Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 14.08.1998, Qupperneq 40
40 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGÓLFUR Þ. FALSSON + Ingólfur Þor- stelnsson Fals- son fæddist í Kefla- vík 4. desember 1939. Hann lést á Sjúkrahúsi Kefla- víkur 8. ágiíst síð- astliðinn. Foreldrar hans: Falur Siggeir Guð- mundsson, f. 13.5. 1910, d. 13.4. 1962, og Guðný Helga ^ Þorsteinsdóttir, f. 31.10.1911. Systkini Ingólfs: Hörður, f. 17.2. 1941, Jóhanna Birna, f. 11.9. 1946, og Margeir, f. 13.3. 1953, d. 25.3. 1953. Ingólfur kvæntist 3.6. 1961 Elínborgu Einarsdóttur frá Kjarnholtum í Biskupstungum, f. 29.3. 1939. Þau skildu árið 1991. Ingólfur og Elínborg eignuð- ust fimm börn: 1) Margeir, bóndi og framkvæmdastjóri, f. 20.9. 1961, kvæntur Sigríði J. Guðmundsdóttur, bónda, f. 26.3. 1964. Börn þeirra: Elías, f. 5.6. 1990; Marta, f. 7.3. 1996; Aron ■* Freyr, f. 15.7. 1997. Sonur Mar- geirs úr fyrra sambandi: Ólafur Rúnar, f. 2.1. 1984. 2) Rúnar, f. 23.10. 1963, d. 5.1. 1966. 3) Ein- ar Falur, ljósmyndari, f. 24.10. 1966, kona hans er Ingibjörg Jóhannsdóttir, myndlistarmað- ur, f. 18.7. 1966, og eiga þau óskírða dóttur, f. 8.6. 1998. 4) Guðrún Helga, skrifstofumað- ur, búsett í Noregi, f. 4.6. 1970. Börn hennar: Haukur Ingi Gunnarsson, f. 20.8. 1989; Dið- rik Hilmar Hjörleifsson, f. 28.3. 1994. 5) Kristinn Ágúst, há- skólanemi, f. 1.2. 1973. Ingólfur lauk gagnfræðaprófi árið 1956 og fiskimannaprófi frá Stýrimannaskóla Islands ár- ið 1960. Hann stundaði sjó- mennsku um árabil frá árinu 1955, fyrst sem há- seti og síðar sem stýrimaður. Ingólf- ur var vigtarmaður við Landshöfnina í Keflavík og Njarð- vík frá 1964 til 1981, framkvæmda- stjóri Aðalstöðvar- innar í Keflavík frá 1981 til 1988. Hann var framkvæmda- stjóri Hraðfrysti- húss Keflavíkur frá 1988 til 1994. Síð- ustu árin rak Ingólfur fyrirtækið Brú flutningar í Biskupstung- um, ásamt Margeiri syni sfnum. Ingólfur tók mikinn þátt í fé- lagsmálum, bæði bæjarmálum í Keflavík og í samtökum sjó- manna. Hann var stjórnarmað- ur í Skipstjóra- og stýrimanna- félaginu Vísi á Suðurnesjum frá 1965 til 1985. Hann átti sæti i stjórn Farmanna- og fiski- mannasambands Islands frá 1967 til 1983 og var forseti sam- bandsins 1979 til 1983. Hann var trúnaðarmaður Fiskifélags íslands, sat Fiskiþing um árabil og í stjórnum Fiskveiðasjóðs og Aflatryggingarsjóðs. Ingólfur var fyrsti varafulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Keflavíkur frá 1974 til 1978 og tók sæti sem aðalfulltrúi 1976. Hann var aðalfulltrúi í bæjar- stjórn Keflavíkur frá 1978 til 1982, varabæjarfulltrúi 1982 til 1986 og aðalbæjarfulltrúi frá 1986 til 1990. Þá sat hann í mörgum nefndum á vegum Keflavíkurbæjar, var meðal annars stjórnarformaður Sjúkrahúss Keflavíkur um skeið. Hann var félagi í mál- fundafélaginu Faxa í Keflavík. Utför Ingólfs Þ. Falssonar verður gerð frá Keflavíkur- kirkju í dag klukkan 14. Ingólfur Falsson, fyrrverandi for- seti Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, lést á Sjúkrahúsi Keflavíkur laugardaginn 8. ágúst síðastliðinn, 58 ára að aldri, eftir erf- iðan sjúkdóm. Ingólfur Falsson var virkur mað- ur í félags- og réttindamálum sjó- manna yfir 30 ár og var þegar árið 1965 kominn inn í stjóm Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis á Suð- urnesjum. Árið 1971 er hann kjörinn í stjóm FFSÍ og tekur eftir það virkan þátt í baráttu fyrir hagsmun- um yfirmanna á skipaflota lands- manna. Ingólfur var kjörinn forseti