Morgunblaðið - 23.08.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 11
stjórnarflokkanna og í fjármálalíf-
inu taka undir þessi sjónarmið. Skv.
heimildum blaðsins mun það ekki
heldur mælast vel fyrir innan
Landsbankans hvernig þessar við-
ræður við SE-bankann bar að. Er
litið svo á að þær beri svipmót yfir-
töku á Landsbankanum en ekki
samstarfs. Samningsgrundvöllurinn
hafi í raun falið í sér yfirtöku SE-
bankans á Landsbankanum og sé
því ekki fýsilegur kostur.
Skv. upplýsingum Morgunblaðs-
ins er ágreiningur innan þingflokks
Framsóknarflokksins vegna Lands-
bankamálsins en innan raða hans
eru nokkrir þingmenn sem vilja
halda sig við upphaflega stefnu, fara
hægt í sakimar og standa við upp-
hafleg fyrirheit um breytingar á
bönkunum gagnvart starfsfólki og
stjórnendum þeirra.
Ymsir gagnrýna stjórnvöld harð-
íega fyrir að gefa SE-bankanum
kost á viðræðum um kaup á ráðandi
hlut í Landsbankanum án undan-
gengins útboðs, slíkt sé bæði óeðli-
legt og ófaglegt, eins og einn heim-
ildarmaður orðaði það. Þetta mál
hafi farið af stað með allt of háan
mögulegan eignarhlut þeirra inni í
myndinni. Skv. heimildum blaðsins
hafa sumir sem þekkja vel til þess-
ara viðræðna komist að þeirri nið-
urstöðu að þessi samningsgrund-
vöilur væri útilokaður.
Auk þessara gagnrýnisatriða er
bent á að sú ákvörðun viðskipta-
ráðuneytisins að leyfa sendinefnd
SE-bankans að safna gögnum og
upplýsingum í Landsbankanum
hljóti að leiða til þess að allir aðrir
aðilar sem lýsa áhuga á að kaupa
Uppstokkun bankakerfisins og sala ríkisbanka
Upphafleg stefnumörkun:
LANDSBANKINN:
Heimild til að auka hlutafé
bankans um 35%, en sölu
bankans frestað í 4 ár.
BÚNAÐARBANKINN:
Heimilt að auka hlutafé bankans um
35%, en bíða með sölu bankans í
fjögur ár.
FJÁRFESTINGARBANKINN:
Lagaheimild til sölu á 49%
eignarhlut á þessu ári.
Staðan í dag:
1. Könnunarviðræður við
SE-bankann um kaup á 33% hlut í
Landsbankanum.
2. Landsbankinn nýtir, m/Afi'
sér kauprétt á 50% í VÍS.NSÍffiÉr
Hugmyndir eru um að 'r
Landsbankinn eignist allt hlutafé
VIS qegn því að meðeicjendur
bankans í VÍS fái 20% eignarhlut í
bankanum.
3. Landsbankinn býður út
15% nýtt hlutafé í í r “ ;
september í dreifðri sölu ' j - . '
og stefnir m.a. að samstarfi
við erlendar fjármálastofnanir.
Staðan í dag:
1. íslandsbanki býður 8 milljarða í
100% eignarhlut í
Búnaðarbankanum.
2. Búnaðarbankinn
óskar eftir að sam-
einast Fjárfestingar-
bankanum.
m
ími
3. Stefnt að útboði á 12-15% í nýju
hlutafé í haust.
Staðan í dag:
1. Sparisjóðirnir óska eftir
að kaupa 100% eignar- SST
hlut ríkisins í Fjárfestinqar-
bankanum. Ætla að selja aftur
stóran hlut, þar af hugsanlega
15% til erlendra aðila.
2. Fjárfestingarbankinn undirbýr
sölu á 49% eignarhlut í
bankanum. Rætt er um
að 30% verði seld fyrir
áramót. Áhugi á að bjóða
hluta bréfanna á erlendum
markaði.
Talið er að ef endurskipulagningu
og sölu verði frestað yrði það nánast
álitshnekkir á erlendum fjármálamörkuðum
því að óska formlega eftir því við
viðskiptaráðuneytið að fá að kaupa
FBA og sameina þessar tvær stofn-
anir. Allar ákvarðanir þar að lút-
andi eru á valdi ríldsstjómarinnar
en bankastjóm og bankaráð Búnað-
arbankans hafa ekki verið höfð með
í ráðum um fyrirhugaða endur-
skipulagningu í bankakerfinu.
Stjómendur Búnaðarbanka styðjast
hins vegar við yfírlýsingar Halldórs
Ásgrímssonar um að æskilegt sé að
sameina Búnaðarbankann og FBA
áður en til sölu kemur til að auka
verðmæti eignarhluta ríkisins.
