Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 11

Morgunblaðið - 14.08.1998, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 11 FRÉTTIR Saga Film í samstarfí við evrópskt auglýsingafyrirtæki Auglýsing gerð gegn barnavændi SAGA Film í samstarfi við stórt evrópskt augiýsingafyrirtæki, Euro Rscg, vinnur nú að gerð auglýsingar gegn barnavændi sem sýnd verður í flugvélum á leið til Austurlanda frá Evrópu. Auglýsingin, sem hlotið hefur nafnið Eftirlitsmyndavélin, fjallar um karlmann sem er um borð í þotu og er að segja sessunautum sínum frá upplifun sinni á barna- vændi og fellur það þeim misvel í geð. Það eru samtökin „Terre des hommes“ sem eru kaupendur auglýsingarinnar en þau samtök hafa barist gegn barnavændi og fyrir réttindum barna um langt árabii. Auglýsingunni er ætlað að upplýsa farþega um það vanda- mál sem tengist barnavændi og stundað er af aðilum sem heim- sækja fjarlæga staði í þeim eina tilgangi en verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu sem greiðir 60% kostnaðar. Sýnd hjá Air France Auglýsingin verður einnar mín- útu löng og er tekin upp í flug- vélalíkani sem Saga Film hefur látið reisa í iðnaðarhúsnæði í Ár- bæ. Að sögn Arnars Knútssonar framleiðslustjóra koma um 65 manns að verkinu, þar af 5 ís- lenskir leikarar auk fjölda ann- arra í smærri hlutverkum. Aðal- hlutverk eru í höndum Magnúsar Ragnarssonar, Hjalta Rögnvalds- sonar og Jóns Bjarna Guðmunds- sonar en Gísli Snær Erlingsson sér um leikstjórn auk þess sem hann kom að handritsvinnslu. Leikið er á ensku en síðar verður bætt inn í tali þeirra þjóðlanda sem flogið er frá. Áætlað er að tökur taki tvo daga en öll eftirvinnsla fer fram hér á landi og er búist við að þeirri vinnu verði lokið í næstu viku. Nú þegar hefur flugfélagið Air France ákveðið að sýna aug- Iýsinguna í eitt ár og þá eru samningaviðræður við Lufthansa langt komnar en öllum evrópsk- um flugfélögum verður boðin hún til sýnis. Mikilvægt samstarf Ástæður þess að auglýsingin er gerð hér á laudi segir Arnar vera sameiginlegan viðskiptavin Euro Rscg og Saga Film en auk þess sé BÚIÐ hefur verið til eftirlíking af farþegarými í þotu en tökur fara fram í gegnum eftirlitsmyndavél sem er fyrir ofan farþegana. Um 65 manns koma að verkinu en leiksljórn er í höndum Gisla Snæs Erl- ingssonar. Ásamt honum á myndinni eru Lísa Kristjánsdóttir, Jón Sæmundur Auðarson og að baki honum er Svanberg Sigurðsson. kynningarátak liðins árs að skila sér. Þá hafí þeir getað boðið hag- stætt verð sem skipti einnig miklu máli þegar verkefni eru unnin á fjarlægum stað. Arnar segir þetta samstarf skipta miklu máli þar sem Euro Rscg sé eitt stærsta auglýsingafyrirtæki í Evrópu með stórfyrirtæki eins og Philips, Citroen, Peugeot, Proct- er and Gamble og Intel á sínum snærum. Morgunblaðið/Sigurður Fannar P.H. VIKING lá við bryggju í Þorlákshöfn í gær og var búið að setja spjöld í stað framrúðunnar sem brotnaði. Hnútur kom a farþegabát og braut FRAMRÚÐA á farþegabátnum P.H. Viking í Vestmannaeyjum brotnaði og sjór komst inn í farþegarými þegar hnútur kom á bátinn austan við Þorlákshöfn á þriðjudagskvöld. Verið var að flytja farþega frá Vestmannaeyjum til Þorlákshafnar en að sögn áhafnar var engin hætta á ferðum. Einar Ágústsson vélstjóri sagði að ferðin hefði verið farin vegna þess að þýskir ferðamenn, sem þurftu að ná flugvél frá landinu á miðvikudagsmorgun, komust ekki frá Eyjum með öðrum hætti. I ruðu ferðinni voru einnig Islendingar. Einar sagði að ekki hefði verið sérlega vont í sjó en talsverð kvika sé jafnan austur af Þorlákshöfn og þar hafi hnúturinn komið á bátinn. Einar sagði að farþegunum hefði