Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 14
14 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998
MORGUNBLAÐIÐ
stöðu. Par var á Stalínstímanum
einnig komið fyrir miklum iðnaði,
sem dró til sín mikinn fjölda fólks alls
staðar að úr Sovétríkjunum, og það
er þetta fólk sem nú veldur ráða-
mönnum hins nýja lettneska lýðveld-
is höfuðverk.
Sá vandi sem tengist rússneska
minnihlutanum í Lettlandi er að
flestu leyti sams konar og í Eistlandi,
en er alvarlcgri vegna stærðar þessa
hóps. Sem dæmi um þennan vanda
má nefna, að um þriðjungur íbúa
landsins er ríkisfangslaus. Stjórnvöld
hins unga lýðveldis eru mjög hikandi
við að veita öllum þessum Rússum
ríkisborgararétt, sem sldljanlegt er
ef litið er til sögunnar. Á Stalínstím-
anum voru að minnsta kosti 100.000
Lettar fluttir nauðugir burt, flestir í
vinnubúðir í Síben'u, og rússneskir
verkamenn fluttu í hundruða þús-
unda tali til landsins á sama tímabili.
Ulmanis II
u
M ÞESSAR mundir eru sjö
ár frá því Eystrasaltslöndin
| þrjú, Eistland, Lettland og
Litháen, losnuðu undan oki
Sovétvalds og endurheimtu
sjálfstæði sitt, sem þau nutu fyrst á
árunum milli stríða. í dag, 23. ágúst,
er þess reyndar minnzt í þessum
löndum, að þennan dag árið 1939
gerðu Hitler og Stalín með sér samn-
ing, þar sem þeir skiptu þeim á milli
sín. Á þessum sjö árum hafa þjóðirn-
ar þrjár reynt sitt bezta til að hrista
af sér afleiðingar þess að þau til-
heyrðu nauðug Sovétríkjunum í hálfa
öld, með því að byggja upp lýðræði
að vestrænni fyrinnynd og umbylta
efnahagskerfinu úr miðstýrðum
áætlanabúskap í einkavæddan mark-
aðsbúskap, enda liggur þeim öllum á
að komast inn í Evrópusambandið og
Atlantshafsbandalagið, þar sem þau
telja sig munu loks vera óhult fyrir
ásælni rússneska bjarnarins.
21. ágúst 1991, tveimur dögum eft-
ir að valdaránstilraun var gerð í
Moskvu, lýsti Eistland, síðast
Eystrasaltslandanna þriggja, form-
lega yfir fullu sjálfstæði. Island við-
urkenndi þá sjálfstæði allra landanna
þegar í stað, og þessu til staðfesting-
ar komu utanríkisráðherrar Eist-
lands, Lettlands og Litháens til
Reykjavíkur 26. ágúst og undirrituðu
ásamt Jóni Baldvin Hannibalssyni,
þáverandi utanríkisráðherra íslands,
samninga sem kváðu á um endurupp-
töku formlegs stjómmálasambands
ríkjanna.
Á ýmsu hefur gengið á þessum sjö
árum, og þjóðunum þremur tekizt
misjafnlega til á umbótabrautinni,
eins og blaðamaður varð sjálfur vitni
að, en hann heimsótti höfuðborgirnar
þrjár, Tallinn, Riga og Vilnius, fyrst
fyrir níu ámm og aftur nú í sumar.
Stærsta breytingin sem gestur að
vestan verður var við, sem ekki hefur
komið á þessar slóðir frá þvi á dögum
Sovétríkjanna, er hvernig umhorfs er
á götunum: klæðaburður fólksins er
allt annar en hann var; „austantjalds-
bragurinn“ er horfinn að því leytinu.
Þetta á við um allar þrjár höfuðborg-
irnar. Og nú telst til und- -------
antekninga að maður komi
auga á Lödur eða Volgur í
umferðinni, bílafiotinn er
meira eða minna allur orð- ________
inn vestrænn. Og mikið
átak hefur verið gert í að hressa upp
á utlit húsa, einkum í gömlu miðbæj-
arkjömum höfuðborganna þriggja,
en eins og tilfellið var í allri „Austur-
blokkinni“ var viðhald húsa og ann-
arra mannvirkja áður með minnsta
móti.