Útboð á nýju hlutafé Búnaðar-
bankans stendur fýrir dyrum líkt og
í Landsbankanum. Rætt er um að
seld verði 12-15% í dreifðri sölu
innan skamms.
Búnaðarbankamenn hafa lagst
gegn sölu bankans til íslandsbanka
en telja að sameining við FBA hafi
þá kosti fýrir ríkið sem eiganda
bankans, að með því móti megi
spara verulegar fjárhæðir við upp-
byggingu FBA. í því sambandi hafi
Búnaðarbankinn fram að færa er-
lend viðskipti, útibúanet bankans,
verðbréfasvið sem byggt hafi verið
upp í bankanum, auk þess að hafa
heimild til að taka við innlánum.
Sumir stjómarþingmanna innan
beggja stjómarflokka em þeirrar
skoðunar að ýmsir kostir felist í
sammna FBA og Búnaðarbankans.
Mikilvægt sé að bankamir tveir
verði gerðir að álitlegri söluvöra
með sameiningu áður en eignarhlut-
ur í þeim yrði seldur. Fleiri sem
rætt var við lögðust hins vegar
gegn sameiningu þessara stofnana,
m.a. með þeim rökum að fráleitt sé
sparisjóðanna ræða við fulltrúa iðnaðarráðuneytisins og
sjávarútvegsráðuneytisins um möguleg kaup sparisjóðanna á Fjárfestingar-
banka atvinnulífsins.
Sænski bankinn gerði kröfu um að kaupa
33,3% eignarhlut í Landsbankanum og vildi
að jafnframt yrðu skapaðir möguleikar á að
bankinn gæti eignast 51% hlut
hlut í ríkisbönkunum eigi samskon-
ar rétt svo jafnræðis sé gætt.
Sparisjóðirnir vilja kaupa FBA
Könnunarviðræður hófust í sein-
ustu viku milli forsvarsmanna Sam-
bands sparisjóða og fulltrúa iðnað-
ar- og sjávarútvegsráðuneytisins
um hugsanleg kaup sparisjóðanna á
eignarhlut ríkisins í FBA. Sam-
þykki Alþingis þarf til að selja
meira en 49% í bankanum en spari-
sjóðirnir sækja fast að fá keyptan
allan hlut ríkisins.
Hugmyndir fulltrúa sparisjóð-
anna 26 ganga út á að sameina FBA
og Kaupþing, sem er í eigu spari-
sjóðanna, byggja hinn sameinaða
fjárfestingarbanka upp og selja svo
aftur stóran hlut á markaði. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins hafa for-
svarsmenn sparisjóðanna nú þegar í
höndum yfirlýsingu frá erlendum
fjármálastofnunum sem hafa áhuga
á að kaupa hlut í sameinuðum fjár-
festingarbanka Kaupþings og FBA,
ef þau viðskipti ganga eftir. Þar
gæti verið um að ræða 15-20% hlut
til hinna erlendu aðila skv. upplýs-
ingum blaðsins.
Að áliti forsvarsmanna sparisjóð-
anna næst fram mikil hagræðing
með samrana Kaupþings og FBA.
FBA hafi verið að byggja upp starf-
semi á sviði þar sem Kaupþing er
þegar öflugt varðandi hvers konar
miðlun og dreifinet. Kaupþing er
einnig að byggja mjög hratt upp
sinn efnahagsreikning, sem hefur
vaxið um 70% frá áramótum. Með
því að renna þessu tvennu saman
myndi sparast mikill kostnaður hjá
hvorum aðila um sig og flýta þeirri
hagræðingu sem báðir stefni að.
Telja þeir unnt að spara 2-300 millj-
ónir kr. á ári í rekstrarkostnað með
samruna fyrirtækjanna. Mun þá
ekki vera horft sérstaklega á niður-
skurð í starfsmannahaldi heldur
verði sparnaði náð með sameigin-
legum stoðdeilum, tölvu- og upplýs-
ingadeildum og bókhaldi. Einnig
næðist hagræðing í meginstarfsemi
þar sem sviðin skarast s.s. verð-
bréfamiðlun, fýi-irtækjaþjónustu og
gjaldeyrisviðskiptum. Meginmálið
sé hins vegar hagræðing á tekjuhlið
og aukning vaxtatekna. Ætla megi
að við sameiningu muni lánskjörin
batna veralega.
Tveir viðræðufundir fóra fram í
síðustu viku. Skv. heimildum Morg-
unblaðsins hafa fulltrúar sparisjóð-
anna boðist til að leggja fram beint
kauptilboð í eignarhlut ríkisins í
FBÁ en stjórnvöld hafa hins vegar
óskað eftir að það verði ekki gert að
svo komnu máli. Eigið fé FBA er
um 8,5 milljarðar og eigið fé Kaup-
þings er nálægt 700 milljónum kr.
