Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 20
20 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
ERLENT
MORGUNB LAÐIÐ
Kosovo-Albanir hvetja Serba til að ganga til samninga
Friðarumleitanir
þokast áfram
Pristina. Reuters.
Helförin í
Þýskalandi
Tekist á
um minn-
ismerki
Bonn. Reuters.
KLAUS Kinkel, utanríkisráðherra
Þýskalands, lýsti því yfir í gær að
hann teldi að ekki mætti fara of
geyst í þvi að taka ákvörðun um
minnismerki um þá gyðinga sem
létu lífíð í heimsstyrjöldinni síðari.
Þetta er þvert á yfirlýsingar
Helmuts Kohls kanslara, sem hef-
ur lagt áherslu á að tekin verði
lokaákvörðun um minnismerkið í
þessum mánuði.
Kohl hefur lengi barist
fyrir gerð minnismerkisins
Kanslarinn hefur um árabil
barist fyrir því að minnismerkið
rísi í Berlín en það hefur dregist
mjög vegna deilna um hönnun
þess. I samtali við Hannoversche
Allgemeine segist Kinkel ekki telja
við hæfi að taka málið upp nú þeg-
ar baráttan fyrir þingkosningamar
í næsta mánuði sé komin á fullan
skrið. „Það er of viðkvæmt,“ segir
Kinkel.
Fyrr í sumar gáfu þýskir jafnað-
armenn til kynna að þeir væru
andvígir því að reistur yrði minnis-
varði um þær sex milljónir gyðinga
sem létu lífíð í helför nasista, og að
flokkurinn myndi stöðva gerð þess,
kæmist hann til valda í haust. Kin-
kel leggur áherslu á að hann sé
ekki andvígur því að minnismerkið
rísi en óskar eftir því að málið
verði rætt frekar, m.a. á þingi og á
meðal gyðinga.
Borgarstjóri Berlínar andvígur
Teikningar að fyrirhuguðu minn-
ismerki hafa m.a. verið gagnrýndar
fyrir að draga ekki nægilega fram
þann hrylling sem helförin var.
Sumir telja að hin raunverulegu
minnismerki um helförina séu út-
rýmingarbúðimar sem enn standa
og borgarstjórinn í Berlín, Eber-
hard Diepken, hefur lýst sig and-
vígan minnisverkinu, þar sem hann
óttist að Berlín sé að verða borg
minnismerkja og iðrunar.
UMLEITANIR til að binda enda á
átökin í Kosovo-héraði báru
nokkurn árangur í gær, þegar
Kosovo-Albanir tilnefndu samn-
inganefnd til að taka þátt í fýrirhug-
uðum friðarviðræðum, og hvöttu yf-
irvöld í Serbíu til að setjast við
samningaborðið. Fregnir bárust
áfram af bardögum í vesturhluta
héraðsins.
Leiðtogi aðskilnaðarsinnaðra
Kosovo-Albana, Ibrahim Rugova,
tilnefndi formenn fimm helstu
stjómmálaflokka héraðsins til setu í
samninganefndinni, en hann mun
ekki taka sæti í henni sjálfur. Enn
hefur ekki tekist að fá fulltrúa
Frelsishers Kosovo til að taka þátt í
friðarviðræðum. Rugova sagði á
blaðamannafundi í gær að ástandið í
héraðinu væri mjög alvarlegt og að
nauðsynlegt væri að hefja samn-
ingaviðræður hið fyrsta. Hann sagði
að samninganefndin myndi í dag
eiga fund með bandarískum emb-
ættismönnum til að útfæra hug-
myndir um friðsamlega lausn deil-
unnar.
Óttast um afdrif
flóttamanna
Bardagar héldu áfram í vestur-
hluta Kosovo í gær. Serbar neituðu
fregnum þess efnis að höfuðvígi
skæruliða Frelsishers Kosovo í
Junik hefði fallið í þeirra hendur, en
öryggissveitir hafa setið um bæinn í
nær tvær vikur. Haft var eftir
serbneskum heimildamönnum að
áfram væri barist í grennd bæjarins
Glodjane, sem öryggissveitir náðu á
sitt vald á miðvikudag.
