Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI BUmmimaaa Uí Úr milliuppgjöri, rnamiaconi. 1^1« «98 ' ' Ján.-júní Jan.-jung | Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna Rekstrargjöld 1.458,1 1.392,5 1.474,8 1.397,4 ■1,1% -0,4% Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 65,6 77,4 ■15,2% Fjármunatekjur og (-gjöld) 3,1 (3,6) - Hagnaður af reglulegri starfsemi Tekju- og eignarskattar 68,7 (20,7) 73,8 (28.4) ■6,9% -27,4% Niðurstaða fyrir áhrif hlutdeildarfélaga Áhrif dóttur- og hlutdeildarfélaga 48,0 9,4 45,3 3,4 +6,0% +176,5% Hagnaður tímabilsins 57,4 48,7 +17,9% Efnahagsreikningur 30/6 '98 31/12'97 Breyting | Eignir: \ Milliónir króna Fastafjármunir 870,7 675,4 +28,9% Veltufjármunir 1.034,0 952,0 +8,6% Eignir samtals 1.904,7 1.627,4 +17,0% | Skuldir og eigid fé: \ Eigið fé 946,9 876,6 +8,0% Langtímaskuldir 354,2 292,9 +20,9% Skammtímaskuldir 603,5 457,9 +31,8% Skuldir og eigið fé samtals 1.904.6 1.627,4 +17.0% Sjóðstreymi 1/1-30/6 1998 1997 Breyting Veltufé frá rekstri Milljónir króna 86,8 97,2 ■10,7% 57 milljóna króna hagnaður Pharmaco I samræmi við áætlanir Hagnaður Opinna kerfa nam 66 milljónum á fyrri árshelmingi Véltaxi jókst um þriðj- ung á milli ára OPIN KERFI hf. (Móðurfélag) Ur milliuppgjöri 1998 JAN.-JÚNÍ JAN.-JÚNÍ Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 793,1 592,4 +33,9% Rekstrargjöld 740,2 558,4 +32,5% Rekstrarh. f. fjárm.liði 52,9 33,9 5+6,1% Fjármunatekjur (Fjármagnsgjöld) (2,6) (0,5) +463,2% Hagnaður af reglulegri starfsemi 34,2 21,6 +58,5% Söluhagnaður eigna 16,6 Hlutur í hagn. dótturf. og hlutd.f. 14,9 2,6 +477,2% Hagnaður tímabilsins 65,7 24,2 +172,1% Efnahagsreikningur 1998 1997 Breyting i Eignir: | Milliónir króna 30.6.98 31.12.97 Fastafjármunir 345,7 279,4 +23,8% Veltufjármunir 456,7 379,9 +20,2% Eignir samtals 802,4 659,2 +21,7% | Skuldir og eigið fé: | Milliónir króna Hlutafé 38,0 32,0 +18,8% Eigið fé 307,6 240,3 +28,0% Langtímaskuldir 121,3 131,3 ■7,6% Skammtímaskuldir 373,6 287,7 +29,9% Skuldir og eigið fé samtals 802,4 659,2 +21,7% Kennitölur 1997 1996 Veltuf járhlutfall 1,22 1,32 Eiginfjárhlutfall 38,0% 36,0% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 36,0 24,1 +49,0% HAGNAÐUR Pharmaco hf. á fyrstu sex mánuðum ársins nam 57,4 milljónum króna en var við 48,7 milljónir á sama tíma í fyrra. Rekstrartekjur félagsins á fyrri árshelmingi voru 1.458 m.kr. Hagnaður af reglulegri starfsemi nam 68,7 m.kr. sem er rúmum 5 m.kr. minna en á síðasta ári. Eigið fé Pharmaeo er nú 1.904 milljónir og hefur aukist um 277 m.kr. frá því í fyrra. Eiginfjárhlutfall er 49,7% á móti 53,8% á síðasta ári. Veltufjárhlutfall er 1,85 en var í fyrra 2,3. Sindri Sindrason, framkvæmda- stjóri Pharmaco, segist vera sáttur við milliuppgjörið, enda útkoman nokkum veginn í samræmi við það sem menn bjuggust við: „Reyndar má sjá nokkum sölusamdrátt á milli ára sem skýrist af sameiningu svissnesku lyfjafyrirtækjanna Sandoz, sem var á okkar vegum, og Ciba, sem Thorarensen lyf hf. hafði umboð fyrir hér á landi. Þessi fyr- irtæki sameinuðust í fyrra í eitt fé- lag, Novartis, og em nú í samvinnu við Thorarensen lyf hf. Á móti kemur hins vegar að önnur sala Pharmaco jókst um 6%, þannig að rýrnun á veltu nemur einungis 1%. Við gerðum ráð fyrir um 3 millj- arða króna veltu á þessu ári og hagnaði upp á 100 milljónir króna. Miðað við milliuppgjörið nú og þær forsendur sem fyrir liggja, þá sýn- ist mér að rekstraráætlanir okkar muni standast