Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.08.1998, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 14. ÁGIJST 1998 27 Reykingar! Fordæmi og fyrirmyndir LÍTIÐ var gert úr skaðsemi tó- baks fram eftir öldinni, bæði hér heima og erlendis. Jónas Krist- jánsson læknir, frumkvöðull nátt- úrulækningastefnunnar á Islandi, fékk lítinn hljómgrunn hjá kolleg- um sínum þegar hann hélt uppi áróðri gegn tóbaki í upphafí aldar- innar. Eins og í fjölmörgum öðrum heilsueflingarmálum var Jónas langt á undan sinni samtíð er hann stofnaði Tóbaksbindindisfélag Sauðárkróks 2. janúar 1929. I dag efast enginn um skaðsemi reykinga. Engu að síður sýna rannsóknir að fimmtungur ís- lenskra unglinga reykir og þeir neyta nær allir einnig áfengis. Þá bendir allt til þess, að neysla áfeng- is og tóbaks sé farvegur yfir í ólög- leg og stórhættuleg vímuefni. Órækar sannanir um skaðsemi tó- baks hafa hrannast upp síðustu áratugina og því valda vaxandi tó- baksreykingar unglinga miklum áhyggjum en meira en 300 einstak- lingar deyja árlega hér á landi af þeirra völdum. 1 dag hefst á Egilsstöðum ráð- stefna á vegum Heilbrigðisstofnun- arinnar Egilsstöðum og Krabba- meinsfélags Héraðssvæðis um hlutverk heilbrigðisstarfsmanna í tóbaksvörnum. Hér er um þarft framtak að ræða sem vonandi gef- ur baráttunni gegn reykingum aukinn byr í seglin. Jónas Kristjánsson læknir sagði að foreldrar ættu að axla þá ábyrgð að vera foreldri á þann hátt að vera börnum sínum góð fyrir- mynd í hvívetna. Eins væri mikil- vægt að þeir gerðu þá skýlausu kröfu til yfirvalda að fræðsla um heilbrigt líferni skipaði öndvegi í skólakerfinu, allt frá upphafi. Því miður sýnir reynslan að stjórn- málamenn gefa lítið fyrir verkefni sem ekki sýna árangur fyrr en eftir langan tíma, jafnvel tugi ára. Hér reynir á áræðni og þor stjórnmála- manna auk framsýni og sveigjan- leika embættismanna. Það nægir ekki að halda uppi góðu starfi Tó- baksvarnarnefndar og krabba- meinsfélaganna heldur verður að koma í veg fyrir að einstaklingur- inn ánetjist óheilbrigðu líferni en í flestum tilfellum gerist það á ung- lingsárunum. Almenningur hefur verið kirfi- lega upplýstur um þessi mál og getur ekki nokkur maður sem met- ur heilsu sína og náungans að verð- leikum, horft framhjá niðurstöðum sem studdai- eru vísindalegum rannsóknum. Það er verðugt íhugunarefni að velta því upp hvers vegna fólk reykir, jafnvel yfír bömum sínum, þrátt fyrir vitneskjuna um hættuna því samfara. I þessu sambandi eru heilbrigðisstarfsmenn engu betri en aðrir og er með ólíkindum, og í raun til háborinnar skammar, að vita til þess að hámenntað fagfólk sem daglega starfar innan um af- leiðingar reykinga, skuli reykja. Ef einhverjir eiga að fara á undan með góðu fordæmi í þessum efnum þá eru það starfsmenn heilbrigðis- þjónustunnar. Kannanir sýna að ríflega helm- ingur þeirra sem reykja að stað- aldri eru á móti reykingum. Þetta segir m.a. að lífstíll fólks, sem í raun er félagslegt fyrirbæri, er ekki endilega í samræmi við við- Tóbaksreykur er vanabindandi eiturefni, segir Gunnlaugur K. Jónsson, sem veldur alvarlegum sjúkdómum og dauða. horf þess enda segja heimspeking- ar að viðhorfum sé auðvelt að breyta en að breyta atferli fólks sé allt annað mál. Þá hefur því oft verið fleygt að fólk vilji frekar lifa „betra lífí“ og hættulegu en að lifa lengur enda treystir það á tæknina þegar allt er komið í óefni. Eg held að flestir séu því sam- mála að jafningjahópurinn hafi mest áhrif á unglinginn, sérstaklega eftir að „foreldravaldið" dvínar. Þá reynir á hvort unglingamir standist pressuna. I þessu sambandi skiptir uppeldið og fræðslan höfuðmáli auk fjölbreytts framboðs á tómstundum sem keppa við óheppilegan lífsstíl en þai' hefur verulega vantað á og enn og aftur eru það yfirvöld sem draga lappirnar. Utflutningsráð, fyrir hvern? f L JÓSI þeirrar um- ræðu sem verið hefur um tilgang og gagn- semi Útflutningsráðs og skynsemi þess að skylduframlög fyrir- tækja standi undir rekstri þess vill undir- ritaður