Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 29

Morgunblaðið - 14.08.1998, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 29 HESTAR Mikil hvatnmg og reynsla að keppa með íslenska liðinu segja nýliðarnir Reymr Orn Pálmason og Sigurður H. Óskarsson Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson ÞEIR félagar Sigurður Heiðar Óskarsson og Reynir Örn Pálmason voru vel sáttir við sinn hlut að lokinni töltkeppni og kváðust staðráðn- ir í að banka á dyr landsliðsins á næsta ári. Vel fer á með fær- leikum þeirra, Þræði og Kát, sem stinga saman nefjum. HESTAR Hedeland f Daiunörku NORÐURLANDAMÓTí HESTAÍÞRÓTTUM „ÞETTA hefur verið mikilvæg og góð reynsla fyrir mig að fá að taka þátt í Norðurlandamótinu og fá sæti í íslenska landsliðinu," sagði Reynir Örn Pálmason þegar blaða- maður ræddi við hann að loknum úrslitum í tölti á mótinu og undir þetta tók félagi hans Sigurður Heiðar Óskarsson, en báðir eiga þeir það sameiginlegt að vera nýlið- ar í íslensku landsliði í hesta- mennsku. Eins eru þeir báðir með öllu óþekktir hér á landi og því með réttu hægt að segja að þeir hafi í einu örskoti öðlast frægð í heimi hestamennskunnar á Islandi. Auðvitað á toppinn Reynir sagði þessa daga á Hedeland hafa verið góðan skóla fyrir sig auk þess að þátttakan í mótinu hafi verið stórskemmtileg og Sigurður samsinnir og bætir við: „Eg er ánægður með hversu góða stjórn Sigurður Sæmundsson lið- stjóri hefur á hlutunum auk þess að hafa hjálpað okkur að komast í gegnum þetta mót. Þá eram við mjög ánægðir með andann í liðinu.“ Hann brosir og þagnar augnablik þegar spurt er hverjar væntingarn- ar hafi verið fyrir keppnina en segir síðan að eins og í allri keppni sé að- almarkmiðið að ná því besta út úr hestinum sem mögulegt er hverju sinni en þegar gengið er enn frekar á hann viðurkennir hann að hafa gert sér vonir um að komast í A-úr- slit í bæði tölti og fjórgangi en segir svo meira við sjálfan sig en blaða- mann: „Auvitað stefnir maður alltaf á toppinn þótt maður hafi nú ekki hátt um það.“ EINN glæsilegasti hestur Norð- urlandamótsins, Kjarni frá Kálf- holti, færði knapa sínum, Hregg- viði Eyvindssyni, Norðurlanda- meistaratitil í tölti á mótinu í Hedeland. Kjarni er stórmyndar- legur töltari með mikið fas, prúð- ur á fax og tagl og vel að sigrin- um kominn. Hann er undan Við- ari frá Viðvík og Laufu frá Kálfs- Þeir félagar voru sammála um að vera þeirra í landsliðinu væri þeim góð hvatning til að halda áfram á sömu braut og báðir setja þeir stefnuna á að komast í landslið á næsta ári fyrir heimsmeistaramót- ið. Aðspurðir hvaða hesta þeir myndu stefna með á HM sögðu þeir allt opið í þeim efnum. Reynir kvaðst hafa augastað á einum fimmgangshesti sem hann vildi ekki nafngreina því ekki væri allt frágengið með klárinn. Sigurður sagðist ekki vera með ákveðinn hest í huga en vissulega kæmi Kát- ur frá Störtal til greina. Sigurður sagði þetta vera hálfgerða fíkn að komast í landsliðið og nú væri hann kominn á bragðið og langar í meira. Bæði Reynir og Sigurður hafa náð sínum þroska og frama sem reiðmenn í keppni erlendis. Sigurð- ur, sem er Reykvíkingur, fór íyrir fjóram árum, þá átján ára gamall, til að vinna við hesta í Þýskalandi. Hann hafði verið í Gusti í Kópavogi en fékk vinnu hjá Jóhanni G. Jó- hannssyni í Störtal en fór síðar að vinna hjá Herberti Ólasyni. Þegar Jóhann hætti í Störtal tók Sigurður við honum þar og er nú bústjóri hjá eigandanum Gúnther Jönk þar sem era 120 hross. Sigurður byrjaði fljótlega að keppa eftir að hann fór út og hefur meðal annars orðið unglingameist- ari í 150 metra skeiði og Norður- Þýskalandsmeistari í