Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 1 7 JARÐBO MMBffl Ór milliuppgjöri 19S RANIR HF. >8 JAN.-JÚNl JAN.-JÚNÍ Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyting Rekstrartekjur 264,5 216,8 +22,0% Rekstrargjöld 227.5 186.3 +22.1% Rekstrarhagnaður án fjármagnsliða 37,0 30,5 +21,3% Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) 2,4 2,2 +9,1% Hagnaður fyrir skatta 39.4 32.7 +20.5% Hagnaður ársins 33,6 30,6 +9,8% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 30/6 '98 31/12 '97 Breytíng I Eiartir: | Veltufjármunir 282,1 295,6 ■4,6% Fastafjármunir 374,7 347,7 +7,8% Eignir samtals 656,8 643,3 +2,1% I Skuidir oo eioið fé: I Skammtímaskuldir 63,8 119,8 -46,7% Eigið fé 588,9 523,5 +12,5% Þar af hlutafé 259,0 236.0 +9.8% Skuldir og eigið fé samtais 656,8 643,3 +2,1% Kennitölur og sjóðstreymi 1997 1996 Eiginfjárhlutfall 89,7% 81,4% Veltufjárhlutfall 4,4 2,5 Veltufé frá rekstri Milljónir króna 57,1 49,3 +15,8% 22% veltuaukning Jarðborana á milli ára Hagnaðurinn nam 34 milljón- um króna HAGNAÐUR Jarðborana hf. nam 33,7 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins, samanborið við 30,6 milljónir árið áður, og nemur aukningin því 10% á milli ára. Hagnaðurinn nemur 12,7% af heild- artekjum fyrirtækisins. Heildar- velta fyrstu sex mánuðina var 264,5 milljónir og jókst um 22% frá sama tíma í fyrra. Rekstrargjöld án af- skrifta voru 227,5 milljónir á fyrri árshelmingi, borið saman við 186,3 milljónir á sama tíma í fyrra, og jukust því um 22% á milli ára. Fjárhagur félagsins er afar traustur og nam eigið fé þess 589 milljónum króna í lok tímabilsins. Eiginfjárhlutfall var 89,7% og veltu- fjárhlutfall 4,4. Veltufé frá rekstri var 57,1 milljón á fyrri árshelmingi, samanborið við 49,3 milljónir á sama tímabili í fyrra. Bent Einarsson, framkvæmda- stjóri Jarðborana, segist vera sáttur við afkomuna enda hafi áætlanir fé- lagsins gengið eftir og ytri skilyrði verið því hagstæð. Hann segir að veltuaukningin spegli vaxandi áhuga á virkjun jarðhita á háhita- svæðum landsins til raforkufram- leiðslu. Verkefnastaða félagsins er góð um þessar mundir og útlit fyrir veltuaukningu á árinu. Helstu verk- efni ársins eru borun eftir gufu fyrir Orkuver Hitaveitu Suðumesja í Svartsengi og framkvæmdir við Kröflu fyrir Landsvirkjun vegna stækkunar Kröfluvirkjunar. Nýr bor keyptur fyrir 120 milljónir Bent telur að aukin samkeppni helstu orkufyrirtækja hérlendis um að tryggja sér rétt yfír helstu há- hitasvæðum landsins mun skila sér í auknum verkefnum fyrir Jarðbor- anh-. Fyrirtækið er nú þátttakandi í einu slíku verki en það er sam- starfsverkeíni nokkurra aðila um rannsóknir á jarðhitasvæðinu í Öx- arfírði. Samstarfshópurinn hefur nú þegar tryggt sér rétt til borunar, rannsókna og hagnýtingar á orku eða öðrum verðmætum er þar kunna að fínnast. Jarðboranir stefna að því að taka þátt í frekari verkefnum á þessu sviði enda er það í samræmi við stefnumið þess um nýtingu auðlinda í jörðu. Á fyrri árshelmingi fjárfesti fyr- irtækið í varanlegum rekstrarfjár- munum fyrir 43,7 milljónir króna. Síðar á árinu er von á til landsins nýjum og fullkomnum jarðbor sem félagið hefur fest kaup á. Er bom- um ætlað að þjóna síbreytilegum og vaxandi kröfum viðskiptavina og er kaupverð hans um 120 milljónir króna. Uppbygging Atlanta í Englandi staðfest Viðhaldsstarfsemi flutt á einn stað FLUGFÉLAGIÐ Atlanta mun flytja meginhluta af viðhaldsstarf- semi til Kent-flugvallar á Englandi á næstu misserum. Beðið var eftir að kauptilboð í flugvöllinn yrðu opn- uð en það var gert í síðustu viku og var Wiggings Group-fjármögnunar- fyrirtækið með hæsta tilboð. Atl- anta hafði áður gert samning um leigu á aðstöðu við flugvöllinn við það. Flugvöllurinn var áður í eigu breska flughersins en á síðustu ár- um hefur hann verið opnaður fyrir viðhaldsstarfsemi, leiguflug og fragtflug. Ekki hefur verið gengið frá end- anlegum samningi en að sögn Haf- þórs Hafsteinssonar flugrekstrar- stjóra verður það gert á næstunni. Með aðstöðunni í Kent getur Atl- anta séð strax um minna viðhald á vélum sínum en það hafa þeir þurft að kaupa af öðrum flugfélögum. Ráðgert er að félagið fái afhenta viðhaldsaðstöðu sem áður tilheyrði breska flughernum eftir 10 mánuði en að auki er áformað að byggja stórt flugskýli sem getur hýst Boeing 747- og Locheed Tristar- flugvélar félagsins samtímis. A L C ▲ T E L °r ",u,h GSEl’ fyrir námsmanninn S!1lHH ''tv !Ar Þyngd með rafhlöðu 215g 3,5 klst. t tali og 83 klst. biðtími Stærð 130x49x23 mm Hægt að skipta um framplötu SMS skilaboð GSíirr fyrir dömuna ERICSSON 2! CF768 Þyngd með rafhlöðu 135g 3 klst. I tali og 60 klst. biðtími Stærð 105x49x23 Númerabirting og SMS skilaboð Geymir 10 sfðustu númer BT • Skeifan 11 • S: 550-4444 Opið: laugadaga 10:00-16:00 sunnudaga 13:00-17:00 IU.II. \l3kV GSffl svala nn Þyngd með rafhlöðu 160g Rafhlaða endist 3 klst. i tali 120 klst. ending i bið Númerabirting og SMS skilaboð Fáanlegur í öllum regnbogans litum www.mbl.is mmmmmemmmmmmm mmMmmmmmmemmmM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.