lýsa ý stuttu máli þætti Útflutn- ingsráðs í markaðs- sókn Sláturfélagsins á danskan markað. í lok sumars 1996 hafði Útflutningsráð samband við Sláturfé- lagið eins og fjölda annarra fyrirtækja. Kannaður var áhugi á þátttöku í vörukynningum og sölu- átaki í nokkrum verslunum Super Brugsen-keðjunnar í Danmörku. Kynning þessi var í tengslum við heimsókn forseta íslands til Dan- merkur í nóvember sama ár. Sláturfélagið var þá að undirbúa útflutning lambakjöts til Evrópu- sambandsins og hafði skilgreint Danmörku sem einn af lykilmörk- uðunum til markaðssóknar. Þegar þetta tækifæri bauðst var ákveðið að setja forgang á Danmörku og nýta þennan kynningarmöguleika eins og hægt væri. Það styrkti þetta átak að tengiliður og viss frumkvöðull kynninganna var einn verslunarstjóri Super Brugsen- verslananna, Torben Vogter að nafni. Torben er íslandi að góðu kunnur. Á sínum yngri árum vann hann í nokkur ár á fslandi, þar á meðal hjá Sláturfélaginu. Á undirbúningstíma aðstoðaði Útflutningsráð við vöruval, val pakkninga og gerð kynningarefnis. Kynningarnar tókust vel. Viðtökur neytenda voru góðar og fyrirtækin ellefu sem að þessu stóðu fengu mikilvægar vísbendingar um næstu skref á markaðnum. f framhaldi voru vönir lagaðar betur að óskum við- skiptavina og unnið að sölu til fleiri viðskipta- vina. Á miðju ári 1997 hafði Útflutningsráð forgöngu um að ráða Torben sem markaðs- fulltrúa til starfa í Danmörku. Þeim fyr- irtækjum sem tóku þátt í upphaflegu kynningunni var boðin þátttaka auk nokkurra nýn-a aðila sem vitað var að hefðu áhuga á sókn á erlendan mark- að. Torben hefur starfað sem markaðs- ráðgjafi Útflutningsráðs í tæpt eitt ár og unnið þar fyrir ellefu íslensk matvælafyrirtæki. Árangur Sláturfélagsins á danska markaðnum er framar von- um. Á þessu ári er fyrirséð að sala lambakjöts til Danmerkur verður Stuðningur Útflutn- ingsráðs, segir Steinþór Skúlason, nýtist öðrum fremur fyrirtækjum sem eru að stíga fyrstu skref í útflutningi. 120-140 tn. Skilaverð er sambæri- legt við það sem best gerist á öðr- um mörkuðum eða 240-260 kr./kg, fob-verð reiknað í heilum skrokk- um. Höfuðáhersla hefur til þessa verið lögð á sölu fersks kjöts í loft- skiptum umbúðum. Sláturfélagið hefur ákveðið að fylgja þessum árangi'i eftir og setja upp litla kjötvinnslu í Danmörku á Steinþór Skúlason næsta ári. Rekstur kjötvinnslu í Danmörku opnar mikla möguleika á að selja erlendis margar þeirra nýjunga sem Sláturfélagið hefur þróað á undanförnum árum fyrir innlendan markað. Nýjungar sem taka fram flestu því sem finnst er- lendis af sambærilegri vöru. Mark- miðið með kjötvinnslu í Danmörku er að hafa af henni arð og ná enn hærra verði fyrir íslenskt lamba- kjöt erlendis. Mikilvægi Útflutningsráðs í þessu samhengi er að hafa á einum stað þekkingu og getu til að styðja með faglegum hætti útflutnings- starf íslenskra fyiirtækja og við íyrstu skref inn á nýja markaði. Á þessum sviðum liggja oft mikilvæg- ustu sóknarfærin. Sjálfsagt er að leita hagkvæmni með samstarfi Útflutningsráðs og viðskiptafulltrúa í sendiráðpm Is- lands erlendis. Starfsemi Útflutn- ingsráðs er mjög gagnleg og þar liggja mikil verðmæti í reynslu og þekkingu sem mistök væri að kasta á glæ með fljótfærnislegum breyt- ingum á starfsemi Útflutningsráðs. Höfundur er forstjóri Sláturfélags Suðurlands sf. íkki LáM Fákafeni 9 sími 5682866 www.mbl.is Tóbaksreykur er vanabindandi eiturefni sem veldur alvarlegum sjúkdómum og dauða. Állh' vita að ef tóbak væri að koma á mark- aðinn í dag þá yrði það bannað eins og hvert annað fíkniefni. Engu að síður er tekið tillit til tóbaksverðs þegar neysluvísitala er reikn- uð út en það eitt sýnir algjöran ósigur kerfis- ins gagnvart tóbakinu. Yfirvöld hafa miklar tekjur af tóbakssölu en í því sambandi vaða menn reyk enda má líkja þessum tekjum við ísjaka á hafi úti þar sem tekjurnar eru of- ansjávar en kostnaðurinn neðan- sjávar. Heilsan er okkar dýrmætasta eign enda oft sagt að hún sé horn- steinn hamingju og velfamaðar sérhvers