og jafnvel skila ríf- lega því sem reiknað var með,“ segir Sindri. HAGNAÐUR Opinna kerfa hf. nam 66 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 24 milljónir á sama tímabili árið áður, og nemur aukningin því 170% á milli ára. Heildarvelta félagsins jókst um 34% á milli ára, var 793 milljónir króna, samanborið við 592 milljónir fyrstu sex mánuðina í fyrra. Af heildarhagnaði nemur söluhagnaður eigna tæpum sautján milljónum, en hann myndaðist vegna sölu hlutabréfa í Skímu-Mið- heimum. Rekstur Opinna kerfa hf. gekk vonum framar á fyrri árshelmingi að sögn Frosta Bergssonar fram- kvæmdastjóra félagsins. „Fyrir- tækið hefur aukið hlutdeild sína á tölvumarkaði og arðsemi rekstrar- ins hefur aukist verulega. Mest aukning hefur verið í sölu á UNIX- vélum, NT-netþjónum og PC-tölv- um frá Hewlett-Packard og víð- netsbúnaði frá Cisco Systems. Auk þess hafa verið gerðir margir rekstrarþjónustusamningar þar sem þjónustudeild okkar tekur að sér rekstur tölvukerfa fyrir við- skiptavini að hluta til eða öllu leyti. Til að mæta auknum umsvifum og viðhalda góðu þjónustustigi hefur starfsfólki verið fjölgað auk þess sem bætt hefur verið við húsnæði félagsins." Tölvubúnaður úreldist hratt og því er áhersla lögð á góða birgða- stýringu í rekstrinum, að sögn Frosta. Segist hann vera sáttur með aldursgreiningu sölubirgða sem og viðskiptakrafna. Áætlaður hagnaður ársins 70 milljónir króna Afkoma dótturfélags og hlut- deildarfélaga var í samræmi við áætlanir á fyrri árshelmingi en vegna mikilla fjárfestinga í öðrum félögum að undanfómu ber félagið nú vaxtakostnað að fjárhæð 7,5 milljónir króna. Frosti segir að stjórn félagsins sé viss um að fjár- festingar í öðrum félögum á sviði upplýsingatækni muni skila Opn- um kerfum og hluthöfum góðri arð- semi þegar til lengri tíma sé litið. Hann segir ekki ástæðu til að endurskoða rekstraráætlanir fé- lagsins fyrir árið í heild, en sam- kvæmt þeim er gert ráð fyrir 1.500 milljóna króna heildarveltu á þessu ári og að hagnaður muni nema um 70 milljónum. Bjart fram undan Frosti segir að búast megi við áframhaldandi vexti í starfsemi fé- lagsins, ekki síst þar sem upplýs- ingaiðnaðurinn sé í örum vexti. „Um 60% hagnaðar okkar hefur myndast á fyrstu sex mánuðum hvers árs og við reiknum með að hið sama verði upp á teningnum nú. Ljóst er að áhrifa dóttur- og hlutdeildarfélaga á afkomu móðm’- félagsins mun gæta í auknum mæli, en gert er ráð fyrir að velta samstæðunnar verði um 2.600 milljónir króna á árinu. I bígerð er að stofna sérstakt eignarhaldsfélag til að annast samskipti við þessi fé- lög.“ Um áramót var gengi hlutabréfa í Opnum kerfum hf. 33,7 á Verð- bréfaþingi íslands að teknu tilliti til jöfnunar. Lokaverð í gær var 51 og hefur gengið því hækkað um 51,3% frá áramótum. Afkoma Skýrr batnaði um 35% Stóraukin umsvif fyrirtækisins á flestum sviðum þjónustunnar HAGNAÐUR Skýrr hf. nam 31 millj- ón króna fyrstu sex mánuði ársins, var 23 milljónir á sama tíma i fyrra, og nemur aukningin því 35%. Rekstr- artekjur jukust um 15% á milli ára, námu nú 527 milijónum fyrstu sex mánuði ársins en voru 459 milljónir á sama tímabili í fyrra. Rekstrargjöld jukust um 19%, námu nú 431 milljón en 363 milljónum í fyrra. Hreinn Jakobsson, forstjóri Skýrr, er sáttur við árangurinn og segist þakka hann hæfu starfsfólki. „Umsvif hafa vaxið á flestum sviðum þjónustunnar og umfang verkefna hefur aukist. Framlegð hugbúnaðar- deildar hefur aukist og er það afar ánægjulegt. Reksturinn í heild skilar meiru, eins og aukið veltufé frá rekstri sýnir.