyrir
að ef eitthvað sérstakt kæmi upp á
yrði skoðað hvort ástæða þætti til
að senda aðstoðarskip í Smuguna.
Mikil þörf fyrir aðstoðarskip
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útgerð-
armanna, segir að þess hafi ekki
verið farið á leit við yfirvöld að sent
verði aðstoðarskip í Smuguna, en
fylgst verði með framvindu mála á
næstu dögum og vikum. „Á síðasta
ári flaut undan þessu fljótt þannig
að ekki þótti ástæða til að senda
varðskip þangað norður eftir. Við
höfum fengið ákveðna öryggisþjón-
ustu frá Norðmönnum sem við fáum
ekki lengur og getum vitanlega ekki
gert kröfu til þess.
Varðskip eða öllu heldur aðstoð-
arskip hefur komið sjómönnum í
Smugunni að miklu gagni og lækn-
arnir sem þar hafa verið hafa því
miður haft meira en nóg að gera.
Reynslan kennir mönnum vonandi
að fara varlega svo það verði engin
slys. Við höfum alltaf farið þess á
leit við yfirvöld að senda skip i
Smuguna þegar þar hefur verið
fjöldi skipa við veiðar og ef þróunin
verður þannig að skipum fjölgar þá
munum við endurskoða afstöðu okk-
ar,“ segir Kristján.
Uppskeruhátíð skólagarðanna í Laugardal
Morgunblaðið/Jim Smart
ÞEIR Jón Davíð Davíðsson, Ástþór Magnús Þórhallsson og Aron Heið-
ar Guðmundsson hlusta af athygli á það sem Sverrir Sigmundarson
verkstjóri hefur að segja, enda ekki slæmt að geta glatt foreldra sína
með heilli uppskeru af fersku grænmeti.
Að
rækta
garðinn
sinn
KRAKKARNIR sem stundað
hafa skólagarðana í Laugardal í
sumar héldu uppskeruhátíð í
gær. Glatt var á hjalla og gæddu
börnin sér á margvíslegu góð-
gæti sem þau höfðu sjálf komið
með í veisluna. Hátíðin var hald-
in til að veita krökkunum viður-
kenningu fyrir að hafa ræktað
garðana í sumar, og veitt voru
verðlaun fyrir bestu garðana.
Afhent voru einkunnarspjöld
fyrir hvern garð og síðan var
farið í leiki.
Spínat, steinselja
og blóm til að fegra
Sverrir Sigmundarson verk-
sljóri garðanna í Laugardal segir
að þá hafi sótt tæplega 160
krakkar í sumar. Þau mæta einu
sinni til tvisvar í viku en Sverrir
segir aðsóknina vera misjafna,
hún fari eftir tíma sumarsins og
einstaklingum. Hann segir að
skólagarðarnir fái samkeppni
víða að, enda sé mikið framboð af
námskeiðum og afþreyingu fyrir
börn á þessum aldri yfir sumar-
tímann. Að hans sögn koma mörg
bamanna ár eftir ár í skólagarð-
ana, svo þau virðist hafa mjög
gaman af garðræktinni. Hann
segir börnin dugleg að taka eftir
og þau þekki vel allt grænmetið
og hvemig eigi að bera sig að í
görðunum.
Systkynin Snorri og Svava
Arnarbörn, sem stundað hafa
garðana í sumar, sögðust hafa
sett niður margar tegundir
grænmetis og nefndu þau radís-
ur, rófur, kál, spínat, timian og
steinselju auk að sjálfsögðu lit-
fagurra blóma til að fegra garð-
ana. Þau sögðu að uppskeran
væri það mikil að hún gæti jafn-
vel nýst fjölskyldunni langt fram
á vetur. Af þessu að dæma virð-
ist sem börnin í Laugardalnum
séu ekki síður dugleg en hinir
fullorðnu að draga björg í bú.