Morgunblaðið - 23.08.1998, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 37
I
I
!
<
<
I
I
(
(
i
i
i
i
<
i
i
3
hjá okkur á daginn og hjálpuðu okk-
ur við undirbúning heimilisins;
hjálpuðu til við að mála og bera það
sem þurfti. Þeir fengu súpu í hádeg-
inu og voru einu sinni á dag í
grúppu hjá Bjama, sem núna er
dagskrárstjóri Virkisins."
I dag eru sjö krakkar í meðferð í
Virkinu og biðlistinn lengist dag frá
degi. En hvers vegna eru ekki
plássin fjórtán fullnýtt?
„Við tökum bara inn einn skjól-
stæðing í viku, þangað til fyllist. Við
erum með nýja starfssemi og erum
öll að sjóast í starfmu. Við vinnum
ekki eftir neinni bók og ákváðum að
fara svona að...
Imyndaðu þér ef við hefðum tekið
fjórtán fíkla inn á fyrsta degi. Það
hefði orðið borgarastyrjöld í hverf-
inu. Rökin á bak við einn í viku voru
helst þau að hver einstaklingur sem
kemur til okkar fái tíma til að aðlag-
ast, þeir sem fyrir eru aðlagist hon-
um og starfsaðilar tengist honum.
Þetta er reynd aðferð víða um heim
og reynslan sýnir að árangurinn af
þessu kerfi er 70% - sem er rosa-
lega gott og auðvitað vonumst við til
þess að ná svipuðum árangri."
Þið töluðuð áðan um gagnkvæma
virðingu og að taka krökkunum á
jafnréttisgrundvelli. Hvað áttuð þið
við?
„Þetta er húmanísk meðferð. Við
tökum ekkert af krökkunum. Þau fá
að hafa sína tónlist, klæðaburð og
hár. Við virðum þeirra unglinga-
menningu. Þau fá að vera unglingar
í friði. Ein ástæðan fyrir því að önn-
ur meðferðarúrræði hafa ekki virk-
að fyrir þennan hóp, er að þau koma
inn á meðferðarstofnun, unglingar,
og það er ætlast til þess að þau fari
ailt í einu að hugsa, tala og hegða
sér eins og þau séu orðin fertug.
Það þýðir einfaldlega ekki að bjóða
ungu fólki að sitja allan daginn og
tala og hlusta."
Hvað látið þið þau gera?
„Dagskráin hjá okkur byggir á
því að fyrir hádegi sinnum við and-
legum málum. Þá eru viðtöl, grúpp-
ur, húsfundir og fleira í þeim dúr.
Eftir hádegi er iðja og framkvæmd-
ir fjórum sinnum í viku. Þá gera þau
allt mögulegt sem okkur dettur í
hug. Vinna blað á tölvur, stunda
ýmis handverk og vinna að ein-
hverri iðn. Þegar ég segi að þau
geri allt mögulegt sem okkur dettur
í hug, þá vil ég að það komi fram að
við erum að tala um samfélagslega
viðurkennt handverk. Allt sem get-
ur kynnt lífið fyrir þessu unga fólki.
Einu sinni í viku fáum við fyrir-
lesara í heimsókn. Það getur til
dæmis verið fyrrverandi fangi sem
segir frá sínum reynsluheimi og á
eftir eru umræður. Þú verður að at-
huga að skjólstæðingar okkar eru
unglingar sem hafa byrjað að feta
sig út á afbrotabrautina og það er
lærdómsríkt fyrir þau að hlusta á
og ræða við fólk sem hefur unnið sig
út úr þeim harða heimi.