fimmgangi. Hesturinn sem Sigurður var með á Hedeland heitir Kátur frá Störtal, 7 vetra gamall. Hann er leirljós al- hiða gæðingur þótt Sigurður hafi keppt á honum sem fjórgangshesti. Kátur hefur verið sýndur í kyn- bótadómi í Þýskalandi og hlotið meðal annars 8,0 fyrir skeið, 9,35 fyrir tölt og 8,53 fyrir hæfileika. Sigurður byrjaði að þjálfa Kát í vet- ur og keppti fyrst á honum á Istölti Huldu Gústafsdóttur og Hinriks Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson stöðum. Hreggviður keppti nú sem oft áður fyrir hönd Svíþjóð- ar á mótinu enda búinn að vera búsettur í Svíþjóð um árabil. Þykir Jiað alltaf illskárri kostur fyrir Islendinga þegar eftirsóttir titlar tapast í hendur annarra þjóða að það sé þó Islendingur sem vinni verkið fyrir útlending- ana eins og í þessu tilfelli. Bragasonar þar sem hann sigraði og síðan fóra þeir á stóðhestasýn- ingu þar sem þeir kepptu í tölti og náðu 7,44 í einkunn og komust þar með í A-klassa, sem er flokkur hinna fremstu í Þýskalandi. Kátur, sem er stórbrotinn gæðingur, að sögn Sigurðar, er undan Kolskeggi frá Ásmundarstöðum og Ninu frá Störtal og þar með að þremur fjórðu bróðir gæðingshryssunnar kunnu Lokku frá Störtal því Nína er móðursystir Lokku. Þráður ekki í sínu besta formi Reynir útskrifaðist 1995 frá Hól- um og fór skömmu síðar utan til Svíþjóðar þar sem hann réð sig í vinnu hjá Svíanum kunna Göran Montan. Segist Reynir vera þar í góðu yfirlæti með afbragðsgóða hesta og veran á Margaretehof hafi verið honum góður skóli. Hestur Reynis, Þráður frá Hvítárholti, er undan Leisti frá Álftagerði og Heklu frá Hvítárholti, grár að lit og mikill og góður reiðhestur að sögn Reynis. Sérstaklega er hann með góða yfirferð. „Þetta er svona MÓTSBRAGURINN á Norður- landamótinu á Hedeland var hinn ágætasti þessa daga sem mótið stóð. Dagskráin var mjög rýmileg, það er góð hlé milli atriða og tíma- setningar stóðust í hvívetna. Þótti sumum reyndar nóg um þessi löngu hlé og spurning hvort ekki hefði mátt stytta mótið um einn dag. En Danir unnu vel á mótinu og voru allir helstu þættir í góðu lagi. Að- staðan á Hedeland er allþokkaleg, vellir svona sæmilegir en tilfinnan- lega vantar meiri bindingu í efnið í völlunum. Til að vega þann skort upp var brautin slóðadregin og ví- bravöltuð hvenær sem færi gafst, en með því tókst að halda í horfinu. Veðrið setti nokkurt strik í móts- braginn en þó var mjög gott veður tvo daga af fimm og einstök blíða síðasta daginn, sem var að sjálf- sögðu mest um vert. Á laugardegin- um rigndi linnulítið allan daginn og var mórallinn farinn að daprast heldur þegar komið var undir kvöld. Dönsku þulirnfr eru hreint frá- bærir og sérstök ástæða til að hrósa Martin Krarap Nielsen, sem auk þess að hafa hlýja og góða rödd er talandi á mörgum tungum og þar á meðal íslensku. Var hann þulur á síðasta HM og má mikið vera ef hann verður ekki fenginn á næsta HM í Þýskalandi. Systir hans Signe var einnig þulur og gaf hún bróður sínum lítið eftir þótt ekki talaði hún íslensku. Þá er sérstök ástæða til að minn- hörku yfirferðarhestur sem gefur aldrei eftir. Hann var að visu ekki í sínu allra besta formi nú því þátt- töku mína í mótinu bar svolítið brátt að og hann því bara í léttu út- reiðarformi þegar Ijóst var að ég keppti hér fyrir Islands hönd,“ sagði Reynir. „Þráður er mjög sterkur per- sónuleiki og frekur í allri umgengni og þarf hann mikinn aga ef hann á ekki að vaða yfir mann,“ segir Reynir þegar talið berst að Þræði. Þetta mun í fyrsta skipti sem klár- inn keppir í fjórgangi og annað skiptið sem hann keppir í hefð- bundna töltinu, fram til þessa hefur hann verið í