FFSÍ árið 1979 og gegndi því for- ystustarfi í 4 ár. Ingólfur gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir sjómannastéttina. Hann átti sæti I stjórn Fiskveiðasjóðs íslands og Aflatryggingasjóðs sjávarútvegsins, var fulltrúi á Fiskiþingum og for- maður svæðisfélaga Fiskifélags ís- lands í Keflavík og Njarðvík, var í stjóm Fiskifélags Islands og gegndi fjöldamörgum öðrum trúnaðar- og nefndarstörfum fyrir sjómanna- stéttina eða stjórnvöld. Leiðir okkar Ingólfs lágu saman í félagsmálum sjómanna um 1975. Okkar samstarf var gott og þrosk- andi fyrir mig sem þá var nýgræð- ingur í hagsmunabaráttu sjómanna á landsvísu. Oft síðan átti ég því láni að fagna að Ingólfur gaf mér góð ráð og benti á sjónarmið sem ég hafði ekki gefið nægan gaum. Það er öllum hollt að fá beinskeyttar leið- beiningar af og til frá þeim sem hyggja að hagsmunum félagsmanna frá öðru sjónarhorni. Ingólfur gat sett fram slíkar ábendingar með skýrum hætti án þess að undan sviði. Með honum er fallinn frá einn af forvígis- og baráttumönnum sjó- manna sem vann að málum sinna fé- laga í hartnær fjóra áratugi. Fyrir hönd Farmanna- og fiski- mannasambands íslands og sjó- manna almennt þökkum við með virðingu viljann, vinnuna og gott framlag hans til hagsmunamála ís- lenskrar sjómannastéttar. Eftirlifandi bömum, tengdabörn- um og barnabörnum svo og ættingj- um og vinum vottum við innilega samúð. Guðjón A. Kristjánsson. Fyrir rúmlega þrjátíu árum tók- ust kynni með okkur Ingólfí Fals- syni, sem frá þeirri stundu leiddi til óendanlegrar vináttu. Þetta var í lok síldarævintýrisins haustið 1967 og við þá saman í nýrri áhöfn sem tekið hafði við nýlegu skipi, Hörpu RE 342, undir skipsstjórn Þorsteins Árnasonar frænda Ingólfs. Ingólfur var einn stýrimannanna um borð, enda með próf og full réttindi. Hann var mér alls ókunnugur, nema hvaða mynd ég hafði dregið upp af honum í huga mínum, af afspurn og án nokkurrar kynningar. I fyrstu var hrifning mín ekki mikil yfir því að vita að hann yrði einn af áhöfninni, frekju- og skaphundur sem mikið gustaði af og vann á Hafnarvigtinni í Keflavík. Þegar hann kom fyrst um borð, var skipið í slipp á Akureyri og ekki laust við kvíða af minni hálfu fyrir þessum nýja skipsfélaga. í framkomu fannst mér hann í fyrstu hranalegur og harður. Ávarp hans lét í eyrum sem skipandi hart og skaipt. „Ætlaðir þú ekki upp á sím- stöð, drengur? Komdu þá!“ Frá þessum orðum sögðum hófust kynni okkar. Við fórum samferða á sím- stöðina og áfram út í lífið og tilver- una eftir það. Þessa haustmánuði tók hann mig upp á sína arma, leið- beindi mér, treysti og hvatti. I minningunni er þessi tími um borð í Hörpunni ljúfur draumur, þar er sama hvort heldur eru rifjaðar upp sögur af landlegum eða þar sem elst var við silfur hafsins. Eftir síld- arúthaldið hélt hann aftur í sína vinnu við Hafnarvigtina og ég áfram í skóla. Alltaf var hann boðinn og bú- inn að veita aðstoð og gefa hollráð ef þess var þörf. Þar voru þau samhent Elínborg íyrrverandi kona Ingólfs og hann. Það var gott að heimsækja þau og heimili þeirra var glæsilegt, bömin efnileg og vel upp alin. Ungur heimilisvinur, nýkominn með bflpróf, fékk bflinn þeirra lánað- an, hvenær sem þörf var á. Skipti þar engu hvort þeir voru nýir eður ei. Ingólfur var nokkurs konar um- boðsmaður fyrir Toyota-bfla í Kefla- vík á fyrstu árum þess bflaumboðs. Þegar kom að þvi að ég keypti mér bfl, var hann sá sem annaðist samn- inga um greiðslu- og lánakjör. Þegar hugur