Loftmengun er einnig greinilega
minni en áður var, sem sennilega má
rekja fyrst og fremst til endurnýjun-
ar bflaflotans og þess, að við húshitun
hefur umhverfisvænna eldsneyti tek-
ið við af brúnkolum og öðm því, sem
brennt var, án tillits til mengunar-
áhrifa. Einnig hefur uppstokkun iðn-
aðarins haft mikið að segja; mörgum
verksmiðjum hefur verið lokað og
FRÁ TALLINN, höfuðborg Eistlands.
Morgunblaðið/Ásdís
Eystrasaltslöndin sjö árum eftir endurheimt sjálfstæðis
llmbætur mislangt
a veg komnar
Eystrasaltslöndin þrjú, Eistland, Lettland og Litháen, losnuðu fyrir
sjö árum endanlega úr þeim viðjum sem þau voru hneppt í með innlim-
un í Sovétríkin hálfri öld áður. Auðunn Arnórsson heimsótti löndin fyr-
ir skömmu og lýsir því hvar þau eru á vegi stödd í umbótaþróuninni.
Finnar um-
svifamiklir í
Eistlandi
aðrar verið endurnýjaðar með nú-
tíma tækjakosti, þar með töldum
mengunarvörnum.
Eistland - fremst meðal jafn-
ingja en á krossgötum
Eistland, sem er með 1,5 milljón
íbúa fámennast ríkjanna þriggja, hef-
ur samkvæmt þeim hagtölum sem
fyrir liggja - og að mati vestrænna
stofnana á borð við Evrópusamband-
ið - náð beztum árangri í umbóta-
starfinu fram að þessu, í samanburði
við Lettland og Litháen. Á efnahags-
sviðinu hefur einkavæðing og endur-
skipulagning iðnfyrirtækja, erlendar
fjárfestingar og umbætur í landbún-
aði, svo dæmi séu nefnd, náð lengst.
Þótt vandamálin séu enn mörg og
erfið, þjóðartekjur enn lágar og efna-
hagslíf landsins enn háð viðskiptum
við Rússland (háðara en Eistar kæra
sig um), þá fer ekki framhjá vestræn-
um gesti í Tallinn að innfæddir hafa
einsett sér af mikilli ákveðni að gera
það sem gera þarf til að ná settu
marki. Það er líka mjög áberandi,
hve stóran hlut finnsk fyrirtæki eiga
í endurnýjun efnahagslífsins í Eist-
--------- landi. Finnar eru
langstærstu erlendu fjár-
festarnir þar.
Reyndar benda sérfróðir
menn á - sbr. forsíðugrein
“ júníheftis tímaritsins
Business Central Ewope - að Eist-
land standi nú á krossgötum. Annað-
hvort takist landinu að byggja upp
iðnað og þjónustu sem gerir það sam-
bærilegt í raun við lönd Vestur-Evr-
ópu, eða að það festist í því hlutverki
að vera láglaunaland sem framleiðir
ódýrt vörm- sem fyrirtæki í hinum
betur megandi nágrannaríkjum hagn-
ast á. Helzta hættumerkið er mikill og
vaxandi viðskiptahalli, sem er nú nær
13%, þ.e. miklu meiri en þau 8% sem
ollu kollsteypu í Tékklandi.
Það sem veldur hagfi'æðingum
áhyggjum, er að þennan viðskipta-
halla, á tímum síaukins útflutnings frá
landinu, má rekja að miklu leyti til
hungurs almennings í vestrænar iðn-
aðarvörur, s.s. bíla og heimilistæki.
Miklu minna af gjaldeyristekjum þjóð-
arinnar fer í fjárfestingar eistneskra
framleiðslufyrirtækja í arðsemisauk-
andi búnaði, eins og viðskiptahallinn
hefui- annars verið afsakaður með.
