Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 10
10 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Spenna og óvissa er ríkjandi vegna þeirrar stöðu sem upp er komin um sölu
ríkisbankanna og endurskipulagningu fjármálamarkaðarins
MIKIL óvissa og spenna
ríkir á íslenskum fjár-
málamarkaði vegna
þeirrar nýju stöðu sem
upp er komin varðandi
áform stjórnvalda um
einkavæðingu ríkisbankanna,
Landsbanka íslands hf., Búnaðar-
banka íslands hf. og Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins hf. (FBA).
Könnunarviðræður eru i gangi um
kaup sænska SE-bankans á ráð-
andi hlut í Landsbankanum, spari-
sjóðirnir sækjast eftir kaupum á
Fjárfestingarbankanum, íslands-
banki hf. gerir kauptilboð í Búnað-
arbankann og Búnaðarbankinn vill
kaupa FBA. Stjórnendur FBA vilja
hins vegar halda sjálfstæði bank-
ans og bjóða út hlutabréf á mark-
aði. Ljóst er af samtölum við
stjórnarliða að umtalsverður
ágreiningur er innan ríkisstjómar-
flokkanna um hvaða leiðir beri að
fara við sölu á eignarhlut ríkisins,
hversu hratt eigi að ganga fram við
sölu bankanna og hvaða aðferðir
verði viðhafðar.
„Vandinn er sá að ríkisstjórnin
hefur ekki myndað sér skoðun á
því hvað þeir vilja gera. Mér fínnst
sjálfum ákaflega ruglingslegt að
heyra alla þessa umræðu og það er
orðið brýnt að ríkisstjórnin taki af
skarið og taki einhverja forystu í
því hvernig menn ætla að vinna úr
þessu. I dag tala menn út og suð-
ur,“ sagði háttsettur viðmælandi
blaðsins innan bankakerfisins.
Stefnubreytíng
Upphafleg stefnumörkun stjóm-
valda við hlutafélagavæðingu ríkis-
bankanna og stofnun FBA fól í sér
að seld verði 49% hlutafjár í FBA á
þessu ári, heimilt yrði að auka
hlutafé ríkisviðskiptabánkanna um
35% en sölu bankans var frestað í
allt að fjögur ár. Nefnd fjögurra
ráðherra um einkavæðingu hefur í
sumar rætt um tillögur viðskipta-
ráðherra um endurskipulagningu á
fjármálamarkaði og að nauðsynlegt
sé að ráðast sem fyrst í eignasölu
og flýta einkavæðingu ríkisbank-
anna. Selja þurfi eignir fyrir 10-11
milljarða kr. sem myndi skila ríkis-
sjóði 3-4 milljörðum í söluhagnað
umfram bókfært verð. Tillögumar
vom kynntar í þingflokkum stjórn-
arinnar í lok júlí.
Yfirlýsing Halldórs Ásgrímsson-
ar utanríkisráðherra í Morgunblað-
inu 30. júlí um þær hugmyndir að
erlendur eignaraðili komi inn í
Landsbankann og að viðræður hafi
farið fram við erlenda banka um
kaup á eignarhlut í Landsbankan-
um vakti mikla athygli. Kom síðar á
daginn að um var að ræða SE-
bankann. Halldór lýsti jafnframt
yfir að æskilegt væri að sameina
Búnaðarbankann og FBA. Þessar
yfirlýsingar áttu stærstan þátt í að
skriða kauptilboða og viðræðna um
sameiningu banka fór af stað, að
mati heimildarmanna sem rætt var
við við vinnslu greinarinnar. ís-
landsbanki og sparisjóðirnir hafi
viljað skapa sér stöðu í þeirri upp-
stokkun sem stæði fyrir dyrum.
„Þegar gefinn var kostur á viðræð-
um við SE-bankann var allt í einu
breytt um stefnu,“ segir stjórnar-
þingmaður í samtali við Morgun-
blaðið.