Nú, tvo eftirmiðdaga í viku, á
föstudögum og laugardögum, höf-
um við það sem við köllum „ak-
sjóndaga". Þá förum við á vélsleða, í
hestaferðir, fallhlífarstökk - eitt-
hvað sem krefst spennu. Þá er kom-
in helgi og það þarf að losa um
spennuna. Helst vildi ég gera fall-
hlífarstökk að skyldu í meðferð
fíkla. Á fímmtudagskvöldum förum
við í bíó, eða leikhús. Síðan eru tólf
spora fundir þrjú til fjögur kvöld í
viku. Á laugardögum er pizzu- og
videokvöld. Sunnudagar eru frjáls-
ir. Sumir unglinganna hafa sama-
stað til að hverfa til og við reynum
að stefna fjölskyldu og skjólstæð-
ingum saman - eftir fyrsta meðferð-
armánuðinn - og enim með fjöl-
skylduráðgjöf. En það hafa ekki all-
ir fjölskyldu og þá finnum við ein-
hverja góða leið til að fylla upp í
sunnudaginn hjá þeim.“
Götuvændi
Þið talið um að þessir unglingar
séu famir að stunda afbrot og það
er kunn staðreynd að þau stunda
innbrot og þjófnaði til að fjármagna
neyslu sína. En hvað með vændi?
„Jú, það er líka stundað, en ekki
skipulagt vændi. Það er tilfallandi
leið til að ná sér í peninga eða vímu-
efni. Það er lítill hópur sem hefur
leiðst út í þetta - en nógu stór samt
og strákar í meirihluta.
Þeir krakkar sem eru í vændi eru
með „kontaktaðila“.“
Sem er hvað?
„í miðborginni um helgar eru
karlar og konur sem eru í því að
veiða drukkna og dópaða krakka til
kynlífsnotkunar. Þetta er oft mið-
aldra fólk og eldra, sem býður
krökkunum í partý, frítt að drekka,
jafnvel fíkniefni til að „hösla“, það
er að segja selja sig.“
Hverjum?
„Hverjum sem er, til dæmis er-
lendum sjómönnum. Þetta er ekki
stórt vandamál hér, en þekkt. Þetta
er ískaldur raunveruleikinn sem við
þekkjum af götunum hér í Reykja-
vík. Það hefur verið reynt að vekja
athygli borgaryfirvalda á þessu
máli en þau svör fást að þetta sé
ekki nógu stór hópur til að eitthvað
sé gert í málinu."
„Einn er alveg nógu stór hópur
fyrir mig,“ segir Mummi, „en ég
veit ekki hvað þarf marga til að vel-
ferðarkerfið taki við sér.“
Ódýrasta úrræðið hér á landi
Þau Mummi og Marsibil segja
rekstur Virkisins kosta tuttugu
milljónir króna á ári. „Þetta er
ódýrasta úrræði sem til er hér á
landi. Við höfum sjálf lagt allt undir
og skuldum tíu milljónir.
Auðvitað höfum við oft hugsað;
við erum brjáluð. En við höfum
þessi ungmenni fyrir augunum og
allar efasemdir hverfa. Við vitum að
við getum þetta.“ Mummi er for-
stöðumaður Virkisins og Marsibil
framkvæmdastjóri, en hvaða annað
starfsfólk kemur að meðferðar-
heimilinu?
„Við erum með frábært samsarfs-
fólk og hefðum aldrei getað þetta án
þess. Við höfum með okkur dag-
skrárstjóra, sem er ráðgjafamennt-
aður frá Spectrum, húmanískri
meðferðarmiðstöð í London. Síðan
starfar hjá okkur sálfræðingur með
full réttindi og fjölskylduráðgjafí.
Síðan höfum við aðgang að trúnað-
arlækni og geðlækni. Þeir eru ekki
fastir starfsmenn en við höfum
samning við þá í sambandi við allt
sem viðkemur læknisfræði og lyfja-
málum. Þeir sjá til dæmis um allar
blóðprufur og allir sem til okkar
koma verða að gangast undir lækn-
isrannsókn, þar með talið í alnæm-
ispróf. Sumir fíklar sprauta sig og
eru því í áhættuhópi. Sem betur fer
er enginn sem komið hefur til okkar
HlV-smitaður.
Við erum líka með sex starfs-
menn á vöktum sem sjá um matar-
gerð og heimilishald með krökkun-
um og að lokum aðstoðarforstöðu-
mann sem skipuleggur alla „ak-
sjón“.