eðlilega brugðið við þegar rúðan brotnaði en þeir hafí róast þegar í ljós kom að engin hætta var á ferðum. Hleri var settur í gluggaopið og báturinn hélt áfram en um klukkutíma sigling var eftir til Þorlákshafnar þegar þetta gerðist. Setja átti nýja rúðu í bátinn í Þorlákshöfn í gær. Aukið fylgi sameiginlegs framboðs SAMKVÆMT skoðanakönnun Gallups eykst fýlgi sameiginlegs framboðs félagshyggjuflokkanna um tæplega 6% miðað við könnunina í síðasta mánuði og fengi sameigin- legt framboð tæplega 16% fylgi væri gengið til kosninga nú. Rúmlega 67% svarenda telja líklegt að AI- þýðubandalag, Alþýðuflokkur og Kvennalisti bjóði fram saman en tæplega 28% telja það ólíklegt. Fylgi Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags og Kvennalista minnkar lítillega miðað við síðustu könnun. Alþýðuflokkur fengi um 9% og AI- þýðubandalag rúmlega 7% fylgi. Kvennalisti mælist með um 2% fýlgi. Samanlagt fylgi Alþýðubandalags, Alþýðuflokks, Kvennalista og sam- eiginlegs framboðs er 34,3% en flokkarnir þrír og Þjóðvaki fengu samanlagt 37,8% fylgi í síðustu kosningum. I könnun Gallup var einnig spurt hver ætti að veita sameiginlegu framboði forystu. Meira en helming- ur svarenda er óákveðinn. Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðu- bandalagsins, nýtur hins vegar lang- mests stuðnings þeirra sem eru nefndir, en 25% svarenda telja að hún eigi að veita sameiginlegu fram- boði forystu. Næst er Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, 8,9% svarenda nefna hana. Þriðji er Sighvatur Björgvins- son en 3,2% telja að hann eigi að leiða sameiginlegt framboð. Hlutfall óákveðinna er hærra meðal yngri svarenda en eldri. í hópi 18-24 segjast 69% ekki vita hver sé hæfastur til að leiða sameig- inlegt framboð en tæplega 45% í hópi 55-75 ára. Sameiginlegt fýlgi stjórnarflokk- anna er um 57% og ríkisstjórnin héldi því velli væri gengið til kosn- inga nú. Stjórnarflokkarnir tapa hins vegar báðir fylgi. Sjálfstæðis- flokkur fengi tæplega 43% fylgi ef kosið væri nú en hafði tæplega 47% í síðasta mánuði. Framsóknarflokkur fengi rúmlega 14% væri gengið til kosninga nú en hafði 18,5% í síðasta mánuði. Rúmlega 62% svarenda eru hlynnt ríkisstjórninni sem hefur haft yfir 60% fylgi frá kosningunum 1995. Framboð Sveiris Hermannssonar mælist með rúmlega 5% fylgi en hafði um 3% í síðasta mánuði. Tæplega 20% voru óákveðin eða neituðu að svara og rúmlega 6% myndu ekki kjósa eða skila auðu ef kosið væri nú. Skekkjumörk könn- unarinnar eru á bilinu 1—4%. Vandi sjúkrahúsa í Reykjavík Beðið eftir tillögum faghóps INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra segir að beðið sé tillagna faghóps um lausn á vanda sjúkrahúsanna í Reykjavík og að þær tillögur verði síðan lagðar fyrir ríkisstjórn í októ- ber. I bókun stjórnar Sjúkrahúss Reykjavíkur, sem borgarráð tók undir í vikunni, kom fram að ákvörðun um 100 millj. króna auka- fjárveitingu til spítalans væri ekki í samræmi við fýrri yfirlýsingar Al- þingis og leysti engan veginn fjár- hagsvanda spítalans. Ingibjörg sagðist hafa fengið bókun stjórnar Sjúkrahúss Reykja- víkur boðsenda í fýrrakvöld eftir að hafa lesið um hana í Morgunblaðinu um morguninn. „Það kom skýrt fram við úthlutun á aukafjárveiting- um til sjúkrahúsanna, sem að sjálf- sögðu léttir þeim reksturinn, að málefni stóru sjúkrahúsanna eru ekki leyst með þessum úthlutun- um,“ sagði hún. Benti ráðherra á að við úthlutun- ina hafí einnig komið fram að fag- hópurinn sem vinnur að lausn mála í samvinnu við stjómendur sjúkra- húsanna hafi ekki lokið störfum varðandi stóru sjúkrahúsin í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.