Skv. heimildum blaðsins hefur
kaupverð FBA verið metið á bilinu
8-10 milljarðar.
Hlutafjárútboð FBA talið trufla
áform sparisjóðanna
Hugmyndir um kaup sparisjóð-
anna á FBA mælast misjafnlega
fyrir af ýmsum ástæðum. Mikil um-
ræða hefur orðið um eignarfýrir-
komulag sparisjóðanna. Sumir við-
mælendur halda því fram að spari-
sjóðimir hljóti að eiga í erfiðleikum
með að fjármagna sínar fjárfesting-
ar þar sem þeir geti ekki gefið út
hlutabréf. Forsvarsmenn sparisjóð-
anna mótmæla þessu og segja
sparisjóðina hafa bolmagn til að
kaupa FBA. Hluti yrði fjármagnað-
ur með eiginfjárframlagi sparisjóð-
anna og hluti með lánsfé. Gagnrýni
á eignarhald sparisjóðanna segja
þeir byggjast á misskilningi. Spari-
sjóðirnir séu sameignarfélög og
eignarhaldið skýrt. Sparisjóðirnir
vilji þó gjarnan opna möguleika á að
hægt sé að kaupa bréf í sjóðunum
og segjast vera að skoða ýmsa
möguleika á því sviði. Innan
skamms muni þeir að öllum líkind-
um koma með fullmótaðar hug-
myndir til viðskiptaráðherra um
breytingar á þessu skipulagi, skv.
upplýsingum blaðsins.
Ráðherrar hafa lýst yfir að við-
ræðumar við sparisjóðina séu liður
í undirbúningi á sölu hlutafjár í
FBA og hefur Framkvæmdanefnd
um einkavæðingu verið falið að ann-
ast undirbúning hlutafjársölunnar.
Ráðherrar hafa jafnframt greint frá
þvi að ekki sé víst hvort 49% eignar-
hluturinn verður allur seldur á
þessu ári. Skv. upplýsingum blaðs-
ins er nú m.a. til skoðunar að selja
30% á þessu ári. Skv. upplýsingum
Morgunblaðsins er hins vegar Ijóst
af viðbrögðum forsvarsmanna
sparisjóðanna að ef ríkið heldur
sínu striki varðandi dreifða sölu á
hlutabréfum í FBA á markaði muni
það trufla mjög áform sparisjóð-
anna um kaup á FBA. Ekki er þó
ljóst hvort það yrði til þess að spari-
sjóðimir misstu áhugann.
Búnaðarbankinn vill kaupa
Fjárfestingarbankann
Þegar fréttir bárust af viðræðum
sparisjóðanna og ríkisins brást
bankaráð Búnaðarbankans við með
að sameina FBA ríkisviðskipta-
banka aðeins nokkrum mánuðum
eftir stofnun hans. Forsvarsmenn í
íslensku fjármálalífi gagnrýna
einnig þessar hugmyndir. Því er
haldið fram að lítil sem engin hag-
ræðing eða spamaður fylgi sam-
rana Búnaðarbanka og FBA, lítil
sköran sé á greiðslumiðlunarkerfi
og dreifineti þeirra.
„Þetta er mjög furðulegt útspil
hjá framsókarmönnum. Þegar
framvarpið um stofnun Fjárfesting-
arbankans var til umræðu lagði við-
skiptaráðherra höfuðkapp á að
nauðsynlegt væri að stofna sjálf-
stæðan fjárfestingarbanka þvi
óskynsamlegt væri að blanda sam-
an heildsölubanka og viðskipta-
bankastarfsemi. Þau rök eru jafn-
gild í dag. Nú á svo allt í einu að
fara að blanda þessu saman. Við-
snúningurinn er því alger,“ sagði
einn heimildarmanna blaðsins.
íslandsbanki sækir stíft að
kaupa Búnaðarbankann
Stjórnendur íslandsbanka sátu
ekki auðum höndum í þessari at-
burðarás og 13. ágúst lögðu þeir
fram beint kauptilboð upp á 8 millj-
arða kr. í öll hlutabréf ríkisins í
Búnaðarbankanum. Könnunarvið-
ræður hófust svo sl. fostudag þegar
stjórnendur bankans og fulltrúar
viðskiptaráðuneytisins komu saman
til fýrsta fundarins. Ákveðið var að
halda næsta fund eftir að ríkis-
stjómin hefur tilkynnt til hvaða ráð-
stafana verður gripið í bankamálun-
um.