Morgunblaðið - 23.08.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 43
'í
I
1
(
(
í
I
I
1
I
í
>1
I
i
\
í
J
i
t
i
1
í
í
i
I
Ég man þann tíma er ég var eina
loðnuvertíð á sjó hversu mikinn
áhuga afí hafði á því hvemig veiði-
skapurinn færi fram og vildi einatt
bera saman við hans tíma veiðiskap.
Pað var ekki óvanalegt að ég
kæmi upp í brú og skipstjórinn væri
með afa í símanum og þeir búnir að
spjalla saman langa stund.
Þótt líkaminn hafí verið orðinn
hálflélegur nú á seinni árum var
hann svo ótrúlega ern og gat roms-
að upp úr sér ættfræði og ljóðum
eins og ekkert væri. Ég mun aldrei
gleyma afa og hans ótrúlegu góð-
mennsku, visku, spaugsemi og at-
orku. Vertu bless, afi minn.
Bragi Baldursson.
Kveðja frá samstarfsfólki
Með söknuði og virðingu er Bragi
Halldórsson, áður aðalféhirðir
Sparisjóðsins í Keflavík, kvaddur.
Bragi hóf störf sem aðalféhirðir árið
1955 hjá Guðmundi Guðmundssyni
sparisjóðsstjóra í nýju húsnæði
sjóðsins á Suðurgötu 6 í Keflavík og
starfaði þar óslitið til ársins 1991
eða í 36 ár. Hann var afar farsæll í
starfi, einkum hvað varðaði ná-
kvæmni og ráðdeild, sem aflaði hon-
um virðingar meðal samstarfs-
manna og viðskiptamanna allra.
Hann var ákveðinn ef því var að
sldpta og hreinskilinn, en að öðru
jöfnu ljúfur í umgengni. Vini sína
valdi hann af einlægni og var þeim
og fjölskyldum þeirra afar tryggur
og trúr. Bragi var sterkgreindur, en
það orð notaði hann sjálfur um slíka
menn, víðlesinn, ljóðelskur með af-
brigðum og hafði yndi af góðri tón-
list. Móðurmálsvitund hans var
sterk og var hann óhræddur við að
leiðrétta ambögur hjá samstarfs-
fólki. Alvörugefinn var Bragi að eðl-
isfari, en samt einstakur húmoristi
þegar því var að skipta. Samferða-
fólki sínu í Sparisjóðnum reyndist
hann ákaflega vel allt fram á síðasta
dag.
Eftir að Bragi lét af störfum sak-
ir aldurs, þá 78 ára, var hann tíður
gestur í Sparisjóðnum. Hann fylgd-
ist grannt með starfsemi hans og
var í góðu sambandi við starfsfólkið.
Með Braga er genginn einstakur og
góður maður sem allir samstarfs-
menn þakka fyrir góð störf og góða
viðkynningu. Innilegar samúðar-
kveðjur sendum við bömum hans
og fjölskyldum þeirra.
Stjórn og starfsmenn
Sparisjóðsins í Kefiavík.
Frágangur
afmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinamar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl.is)
— vinsamlegast sendið greinina
inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali era nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
h'nulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar era beðnir að
hafa skímarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
JÓHANNA
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Jóhanna Guð-
rún Guðmunds-
dóttir fæddist á
Arnarstapa á Snæ-
fellsnesi 3. júlí 1913.
Hún andaðist á
Hrafnistu í Reykja-
vík 13. ágúst síðast-
liðinn. Foreldrar
hennar voru hjónin
Guðmundur Brynj-
ólfsson og Ólöf
Krisljónsdóttir. Jó-
hanna átti fimm
bræður og var hún
næstyngst. Þeir
voru: Brynjólfur
Daníelsson, Kristjón Guðni,
Ólafur Óskar, Sigurður og Mar-
íus Guðmundur. Þeir eru allir
látnir. Hún ólst upp á Görðum í
Beruvík í Breiðuvíkurhreppi.
