Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
„HERÐUBREIÐ" 1998.
Ásdís sýnir í
Stöðlakoti
ÁSDÍS Guðjónsdóttir opnar
málverkasýningu í Stöðlakoti
við Bókhlöðustíg laugardaginn
15. ágúst.
Ásdís stundaði nám við
Myndlista- og handíðaskóla ís-
lands frá 1980-1985 og lauk
námi frá textíldeild 1984. Hún
lauk kennsluréttindanámi frá
Háskóla íslands 1992.
Ásdís hefur einnig sótt
framhaldsnámskeið í grafík,
leirkerasmíði og listmeðferð
og tekið þátt í uppsetningu
nokkurra leiksýninga, en þetta
er hennar fyrsta einkasýning.
Verkin eru öll unnin á þessu
ári.
Sýningin verður opin alla
daga nema mánudaga og lýkur
30. ágúst.
SJÓSÓKN fyrri tfma, ein af ljósmyndunum úr safni þeirra Herdísar og Guðbjartar sem nú eru til sýnis í Hafnarfirði.
Aldarminning í ljósmyndum í Hafnarflrði
Sýningu lýkur
Nýlistasafnið
SAMSÝNINGUNNI „Leitin að
Snarkinum" í Nýlistasafninu lýkur
nú á sunnudag. Þar sýna þrettán
listamenn frá Berlín og Reykjavík.
NÚ STENDUR yfír ljósmynda-
sýning í sýningarsal Halla rakara
við Strandgötu 39 í Hafnarfirði.
Þar eru sýndar Ijósmyndir úr
safni þeirra hjóna Herdísar Guð-
mundsdóttur og Guðbjartar Ás-
geirssonar, sem kölluð voru Dísa
og Bjartur í Kassahúsinu sökum
þess að hús þeirra undir Hamrin-
um var lengi framan af án hefð-
bundins valmaþaks.
„Ljósmyndirnar eru frá fyrri
hluta þessarar aldar og eru frá
atvinnulífinu til sjós og lands sem
og frá Hafnarfirði, myndir sem
bæjarbúar hafa haft gaman af að
Ljóðadag’skrá í Norræna húsinu
Morgunblaðið/Arnaldur
SKÁLDKONURNAR sem lesa upp. Á myndina vantar Steinunni Sigurðardóttur
og Eiísabetu Kristínu Jökulsdóttur.
skoða með tilliti til þeirra breyt-
inga sem orðið hafa í Firðinum.
Efnt er til sýningarinnar nú í
tilefni þess að f sumar er liðin öld
frá fæðingu Herdísar, en Guð-
bjartur var áratugnum eldri.
Upphaf ljósmyndunar þeirra var
tómstundagaman Guðbjartar
sem síðar leiddi til þess að þau
hjónin opnuðu í Kassahúsinu
fyrstu ljósmyndaþjónustuna í
Hafnarfirði.
Guðbjartur var matsveinn til
sjós og var afkastamikill mynda-
smiður bæði til sjós og lands.
Þegar svo Kristján X konungur
íslands og Danmerkur kom hing-
að til lands í opinbera heimsókn
áræddi Herdís að reyna fyrir sér
með myndavélina líka. Eftir það
mátti sjá þessa virðulegu frú í
peysufötum með myndavélina við
margvíslegustu tækifæri,“ segir í
kynningu.
Auk ljósmynda þeirra Guð-
bjartar og Herdísar má einnig
sjá á sýningunni sýnishorn af
myndum sem Herdís gerði úr
vindlahringjum.
Sýningunni lýkur 25. ágúst.
GUÐBJARTUR og Herdfs ásamt þrem af börnum sfnum.
„Dýpsta
sæla og
sorgin
þunga“
VERK 12 íslenskra Ijóðskálda
verða kynnt á dagskrá í Nor-
ræna húsinu laugardaginn 15.
ágúst kl. 16.
Ljóðskáldin eru: Ingibjörg
Haraldsdóttir, Gerður Kristný,
Steinunn Sigurðardóttir, Þóra
Jónsdóttir, Elísabet Kristín
Jökulsdóttir, Hallfríður Ingi-
mundardóttir, Vilborg Dag-
bjartsdóttir og Linda Vilhjálms-
dóttir, sem verða allar við-
staddar og lesa ljóð sín.
Einnig verða lesin ljóð eftír
Kristinu Ómarsdóttur, Nínu Björk
Ámadóttur, Þuríði Guðmunds-
dóttur og Jóhönnu Sveinsdóttur.
Elísabet Brekkan les þýðingar á
sænsku á nokkrum ljóðum.
Ingibjörg Haraldsdóttir verður
kynnir og hefur hún haft umsjón
með dagskránni. Aðgangur er
700 kr. og gildir einnig að sýn-
ingunni Þeirra mál ei talar
tunga í sýningarsölum Norræna
hússins.
KVIKMYNÐIR
Stjörnubfó,
Laugarásbfó
„SLIDING DOORS“ ★%
Leikstjóri og handrit Peter Howitt.
Tónlist David Hirschfelder. Kvik-
myndatökustjóri Remi Adrifarasin.
Aðalleikendur Gwyneth Paltrow,
John Hannah, John Lynch, Jeanne
Tripplehorn, Douglas McFerran,
Zara Turner. 100 mín. Bresk.
Paramount/Miramax 1998.