hans sneri að bæjarpólitík og prófkjör hófust innan Sjálfstæðis- flokksins aðstoðaði ég hann eins og frekast var unnt. Þar vorum við reyndar ekki í sama liði þegar að kosningum kom, en liðveislu er hægt að veita vinum hvenær sem er. Okk- ur óraði ekki fyrir því á Hörpuámn- um að við ættum eftir að sitja saman í bæjarstjóm Keflavíkur. En sú varð raunin í eitt kjörtímabil 1986-90. Við hentum stundum gaman að því að „hægri krati“ og „vinstra íhald“ væri sennilega flokkur, ef að væri gáð. En við vorum líka sammála því að okkar líkar þættu rekast illa í flokki og flokkslínan ekki alltaf í heiðri höfð. I pólitfldnni sem og öðra var hann mér ráðagóður. Þessi vinur minn var, undir hrjúfu yfirborði, hinn ljúfasti drengur í hví- vetna. I útliti var hann granngerður, vel meðalmaður á hæð, dökkhærður, svipmikill með skarpa andlitsdrætti, í huga var hann talnaglöggur með afbrigðum, skjótráður og öraggur. Hann var vinur í raun. Megi minn- ing hans lifa. Vilhjálmur Ketilsson. „Þú guð sem stýrir stjarnaher og stjórnar veröldinni," hefur ákveðið að vinurinn, flokksbróðir og sam- herji ævilangt, Ingólfur Falsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Keflavík um langt árabil, skuli nú ljúka jarðvist sinni. Ingólfur var mikill atorku- og eljumaður og lagði ótakmarkaða vinnu í þau verkefni sem hann tók að sér. Eins og títt er um slíka menn virðast ný verkefni dragast að þeim þótt yfirhlaðnir séu fyrir. Með ein- hverjum óskiljanlegum hætti kemst allt í verk og eru leyst af hendi á faglegan hátt. Sjálfstæðisflokkurinn átti alla tíð mikinn baráttumann og leiðtoga í Ingólfi, sama má raunar segja um systkini hans Hörð og Jóhönnu, þótt með öðrum hætti sé. Falur Guð- mundsson faðir Ingólfs var fyrsti varamaður D-listans í bæjarstjórn Keflavíkur 1958-1962 og sat hann flesta fundi kjörtímabilsins, þá er og stærsti hluti frændgarðs Ingólfs og nágrannar á uppvaxtarárunum stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins, og hefur hann eins og margur mót- ast af því. Ingólfur tók sæti á framboðslista í bæjarstjórn Keflavíkur 1974 og var þar óslitið til 1990, annaðhvort vara- eða aðalfulltrúi, hann átti og sæti í bæjarráði. Fjölmörgum öðrum trún- aðarstörfum gegndi hann fyrir Keflavíkurkaupstað um ævina. Ingólfur var mikill félagsmálamaður og átti hann sæti í mörgum félögum m.a. forseti Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Vísis, félagi í málfundafélaginu Faxa og Lions-klúbbi Keflavíkur. Starfs- maður Landhafnarinnar í Keflavík- Njarðvík var hann um langt árabil. Á hafnarvigtinni voiu margir fundir haldnir og málin rædd, jafnt á nóttu sem degi, enda starfsdagurinn oft langur á vetrarvertíð. Sjálfsagt hafa orðið til ýmsar hugmyndir og lausn- ir á vandamálum bæjarfélagsins á hafnarvigtinni hjá Ingólfi. Töluglöggur og hugmyndaríkur var hann með afbrigðum og nýttust þeir eiginleikar sérstaklega vel í mörgum þeim samningum sem hann tók þátt í, jafnt við innlenda sem er- lenda aðila. Um margra ára skeið vorum við í sama saumaklúbbi, þ.e. eiginkonur okkar þá voru klúbbsystur ásamt fleiri konum, við það mynduðust enn ein tengsl. Saumaklúbbssystur héldu árshátíðir, þorrablót og fleiri uppákomur þar sem veitt var vel í mat og drykk. Heiðursgestir á þeim samkomum voru að sjálfsögðu eigin- menn klúbbsystra. Ingólfur og Elínborg byggðu sér glæsilegt einbýlishús að Heiðarhorni 14 í Keflavík, innflutningsveisla var haldin um Jónsmessu og stóðu þar klúbbsystur fyrir því samkvæmi með húsráðendum. Þessi