Það var mjög erfitt að finna
starfsmenn og fagaðila fyrir starf-
semina. Við gerum kröfu um að
starfsfólkið tengist skjólstæðingun-
um persónulega. Við veljum fyrst
og fremst manneskjuna og reynslu í
vinnu. Diplóma getur hjálpað en er
ekkert endilega lausnin.
Fólk sem er ekki tilbúið til að
tengjast krökkunum brennur út
mjög hratt vegna þess að það er að
ganga á forða sem það hefur ekki.“
Ein líkamsárás í miðbænum get-
ur kostað tuttugu milljónir
Hafið þið fengið einhverja opin-
bera styrki?'
„Já, við fengum 500.000 úr for-
varnarsjóði nýlega og erum að und-
irbúa umsóknir fyrir næsta ár. Við
vonum auðvitað að hið opinbera átti
sig á því hvað við erum að spara
mikla peninga með þessu. Við erum
með árangursríkt heimili sem er
ódýrt í rekstri. Sá sparnaður sem
felst í hverjum unglingi sem nær
sér á strik er margföld sú upphæð
sem kostar að reka heimilið á ári.
Þú sérð að ein líkamsárás í mið-
bænum getur kostað tuttugu millj-
ónir. Sólarhringurinn fyrir einn ein-
stakling á Litla-Hrauni kostar
sautján þúsund. Svo er það löggæsl-
an, dómskerfíð, sjúkrahúsvist fyrir
fórnarlömbin, kostnaður fyrir
tryggingarfélög, til dæmis vegna
innbrota. Þessi upphæð er ekki
lengi að koma.
En þetta árið munum við reka
heimilið á framlögum frá einstak-
lingum og fyrirtækjum og við vilj-
um nota þetta tækifæri til að færa
þeim þúsund þakkir sem hafa lagt
fé af mörkum og hjálpað okkur að
hjálpa þessum unglingum. Þessi
þjóð er einstök þegar bregðast þarf
við vanda af þessu tagi. Við getum
hins vegar ekki sótt í vasa hennar
endalaust. Ef við fáum ekki stuðn-
ing frá hinu opinbera á næsta ári,
komumst við ekki langt. Þá fer ég
bara á togara og Marsibil að vinna í
frystihúsi þangað til skuldir okkar
eru greiddar," segir Mummi.
En hvers vegna byrjuðuð þið ekki
á að sækja um styrki?
„I fyrsta lagi, var þörfín of brýn.
Það var of mikið af ungmennum
sem þurftu að fá úrræði strax. í
öðru lagi þýðir ekkert að byrja á því
að sitja yfir pappírum og umsókn-
um. Við urðum að fara af stað í
þeirri von að ráðamenn sjái árangur
af starfí okkar. Þeir kunna að
reikna og geta verið fljótir að sjá
hvaða sparnaður er fyrir þjóðfélagið
í þessu úrræði.“
Enginn ætlar sér að verða fíkill
„Þetta er samfélagslegt vanda-
mál og kemur okkur öllum við. Það
er alltaf verið að ráðast á fólk í mið-
bænum. Þú getur alveg eins orðið
fórnarlamb eins og ég, bíllinn þinn
eyðilagður eins og minn. Það er
enginn öruggur á meðan þetta
ástand ríkir.
Þar fyrir utan eru þetta íslensk
börn - bömin okkar - og enginn
ætlar sér að verða fíkill.“ En vegna
þess að við erum að tala um fjár-
mögnun vil ég að það komi fram að
hún fer fram í gegnum Styrktarfé-
lag Virkisins, sem er sjálfstætt líkn-
arfélag, og í því eiga sæti sex aðilar;
Edda Björgvinsdóttir, leikkona,
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur,
Guðmundur Gunnarsson, formaður
Rafiðnaðarsambandsins, Sveinn
Guðmundsson, lögfræðingur, Vil-
borg Arinbjarnar, móðir og að-
standandi, og Snæfríður Jensdóttir,
verslunareigandi.
