Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 35

Morgunblaðið - 23.08.1998, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 35 I I I I i I I I I i I I f Marcus faðir Marcs hafi verið kallaður af stjórn- arfundi í einu af fjölskyldufyrir- tækjunum í London og honum sagt af sjálfsmorði sonarins. Hann var fjarverandi af fundinum í tíu mín- útur, koma síðan aftur, stýrði fund- inum til loka og snæddi hádegis- verð með fundar- mönnum án þess að segja eða sýna eitt né neitt og flaug að því búnu heim til Stokk- hólms. Marc skildi ekki eftir sig kveðjubréf, en tvennt var nefnt sem ástæða þess að hinn 47 ára krónprins greip til þessa óyndisúr- ræðis. Annars veg- ar hinar fjallháu væntingar föður- ins. Hins vegar að aðalbankastjóri Skaninaviska bankans hreppti aðal- bankastjórasætið í nýja bankanum og ekki Marc, sem skipað hafði sama sæti í Enskilda bankanum. Pó krónprinsinn væri fallinn frá var faðirinn ekkert mildari í garð yngri sonarins og hélt áfram að sýna vantrú sína á honum. Þegar faðirinn lést 1982 virtist svo sem hann væri á leið með að gera Vol- voforstjórann Pehr Gyllenhammar að arftaka Wallenbergveldisins, þó Gyllenhammar væri ekki í þeim geira sænsks athafnalífs, sem til- heyrði Wallenbergunum. Með láti föðurins varð ekkert úr þessu og Peter varð höfuð fjölskyldunnar. Næsti áratugur einkenndist af leyndum og ljósum átökum Peters og Gyllenhammars um undirtökin í sænsku viðskiptalífi og í ljósi þess að Gyllenhammar hvarf úr sviðs- ljósinu og flutti til London þegar samruni Volvo og Renault mistókst, má segja að Peter Wal- lenberg hafi farið með sigur af hólmi. Föðurnum hefði verið óhætt að vera stoltari af honum því undir for- ystu Peters hefur fjölskylduveldið eflst hægt og bítandi og staða þess er styrkari en nokkru sinni fyrr. S- E-bankinn, enn og áfram kjami Wallenbergeignanna stendur aftur vel að vígi eftir að hafa verið svo illa stæður 1992-1993 að leitað var eftir ríkisábyrgð, sem þó þurfti aldrei að nota. Fjölskyldan tekur undir að bankinn hafi vissulega verið illa stæður þá, en aldrei nálægt gjald- þroti. Nýr ættliður - nýir tímar Peter tilkynnti á blaðamanna- fundi í fyrra að hann hætti sem stjórnarformaður Investors. Dag- inn eftir birti Svenska Dagbladet af honum forsíðumynd frá fundinum, reykjandi sígarettu. í myndatexta var til þess tekið að hann hefði að- eins þolað við sígarettulaus á fund- inum í tuttugu mínútur, áður en hann hefði gripið eftir sígarettunni. í tóbaksandúðarlandinu mikla hefðu fæstir leiðtogar viðskiptalífs- ins lagt í að láta slíkt eftir sér fyrir framan sal þéttsetinn blaðamönn- um. En enginn gerði athugasemd, heidur var honum bara réttur ösku- bakki þegjandi og hljóðalaust. í stól hans kom enginn Wallen- berg heldur Percy Barnevik, sem hefur vaxið upp á áhrifasvæði fjöl- skyldunnar og getið sér gott orð heima og heiman. Á meðan dafnar næsta kynslóð í ró og næði. Jacob fæddur 1956, elstur af þremur börnum Peters, situr nú sem aðal- bankastjóri bankans, þar sem hann og frændi hans Marcus heimsóttu afa Marcus áður, þó viðarklædd fundarherbergin séu honum ekki jafn ógnarleg nú og þau virtust þá. Systir