Morgunblaðið - 14.08.1998, Page 42
42 FÖSTUDAGUR 14. ÁGÚST 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRG SIGRÍÐUR
SÆBY HELGADÓTTIR
+ Björg Sigríður
Sæby Helga-
dóttir fæddist í
Reykjavík 10. maí
1929. Hún lést á
heimili sínu, Faxa-
túni 3 í Garðabæ, 7.
ágúst síðastliðinn.
Foreldrar: Helgi
Einarsson, fæddur
á Eyrarbakka 16.7.
1903, d. 13.1. 1995
og Kristín Andrea
Sæby Friðriksdótt-
ir, fædd á Siglufirði
29.12. 1906. Systur
Bjargar eru Oddný,
maki Kristján Sigurðsson og
Erla, maki hennar er Haraldur
Eyjólfsosn.
Björg giftist Sigurgeiri 01-
sen, f. 2.1. 1926, d. 1.7. 1995.
Þau slitu samvistir. Börn þeirra
eru: 1) Kristín, f. 4.10. 1947, d.
7.10. 1969, barn hennar er Odd-
ný Ágústsdóttir, f. 8.5. 1965,
sambýlismaður hennar er
Karsten Jensen. 2) Helgi, f.
14.5. 1951, maki hans er Sæ-
björg Einarsdóttir, f. 7.11. 1955.
Börn þeirra eru: 1) Kristín
Björg, sambýlismaður hennar
er Kristinn, og þeirra barn heit-
ir Nadia Eir. 2) Einar Sigur-
geir, hans sambýliskona er
Margrét og barn þeirra heitir
Sæbjörg.
Björg giftist 29.12.1956 Árna
Jóhannssyni, vélsljóra, f. 21.2.
Kvödd er nú og guði falin ástkær
systir og yndisleg mágkona, Björg
Sigríður Sæby Helgadóttir. Hún
andaðist hinn 7. ágúst síðastliðinn
á heimili sínu, Faxatúni 3, Garða-
bæ, á sjötugasta aldursári úr
ólæknandi sjúkdómi.
Enda þótt við trúum því, sem við
finnum svo glöggt, að skilnaður
ástvina er aldrei alger, er söknuð-
urinn sár, þegar leiðir skilur um
sinn. Þá vaknar krafan um að tjá
þakklæti fyrir samferðina, sem þá
er að baki. Um leið rifjast upp
minningamar mörgu. Flestar
geymast þær í huganum, eins og
perlur í djásni, svo persónulegar,
að þær verða ekki tjáðar öðrum.
Björg Helgadóttir var eins og
klettur, sem þyngstu öldur brotn-
uðu á, en jafnframt miðlaði hún
1926, d. 21.6. 1984.
Foreldrar Árna
voru Jóhann Bjarni
Loftsson, f. á Eyrar-
bakka 24.1. 1892, d.
26.10. 1977 og
Jónína Hannesdótt-
ir, f. í Sandvíkur-
hreppi, 8.8. 1895, d.
19.6. 1942. Börn
þeirra: 1) Margrét
Björg, f. 4.2. 1956,
maki Jón Gunnar
Gíslason, f. 8.4.
1956. Þeirra böm
em Árný, Björg
Elva og Jón Arnar.
2) Markús Már, f. 5.10. 1957,
maki Karen Haraldsdóttir, f.
15.11. 1957. Þeirra börn eru
Katharína, sambýlismaður Har-
aldur, barn þeirra Birta Karen;
Árni Már og ívar Már. 3) Haf-
steinn Viðar, f. 2.6. 1959, maki
Guðmunda Valdimarsdóttir, f.
26.9. 1960. Þeirra börn em
Huld, Hlynur og Jóhann. 4)
Auður, f. 7.6. 1961, maki Har-
aldur Ámason, f. 8.3. 1962.
Þeirra börn eru Freyja og Ámi
Freyr.
Björg tók gagnfræðapróf frá
Ingimarsskóla. Eftir skóla-
göngu vann Björg ýmis störf en
mestan hluta ævi sinnar var
Björg heimavinnandi húsmóðir.
títför Bjargar fer fram frá
Garðakirkju í dag og hefst at-
höfnin kl. 15.
ríkulega af örlæti hjartans, ekki
síst þeim, sem urðu á brattann að
sækja í lífinu.
Fyrri maður Bjargar var Sigur-
geir Olsen, bifreiðastjóri, sem látinn
er. Þau slitu samvistir. Böm þeira
voru Kristín, sem lést af slysfórum í
október 1969, og Helgi. Seinni mað-
ur Bjargar var Ami Jóhannsson,
vélstjóri, kennari við Vélskóla Is-
lands. Hann lést í júm' 1984. Þau
eignuðust fjögur böm: Margréti,
Markús, Hafstein og Auði. Öll em
þau búandi dugnaðar- og mann-
kostafólk sem og Helgi sonur
Bjargar af fyrra hjónabandi. Falleg
og einlæg fjölskyldubönd vora æv-
inlega milli Bjargar og tengdabam-
anna og fjölskyldna þeirra.