Ekki var greint frá viðræðunum
við SE-bankann á þingflokksfund-
um stjómarflokkanna. Sjálfstæðis-
þingmaður segir að þingmenn hafi
fyrst séð þetta í fréttum og komið
mjög á óvart. „Sala ríkisbankanna
er svo stórt og vandmeðfarið verk-
efni að það er gjörsamlega óviðun-
andi að þingmenn stjómarflokk-
anna fái þær fregnir með þessum
hætti,“ sagði hann. Annar sjálfstæð-
ismaður sagði í samtali við blaðið að
útspil Halldórs Ásgrímssonar um
sameiningu Búnaðarbankans og
FBA hefði aldrei verið rætt í þing-
flokki Sjálfstæðisflokksins.
komulag náist á viðskiptalegum
forsendum um verð sem hægt sé að
byggja á.
14 manna sendinefnd frá Svíþjóð
var hér á landi alla seinustu viku við
að afla sér gagna og kynna sér
starfsemi í hinum ýmsu deildum
Landsbankans. Voru flestir þeirra
famir af landi brott nú um helgina
en í framhaldi af þessari gagnaöflun
verða teknar ákvarðanir um hvort
samningaviðræður verða teknar
upp. Flestir em þeirrar skoðunar
að mikil alvara sé í þessum viðræð-
um af hálfu SE-bankans
Samhliða þessum hræringum
hafa stjórnendur Landsbankans
lokið undirbúningi vegna útboðs á
15% viðbótarhlutafé í bankanum og
stendur til að það verði boðið út í
byrjun september. Starfsmönnum
Mikill spenna er innan banka-
kerfisins og titringur í stjórnar-
flokkunum vegna hinnar hröðu
atburðarásar síðustu vikna varð-
andi fyrirhugaða einkavæðingu
Landsbankans, Búnaðarbankans
og Fjárfestingarbanka atvinnu-
lífsins. Forsvarsmenn fjármála-
stofnana og þingmenn í báðum
stjórnarflokkunum segja að öll
spjót standi nú á ríkisstjórninni
og mjög brýnt sé að hún ákveði
næstu skref við endurskipulagningu bankakerfisins og skeri úr
um hvort strax verður ráðist í sölu á eignarhlut ríkisins í bönkun-
um. Margir óttast að hlutirnir hafi gerst allt of hratt og stjórnvöld
hafi ekki full tök á málinu. Afleiðingin geti orðið sú, að einkavæð-
ingu bankanna og hagræðingu á fjármálamarkaði verði frestað.
Ómar Friðriksson fjallar um hræringarnar í bankamálunum.
Svigrúm til að fóta sig
á markaðinum
Landsbankanum og Búnaðar-
bankanum var breytt í hlutafélög
frá og með seinustu áramótum
skv. lögum frá Alþingi. Er óheimilt
að selja eignarhluti ríkissjóðs í
bönkunum nema með samþykki
Alþingis. Stefna stjórnvalda um
sölu bankanna var sett fram í
greinargerð með lagafrumvarpinu
þar sem sagði m.a.: „Það er stefna
ríkisstjórnarinnar að hinum nýju
hlutafélagsbönkum verði gefið
nokkurt svigrúm til að fóta sig á
markaðinum. Þau sjónarmið hafa
komið fram að óvissa um eignar-
hald hlutafélagsbankanna geti leitt
til þess að þeir eigi erfiðara með að
ná hagstæðum kjörum í lánasamn-
ingum við erlenda lánveitendur.
Til að tryggja festu í rekstri hluta-
félagabankanna er miðað við að
ríkissjóður selji ekki hlutabréf sín
í þeim fyrstu fjögur rekstrarár
þeirra. Hins vegar er gert ráð fyr-
ir að ráðherra geti heimilað útboð
á nýju hlutafé í hlutafélagsbönkun-
um.“
Útboði á hlutafé voru þau tak-
mörk sett að samanlagður eignar-
hlutur annarra aðila en ríkissjóðs
mætti ekki vera hærri en 35% af
heildarfjárhæð hlutafjár í hvorum
bankanna um sig. „Þegar til sölu á
hlutabréfum í hlutafélagsbönkunum
kemur er það mat ríkisstjórnarinn-
ar að allir aðilar í landinu eigi að
hafa rétt til að eignast eignarhlut í
bönkunum. Jafnframt beri að stefna
að dreifðri eignaraðild," sagði þar
ennfremur.
