Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 21
(
>
w
>
h
>
I
k
W
>
>
k
>
I
I
I
I
►
ERLENT
MQI ftVÉHUEl
Reuters
BANDARISKIR alríkislögreglumenn ganga fram hjá braki á vettvangi í Nairóbí í gær.
Hryðjuverkin í Kenýa og Tansaníu
Vísbendinga leitað í
sprengjurústunum
Dar es Salaam, Nairóbí, Washington. Reuters.
LEIT var haldið áfram í gær að vís-
bendingum og sönnunargögnum við
sendiráð Bandaríkjanna í Kenýa og
Tansaníu.
Fimm manns eru í haldi kenýsku
lögreglunnar og aMkislögreglu Banda-
ríkjanna (FBI) grunaðir um aðild að
sprengitilræðinu í Nairóbí sl. fóstudag.
Viðamikil rannsókn á tilræðunum í
Kenýa og Tansaníu er hafin en lög-
reglan í Tansaníu hefur þegar hand-
tekið þrettán útlendinga grunaða um
aðild að sprengingunni í Dar es
Salaam. Bandaríska alríkislögregl-
an stjómar rannsóknum á vettvangi í
Dar es Salaam og Nairóbí. í höfuð-
borg Tansaníu var gripið til þess ráðs
í gær að stækka sprengjugíginn sem
myndaðist, svo betur mætti finna vís-
bendingar og sönnunargögn.
I lok síðasta árs benti Prudence
Bushnell, sendiherra í Kenýa, utan-
ríkisráðuneytinu á að öryggi væri
ekki tryggt í sendiráðinu í Nairóbí
og æskti þess að nýtt sendiráð yrði
byggt. Ekki var hægt að verða við
ósk sendiherrans vegna fjárskorts.
Bill Clinton hefur fyrirskipað
embættismönnum að gera úttekt á
öryggismálum bandarískra sendi-
ráða og skila honum skýrslu áður en
hann biður þingið um fé til þess að
efla öryggi þeirra.
Dönsk sjúkrahús orðin yfírfull
I aðgerð erlendis
vegna biðlista
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
BIÐLISTAR í aðgerðir á dönskum sjúkrahúsum eru orðnir svo langir að
gripið verður til þess ráðs að senda sjúklinga í aðgerð erlendis til að
stytta bið þeirra. Hér er einkum um að ræða aðgerðir vegna alvarlegra
sjúkdóma eins og krabbameins. I Þýskalandi er geta til að taka við sjúk-
lingum og fyrst um sinn verður tekið upp samstarf við sjúkrahús í Norð-
ur-Þýskalandi, skammt frá dönsku landamærunum. Einnig er áhugi á að
ná sama samstarfi við sænsk sjúkrahús, en þar virðast biðlistar hins veg-
ar vera svipað vandamál og í Danmörku.
Það eru einkum niðurstöður at-
hugana, sem sýna að danskar kon-
ur með brjóstakrabba eigi sér
minni lífslíkur en kynsystur á öðr-
um Norðurlöndum, sem ýta undir
þessar aðgerðir nú. Konur, sem
gangast eiga undir skoðun vegna
gruns um krabbamein, þurfa að
öllu jöfnu að bíða í tvær vikur eftir
að komast í nákvæma skoðun til að
fá skorið úr um hvort um krabba sé
að ræða.
Eftir það tekur enn við bið eftir
að komast í aðgerð, þó að heilbrigð-
isráðherra hafi ákveðið í febrúar að
sjúklingar ættu ekki að þurfa að
bíða í meira en tvær vikur eftir að
komast í meðhöndlun eða aðgerð,
þegar um krabbameinsaðgerðir og -
meðhöndlun væri að ræða.
Hvatt til
forgangsröðunar
Carsten Koch heilbrigðisráð-
herra mun brátt birta svipaða til-
skipun um aðra hættulega sjúk-
dóma, en undirstrikar þó að ekki
verði um að ræða tryggingu ríkisins
fyrir að biðin eigi ekki að vera
lengri. Ráðherrann hvetur einnig til
að tekin verði upp forgangsröðun í
heilbrigðiskerfinu, þannig að mikil-
væg meðferð og aðgerðir sem varða
líf og dauða hafi forgang fram yfir
minniháttar aðgerðir.
Hallalaust
fjárlaga-
frumvarp
Helsingfors. Morgunblaðið.
FINNSKA rOdsstjórnin hefur lagt
fram hallalaust fjárlagafrumvarp
fyrir 1999. Er þetta fyrsta fjárlaga-
friimvarpið í átta ár sem er án halla.