Jónsmessunótt var með afbrigðum skemmtileg og lék Ingólfur á als oddi og reytti af sér brandara. Af mörgum sauma- klúbbssamkvæmum er mér þessi samkoma eftirminnflegust. Að leiðarlokum kveð ég góðan dreng og félaga, þakka honum vin- áttu, traust og ósérhlífin störf fyrir bæjarfélagið og sendi ég ættingjum innilegar samúðarkveðjur. Ingólfur Falsson markaði spor með ævistarfi sínu í sögu Keflavíkur sem seint munu fymast. Ellert Eiríksson. Úr því að þessi stund varð að koma, hefði ég viljað vera viðstödd til að kveðja þig, en aðstæður banna mér það. Því sendi ég þessi kveðju- orð með þakklæti fyrir að hafa feng- ið að þekkja þig sem vinnufélaga, vin og nágranna, og fyrir að hafa mátt kynnast því einu sinni enn hvernig heimurinn verður betri þeg- ar maður kynnist góðu fólki. Elsku Kiddi Gústi og systkini, ég sendi ykkur mínar innilegustu sam- úðarkveðjur og vona að góðar minn- ingar geri ykkur léttara að fást við erfiðu stundirnar. Þ. Halla Harðardóttir. Mér brá alvarlega, þegar mér voru færð þau ótíðindi þar sem ég dvaldist um skeið á hjartadeild Landspítalans í Reykjavík, að einn úr hópi fyrstu fermingarbarna minna í Keflavík, Ingólfur Falsson, hefði verið lagður inn á stofu skammt frá mér, helsjúkur. Af því að sjálfur var ég vel rólfær orðinn, lagði ég fljótlega leið mína inn á stofuna, þar sem Ingólfur lá. Og upp frá því leit ég þangað inn dögum oftar á meðan við dvöldum báðir undir sama þaki. Ingólfur Þorsteins Falsson hét hann fullu nafni. Hann var einn þeirra rúmlega 50 ungmenna, sem fylltu hóp minna fyrstu fermingar- barna, vorið 1953. Eg geri ráð fyrir að það sé sameiginleg reynsla margi'a stéttarbræðra minna, að fyrstu fermingarbörnin skipi sér- stakan sess í hjörtum þeirra, þegar litið er til liðinna stunda. Þannig er því a.m.k. farið hvað mig snertir. Upp til hópa urðu þessi börn mínir bestu og traustustu vinir. Þau vin- áttubönd sem í fermingarstörfum og fermingarundirbúningi tengdust hafa órofin staðið allt til þessa dags. Meiri gæfa hefir mér vart hlotnast í iífinu en að eignast slíka vini. Fljótt kom það í ljós að nokkrir úr þessum fríða og mannvænlega hópi voru gæddir greinilegum leið- togahæfileikum og vel til forystu fallnir. Þeirra á meðal var Ingólfur Falsson. Hann var einn þeirra sem fóru fyrir og leiddu þennan óvenju samstæða og vel gerða ungmenna- hóp. Á þeim árum sem í hönd fóru fylgdist ég meira með Ingólfi en flestum jafnöldrum hans vegna ná- inna tengsla og vináttu við fjöl- skyldu hans. Við áttum samleið bæði á sorgar- og gleðistundum. Það fór ekki á milli mála hve traust- ur hann var og ábyrgur bæði í hugs- unum, ákvörðunum og athöfnum öll- um. Hversdagslega var hann nokk- uð alvörugefinn og íhugulli en al- mennt gerist meðal unglinga. En stutt var þó jafnan í brosið hans hlýja og bjarta sem breiddist yfir andlit hans á gleðistundum, eins og geislar frá upprennandi sól. Hann var góður drengur, í hinni fyllstu og fegurstu merkingu þeirra orða, bæði vel gefinn og vel gerður, frá hvaða sjónarmiði sem á hann var horft. Ævistarf Ingólfs tengdist sjósókn og sjávarstörfum að verulegu leyti og á þeim vettvangi var hann kvadd- ur til fjölmargra trúnaðarstarfa, sem hann rækti af óbrigðulli alúð og festu, sem alltaf var hægt að treysta. Þeir góðu eiginleikar sögðu snemma til sín og báru hinn fegursta ávöxt í alltof skammvinnum ævidegi. Ingólfur var trúaður feimingar- drengur. Og mér er kunnugt um að hann rækti trú sína. Þegar sú þunga sorg sótti hann og