Morgunblaðið - 23.08.1998, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 15
land var eitt Eystrasaltsríkjanna
þriggja til að ná því. Sérfræðingar
ESB mátu það svo, að Lettland ætti
of langt í land á of mörgum sviðum til
að hægt væri að byrja strax á að
ræða um aðild þess. Var í því sam-
bandi einkum tilgreindur hinn óleysti
vandi ríkisfangslausra íbúa landsins,
og hvernig miðaði í efnahags- og
kerfisumbótum að ýmsu öðru leyti.
Jákvæð teikn
En þótt Lettum miði hægar á um-
bótabrautinni en vonir þeirra sjálfra
stóðu til eru ýmis jákvæð teikn á
lofti. Islenzk fyrirtæki hafa ekki látið
sitt eftir liggja og lagt í töluverðar
fjárfestingar í Eystrasaltslöndunum,
ekki sízt í Lettlandi og Litháen. Að
sögn forráðamanna þessara íslenzku
fyrirtækja - svo sem BYKO, sem
hefur breytt fyrrverandi kúa-
samyrkjubúi í Lettlandi í heila timb-
urverksmiðju með vaxandi umsvif -
voru vandamálin óteljandi í upphafi,
en með tímanum hafi hlutimir kom-
ist í allgott lag, og nýundirritaðir
samningar Islands og Lettlands um
gagnkvæma vemd fjárfestinga
hjálpa til við að bæta aðstæður til
fyrirtækjarekstrar og viðskipta í
Lettlandi.
En þar sem reglur markaðsbú-
skaparins hafa ekki verið í heiðri
hafðar í meira en hálfa öld er að finna
marga ævintýramenn sem vilja
freista gæfunnar í von um skjótfeng-
inn gróða. Þetta vandamál er öllum
fyrrverandi austantjaldslöndum sam-
eiginlegt, en er sérstaklega áberandi
í miklum viðskiptaborgum á borð við
Riga. Mafían heimtar „verndargjöld"
að ítalskri fyrirmynd af þeim sem
stunda hvers konar sjálfstæðan
rekstur í borginni, svo sem á veit-
ingahúsum, og lögreglan fær lítið að
gert. Áberandi mikill munur er á
tekjum fólks, og spilling af ýmsu tagi
er enn alláberandi.
Fleiri vandamál þessu tengd mætti
nefna, en það er einmitt von þeirra
sem bera hag þessara þjóðfélaga fyrir
brjósti að aðild að vestrænum stofh-
unum hjálpi til við að ráða bug á þess-
um vandamálum, enda styðja íslenzk
stjómvöld þess vegna eindregið um-
sóknir allra Eystrasaltslandanna um
aðild að bæði NATO og ESB.
Litháen - á góðri leið
en mörg mistök gerð
I Litháen, hinu fjölmennasta
Eystrasaltslandanna þriggja, hefur
umbótaþróun sfðustu sjö ára verið
nokkuð rykkjótt, en vandamálin að
mörgu leyti svipuð og þau sem við er
að etja í Lettlandi og Eistlandi, með
nokkium mikilvægum undantekning-
um þó. Litháen komst ekki í hóp „for-
gangsrfkja" í aðildarviðræður við Evr-
ópusambandið á svipuðum forsendum
og Lettland, en aðalmunurinn er sá að
í Litháen er rússneskumælandi minni-
hlutinn lítill og skapar þvi ekki nánd-
amærri eins mikinn vanda og Rúss-
arnir í Lettlandi. Þetta er meginá-
stæðan fyrir því að nú em samskipti
hins sjálfstæða Litháen við Rússland
betri en Lettar og Eistar eiga að
fagna. Skyndiheimsókn Jevgeníjs
Prímokovs, utanríkisráðherra Rúss-
lands, til Vilnius, sama dag og Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Islands, hóf
opinbera heimsókn sína til Litháens,
er ein nýleg staðfesting þessa.
Meginmeinið, sem stjórnmála-
skýrendur segja standa Litháen fyrir
þrifum, er að skömmu eftir að landið
endurheimti sjálfstæðið komst flokk-
ur fyrrverandi kommúnista, undir
forystu Algirdas Brazauskas, tii
valda. Það þýddi að gæðingum gamla
Sovétkerfísins tókst að nýta sér
einkavæðingarátakið sem ráðizt var í
í Litháen rétt eins og í öðrum fyrr-
verandi austantjaldsríkjum, sér og
sínum til framdráttar. Embættis-
mannakerfið hélzt meira eða minna
óbreytt, svo að tregða í kerfinu tafði
fyrir umbótum og spilling olli t.d.
mikilli sóun í bankakerfinu.