Yfirvöld í Albaníu fullyrtu í gær
að serbneskir hermenn, sem átt
hefðu í bardögum við skæruliða ná-
lægt landamærunum, hefðu varpað
sprengjum inn á albanskt landsvæði
á miðvikudag. í yfirlýsingu frá al-
banska innanríkisráðuneytinu segir
að sex hundruð manna hafi flúið yfir
til Albaníu í gær, en það mun vera
mesti fjöldi flóttamanna á einum
degi síðan átökin hófust íyrir hálfu
ári.
Hjálparstofnanir hafa varað við
því að neyðarástand geti skapast,
verði þúsundum flóttamanna ekki
gert kleyft að snúa til heimila sinna
áður en kólna fer í veðri. Einnig er
óttast að bera fari á matvælaskorti,
þar sem landbúnaðarframleiðsla
hefur raskast verulega í héraðinu
vegna átakanna.
Fetað í fótspor
Díönu og Dodis
París. Reuters.
HÓTEL í París býr sig nú undir
að bjóða gestum sínum upp á
„Díönu-túr“ þar sem síðustu
stundir í lífi Díönu verða rifjaðar
upp í tilefni þess að bráðum er
eitt ár liðið frá bílslysinu sem olli
dauða Díönu.
Verður viðskiptavinum Odeon-
hótelsins, sem stendur á vinstri
bakka Signu, frá og með morg-
undeginum boðið upp á ökuferð í
svartri Mereedes-bifreið líkri
þeirri sem Díana var farþegi í
nóttina örlagaríku og verður leit-
ast við að veita ógnvekjandi og
raunsanna innsýn í síðustu
stundir Díönu. „Fólk getur gagn-
rýnt þetta uppátæki," sagði
Emile Cacciari, framkvæmda-
stjóri Odeon-hótelsins, „en stað-
reyndin er sú að eftirspumin eft-
ir þessu er afar mikil.“
Ókuferðin mun kosta 150
franska franka, eða rúmlega
1.500 ísl. kr., og verður ekið sem
leið liggur frá Ritz-hótelinu, þar
sem Díana og Dodi Al-Fayed
snæddu sína hinstu máltíð, til
Alma-ganganna þar sem Merc-
edes-bifreið þeirra skall á vegg
með þeim afleiðingum að Díana
og Dodi létust, ásamt bflstjóran-
Á slysstað við Alma-torg.
um Henri Paul. Verður þaðan
haldið áleiðis til Pitie-Salpetriere
sjúkrahússins þar sem Díana lést
nokkrum stundum eftir slysið.
Að sögn Cacciaris verða ferðir
þessar í boði fram til 31. ágúst,
en þá verður eitt ár liðið frá
dauða Díönu, og er gert ráð fyrir
að allur ágóði renni til líknar-
stofnana.
Hundruð ferðamanna heim-
sækja Alma-torgið á bakka Signu
á degi hverjum til að líta augum
vettvang bflslyssins örlagaríka.
„Gestir okkar spyrja ávallt
tveggja spuminga," sagði Cacci-
ari. „Hvar er Eiffel-tuminn og
hvar er Alma-torg?“
Sérstæður legsteinn
SHLOMI Akrish horfir á far-
símalagaðan legsteininn á leiði
bróður síns heitins, Guy, í
kirkjugarðinum í bænum As-
hkelon í suðurhluta ísraels.
Steinninn er höggvinn í svartan
marmara. Guy lést í bílslysi fyr-
ir mánuði og ákvað fjölskyldan
að reisa honum þennan óvei\ju-
lega legstein „vegna þess að
honum fannst svo gaman að tala
í símann“, að því er Diana, syst-
ir hans, tjáði Reuters. Á „skjá“
símans er grafskriftin:
Halló, þetta er Guy, hvað seg-
irðu gott?
Læknar án landamæra krefjast
aðgerða í Suður-Súdan
Stórkostleg
neyð blasir við
HJÁLPARSAMTÖKIN, Læknar
án landamæra, segja stórkostlega
neyð blasa við hungruðu fólki í Suð-
ur-Súdan því að rúmur helmingur
íbúa sé alvarlega vannærður, að því
er Aftenposten greindi frá. Börn
yngri en fimm ára eru í mestri
hættu. Niðurstöður rannsóknar,
sem samtökin gerðu í héraðinu Ba-
hr el Ghazal, sýna að 30% barna líða
mjög alvarlegan næringarskort.