Telst það merkilegt, ekki síst í Ijósi
þess að kosningar eru á næstunni og
vanalega hækka útgjöld verulega í
síðasta fjárlagafrumvarpi á hverju
kjörtímabili.
Paavo Lipponen forsætisráðheiTa
viðurkenndi á kynningu frumvarps-
ins að jákvæð niðurstaða ríkisfjár-
mála væri bókfærsluatriði að hluta.
En hann ítrekaði að engum óleyfi-
legum brellum hefði verið beitt.
Sagði Lipponen að nú væri komin
upp sú staða að ríkið geti hætt að
taka ný lán. Samt væru engar tíma-
sprengjur í frumvarpinu sem gætu
reynst þeirri ríkisstjórn, sem tekur
við á næsta vori, erfíðar.
Reiknað er með að hagvöxtur á ár-
inu 1999 verði um 4% og spáð er að
atvinnuleysi lækki í 9% en það var
nærri 20% þegar ríkisstjórn
Lipponens tók við fyrir rúmum
þremur árum.
Hillary sakar
Starr um fordóma
Washington. The Daily Telegraph. Reuters.
HILLARY Rodham Clinton, for-
setafrú í Bandaríkjunum, hefur
sakað sérstakan saksóknara, Kenn-
eth StaiT, um hatur í garð forset-
ans, því Bill Clinton sé ættaður frá
Arkansas. Starr á rætur að rekja til
Texas. „Ég held að þetta sé að
miklu leyti fordómar í garð heima-
ríkis okkar,“ sagði Hillary.
Starr fer með rannsókn á meintu
misferli forsetans og mun Clinton
bera vitni frammi fyrir rannsóknar-
kviðdómi, sem Starr hefur kallað
saman, nk. mánudag. Beinist rann-
sókn kviðdómsins að því hvort
grundvöllur sé fyrir ákæru á hendm-
forsetanum vegna embættisafglapa.
Orðum forsetafrúarinnar hefur
verið svarað á þá leið, að Starr hafi
verið búsettur í Arkansas löngu áð-
ur en Hillary fluttist þangað. Starr
seldi biblíur í bænum Searcy til
þess að borga fyrir skólagöngu
sína. Álitsgjafar hafa látið í veðri
vaka að Hillary sé „mjög tauga-
óstyrk" vegna væntanlegs vitnis-
burðar Clintons.
Clinton mun svara öllum
spurningum
Talsmaður forsetaembættisins,
Joe Lockhart, sagði á miðvikudag
að ekkert væri hæft í vangaveltum
um að Clinton myndi neita að svava
sumum spurningum Starrs á mánu-
dag. Lockhart sagði að forsetinn
myndi standa við það loforð að gefa
„fullkominn og sannferðugan“ vitn-
isburð. Kvaðst Lockart telja að
skilja mætti þetta sem svo að Clint-
on ætlaði að svara öllum spurning-
um.
Rcutcra
Eymd
MUN ég nokkurn tíma vaxa
upp úr eymdinni? stóð á spjald-
inu sem þessi stúlka hélt á í
Nýju Delhí á Indlandi í gær.
Hópur barna er vinna erfiðis-
vinnu á Norður-Indlandi hélt á
fund forseta landsins í gær og
skoraði á hann að binda enda á
erfiðisvinnu barna og skylda
þau til skólagöngu. Samtök
sem beijast fyrir frelsi ánauð-
ugra verkamanna fylgdu hópn-
um, 51 barni, einu fyrir hvert
ár sem Indland hefur verið
sjálfstætt ríki, til Nýju Delhí.
Fulltrúar samtakanna segja að
á Indlandi séu um 65 milljónir
barna neyddar til að vinna erf-
iðisvinnu.
i. / Flymo 460 Pro
Jf Bensínknúiö ý
m vélorf fyrir .ú
sumarbústaði j
og heimagarða. J7
32.5ccmótor. J'
6,1 kg. /7
Sláttuhaus /
ogdiskur ./
fyigja. / — —
MTD
3.5 hp mótor.
Sláttubreidd 51 sm
meö stál ^
sláttudekki. <3|
§U KRAFTMESTA
A MARKAÐNUM!
MTD
White
5 hp Briggs &
Stratton mótor.
W 50 lítra grassafnari.
Sláttubreidd 53 sm.
Fyrir sumarbústaði,
stærri garöa, húsfélög ofl.
Sláttuvélar - Hekkklippur - Sláttuorf * Garðtætarar - Keðjusagir - Jarðborar
UTSAVA