Víst er að vaxandi óánægja al-
mennings í Litháen með þessa þróun
mála átti sinn þátt í því að sá maður,
sem Brazauskas studdi í kosningun-
um um eftirmann sinn í þjóðhöfð-
ingjaembættið um síðustu ái'amót,
skyldi lúta í lægra haldi fyrir banda-
rískum ríkisborgara á eftirlaunum,
Valdas Adamkus. í samtali við Morg-
unblaðið dró Adamkus heldur ekki
dul á það, að hann vonaðist til að sér
yrði unnt að beita áhrifum sínum til
að úthýsa spillingu úr stjómkerfinu
og mjaka umbótum nógu vel áleiðis
til að leiðin verði greið fyrir landið
inn í NATO og Evrópusambandið.
Framtíðarhorfur
Stjórnmálamenn allra Eystrasalts-
landanna þriggja hafa bundið vonir
við að lönd þeirra geti sem fyrst eftir
tíu ára afinæli endurreists sjálfstæðis
fagnað inngöngu í Evrópusambandið
og NATO. Óhætt er að segja að þessi
bjartsýni sé of mikil. Þar sem Eist-
land komst í „forgangshóp" þeirra
Mið- og Austur-Evrópuríkja, sem
sækjast eftir aðiid að ESB, má gera
ráð fyrir að það fái inngöngu fyrr en
nágrannaríkin tvö, þó ekki fyrr en
um miðjan næsta áratug. Hvernig
viðleitni ríkjanna til að fá inngönu í
NATO lyktar er enn óijósara, en
telja má víst að verði nokkurn tímann
af henni þá verði það ekki fyrr en enn
síðar og að því tilskildu að núverandi
aðildarríkjum NATO takizt að sann-
færa Rússa um að NATO-aðiId
Eystrasaltsríkjanna sé öllum í hag.
Hvort þær leiðir sem stjómvöld
ríkjanna þriggja hafa valið til að
reyna að nálgast sett markmið skili
tilætluðum árangri á næstu ámm
veltur á ýmsu, ekki sízt þó því hvort
takast muni að ná tökum á spilltum
öflum í efnahagslífi og stjómkerfí
landanna og hvort jafnvægi og sátt
náist um stöðu rússneskumælandi
fólks á svæðinu. Víst er, að ísland og
hin Norðurlöndin geta leikið mikil-
vægt hlutverk við að hjálpa þessum
vinveittu nágrannaþjóðum á hinni
grýttu leið frá helsisarfleifð Sovét-
ríkjanna til öryggis og velmegunar í
bandalagi vestrænna lýðræðisþjóða.
gegna mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar alla ævi.
Látum aldrei vanta mjólk á okkar heimili.
Hlægílegt
TELSON TCP980
• 900 Mhz.
• Þyngd talfæris 240 g.
• Ending rafhlöðu í biðstöðu 60 klst.,
í notkun 12 klst.
• Dregur 600 metra utanhúss.
• Hægt að bæta við 3 aukasímtólum.
• íslenskur leiðarvísir
^^taðgreitt: 9.900,-
PHIUPS Onis
• Stafrænn sími.
• Þyngd símtóls 159 g.
• 40 númera nafnvalsminni.
• Ending rafhlöðu allt að 8 dagar
í biðstöðu, í notkun allt að 14 klst.
• Dregur 100 metra innanhúss.
• Dregur 300 metra utanhúss.
• Ekkert suð, kristaltær hljómur.
• íslenskur leiðarvísir.
^Staflgreitt: 1 6b 900
•Onis Memo: 22.900,-|2Í^*
Onis með stafrænum símsvara
og hátalara í símtóli.
PHILIPS
hvergi ódýrara
PHILIPS Aloris
• 900 Mhz.
• Þyngd símtóls 170 g.
• Dregur allt að 100 metra innanhúss.
• Dregur allt að 300 metra utanhúss.
• íslenskur leiðarvísir.
^^a^ratt:
12.900,-
DeTeWe TWINNV MAGIC
• Stafrænn sími.
• Þyngd talfæris 158 g.
• 20 númera nafnvalsminni
• Ending rafhl. meira en 40 kist.
í biðstöðu, í notkun 4 klst.
• Dregur 50-100 metra innanhúss.
• Dregur 300 metra utanhúss.
• íslenskur leiðarvísir.
^^aðgreitt:
12.900
• Aukasímtól: 7.900,-
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
Umboðsmenn um land allt