Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 13 AKUREYRI Morgunblaðið/Björn Gíslason í ökuferð með litla bróður HANN Ragnar Bollason var í ökuferð með litla bróður sinn El- var Kára er þeir bræður urðu á vegi ljósmyndara Morgunblaðs- ins í Eyjafjarðarsveit í góða veðr- inu í gær. Elvar Kári var hinn ánægðasti í kerrunni sem Ragn- ar var með aftan í dráttarvél sinni en Ragnar var ansi feiminn við ljósmyndarann. ÍSLENSK GARÐYRKJA - okkar allra vegna kotrwu á óoazt Pú þarft ekki alltaf tilefni til þess að gleðja einhvern. Bæjarráð Akureyrar vill að smíði varð- skips verði boðin út innanlands Einstakt tækifæri til að efla íslenskan skipasmíðaiðnað BÆJARRÁÐ Akureyrar fjallaði á fundi sínum í gær um fyrirhugað út- boð á smíði varðskips fyrir Land- helgisgæsluna. Að mati bæjarráðs er ljóst að hér er á ferðinni stórt og krefjandi verkefni og með því skap- ist einstakt tækifæri til að efla ís- lenskan skipasmíðaiðnað, tækifæri sem beri að nýta með því að bjóða smíðina eingöngu út innanlands. I bókun sem samþykkt var sam- hljóða á fundi bæjarráðs kemur fram að skipasmíði hafi á árum áður verið ein af styrkustu stoðum at- vinnulífs á Akureyri. í kjölfar erf- iðrar samkeppnisstöðu vegna gífur- legra ríkisstyrkja í nágrannalönd- um okkar lagðist nýsmíði nær alveg af hér á landi um nokkurt árabil. Verkefnið stórt og krefjandi „Á næstu vikum mun verða tek- in um það ákvörðun hvort nýtt varðskip verði smíðað innanlands eða hvort viðhaft verður alþjóðlegt útboð um verkið. íslenskar skipa- smíðastöðvar hafa sýnt verkinu mikinn áhuga og sameinast um að vinna að framgangi málsins. Þá hefur einnig verið sýnt fram á að vegna sérstöðu skipa sem ætlað er að verja lögsögu þjóða, eru verk- efni af þessu tagi ekki útboðsskyld á EES-svæðinu, enda fela flestar þjóðir innlendum aðilum slík verk,“ segir ennfremur í bókun- inni. Bæjarráð bendir á að verkefnið sé stórt og krefjandi og muni því bæta samkeppnisstöðu íyrirtækj- anna verulega og gera þeim kleift að sækja á önnur mið í nýsmíði og framleiðslu ef þau fá þetta verkefni. Bæjarráð tekur heilshugar undir sjónarmið íslensku fyrirtælganna og skorar á íslensk stjórnvöld að láta þetta einstaka tækifæri til efl- ingar íslensks skipaiðnaðar ekki renna sér úr greipum og að skipið verði smíðað á Islandi. Ferð í Ölafs- fjörð og Hvanndali FERÐAFÉLAG Akureyrar stend- ur fyrir ferð í Ólafsfjörð og Hvann- dali helgina 15.-16. ágúst. Lagt verður af stað kl. 9 laugardaginn 15. ágúst með rútu frá skrifstofu ferða- félagsins og ekið að Ytriá í Ólafs- firði. Frá Ytriá er gengið út í Fossdal upp á Hvanndalabjarg og þaðan í Hvanndali, en þar verður gist. Á sunnudag er gengið yfir Víkurbyrðu í Héðinsfjörð og um Rauðskörð aft- ur til Ólafsfjarðar. Laugardaginn 15. ágúst er gönguferð á Hreppsendasúlur ó Lágheiði og verður lagt af stað frá skrifstofu félagsins kl. 9. Skrifstofa Ferðafélags Akureyrar er í Strandgötu 23, þar eru veittar upplýsingar um ferðir félagsins ásamt því að þar fer fram skráning í ferðir. Síminn er 462-2720. --------------- aksjón Föstudagur 14. ágúst 21 .OO^-Sumarlandið Þáttur fyrir ferðafólk á Akureyri og Akureyringa í ferðahug. Bændur bjóða heim EyjaQarðarsveit/Morgunblaðið. SUNNUDAGINN 16. ágúst frá kl. 13.00 til 20.00 munu bændur á 24 búum víðs vegar um land bjóða gestum og gangandi heim til sín. Tilgangui- heimboðsins er að gefa fólki tækifæri á að fá innsýn í lífið í sveitinni og búreksturinn. Nokkuð er mismunandi hvað stendur til boða á hverjum bæ en alls staðar munu menn eiga þess kost að sjá einhver húsdýr og sums staðar gefst fólki kostur á að fara á hestbak. Allir þessir bæir verða auðkenndir með merki íslensks landbúnaðar. I Eyjafirði er opið hús á fimm bæjum en það er á Sökku í Svarf- aðardal, Stóra-Dunhaga í Hörgár- dal, Bakka í Öxnadal og Víðigerði og Ytri-Tjömum í Eyjafjarðar- sveit. Á öllum þessum bæjum verður boðið upp á einhverjar veit- ingar og munu Mjólkursamlag KEA, Kaffibrennsla Ákureyrar og Kexsmiðjan veita heimafólki stuðning í því sambandi. Nemendur frá því í FYRRA HAFA FORGANG í SKÓLANN TIL 24. ÁGÚST, EN ÞÁ HEFST INNRITUN NÝRRA nemenda. Nemendur teknir FRÁ 7 ÁRA ALDRI. ÍNNRITUN P<zy$&<zltett4Áóíi Lágmúla 9, símar 581 3730 & 581 3760 FILD - Félag íslénskra listdansara DÍ - Dansráð ísland' KENNSLA HEFST: ÚltVALSI I.OKKAIG 25. ÁGÚSl Fha.miiai Dsi i.okkar: 3. si i>r. 13yr|i.\dai i.okkar: y. si.u 1. ALLIR SEM HAFA ÁHUGA SIÍRÁI SIG í SÍMA 581 3730 ÞESSA VIKU, OG KOMA í INNTÖKUPRÓF LAUGARDAGINN 22. ÁGÚST. INNTOKUPROF í ÚRVALSFLOKKA 1 OG 2. YNGST TEKIÐ 13 ÁRA. SMIÐJAN 1998

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.