Félagslegar afleiðingar hinnar
hröðu uppstokkunar efnahagskerfis-
ins hafa verið erfiðar. Með því að
loka hiklaust verksmiðjum sem ekki
eru taldar arðbærar og erlendir fjár-
festar sýna ekki áhuga hefur skapazt
fjöldaatvinnuleysi, sem kemur ekki
fram í opinberum tölum nema að
hluta, þar sem aðeins þeir sem þiggja
atvinnuleysisbætur eru skráðir at-
vinnulausir. Bæturnar eru hins vegar
svo lágar, að algengt er að fólk hafi
ekki fyrir því að vitja þeirra.
Þegar maður spyr innfædda út í
þetta verður fátt um svör. Lennart
Meri, forseti landsins, sagði aðspurð-
ur að vissulega hefði íbúunum vegnað
misvel frá því þeir sluppu úr helsi
SovétiTkjanna, en bjartsýni á að
takast muni að yfirvinna þau vanda-
mál sem fylgdu þessari þróun væri
almenn. Meri bindur miklar vonir við
að Evrópusambandsaðild landsins
hjálpi til við lausn þessara vanda-
mála, en líkur standa til að aðildin
geti orðið að veruleika um miðjan
næsta áratug.
Rússneskumælandi minni-
hlutinn æ í brennidepli
Á stjómmálasviðinu eru stærstu
vandamálin ennþá tengd slavneska
minnihlutanum í landinu, en hann er
um þriðjungur íbúa landsins, þar af
flestir af rússnesku bergi brotnir.
Þetta fólk og stjórnvöld í Moskvu eru
óánægð með þær reglur sem settar
voru um eistneskan ríkisborgararétt,
en þær ganga meðal annars út á að
til þess að fólk sem ekki bjó í landinu
fyrir stríð eða er afkomendur þess
geti fengið ríkisborgararétt, þarf það
að sýna fram á að það kunni eitthvað
fyrir sér í eistnesku, en sú tunga er
náskyld finnsku.
Þessi óánægja hefur gert sam-
skipti Eistlandsstjórnar við þá rúss-
nesku erfið jafnframt því að þessi
stóri rússneski minnihluti hefur
margvísleg áhrif á innanlandsstjóm-
málin.
Þó hefur þróunin verið sú að þar
sem Rússarnir í Eistlandi - og þetta
á við um Lettland og Litháen líka -
gera sér grein fyrh’ að þeir eigi meiri
möguleika á að vegna vel þar sem
þeir era en i Rússlandi eða annars
staðar í lýðveldum Sovétríkjanna sál-
ugu, þá hefur sýnt sig að meirihluti
þeirra er viljugur til að sýna hinu
unga lýðveldi hollustu, þrátt fyrir
allt. Því má reyndar ekki heldur
gleyma, að margir þessara Rússa
gera það gott með þátttöku í mafíu-
starfsemi, en í Eistlandi eins og ann-
ars staðar í þeim löndum sem áður
tilheyrðu Austurblokkinni er svarta
hagkerfið umfangsmikið.
Lengra í land í Lettlandi
I samanburði við Lettland era
vandamálin sem tengjast rússneska
minnihlutanum í Eistlandi þó lítil. I
Riga býr hátt í ein milljón manna og
er yfir helmingur þeirra -------------------
ekki Lettar. íbúar Lett- Minnihluta-
lands eru um tvær og hálf vandinn mest-
milljón, en þar af eru um - L„*ti_nrii
40% af öðrum en lettnesk- Mr 1
um uppruna, flestir rúss- “
neskum.
Efnahagslega er Lettland líka mun
háðara Rússlandi en Eistland eða
Litháen. Mikið af olíuframleiðslu
Rússlands er flutt út í gegn um Riga-
höfn, stærstu höfnina við austanvert
Eystrasalt. Og innflutningur um
hana er einnig mikill, sem fer á
markað ekki bara í Eystrasaltslönd-
unum heldur ekki sízt austur um allt
hið gífurstóra markaðssvæði sem
Rússland og önnur lýðveldi Sovét-
n'kjanna fyrrverandi eru.