manns. I ritstjómargrein Mbl. á síðasta ári var sagt að eng- inn hefði heilsufarsleg efni á því eða siðferðilegan rétt til þess að tefla eigin heilsu og annarra í tvísýnu með reykingum, vitandi það sem nú er vitað um dauðans alvöm tóbaks- reykinga. Hér em orð í tíma töluð. I því að vera heilbrigður felst m.a. hæfileikinn til að vinna og njóta lífsins. Okkur ber skylda til að tryggja velferð bama okkar á þann hátt að vemda þau fyrir óheilbrigðu líferni en þar skiptir markvisst fræðslu- og upplýsingastarf heim- ila, heilbrigðisyfirvalda og skóla öllu máli. Yfirvöld verða að taka sér tak og fara á undan með góðu for- dæmi og samræma þessa vinnu. Auðvitað er nauðsynlegt að taka á afleiðingum reyk- inga. Haldnar era ráð- stefnur þar sem enn og aftur er ítrekað hversu hættulegar reykingar era. Nám- skeið era haldin fyrir reykingafólk þar sem þvi er hjálpað til að hætta reykingum og hefur t.a.m. Heilsu- stofnun NLFI náð ótrúlegum ár- angri í þeim efnum. Allt þetta er af hinu góða en varanlegur árangur næst aðeins á þann hátt að ráðast að orsökunum, þ.e. að koma í veg fyrir að mannskepnan byi'ji að reykja. Hér þarf að lyfta Grettistaki en það verður ekki gert án framkvæðis yfirvalda sem enn og aftur fá tækifæri til að sýna í verki, að besta fjárfestingin er í fyrirbyggjandi starfi. Beram ábyrgð á eigin heilsu! Höfundur er stjórnarformaður NLFÍ. Gunnlaugur K. Jónsson Vinningaskrá 14. útdráttur 13. ágúst 1998. Kr. 2.000.000 íbúðarvinningur Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 3 1943 Kr. 100.000 Ferðavinningur Kr. 200.000 (tvöfaldur) 14021 36934 53441 79808 Ferðavinningur Kr. 50.000 7959 12872 18145 32705 41351 58216 12084 14157 23413 34009 43906 65957 Húsbúnaðarvinningur Kr. 10.000 1667 14445 24538 36793 45697 53295 61568 73353 3199 15769 26245 37380 46389 55253 62715 73772 4415 15903 27360 37384 47301 56150 64529 73786 4687 16630 27438 37554 47363 56203 65286 76445 6804 17235 28470 37834 48580 56857 66030 76818 7322 17363 29894 38691 48818 57832 66380 77477 9114 17507 30428 39325 49112 58357 67270 78310 11061 17615 32150 39707 49138 59690 67371 78468 11849 18403 32819 39848 49152 59937 69138 79882 12708 19158 33081 41428 49363 60500 69911 13478 21631 33975 42799 49411 60567 70233 13793 22214 35136 42829 50394 60570 70635 14275 24578 36446 44825 51784 61070 71316 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 399 9980 20451 27126 38027 49520 61645 72401 713 10170 20467 28129 38185 49598 61942 72440 720 11407 20657 28517 38385 49701 62126 72548 1291 11554 21125 28624 38655 50232 62388 72969 1490 11556 22281 28641 39055 50347 62580 73251 1943 11964 22323 28730 39103 50832 63161 73407 2028 12173 22325 28752 39590 51366 63311 73821 2125 12379 22429 28784 39875 51754 63553 74316 2583 12422 22565 29902 40025 51793 63882 74554 2765 12995 22588 29905 40405 52344 63995 74726 3128 13093 23536 30487 40432 52767 64107 74804 3829 13173 23738 30739 40467 52990 64347 74873 3913 13453 23893 30837 40952 53735 64436 75268 3944 13550 23928 31214 41182 53820 64603 75491 4068 13750 24007 31645 41356 53953 65436 75510 5224 14011 24279 318S0 41585 54529 65901 75804 5460 14165 24297 32047 42500 54836 65955 76290 5495 14400 24335 32546 43112 55846 66295 76380 5785 14469 24365 33131 45003 56236 66554 77129 6130 14887 24534 33497 45580 56303 68048 77261 6158 14888 24764 33624 46137 56704 68187 77915 6286 15187 24787 34571 46221 57005 68313 77929 7580 15673 25118 34965 46294 57690 68925 78407 7629 16356 25351 35170 46745 58073 69108 78779 7832 16698 25591 35212 47223 59247 69144 79003 7925 17040 25801 35650 47231 59397 69531 79848 8301 17753 25978 35770 47272 59579 69616 8499 18523 26227 35840 47609 59590 70246 8952 19471 26460 35844 47788 59993 70694 9021 20228 26489 36858 47939 60877 71173 9346 20355 26909 36938 48114 60900 71317 9789 20357 26995 37537 48714 60955 71443 Næsti útdráttur fer fram 20. ágúst 1998 Heimasíða á Intemeti: www.itn.is/das/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.