Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ i £-*»» i sssssrssssas i s-m-vr ) i~.,»*~". ..„„IMMWWWII* Morgunblaðið/Arnaldur HÖGGUNARKORT. Höggunarkortið gefur innsýn í jarðfræðilega byggingu landsins og sýnir jarðfræði þess á nýstárlegan hátt. Jarðlög eru flokkuð eftir aldri en ekki eft- ir gerð og samsetningu. Megineldstöðvar eru sýndar svo og sprungu- og gangareinar, bæði virkar og útkulnaðar. Einnig eru sýnd helstu brotakerfí landsins og halli jarð- laga. Mál og menning dreifir náttúrufarskortunum fyrir Náttúrufræðistofnun íslands og segir Örn Sigurðsson, forstöðumaður kortadeildar Máls og menningar, að fleiri en 2.000 náttúrufarskort hafi verið seld frá því dreifing á þeim hófst í lok maí í vor og eru erlendir ferðamenn ekki síst meðai kaupenda. Myndirnar af náttúrufarskortunum sýna einungis hluta kortanna. W^7/! FAXAfLÓI REYKJ/ AHlinMjj U.WrtuWtjwvOUlý. BERGGRUNNSKORTIÐ sýnir stærstu drættina í jarðfræði landsins. Jarðlög eru flokk- uð eftir aldri, gerð og samsetningu. Kortið sýnir einnig gosbelti landsins og dreifingu eldstöðva frá nútíma. Nútímahraunum er skipt í forsöguleg og söguleg hraun. Kortið er ný og endurbætt útgáfa korts sem fyrst var gefið út árið 1989. Kaupendur og notendur náttúrufarskorta eru að sögn Guðmundar og Hans aðallega ferðamenn, íslenskir jafnt sem erlendir, fólk sem hefur áhuga á náttúru landsins, stofnanir á borð við Vegagerð- ina, Orkustofnun og Landsvirkjun og sveitarfélög og skólar. Höfundar jarðfræðikort- anna tveggja eru Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson. Ljósmynd/Náttúrufræðistofnun íslands REITAKERFI. Eftir að farið var að nota landfræðilegt upplýsingakerfi fyrir tiltölulega fáum árum er margfalt auðveldara en áður að búa til kort sem sýnir dreifingu gróðurs, fugla, skordýra, og hvers kyns landfræðilegra upplýsinga sem safnað hefur verið og komið á stafrænt form. Kerfið gerir einnig keift að sjá hver hefur safnað upplýsingunum, hvenær og hvar. Ef tölvumúsinni er smellt á Grímsey, svo dæmi sé tekið, birtist á skjánum mynd samsvarandi þeirri sem hér sést. Þá kemur í ljós að samkvæmt skrám Náttúrufræðistofnunar hefur einungis einn maður, Steindór Steindórson frá Hlöðum, farið í eyna og greint og skrásett flóru hennar. Á þessu korti er dreifing ijúpustarar sýnd. Hver reitur er 10x10 kílómetrar að stærð. Morgunblaðið/Arnaldur HANS, til vinstri, og Guðmundur skoða gervitunglamynd sem notuð var við gerð gróðurkortsins á þeim hluta landsins sem hefðbundin gróðurkortagerð hefur ekki ennþá farið fram á. ÞEIR hafa ástæðu til að vera stoltir, starfsmenn Náttúrufræðistofnunar ís- lands, um þessar mundir. Þrjú kort, sem stofnunin gaf út í vor undir samheitinu náttúrufarskort, unnu til tveggja viðurkenninga á ráðstefnu um landupplýsingakerfi sem haldin var í San Diegó í Banda- ríkjunum snemma í þessum mánuði. Þó eru ekki nema tæp tvö ár frá því farið var að vinna að útgáfu kort- anna á vegum stofnunarinnar. Hans H. Hansen, landfræðingur og sá sem á heiðurinn af tölvuverkstjóm kortanna, tók á móti verðlaununum á stuttbuxum og bol enda ekki við- búinn því að Náttúrufræðistofnun hlotnaðist þessi mikli heiður þar sem keppinautarnir voru yfírleitt mun stærri vinnustaðir. Landfræðilegum upplýsingum steypt saman á nýjan máta Fimmtán hundruð kort frá 500 stofnunum eða kortagerðarfyrir- tækjum voru til sýnis á ráðstefn- unni. Verðlaun voru veitt í fimm flokkum fyrir framsetningu á ýmiss konar landupplýsingum, þar á með- al fyrir bestu kortagerðina og komu þau í hlut Náttúrufræðistofnunar. Ónnur verðlaun í sama flokki hlaut sænska fyrirtækið T-Kartor Sweden AB fyrir ferðakort og Suð- ur-Afríkubúar fengu þriðju verð- ✓ Náttúrufræðistofnun Islands hlaut verðlaun fyrir náttúrufarskort sín á stórri ráðstefnu um landupplýsingakerfí fyrir skömmu. María Hrönn Gunnarsdóttir gerði sér ferð á stofnunina og fékk að kynnast því hvernig landfræðilegum upplýsingum er safnað saman og þær gerðar aðgengilegar almenningi 1 formi kortanna. laun fyrir kort í Þjóðaratlas Suður- Afríku. Verðlaunahafarnir úr flokk- unum fimm kepptu síðan um verð- laun fyrir bestu framsetninguna og féllu þau í skaut Náttúrufræðistofn- unar. ESRI, sem er stærsti framleið- andi landupplýsingakerfa í heimin- um, stóð fyrir ráðstefnunni og sóttu hana að þessu sinnu yfir 8 þúsund manns. ESRI framleiðir hugbúnaðinn Arclnfo- og ArcView- kerfin sem Hans notaði við gerð náttúrufarskortanna. Eftir að farið var að nota tölvur við gerð korta hefur verið hægt að leggja til hlið- ar bæði dýran og fyrirferðarmikinn tækjabúnað sem áður var nauðsyn- legur. Þess í stað eru landfræðileg gögn gerð stafræn, eða með öðrum orðum tölvutæk, og getur korta- gerðarmaðurinn hannað kortin við skrifborðið sitt og tölvuna af mikilli nákvæmni. Tölvutæknin og land- fræðilegt upplýsingakerfi, sem er einn angi af upplýsingatækni, gerir það betur mögulegt en nokkru sinni fyrr að steypa saman þeim landfræðilegu upplýsingum sem til eru, hafi þær á annað borð verið gerðar stafrænar. „Framþróun í kortagerð er mikil í Bandaríkjunum þar sem grunn- gögn til kortagerðar eru öllum að- gengileg og kosta lítið,“ segja þeir Hans og Guðmundur Guðjónsson,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.