Þetta félag starfar sem fjárhalds-
aðili á allt fjármagn sem safnast í
styrkjum til heimilisins. Núna eyð-
um við kvöldunum í að safna styrkt-
araðilum, hringjum í fólk og biðjum
það að leggja fram 500-1.000 la-ón-
ur á mánuði og við höfum fengið
mjög góðar viðtökur, margir sem
við höfum haft samband við leggja
fram 3.000 krónur á mánuði og við
erum ákaflega þakklát fyrir allan
þennan stuðning."
Er Virkið einkarekið heimili?
„Já og það er af sparnaðarástæð-
um, auk þess sem það tryggir að
grasrótin haldi sér og við töpum
ekki hugsjóninni. Þetta er samfé-
lagshjálp og við viljum ekki rukka
krakkana í anddyrinu til að þau fái
lausn á sínum málum."
Hvað eigið þið við með sparnað-
arástæðum?
„Við getum rekið Virkið á ódýrari
hátt en ef kerfið ræki það. Það hef-
ur nefnilega tilhneigingu til að of-
hlaða sig áður en það drepur í sér.
Það sem gerist með einkarekið
heimili, er að það er styttra milli
gólfsins og toppsins. Það eru bein
samskipti á milli. Við sem stjómum
þessu, erum alltaf á gólfínu með
skjólstæðingum okkar og setjum
okkur ekki upp fyrir þau; við eldum
með þeim og hugsum um heimilið.
Ef við gerum þetta að opnu félagi
eða opinberri stofnun, er þetta orðið
að pólitík og menn fara að berjast
um formennsku og stjómarsetu. Þá
þarf ekki nema einn stjómarfund til
að rústa starfinu."
Hefur meðferðarheimili af þessu
tagi verið reynt áður?
„Ekki hér á Islandi en það hefur
verið reynt um allan heim til
margra ára, meira að segja í Rúss-
landi. Þetta á að vera einkarekið og
það er þegar í samþykktum að
Virkið það greiðir ekld arð. Allir
peningar sem koma inn, fara í starf-
semina. Ef svo ólíklega vildi til að
einhvem tímann yrði hagnaður, fer
hann beint til Virldsins. Það má
aldrei neinn annar hagnast á þessu
staifi.
Peningar og völd hafa nefnilega
alltaf verið vísasta leiðin til að
splundra góðu samstarfi. Þá deyr
hugsjónin.“
Ikea-stofnandinn
Kamprad leysir
frá skjóðunni
Stofnandi IKEA Ingvar Kamprad hef-
ur löngum haft orð á sér fyrir að vera
fælinn við sviðsljósið. Sigrún Davíðs-
dóttir segir hér frá nýrri bók þar sem
ýmsar óvæntar upplýsingar um einka-
hagi Kapmrad koma fram.
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
ÓTÆPILEG áfengisnotkun um
áratugaskeið og hrifning af fas-
isma á æskuámm er tvennt af
því, sem Ingvar Kamprad stofn-
andi og eigandi Ikea-keðjunnar
er hreinskilinn um í bók um
hann, sem kynnt var í Svíþjóð í
vikunni. Kamprad, sem er 72
ára og sænskur, býr í Sviss og
heldur sig venjulega langt í
burtu frá sviðsljósinu en gerði
undantekningu þar á og hitti
blaðamenn er bókin var kynnt.
Hún er skrifuð af Bertil Tore-
kull fyrrum aðalritstjóra
Svenska Dagbladet, sem hefur
fylgt Kamprad eftir í ár
og segist ekki hafa get-
að varist því að hrífast
af viðfangsefni sínu. Á
blaðamannafundinum
staðfesti Kamprad þá
ímynd sína að hann Ufí
fábrotnu lífí er hann dró
upp strætómiða. Hann
keyrir um Stokkhólm í
strætisvagni, ekki í
límúsínu.
Þegar það komst í há-
mæli fyrir nokkrum ár-
um að Kamprad hefði
verið hallur undir fas-
isma kaus hann að vera
fámáll um æsku sína, en
segist nú hafa verið sár
yfir að þessi tilhneiging
hans hefði verið tengd
Ikea. Skoðanir hans þá
væru Ikea alveg óvið-
komandi. Hann segir nú
að hann hafí verið undir
áhrifum hugmyndafræði
fasista á 5. áratugnum,
en verið hrifnari af Mus-
solini en „hinum náung-
anum“. Hann hafi verið
ungur og áhrifagjam eins og fleiri
og ekki síst hlustað á frænku sína
frá Súdetahéruðunum, sem hafi
haft þessar skoðanir.