slaktaumatölti. En þeir vora þreyttir og sveittir í hitanum ungu strákarnir frá ís- landi eftir átökin í töltinu en mjög glaðir með árangurinn og tækifær- ið sem þeim var gefið til að keppa fyrir Island og verður fróðlegt að sjá hvernig þeim mun ganga í hinni hörðu samkeppni um sæti í íslenska landsliðinu að ári. Valdimar Kristinsson ast á tónlistarflutning á mótinu, sem að mestu var mjög góður en kannski gengið fulllangt í flutningi tölvuhljóðáhrifa. En þau lög eða lagabútar sem leikin voru náðu vel að magna stemmninguna upp. Einnig er full ástæða til að minn- ast á mótskrána, sem var fyrir margra hluta sakir einstök. I það minnsta frá sjónarhorni okkar ís- lendinga. í upplýsingum um hesta og knapa era íslenskir stafir notað- ir og ekki um að ræða afkáralegar afbakanir á nöfnum hesta eða bæj- arnöfnum eins og algengt er á mót- um erlendis þar sem íslenskir hest- ar koma við sögu. Ritstjóri danska blaðsins Tölt upplýsti að blaðið hefði í fórum sínum forrit með ís- lenku letri og hefur það vafalítið verið notað við gerð skrárinnar. Þá er í skránni stutt ágrip af sögu Norðurlandamótanna eftir Marit Jónsson og ýmiss konar tölulegar upplýsingar um hesta þátttakenda. Fyrir skránni era skráð áðurnefnd- m- Martin, Susan Christensen og Bente Nordbjerg Nielsen og eiga þau lof skilið. Á Hedeland ríkti notalegur og góður andi, mun betri en náðst hef- ur til dæmis á mótum í Vilhelms- burg, og má segja að þarna hafi ríkt þessi eina og sanna danska stemmning sem Islendingar sækja í þegar þeir sækja frændur vora Dani heim. Valdimar Kristinsson Kolbrá 21 vetra gömul í FRÁSÖGN af hestamóti Loga í Hrísholti í hestaþætti Morgunblaðs- ins var sagt að Kolbrá frá Kjarn- holtum hefði komið þar fram og far- ið sinn síðasta opinbera skeiðsprett átján vetra gömul. Aldurinn var ekki alveg réttur því hún mun vera 21 vetra gömul, nánar tiltekið fædd 15. júní 1977 klukkan fjögur síðdeg- is eins og Magnús Einarsson í Kjarnholtum orðaði það þegar aldur hennar barst í tal við blaðamann. Þess má einnig geta að Kolbrá vann Kolbrárbikarinn, sem veittur er því innanfélagshrossi sem best- um tíma nær í 150 metra skeiði. Magnús gaf þennan bikar á sínum tíma eftir að Kolbrá hafði sett vall- armet í Hrísholti, sem var 14,4 sek. Og enn má halda áfram því Hraði frá Sauðárkróki og Logi Laxdal slógu þetta gamla vallarmet Kol- brár á umræddu móti og fóru þá á 13,9 sek. eins og fram kom í umfjöll- un um mótið. ---------------- Enn og aftur mót á Skagan- um og bikarmót fyrir norðan ÚTHALDIÐ er gott hjá Skaga- mönnum því þótt þeir hafi haldið eitt „smá“ íslandsmót fyrir tæpum mánuði hefði mátt ætla að þeir teldu gott komið af mótahaldi að sinni. En svo er nú aldeilis ekki því um helgina halda þeir sitt árlega ís- landsbankamót. Nú sem fyrr verður keppt í öllum greinum sem næg þátttaka verður í og um miðja vikuna var þátttaka orðin all þokkaleg. Era þar margir góðir hestar og knapar komnir á blað og má því ætla að mótið nú verði enginn eftirbátur fyrri ís- landsbankamóta. Þá verða norðlenskir hestamenn með bikarmót Norðurlands á Króksstaðamelum í Vestur Húna- vatnssýslu um helgina. Keppnin er bæði keppni félaganna fyrir norðan og eins keppni einstaklinganna sem skipa liðin. Forkeppnin fer fram á laugardag og úrslit verða á sunnu- dag. Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson MARTIN KRARUP Nielsen hef- ur skipað sér í frenistu röð þula á mótum þar sem íslenskir hest- ar koma við sögu, en auk þess var hann ritstjóri mótsskrár- innar, sem er afar vel lukkuð. Svarta perlan sigraði í tölti „Dejligt“ hjá Dönunum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.