LÍFIÐ ræðst ekki einvörðungu
af yfirveguðum ákvörðunum, heldur
engu síður af einskærum tilviljun-
um. Við köllum þær örlög, óhöpp,
gæfu, eftir því hvernig þær breyta
okkur. Peter Howitt, breskur nýliði
í leikstjóra/handritshöfundastétt,
leikur sér skemmtilega að þessum
möguleikum; hvað gæti gerst ef við
gætum breytt gangi hlutanna.
Aðalpersónan er Helen (Gwyneth
Paltrow), snjöll og sæt stúlka í góðu
starfi í London, sem fær pokann
sinn hjá karlrembustjórum fyrir-
tækisins í upphafi myndarinnar.
Það sem á eftir kemur fáum við að
sjá frá tveimur sjónarhornum. I
öðru heldur Helen beint heim, sár
og niðurbrotin, og einsog það hálfa
væri ekki nóg, kemur hún að Gerry
(John Lynch), kærastanum sínum, í
bólinu hjá Lydiu (Jeanne Tripp-
lehorn), gamalli vinkonu hans.
Helen slítur sambandinu, kynnist
James (John Hannah), afar þægi-
legum og aðlaðandi náunga, og áður
en langt um líður hefur hún aldrei
haft það betra. Hitt homið er ekki
eins huggulegt. Þá missir okkar
kona af neðanjarðarlestinni, er
rænd, lendir á slysavarðstofunni og
kemst loks heim þegar Gerry og
Lydia hafa lokið sér af og hún ný-
skriðin út. En Helen fer að gruna
margt, það eru tvö koníaksglös á
borðinu. Annað eftir því. Hún fær
vonda vinnu, Gerry er bannsettur
skíthæll sem heldur ótrauður fram-
hjá henni og tilveran ósköp grá
fram að lokauppgjörinu.
Howitt segir þessar sögur sam-
hliða og gerir það á margan hátt
vel, Sliding Doors er besta
skemmtun, yfirhöfuð vel leikin, á
köflum skemmtilega skrifuð með
mörgum fyndnum tilsvörum.
Brugðið er upp viðhorfum sem
maður veltir oft fyrir sér í daglega
lífinu; hvað hefði nú getað gerst,
ef... Hins vegar teygir Howitt ful-
lengi lopann, teymir okkur inn í full
margar hliðarsögur og á í nokkrum
vandræðum með að ljúka hugleið;
ingum sínum á viðunandi hátt. I
báðum útgáfunum fær þó þrjótur-
inn makleg málagjöld og söguhetj-
an stendur uppi sem sigurvegari
kringumstæðnanna. Howitt er með
smálega tilburði í þá veru að gera
undirtón Sliding Doorsögn alvar-
legan, það fer fyrir ofan garð og
neðan, eftir stendur prýðileg, róm-
antísk gamanmynd, punktum og
basta. Maður hefur á tilfinningunni
að Howitt hafí ekki tekist ærlunar-
verk sitt fullkomlega, það vantar
meiri alvöru í verkið til að það veki
mann til teljandi umhugsunar um
viðfangsefnið.
Paltrow er mistæk leikkona, hér
er hún í essinu sínu, einkum sem
hin lánsama Helen, armæða og mót-
læti er eiginlega utan hennar tján-
ingarsviðs. Og enski framburðurinn
gleymist á stöku stað. Tripplehorn
gerir Lydiu hins vegar að alltof
mikilli tæfu, hún verður heldur
óspennandi valkostur fyrir Gerry,
sem John Lynch leikur ágætlega,
gerir þó þennan lúða alltof viðkunn-
anlegan. Líkt og Lynch, þá er John
Hannah, hinn aðalkarlleikarinn, lítt
þekktur, þeir hafa til þessa aðeins
komið fram í lítilvægum myndum
og sjónvarpsefni. Hannah gæti þó
orðið nýr Hugh Grant, eða eitthvað
þaðan af verra, ef hann gætir sín
ekki. Hann kemst leikara best frá
myndinni, afar sjarmerandi og væn-
legur. Tekur bitið úr ætlunarverki
höfundar.
Sæbjörn Valdimarsson
Marta Guðrún
••
og Orn á
síðustu tðn-
leikunum
SÍÐUSTU tónleikar í sumar-
tónleikaröð Stykkishólms-
kirkju verða haldnir á sunnu-
daginn, 16. ágúst, kl. 17.00.
Tónleikarnir verða jafnframt
síðasti dagskrárliðurinn í há-
tíðahöldum á Stykkishólmi er
nefnast Danskir dagar. Að
þessu sinni munu koma fram
tónlistarmennimir Marta Guð-
rún Halldórsdóttir sópran-
söngkona og Öm Magnússon
píanóleikari.
Á efnisskrá verða íslensk
þjóðlög og norræn í útsetningu
Sveinbjöms Sveinbjömssonar
og Ferdinads Rauters. Auk
þess verða lög eftir Sigvalda
Kaldalóns, Edvard Grieg, Carl
Nielsen og Jean Siebelius.
Marta og Öm hófu samstarf
árið 1990. Þau hafa haldið
fjölda tónleika með nýrri og
eldri tónlist.
Nú fyrir skemmstu fluttu
þau íslensk þjóðlög á tónleik-
um Ríkisútvarpsins sem út-
varpað verður um alla Evrópu
í september næstkomandi.