“ Veltufé frá rekstri nam 85,6 millj- ónum, sem er 30 milljón króna hækkun frá árinu áður. Eigið fé fé- lagsins nam 223 milljónum króna 30. júní síðastliðinn og var eiginfjárhlut- fallið 32%. Skýrr vinnur nú að ýmsum verk- efnum og má nefna verk við að búa helstu tölvukerfí hins opinbera undir árið 2000 og margvísleg þróunar- verkefni, sem nýta tækni alnetsins og er ætlað að gera viðskiptavinum kleift að nýta fjárfestingar sínar bet- ur með ýmsum hugbúnaði, t.d. DCOM, ASP, iXPress, NaturalX o.fl. Þá sinnir Skýrr einnig ýmsum verk- um fyrir samstarfsaðila í Danmörku. Á árinu hefur Skýrr haldið áfram fjárfestingum sínum í skyldum fyrir- tækjum og að sögn Hreins er til- gangurinn sá að styrkja stöðu þess á markaðinum og þjóna viðskiptavin- um enn betur en áður. „Á árinu keypti Skýrr meirihluta hlutabréfa í Kuggi ehf., sem starfar á sviði hug- búnaðargerðar, og nú nýlega öll hlutabréf í Breytu ehf., sem starfar á sviði vöruhússgagna. Einnig hefur verið fjárfest töluvert í tölvubúnaði og nú standa yfir gagngerar breyt- ingar og endurbætur á húsnæði fé- lagsins í Ái-múla.“ Góð verkefnastaða Verkefnastaða Skýrr er mjög góð um þessar mundir að sögn Hreins og er unnið að stórum og umfangsmikl- um verkefnum í kjölfar viðskipta- samninga sem nýlega hafa verið undirritaðir. „í júlí gengum við t.d. frá samningi um sölu á Agresso-hug- búnaði til Kaupþings. Nokkrum dög- um síðar var samið við stjórn Kvóta- þings um hönnun og smíði á kerfí til að annast tilboðsmarkað um afla- mark og hins vegar rekstrarsamning til tveggja ára um rekstur á kerfínu. í rekstraráætlun gerum við ráð fyrir að hagnaður fyrir árið í heild nemi rúmlega 50 milljónum króna og velt- an verði um 1.100 milljónir," segir Hreinn. _ Ur milliuppgjöri ihf 30. júní 1998 Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1/1-30/6 98 1/1-30/6 97 Breyting Rekstrartekjur 527,3 458,6 +15% Rekstrargjöld 431.1 363.4 +19% Hagnaður fyrir afskriftir 96,2 95,2 +1% Afskriftir 52,1 31,7 +64% Fjármagnsgjöld 8,3 10,8 ■23% Afkoma af reglul. starfsemi 35,8 52,7 ■32% Áhrif dótturfélags/óregluleg gjöld -4,7 -29,6 -84% Hagnaður tímabilsins 31,1 23,1 +35% Efnahagsreikningur 30.júní: 1998 1997 Breyting I Eigntr: \ Milljónir króna Veltufjármunir 384,2 220,7 +58% Fastafjármunir 358,0 409,0 -12% Eignir samtals 706,2 629,7 +12% | Skuldir og eigið fé: \ Skammtímaskuldir 191,3 158,9 +20% Langtímaskuldir 292,3 294,0 ■1% Eigiö fé 222,6 176,8 +26% Skuldir og eigið fé samtals 706,2 629,7 +12% Kennitölur og sjóðstreymi 1998 1997 Breyting Eiginfjárhlutfall 32% 28% +12% Veltufjárhlutfail 1,82 1,39 +31% Veltufé frá rekstri Milljónir króna 85,6 55,7 +54% Verðbréfaþing Islands Mest við- skipti á peninga- markaði VIÐSKIPTI á Verðbréfaþingi í gær námu rúmum 2 milljörðum króna. Mest voru viðskipti á peningamarkaði, alls 1.663 mkr. með ríkis- og bankavíxla. Markaðsávöxtun óverð- tryggðra bréfa lækkaði nokkuð í gær, eða um 7-15 punkta á ríkisbréfum og 10-21 punkt á ríkisvíxlum, en hækkaði um 1-2 punkta á markflokkum hús- bréfa. Mest viðskipti með Eimskipsbréf Viðskipti á hlutabréfamark- aði námu 68 mkr. Mest var verslað með bréf Eimskipafé- lagsins 10 mkr., Síldarvinnsl- unnar 9 mkr. og Stálsmiðjunn- ar 8 mkr. Verð bréfa Skeljungs lækkaði um 4,7% en Skeljungur birti milliuppgjör sitt í gær. Úrvalsvísitala Aðallista hækkaði um 0,43%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.