Felur ekki
áfengismisnotkun
Kamprad byrjaði starfsemina
á Skáni og hóf fljótt að láta fram-
leiða húsgögn fyrir fyrirtækið í
Póllandi, sem átti þátt í þvi lága
verði er einkenndi Ikea. En þeg-
ar hann fór að venja komur sínar
til Póllands kynntist hann vodka-
drykkju, sem var næstum skylda
í samskiptunum við innfædda.
Síðan hefur misnotkun áfengis
sett svip á líf hans, þó afköstin
hafi verið mikil. Þessu vill hann
gjarnan segja frá, því í Svíþjóð
séu svo margir, sem eigi við
sama vanda að stríða. Núna fer
hann að læknisráði í 4-5 vikna
bindindi þrisvar á ári.
Þó Kamprad kæmi inn á
einkalíf sitt var það þó fyrst og
fremst viðskiptahliðin, sem hon-
um lá á hjarta og í bókinni segir
hann frá hvernig fyrirtækið hef-
ur þróast. Ikea er nú stærsta
húsgagnakeðja heims. Á fyrsta
helmingi þessa árs fór salan í
fyrsta skipti yfir 50 milljarða
sænskra króna og allt bendir til
að hún slái öll met í ár. Afkoman
er þökkuð framleiðslu í láglauna-
löndum, sem í vaxandi mæli er á
höndum keðjunnar sjálfrar, og
hagkvæmu innkaupa- og dreif-
ingarkerfi.
Þrískipt og Qárhagslega
traust
Fyrirtækið er þrískipt. Höfuð-
stöðvar húsgagnakeðjunnar eru í
Danmörku og í bókinni er
einmitt rakið hvemig stóð á
flutningi þangað frá Svíþjóð. Þó
mestur hluti hagnaðarins sé end-
urfjárfestur í rekstrinum er
hluta þó safnað í sjóð, sem er í
Lúxemborg, Inter Ikea, annar
hluti Ikea-veldisins og fjárfest:
ingarsjóður fjölskyldunnar. í
honum era nú tíu milljarðar
sænskra króna, sem um leið er
nokkurs konar kjölfesta fyrir-
tækisins ef harðnar á dalnum, og
þaðan er veldinu stjómað. Sjóð-
urinn er einnig notaður til að efla
eignarhaldsfélagið Ikano, þriðja
og nýjasta hluta fyrirtækisins,
sem rekur einnig banka.
Þegar 1974 hafði Kamprad
hugsað fyrir framtíð fjölskyldu-
fyrirtækisins Ikea og skipulagt
fyrirtækið þanig að það kæmist
tryggilega í gegnum kynslóða-
skipti, sem nú eru í augsýn.
Kamprad hyggst draga sig í hlé
eftir þrjú ár þegar hann verður
75 ára. Hann á þrjá syni, sem all-
ir eru í yfirmannsstöðum hjá fyr-
irtækinu, en segir þá ekki geta
reiknað með því að færast sjálf-
krafa í forstjórastólinn. Lfidegra
er talið að einhver af þeim sem
starfa næst Kamprad taki við.
Eins og er eru umsvifin mest í
Póllandi, þar sem Ikea stefnir í
að fjölga búðum úr fimm í tíu eða
tólf. En Rússland er einnig með í
myndinni, þar hefur þegar verið
fjárfest fyrir milljarða sænskra
króna og þar er búist við að
fyrsta Ikea búðin verði opnuð á
næsta ári í Sankti Pétursborg.
Kamprad er áhugasamari að
ræða framtíðarhorfur en for-
stjórastarfið og bendir á að
Rússar búi þröngt, en muni með
vaxandi velmegun einbeita sér að
híbýlum sínum. Það muni taka
Rússa aldarfjórðung að hús-
gagnavæðast. Því geti Ikea ein-
beitt sér að.