Þetta hlutverk Riga, sem inn- og
útflutningsmiðstöð miklu stærra
svæðis en Eystrasaltslandanna
þriggja, skapar Lettlandi mikla sér-
Meðal þeirra Letta sem voru í út-
legð í Síberíu var Guntis Ulmanis,
núverandi forseti lýðveldisins. Afa-
bróðir hans var Karlis Ulmanis, sem
var leiðtogi sjálfstæðs Lettlands á ár-
unum á milli stríða. Á fjórða áratugn-
um var byggð upp mikil persónu-
dýrkun á Ulmanis eldri, sem stjórn-
aði með tilskipunum. Það er þó
greinilegt að þess er vandlega gætt í
hinu endurfædda lettneska lýðveldi
að enginn skuggi falli á ímynd gamla
forsetans, og af viðræðum við inn-
fædda er ekki annað að skilja að þeir
viti ekki betur en að fyrirmyndarlýð-
ræði hafi verið við lýði í landinu á
gullaldarárum fyrra sjálfstæðistíma-
bilsins. í sögutúlkun Sovétríkjanna
voru að sjálfsögðu allir og allt sem
tengdist sjálfstæðu Lettlandj
alslæmt, fasískt og þaðan af verra. I
sögutúlkun hins nýja sjálfstæða Lett-
lands er þetta allt hins vegar algott.
Ulmanis yngri, sem var endurkjör-
inn forseti í fyrra, sagði í samtali við
Morgunblaðið að forsætisráðherra
landsins væri formaður nefndar sem
hefur það hlutverk að finna leiðir til
aðlögunar rússneska minnihlutans að
lettnesku þjóðfélagi.
„Ég held að innan tíu ára muni
ríkja rneiri eining í þjóðfélaginu og að
það verði sterkara. Aðalatriðið er að
enginn verði þvingaður til neins, að
sjá til þess að enginn hluti þjóðfélags-
ins hafi á tilfinningunni að hann sé
undirokaður. Ég trúi þvi að framtíð
Lettlands sé framtíð lands með fjöl-
þjóðlega menningu,“ sagði forsetinn.
Vandamálin fleiri
En vandamál Lettlands eru fleiri.
Vegna hinnar umsvifamiklu inn- og
útflutningsstarfsemi, sem fer um
Riga, stendur starfsemi rússnesku
mafíunnar þar í blóma. Og Rússar
eru í öllum helztu stjórnunarstöðum í
oliuútflutningsfyrirtækjunum. Inn-
fæddur heimildarmaður tjáði blaða-
manni að reikna mætti með því, að ef
Lettar reyndu að ná þessum iðnaði
alveg undir lettneska stjóra myndi
Moskvustjórnin ekki láta sitja við
hótanir einar. Svo lengi sem hagnað-
ur af þessum iðnaði skilar sér til
Rússlands og stjórnun hans er í rúss-
neskum höndum megi gera ráð fyrir
því að Lettar geti stjórnað sér sjálfir
i friði, en lengra nái þetta frelsi
þeirra ekki.
Þetta ástand sýnir glögglega hvers
vegna Lettum - eins og Eistum og
Litháum - er mikið í mun að fá sem
fyrst aðild að NATO og ESB. Aðeins
með því telja þeir sig varanlega
óhulta fyrir yfirgangi stóra grannans
í austri.
Ýmislegt fleira er unnt að benda á
sem hefur verið hinu unga lettneska
--------- lýðveldi fjötur um fót.
Samskiptin við Svíþjóð
voru stirð vegna þess að
lettneskir þjóðernissinnar
eiga bágt með að fyrirgefa
Svíum það sem þeir gerðu
árið 1945. Þá létu þeir fjölda Letta,
sem höfðu forðað sér undan Rauða
hernum yfir Eystrasaltið, beint í
hendur Stalíns sem tók þá umsvifa-
laust af lífi eða lét veslast upp í
fangabúðum. Samskiptin við Þýzka-
land eru flókin vegna sögunnar og
svipað má segja um samskiptin við
Pólland. Einnig hefur aldagamall ríg-
ur spillt fyrir skilvirku samstarfi við
hin Éystrasaltsrfldn tvö.
Þegar Evrópusambandið tók um
það ákvörðun í desember sl. að hefja
aðildarviðræður við fimm af þeim tíu
Mið- og Austur-Evrópuríkjum, sem
sækjast eftir henni, var Lettlandi
ekki hleypt í „forgangshópinn". Eist-