Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 19 ________ERLENT______ Suu Kyi situr enn í bíl sínum Rangoon, London. Reuters. HERSTJÓRNIN í Burma neitaði í gær að taka á móti sérlegum sendi- fulltrúa Sameinuðu þjóðanna sem Kofí Annan, framkvæmdastjóri SÞ, hugðist senda til að ræða at- burði síðustu daga í landinu en í gær sat Aung San Suu Kyi, leiðtogi lýðræðishreyfíngarinnar í landinu, enn í bifreið sinni ásamt þremur stuðningsmanna sinna á lítilli við- arbrú nærri Anyarsu-borg, sem er norður af höfuðborginni Rangoon. Er markmið Suu Kyi að vekja at- hygli umheimsins á baráttunni fyr- ir lýðræði og mannréttindum í Burma. Hermenn stöðvuðu för Suu Kyi í fyrradag þegar hún hugðist halda til borgarinnar Pathein til að hitta fylgismenn sína. Talsmaður herforingjastjómar- innar í landinu sagði að Suu Kyi hefði ekki rætt við neinn og að rúð- ur bifreiðarinnar væru skrúfaðar upp. Segjast stjómvöld hafa lækna og hjúkrunarfólk í nágrenninu „ef svo kynni að fara að Suu Kyi og fylgismenn hennar tækju þá ákvörðun að dvelja lengi í vegar- kantinum“. HeimOdir herma að Suu Kyi sé að þessu sinni vel búin af matvöm og vatni og svo virðist því sem mótmælin hafi verið þaul- skipulögð. Bretar gagnrýndu í gær Burma- stjórn fyrir að hefta ferðafrelsi Suu Kyi og sögðu aðgerðirnar „alger- lega óviðunandi." Talsmaður jap- anska utanríkisráðuneytisins sagð- ist fyrr um daginn óttast að harka gæti hlaupið í deilu Suu Kyi og stjórnvalda. Sagði hann Japani fylgjast vel með framgangi mála í Burma og að sérstaklega væri haft auga með meðferð Burma-stjórnar á Suu Kyi, sem árið 1991 hlaut frið- arverðlaun Nóbels. Líkamsleifar um borð í Gaul London. The Daily Telegraph. TALIÐ er nær fullvíst að myndir sem teknar hafa verið af flaki breska togarans Gaul sýni m.a. lík- amsleifar nokkuma skipverja. Gaul fórst undan Noregsströndum fyrir 24 áram og með honum 36 manns. Björgunarmenn segjast ekki vilja fullyrða að um lík sjómannanna sé að ræða fyrr en meinafræðingar hafi skoðað myndimar. Þá hafa bresk stjórnvöld varað við því að dregnar veri ótímabærar ályktanir af myndunum um ástæðu þess að Gaul sökk en getgátur hafa m.a. verið um að hann hafí stundað njósnir um Rússa. Flak Gaul liggur um 70 sjómílur undan ströndum Noregs og gekk í fyrstu erfiðlega að koma fjarstýrð- um upptökuvélum inn í flakið. Það tókst síðdegis á miðvikudag. Nokkrir ættingjar skipverjanna fylgdust með um borð í björgunar- skipi er myndir birtust á sjónvarps- skjá, sem virtust sýna mannabein í þremur klefum. I norska blaðinu Noi'dlys segir að tilkynnt hafi verið um fundinn í breska útvarpinu áður en aðrir aðstandendur mannanna vora látnir vita. „Verði staðfest að líkamsleifar ástvina ykkar séu í flakinu vona ég að þeir fái nú að hvíla í friði í sam- ræmi við þá hefð að líta á hafið sem virðulega gröf,“ sagði John Pres- cott, aðstoðarforsætisráðherra Bretlands, og beindi orðum sínum til ættingja skipverjanna. Afsanna kenningu um handtöku Myndir af flakinu hafa enn ekki leitt neitt í ljós um hver hafi verið orsök þess að Gaul fórst en þær era þó sagðar afsanna þá kenningu að Sovétmenn hafi ráðist um borð í skipið, handtekið áhöfnina, og flutt til Sovétríkjanna þar sem hún hafi horfið sporlaust í sovéskum fang- elsum. Bresk stjói-nvöld segja enn ekki tímabært að ræða hvort reynt verði að lyfta flaki Gaul af hafs- botni. Zhírínovskí tapar meiðyrðamáli Reif harkalega í hár þing’konu Moskvu. The Daily Telegraph. RÚSSNESKI öfgasinninn og þingmaðurinn Vladimír Zhírínov- skí var á miðvikudag dæmdur til að greiða fyrr- verandi fulltrúa á rússneska þinginu um tvö hundruð og fjöratíu þúsund ísl. kr. í skaða- bætur fyrir meiðyrði. Birtust um- mælin um þing- konuna Jevgeníu Tishkovskaju í málgagni F rjálslyndra demó- krata, stjómmálaflokks Zhírínov- skís, nokkru eftir að Zhírínovskí reif harkalega í hár Tishkovskaju er hún leitaðist við að stöðva handalögmál á þingfundi í Moskvu. Var hún í málgagninu kölluð „ljóshærður umrenningur" og „pilsklæddur djöfull", auk þess sem hún var sökuð um að hafa „sólundað fjármunum Rússlands." Eftir að óskum Tishkovskaju um að Zhírínovskí yrði sviptur þinghelgi var hafnað varð útilok- að fyrir hana að höfða sákamál á hendur stjórnmálamanninum um- deilda vegna fantabragðanna og átti hún þá þann kost einan að höfða meiðyrðamál á hendur hon- um fyrir borgaralegum dómstóli. Zhírínovskí virtist hins vegar ekki láta úrskurðinn í meiðyrða- málinu mikið á sig fá á frétta- mannafundi í fyrradag og fór mikinn eins og venjulega. Kallaði hann Madeleine Álbright, utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, „ill- gjarna gamla konu“ á fundinum og sagði að Bill Clinton, Banda- ríkjaforseti, hefði týnt nærbuxum sínum eftir að hafa sofið hjá „einkaritara sínum“ Monicu Lewinsky sem um leið sannaði að „alger úrkynjun" réði ríkjum í Washington. Zhírínovskí. fyrir athafnamanninn Fyrir bæði ameríska og evrópska kerfið Þyngd með rafhlöðu 192g 3.5 klst. í tali og 80 klst. biðtími Graffskur skjár Hleðslutæki fyrir 110V og 220V fyrir þann sem er alltaf á vakt Þyngd með rafhlöðu 175g 3 klst. f tali og 60 klst. biðtími Stærð 105x49x23 mm SMS skilaboð Fáanlegur blár, grænn og grár fyrir iðnaðarmanninn Þyngd með rafhlöðu 500g Stærð 140x50x21 Skammvalsminni fyrir 99 númer Stillanleg hringing og tímamæling BT • Skeifan 11 • S: 550-4444 Opid: laugadaga 10:00-16:00 sunnudaga 13:00-17:00 www.mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.