Áhugi á samtvinnun
bankaþjónustu og trygginga
Atburðarásin hefur verið hröð
síðustu vikur. Könnunarviðræður
hófust fyrr í sumar á milli SE-bank-
ans og viðskiptaráðuneytisins um
möguleika á sölu á ráðandi hlut í
Landsbankanum. Utanríkisráð-
herra sagði viðræðurnar fara fram
að frumkvæði SE-bankans. í júlí lá
fyrir að sænski bankinn gerði kröfu
um að kaupa 33,3% eignarhlut í
íslandsbanka hófu könnunarviðræður við fulltrúa við-
skiptaráðuneytisins, vegna tilboðs bankans í Búnaðarbankann, síðastliðinn
föstudag.
bankanna mun standa til boða að
kaupa 5% hlut á innra virði en af-
gangurinn fer í dreifða sölu á al-
mennum markaði með áskriftarfyr-
irkomulagi. Stjómendur bankans
hafa um skeið talið brýnt að styrkja
eigið fé bankans með því að bjóða út
nýtt hlutafé og skrá bankann á
verðbréfamarkaði. Áframhaldandi
kaup bankans á 50% eignarhlutan-
um í VÍS þrýstu á um að svo yrði
gert og lýsti Halldór J. Kristjáns-
son bankastjóri því yfir í vor að
brýnt væri að ganga frá þessum
málum fyrir mitt þetta ár. Halldór
hefur einnig ítrekað lýst áhuga á að
styrkja Landsbankann með sam-
starfí við erlendar fjármálastofnan-
ir.
Kröfur SE-bankans taldar fela
í sér yfirtöku Landsbankans
í umræðunni að undanfömu hafa
forystumenn Framsóknarflokksins
fyrst og fremst verið málsvarar við-
ræðnanna við SE-bankann en for-
ystumenn Sjálfstæðisflokksins vilj-
að fara varlega í sakirnar. Berlega
hefur komið í ljós ágreiningur um
hvemig staðið hefur verið að við-
ræðunum við SE-bankann. Björn
Bjarnason menntamálaráðherra
segir í umfjöllun um þessi mál á
heimasíðu sinni á Netinu 15. ágúst
sl.: „Hugmyndin um, að einn er-
lendur banki fái úrslitaáhrif í
Landsbanka íslands, hefur almennt
mælst illa fyrir og spillt fyrir áform-
um um sölu ríkisbankanna; orðið
vatn á myllu þeirra, sem ekki vilja
selja.“ Ymsir viðmælendur innan
Landsbankanum og vildi að jafn-
framt gæfust möguleikar á að bank-
inn gæti eignast 51% hlut, skv.
heimildum Morgunblaðsins.
Talsmenn SE-bankans hafa lýst
áhuga á samtvinnun bankaþjónustu
og tryggingastarfsemi en SE-bank-
inn hefur nýlega tekið yfir Trygg-
Hansa-tryggingafélagið og er í dag
annað stærsta fjármála- og sjóða-
stjórnunarfyrirtæki Norðurlanda.
Samhliða þessum könnunarviðræð-
um hafa verið uppi hugmyndir um
að Landsbankin eignist þann helm-
ingseignarhlut í VIS sem bankinn á
ekki í dag gegn því að núverandi
meðeigendur í VÍS fái um 20%
eignarhlut í bankanum. Skv. upp-
lýsingum Morgunblaðsins eru þess-
ar hugmyndir hluti af þeim viðræð-
um sem farið hafa fram við SE-
bankann. Engar ákvarðanir hafi þó
verið teknar og engin bein tilboð
liggi fyrir. Áhugi sé á að ná í þau
sóknarfæri og aukin samlegðará-
hrif sem felist í því að samræma að
fullu tryggingafélög og banka. Af
þessU verði þó ekki nema sam-