Elínborgu konu hans heim, að næstelsti sonur þeitra, Rúnar, lést aðeins fárra ára gamall, þá man ég, hve mikla huggun og blessun Ingólfur fann í þessu versi Hallgríms, sem hann lærði fyrú ferminguna: Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. Fjögur af börnum þeirra Ingólfs og Elínborgar eru á lífi, þau Mar- geir, Einar Falur, Guðrún Helga og Kristinn Ágúst, hvert öðru mann- vænlegra og vel af Guði gerð. Dagana sem við Ingólfur dvöldum saman á Landspítalanum náðum við vel saman sem ávallt fyrr. Báðum var okkur ljóst að hverju dró hjá honum. Við ræddum opinskátt sam- an, rifjuðum upp ljúfar stundir og ijósar frá liðinni tíð. Mótlæti ýmsu, sem hann hafði mætt hin síðari árin, trúði hann mér og fyrir. En það var líka horft langvegis fram. Sameigin- lega horfðum við gegnum húmtjald- ið, sem skilur að tíma og eilífð og námum staðar við fótskör hans, sem breiðir út faðminn sinn og segir: „Komið til mín, allir þeir sem erfiði hafið og þungar byrðar berið og ég mun veita yður hvfld.“ Á síðustu samverustundinni, þegar við kvödd- umst báðum við saman með bænar- orðum fermingardagsins og huggun- arorðum sorgarstundarinnar miklu og sáru: Gegnum Jesú helgast hjaita í himininn upp ég líta má. Eg held, að þá höfum við báðir lif- að þá stund, sem var „helguð af him- insins náð“. Einn hjúkrunarfræðingur, sem vissi um hið nána samband okkar Ingólfs, sagði mér einn morgun, að sig hefði dreymt, að björt og yndis- fögur engilvera, „einna líkust Díönu prinsessu“, sagði hún, hefði setið við dyraar á stofu Ingólfs, eins og hún væri að bíða eftir honum. Það er sannfæring mín, að þessi fagri draumur sé nú orðinn að veruleika. Að „bjartir englar betri heima“ hafi nú borið þjáningabarnið Ingólf Fals- son hólpinn heim frá dauðanum til lífsins. I þeii'ri trú kveð ég kæran vin með þökk, sem er ofar öllum orðum. Innilegar samúðarkveðjur sendum við hjónin börnum hans öllum, Helgu Þorsteinsdóttur móður hans, eftirlif- andi systkinum, Herði og Jóhönnu, fjölskyldum þeirra og öðrum þeim, sem áttu tryggðum vígðan streng í barmi okkai' burtkvadda bróður. Góðum Guði falinn, elsku vinur, um tíma og eilífð. Björn Jónsson. Kæri vinur. Þegar að leiðarlokum er komið viljum við hjónin þakka þér kæra vináttu og samstarf síð- ustu tólf árin. Þó svo við höfðum vitað lengi hvor af öðrum kynntumst við ekkert að ráði fyrr en 1986, þegar bæjarráð Keflavíkur fór þess á leit við okkur ásamt Guðfinni Sigurvinssyni að kanna möguleika bæjarins að ganga inn í rekstur Hraðfrystihúss Kefla- víkur, þegar við lá að félagið yrði að selja togara sína vegna fjárhagserf- iðleika. Þá varst þú bæjarfulltrúi sjálfstæðismanna í Keflavík. Eg var hálft í hvoru kvíðinn því að þurfa að fara að ræða við fulltrúa íhaldsins um það að draga bæinn inn í hálf- gerða bæjarútgerð. En sá kvíði var algjörlega ástæðulaus. Við vorum varia byrjaðir viðræðurnar þegar í ljós kom að þú varst ekkert minni jafnaðarmaður í hugsun en við Guð- finnui', fulltrúar kratanna. Enda varstu oft í gríni kallaður 6. kratinn þar sem mönnum þótti þú oft taka vel undir tillögur kratameirihlutans. Ekki gerðirðu það til að kaupa þér frið eða þægilega umræðu, heldur réð þar mestu sanngirni þín og skynsemi og hagsmunir bæjarbúa. Ég man aldrei eftir öðru í samstarfi okkar í stjórn Hraðfrystihússins og síðar Stakksvíkur eða kvótakaupa- nefnd en að þar réðu ákvörðunum þínum hagsmunir bæjarins og ein- staklinganna, sem byggja hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.