Daglega deyja 133 börn á dag af
hverjum 10.000.
Læknar án landamæra halda því
fram að dánartíðni barna í Suður-
Súdan sé sú hæsta sem þeir hafi
séð í sínum störfum. Hún sé hærri
en í hungursneyðinni í Eþíópíu
1984 og í Sómalíu 1992. Verði ekk-
ert að gert muni öll börn undir
fimm ára aldri í þorpinu Aijep, í
Bahr el Ghazal, vera dáin úr hungri
í vetrarbyrjun, að sögn Mortens
Rostrups læknis.
Hjálparsamtökin vilja að öllum
tiltækum ráðum verði beitt til þess
að koma nauðstöddum til hjálpar í
Bahr el Ghazal og hermenn Sa-
meinuðu þjóðanna jafnvel kallaðir
til, svo að tryggja megi réttláta
dreifingu matvæla til þeirra sem
minnst mega sín.
m
Auknar
rigningar
MIKLAR rigningar í Bangla-
desh í gær juku enn á eymdina
sem vatnavextir og flóð hafa
valdið í landinu og sögðu
stjómarerindrekar að 326
væru látnir. Vonast hafði verið
til þess að hið versta væri yfir-
staðið þegar flóð tóku að réna
fyrr í vikunni en þegar hóf að
rigna á nýjan leik með meira
offorsi en fyrr versnaði jafnvel
ástandið á sumum stöðum.
Gingrich
hittir Ahern
NEWT Gingrich, forseti full-
trúadeildar Bandaríkjaþings,
hittir í dag Bertie Ahem, for-
sætisráðherra
Irlands, í Du-
blin og munu
þeir m.a. ræða
stöðu mála á N-
Irlandi og sam-
skipti Ira og
Bandaríkja-
manna. Ging-
rich, sem er í
átta daga heimsókn til Irlands,
var í Belfast fyrr í vikunni en í
ferðinni leitar hann einnig heim-
ilda um forfeður sína sem taldir
eru hafa komið frá Donegal.
Mikil mengun
í Ósló
VEGNA þess hve loftmegnun
er mikil í Ösló og Bergen, bend-
ir flest til þess nú að frá 1. des-
ember nk. verði hámarkshraði í
miðborgum þeirra lækkaður
niður í 30 km á klukkustund og
takmarkanir verði settar við
akstri þá daga sem mengun er
mest. Hins vegar hefur verið
fallið frá fyrri áætlunum um að
banna nagladekk vegna þess að
minni notkun þeirra hefur ekki
dregið úr mengun.
Hungursneyð
yfirvofandi
GÓÐGERÐARSAMTÖKIN
ActionAid sögðu í gær að við
blasti kólerufaraldur og hung-
ursneyð í þeim sex héraða Af-
ríkuríkisins Úganda sem orðið
hefðu fyrir barðinu á miklum
vatnavöxtum í ánni Níl. Ríkis-
stjórn landsins var í gær gagn-
rýnd af fulltrúum á þjóðþing-
inu fyrir að bregðast seint og
illa við flóðunum.
Filippus
gagnrýndur
FYRRUM Bítillinn Paul McC-
artney sakaði í gær Filippus
prins, eiginmann Elísabetar
Englandsdrottningar, um
hræsni fyrir að gegna embætti
forseta Alþjóðanáttúruvernd-
arsjóðsins þótt hann stundaði
reglulega fashanaveiðar. McC-
artney lofaði að vera jafn ötull
talsmaður náttúruverndar og
Linda eiginkona hans, sem lést
fyrr á árinu.
Stórabeltis-
brú er traust
ENGAR áhyggjur þarf að hafa
af sprungum í Stórabeltis-
brúnni, sem tengir Sjáland og
Fjón, að sögn talsmanna fyrir-
tækisins sem reisti brúna.
Segja þeir slíkar sprungur al-
vanalegar en nýlega höfðu
ýmsir aðilar vakið athygli á
sprungunum sem eru í austur-
hluta brúai-innar og jafnvel tal-
að um mistök við brúargerðina.