hans er gift í Sviss og rekur þar veitingahús og golfklúbb ásamt manni sínum en yngsti bróðirinn er hótelstjóri á Grand Hotel í Stokk- hólmi og situr í stjórn Saab og víð- ar. Böm Peters eru öll af fyrsta hjónabandi, hann er þrígiftur og hefur átt ýmsar vinkonur. Jacob er Þegar kom fram á þriðja áratuginn var fjölskyldan búin að eignast hlut í leiðandi fyrirtækj- um eins og Erics- son, lyfjafyrirtæk- inu Astra, skógiðn- aðarfyrirtækinu Stora og bílaverk- smiðjunni Scania. Þeir bræður unnu náið saman, þar sem Knut var hinn djarfi, en Marcus sá sem fór varlega. Munur, sem ein- kennt hefur fleiri bræður í fjölskyld- unni. giftur og á þrjú böm. Marcus son- ur Marc er jafn- gámall Jacobi, frá- skilinn og á þrjú böm. Hann er að- stoðarfram- kvæmdastjóri In- vestors. Vanga- veltur em um að hann muni taka þar við forystu í fyllingu tímans. Marcus er elstur fjögurra systkina, bróðir hans er bátasmiður og en situr líkt og syst- urnar tvær í stjórnum Wallen- bergfyrirtækja. Vangaveltur um heppileg og óheppileg ítök Wallenbergfjöl- skyldunnar hafa lengi verið viðloð- andi og kannski einmitt vegna þeirra þá hafa Sví- ar fremur verið uppteknir af valdasamþjöppun en erlendri eign- araðild í sænskum fyrirtækjum, því mikið vald einstakra aðila er mun sýnilegra en erlend eignaraðild. Fjölskyldan hefur enn ítök í sænsk- um stórfyrirtækjum og samanlagt er talið að fjölskyldan eigi 40-45 prósent hlutabréfa í sænskum fyrir- tækjum. En einnig í ættarveldinu hafa orðið breytingar. Hér áður fyrr var til þess tekið að fyrirtækin, sem mörkuð vora eignarhaldi Wallen- berganna tækju mið hvert af hag annars í samsldptum sínum. Það er ekki lengur, segja kunnugir. Það er fyrst og fremst leitast við að reka þau faglega og sem best. Enginn vafi er á því að hinn rekstrarsnjalli Percy Barnevik, sem löngum hefur þótt andlega tengdari jafnaðar- mönnum en hægrivængnum stefnir í þessa átt. Hagsmunir íyrirtækj- anna eiga að sitja í fyrirrúmi, ekld einkahagsmunir fjölskyldunnar, en nöfnin lifa áfram því Jacob banka- stjóri á son með sama nafni og Marcus frændi hans á soninn Marc. Écj lurna stundum á óvæntum cjlaðnincji f WARNEKS w Flott undirföt p jV \ % l k d IA - 4 Kringlunni s. 553 7355 WALL STRJEET SKÁPASAMSTÆBA * , ' * I *£ o. o. s Húsgögn gæði Fjölmargir möguleikar 3000 m2 sýningarsalur Opið virka daga 9-18 Laugardaga 10-16 Sunnudaga 14-16 ZÁ-Áa TM - HÚSGÖGN w Síðumúla 30 - Sími 568 6822 Einsárs ábyrgð og ryðvörn innifalin í verói Orfáir bílar til afgreiðslu strax Betri MUSSO - Betra verð Staðalbúnaður 602 ELX: Turbo m/millikæli ♦ Sjálfskipting ABS-hemlakerfi ♦ Loftpúöi fyrir ökumann ♦ Rafstýrður millikassi □ana Spicer hásingar ♦ Gasdemparar ♦ Diskabremsur á öllum hjólum Álfelgur og 30“ dekk ♦ Rafmagnsrúður og rafstýrðir hliðarspeglar Útvarp, geislaspilari og þjófavarnarkerfi ♦ Viðarklætt mælaborð Leðuráklæði á sætum ♦ Stig bretti ♦ - og margt fleira Finndu muninn á buddunni Umboðsmaður J.Þ. bílar Selfossi, sími 482 3893 Bílastúdfó hf. Faxafeni 14, 1Ö8 Reykjavík sími 568 5555, fax 568 5554. Opið kl. 10-19 mán.-föst., kl. 11-14 laugard

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.