Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 13 AKUREYRI Morgunblaðið/Björn Gíslason í ökuferð með litla bróður HANN Ragnar Bollason var í ökuferð með litla bróður sinn El- var Kára er þeir bræður urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðs- ins í Eyjafjarðarsveit í góða veðr- inu í gær. Elvar Kári var hinn ánægðasti í kerrunni sem Ragn- ar var með aftan í dráttarvél sinni en Ragnar var ansi feiminn við ljósmyndarann. ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegna kotrwu á óoazt Pú þarft ekki alltaf tilefni til þess að gleðja einhvern. Bæjarráð Akureyrar vill að smíði varð- skips verði boðin út innanlands Einstakt tækifæri til að efla íslenskan skipasmíðaiðnað BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um fyrirhugað út- boð á smíði varðskips fyrir Land- helgisgæsluna. Að mati bæjarráðs er ljóst að hér er á ferðinni stórt og krefjandi verkefni og með því skap- ist einstakt tækifæri til að efla ís- lenskan skipasmíðaiðnað, tækifæri sem beri að nýta með því að bjóða smíðina eingöngu út innanlands. I bókun sem samþykkt var sam- hljóða á fundi bæjarráðs kemur fram að skipasmíði hafi á árum áður verið ein af styrkustu stoðum at- vinnulífs á Akureyri. í kjölfar erf- iðrar samkeppnisstöðu vegna gífur- legra ríkisstyrkja í nágrannalönd- um okkar lagðist nýsmíði nær alveg af hér á landi um nokkurt árabil. Verkefnið stórt og krefjandi „Á næstu vikum mun verða tek- in um það ákvörðun hvort nýtt varðskip verði smíðað innanlands eða hvort viðhaft verður alþjóðlegt útboð um verkið. íslenskar skipa- smíðastöðvar hafa sýnt verkinu mikinn áhuga og sameinast um að vinna að framgangi málsins. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að vegna sérstöðu skipa sem ætlað er að verja lögsögu þjóða, eru verk- efni af þessu tagi ekki útboðsskyld á EES-svæðinu, enda fela flestar þjóðir innlendum aðilum slík verk,“ segir ennfremur í bókun- inni. Bæjarráð bendir á að verkefnið sé stórt og krefjandi og muni því bæta samkeppnisstöðu íyrirtækj- anna verulega og gera þeim kleift að sækja á önnur mið í nýsmíði og framleiðslu ef þau fá þetta verkefni. Bæjarráð tekur heilshugar undir sjónarmið íslensku fyrirtælganna og skorar á íslensk stjórnvöld að láta þetta einstaka tækifæri til efl- ingar íslensks skipaiðnaðar ekki renna sér úr greipum og að skipið verði smíðað á Islandi. Ferð í Ölafs- fjörð og Hvanndali FERÐAFÉLAG Akureyrar stend- ur fyrir ferð í Ólafsfjörð og Hvann- dali helgina 15.-16. ágúst. Lagt verður af stað kl. 9 laugardaginn 15. ágúst með rútu frá skrifstofu ferða- félagsins og ekið að Ytriá í Ólafs- firði. Frá Ytriá er gengið út í Fossdal upp á Hvanndalabjarg og þaðan í Hvanndali, en þar verður gist. Á sunnudag er gengið yfir Víkurbyrðu í Héðinsfjörð og um Rauðskörð aft- ur til Ólafsfjarðar. Laugardaginn 15. ágúst er gönguferð á Hreppsendasúlur ó Lágheiði og verður lagt af stað frá skrifstofu félagsins kl. 9. Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er í Strandgötu 23, þar eru veittar upplýsingar um ferðir félagsins ásamt því að þar fer fram skráning í ferðir. Síminn er 462-2720. --------------- aksjón Föstudagur 14. ágúst 21 .OO^-Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. Bændur bjóða heim EyjaQarðarsveit/Morgunblaðið. SUNNUDAGINN 16. ágúst frá kl. 13.00 til 20.00 munu bændur á 24 búum víðs vegar um land bjóða gestum og gangandi heim til sín. Tilgangui- heimboðsins er að gefa fólki tækifæri á að fá innsýn í lífið í sveitinni og búreksturinn. Nokkuð er mismunandi hvað stendur til boða á hverjum bæ en alls staðar munu menn eiga þess kost að sjá einhver húsdýr og sums staðar gefst fólki kostur á að fara á hestbak. Allir þessir bæir verða auðkenndir með merki íslensks landbúnaðar. I Eyjafirði er opið hús á fimm bæjum en það er á Sökku í Svarf- aðardal, Stóra-Dunhaga í Hörgár- dal, Bakka í Öxnadal og Víðigerði og Ytri-Tjömum í Eyjafjarðar- sveit. Á öllum þessum bæjum verður boðið upp á einhverjar veit- ingar og munu Mjólkursamlag KEA, Kaffibrennsla Ákureyrar og Kexsmiðjan veita heimafólki stuðning í því sambandi. Nemendur frá því í FYRRA HAFA FORGANG í SKÓLANN TIL 24. ÁGÚST, EN ÞÁ HEFST INNRITUN NÝRRA nemenda. Nemendur teknir FRÁ 7 ÁRA ALDRI. ÍNNRITUN P<zy$&<zltett4Áóíi Lágmúla 9, símar 581 3730 & 581 3760 FILD - Félag íslénskra listdansara DÍ - Dansráð ísland' KENNSLA HEFST: ÚltVALSI I.OKKAIG 25. ÁGÚSl Fha.miiai Dsi i.okkar: 3. si i>r. 13yr|i.\dai i.okkar: y. si.u 1. ALLIR SEM HAFA ÁHUGA SIÍRÁI SIG í SÍMA 581 3730 ÞESSA VIKU, OG KOMA í INNTÖKUPRÓF LAUGARDAGINN 22. ÁGÚST. INNTOKUPROF í ÚRVALSFLOKKA 1 OG 2. YNGST TEKIÐ 13 ÁRA. SMIÐJAN 1998
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.