Þegar Kristín, elsta dóttir
Bjargar, lést af slyföram, sem fyrr
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
GÍSLI GUÐMUNDSSON
fyrrv. lögreglumaður,
Skúlagötu 40,
Reykjavík.
verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag,
föstudaginn 14. ágúst, kl. 13.30.
Elín Helga Þórarinsdóttir,
Þórarinn Gíslason, Bryndís Benediktsdóttir,
Guðný Gísladóttir, Sigurgeir Guðmundsson,
Guðmundur Ingi Gíslason, Vigdís A. Gunnlaugsdóttir,
Hrafnkell V. Gíslason Björg Eysteinsdóttir,
Brynhildur Ósk Gísladóttir
og barnabörn.
t
Móðir mín, amma okkar og langamma,
SIGURDÍS JÓHANNESDÓTTIR
frá Svalhöfða,
Valdasteinsstöðum,
Hrútafirði,
verður jarðsungin frá Hjarðarholtskirkju á morgun, laugardaginn 15. ágúst,
kl. 11.00 árdegis.
Elsa Gísladóttir,
dótturdætur og fjölskyldur þeirra.
greinir, hafði ún eignast dótturina
Oddnýju Ágústsdóttur. Gengu þau
Björg og Árni henni í foreldrastað
af miklum kærleik.
Oddný Helgadóttir,
Kristján Sigurðsson.
Elsku hjartans amma, Það er
erfitt hjá okkur öllum þegar við
fengum þær fréttir í janúar sl. að
þú værir orðin lasin. Afi dó úr
krabbameini og við áttum erfitt
með að sætta okkur við að þú hefð-
ir líka fengið þennan sjúkdóm. En
nú er þrautinni lokið og þú ert
horfin frá okkur. Nú ertu komin til
afa og hann passar þig fyrir okkur.
En minningin um þig er ljúf og
góð. Það er gott að geta hugsað til
baka til allra þeirra stunda sem við
áttum saman.
í Faxatúnið var gott að koma,
þar var alltaf svo fínt hjá þér og
bónað út úr dyrarn. Og alltaf til
kaka, Faxatúnskakan. Húsmóðir
varstu af lífi og sál. Glæsileg varstu
sjálf, alltaf svo vel til höfð og fín. Þú
vildir að öllum gengi vel og hafði
áhyggjur ef eitthvað var að hjá
okkur. Þú varst tilbúin til að hjálpa
okkur og aðstoða. Ef það var ferm-
ing eða veislu varst þú á heimavelli
því þú varst meistarakokkur. Þegar
við gistum hjá þér í afabóli fórstu
ávallt með bænimar með okkur og
ein bæn situr föst eftir í minni okk-
ar: Vertu nú yfir og allt um kring.
Þú tókst líka þátt í áhugamálum
okkar, sem voru íþróttir, og varst
stolt af okkur. Við minnumst einnig
góðra tíma sem við áttum saman í
húsi ykkar afa í Danmörku, þar
sem okkur öllum leið svo vel, um-
kringd ást þinni og hlýju.
Elsku amma, okkur langar til að
þakka þér fyrir þann tíma sem við
fengum að eiga með þér og alla þá
ást, hlýju og hjálp sem þú gafst
okkur. Minning þín lifir.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Katharína, Árni Már
og Ivar Már.
Elsku amma.
Stundum er lífið svo ósanngjamt
að erfitt er að trúa því. Að þú,
amma, skyldir veikjast af þessum
hræðilega sjúkdómi. Allt gerðist
svo hratt. Þú veiktist, persónan
sem við þekktum hvarf bak við
þjáningamar og nú ertu farin. Sárt
er að hugsa til þess að eiga aldrei
aftur jafngóðar stundir með þér og
við áttum saman.
Mér fannst svo gott að fá þig og
Oddnýju til okkar á gamlárskvöld.
Þegar flugeldarnir fóra að springa
skýldi ég mér undir pelsinum þín-
um og við horfðum saman á ljósa-
dýrðina, þér þóttu flugeldar svo
fallegir.
Eitt sinn þegar ég gisti hjá þér,
og átti erfitt með að sofna, sagðir
þú sögu frá því þegar þú varst lítil í
búleik. Það sem mér fannst mest
spennandi var að þú hafðir gamalt
vöfflujám í búinu og bjóst til vöffl-
ur úr gorkúlum.
Það var svo gott að koma til þín í
notalegheitin, fá volga, brúna köku
og ískalda mjólk. Mér fannst líka
alltaf svo notalegt að koma inn í
góðu lyktina hjá þér sem ég kalla
„ömmulykt“.
Það er svo sárt að hugsa til þess
að eiga aldrei eftir að koma til þín,
elsku amma. En eins og sagt er í
Spámanninum: „Þegar þú ert sorg-
mæddur, skoðaðu þá aftur huga
þinn, og þú munt sjá að þú grætur
vegna þess, sem var gleði þín.“
Elsku amma mín, takk fyrir allt
sem þú gerðir fyrir okkm- systkinin.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Eg sakna þín sárt.
Þín
Huld.
Elsku amma mín, ég bað Guð um
að gefa þér meiri styrk svo að þér
liði betur og gætir verið hjá okkur
lengur á meðan þú varst veik. En
nú hefur Guð komið friði yfir þig
eftir erfið veikindi og þú hvílir i
friði og ró hjá afa. Það var svo gott
að koma til þín, mæta brosi þínu og
faðmlagi. Mér leið alltaf svo vel hjá
þér. Þú sýndir mér og öllum alltaf
svo mikla ást og umhyggju og vild-
ir allt fyrir mann gera. Þú kenndir
mér svo margt, að vera ánægð með
lífið og vera þakklát fyrir það sem
maður á og fær. Eg veit núna hvað
ég er lánsöm að hafa átt þig að og
ég geymi minningarnar okkar vel í
hjarta mínu.
Elsku amma mín, ég veit að þú
vilt að maður sé sterkur en það er
svo erfitt þegar söknuðurinn er
svona mikill. Eg ætla að kveðja þig
+
Við þökkum innilega þann hlýhug og samúð til
okkar við andlát og útför okkar ástkæru,
SVANHVI'TAR JÓNSDÓTTUR,
Eyrarholti 2.
Jón Hlífar Aðalsteinsson,
Júlíus Júlíusson,
Pétur Jónsson,
Einar Aðalsteinn Jónsson,
Þorbjörg Ó. Jónsdóttir,
Sigurður F. Jónsson,
Björg Ó. Helgadóttir.
Kristín B. Jónsdóttir,
Ólafur Júlíusson,
Arna Hreinsdóttir,
Eyrún Jóhannesdóttir,
Karl R. Róbertsson,
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna
andláts og útfarar
INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR
JÓNSSON.
Fyrir hönd barna, systkina, foreldra
og annarra ástvina,
Páll H. Þormóðsson.
með erindi úr Hávamálum til minn-
ingar um þig. Guð geymi þig, elsku
amma mín.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
Björg Elva.
Elsku amma mín, núna er ég í
framandi landi langt í burtu frá Is-
landi. Ég get einungis verið við-
stödd í huganum þegar þú verður
kvödd í hinsta sinn. En við vissum
báðar þegar við kvöddumst að það
væri í hinsta sinn.
Þú hélst í höndina á mér og
sagðir að ég yrði að vera dugleg og
að svona væri lífið. En það er bara
svo erfitt að sætta sig við að ég fái
ekki að sjá þig aftur, elsku amma
mín, þú sem hefur alltaf verið svo
stór hluti af lífi mínu.
Þú kenndir mér svo margt og
hafðir alltaf svo mikla trú á mér og
okkur öllum. Og þú hvattir mig
áfram í öllu sem ég tók mér fyrir
hendur. Þú kenndir mér að bara
virðingu fyrir öllu fólki og vera
alltaf góð við aðra því að það sem
þú vilt að aðrir menn gjöri yður
það skuluð þér og þeim gjöra.
Elsku amma mín, ég bað til Guðs
á hverju kvöldi síðan þú veiktist að
þú þyrftir ekki að líða svona miklar
kvalir og að hann myndi vaka yfir
þér. Ég veit að núna ertu hjá afa á
fallegum stað þar sem þér líður vel.
Þú og afi munuð alltaf eiga afar
sérstakan stað í hjarta mínu. Elsku
fjölskylda, megi Guð veita ykkur
styrk í sorginni.
Elsku amma, það verður erfitt
að lýsa því með orðum hversu sárt
við eigum eftir að sakna þín. Það er
alltaf erfitt að horfa á eftir þeim
sem manni þykir vænt um. Mikið
skarð hefur myndast í lífi okkar en
við verðum að reyna að brosa í
gegnum tárin og fylla upp í það
með góðum minningum um þig og
alla hlutina sem við gerðum saman.
Það var alltaf svo gaman að
koma til þín í Faxatúnið því við
máttum næstum gera allt sem okk-
ur langaði til, brúnkakan þín
gleymist seint með góða súkkulaði-
kreminu og pönnukökurnar. Þú
varst alltaf til staðar fyrir okkur í
gegnum súrt og sætt því þú elskað-
ir okkur svo mikið. En góðar minn-
ingar era gulls ígildi á svona tímum
og verða óspart rifjaðar upp um
ókomin ár. Það er erfitt að vera
svona langt í burtu frá þér núna,
við hefðum svo gjaman viljað geta
gengið með þér síðasta spölinn
elsku amma, en við vitum að afi
mun taka vel á móti þér á öðrum
og betri stað. Þakka þér fyrir allar
góðu stundirnar sem við áttum
með þér.
Égvarlítið bam
og spurði móður mína
hver munur væri á gleði og sorg.
Móðir mín strauk yfir hár mitt og svaraði:
Sá maður sem aldrei kennir sorgar í hjarta
sínu
getur ekki glaðst
því hann þekkir ekki sorgina.
(Þórunn Magnea.)
Þín
Freyja og Árni Freyr.
• Fleiri minningargreinar um
Björgu Sigríði Sæby Helgadóttur
bíða birtingar ogmunu birtast í
blaðinu næstu daga.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.