Árið 1935 giftist Jóhanna
Lárentsíusi Dagóbertssyni, f.
22. september 1907, d. í apríl
1987. Þau Jóhanna og Lárentsí-
us byijuðu búskap sinn á Hell-
Hún Jóhanna, tengdamóðir mín,
er látin. Hún var búin að þrá hvfld-
ina lengi, þannig að ég veit að henni
líður vel núna. Hún er síðust systk-
inanna til að fara yfir móðuna
miklu. Það var erfitt fyrir Jóhönnu
þegar Láras tengdafaðir minn dó
fyrir 12 árum og eins þegar þrír
bræður hennar, mágkonur og bróð-
urdóttir hennar dóu öll með mjög
stuttu millibili. Hún náði sér aldrei
almennilega eftir það.
Það er ýmislegt sem kemur upp í
huga minn þegar ég h't yfir farinn
veg. Ég kynntist Jóhönnu og Lár-
entsíusi manni hennar íyrir rúm-
lega 25 áram þegar við Brynjólfur,
einkasonur þeirra, fóram að vera
saman. Þau tóku mér mjög vel eins
og þeirra var von og vísa. Bömin
þeirra, Ema og Brynjólfur, og
þeirra fjölskyldur voru augasteinar
þeirra. Þau báru hag okkar allra
fyrir brjósti. Það var þeim efst í
huga að hlúa að okkur og að við
gætum öll haft það sem allra best.
Þau glöddust því meira sem okkur
gekk betur í lífinu.
Að leiðarlokum vil ég þakka Jó-
hönnu tengdamömmu fyrir sam-
fylgdina og allt það sem hún gerði
fýrir okkur.
Blessuð sé minning hennar.
Nú legg ég augun aftur,
6, Guð, þinn náðarkraftur
min veri vöm í nótt.
Æ.virstmigaðþértaka,
mér yfir láttu vaka
þinn engil, svo ég sofi rótt
(Þýð. S. Egilsson)
Þín tengdadóttir,
Jóhanna Gunnþórsdóttir.
issandi og bjuggu
þar til ársins 1937.
Þaðan fluttu þau að
bænum Hellu í
Beruvík í Breiðuvík-
urhreppi og bjuggu
þar til ársins 1947.
Þá bjuggu þau eitt
ár á Ingjaldshóli og
svo á Hellissandi
fram til 1970. Þá
fluttust þau til
Reylqavíkur þar
sem þau bjuggu
fram á síðasta dag.
Þau hjónin eignuð-
ust tvö böm. Þau
em Ema, f. 20. janúar 1935, gift
Sigurði Sigurðssyni, og
Brynjólfur Garðar, f. 9. mars
1946, kvæntur Jóhönnu Gunn-
þórsdóttur. Barnabörnin eru ell-
efu og barnabamabörnin ellefu.
_ Utför Jóhönnu fer fram frá
Áskirkju á morgun, mánudag-
inn 24. ágúst, og hefst athöfnin
klukkan 13.30.
Nú er elsku amma á Baldursgöt-
unni farin frá okkur. Það er okkur
huggun í harmi, að vita til þess að
nú er hún komin á góðan stað þar
sem afi bíður hennar með opnum
örmum.
Það var alltaf gaman að koma í
heimsókn til ömmu og afa. Ævin-
lega var tekið á móti okkur eins og
kóngum. Á boðstólum var kaffí og
kökur með öllu tilheyrandi og þegar
við kvöddum voram við leystir út
með góðgæti. Okkur er minnisstætt
þegar við vorum átta ára gamlir og
ákváðum að ganga frá Valsheimil-
inu upp á Baldursgötu eftir eina fót-
boltaæfinguna. Voram við stoltir og
glaðir með þetta frækna ferðalag
okkar, en því miður vora ekki allir
eins ánægðir með framtakið. Amma
hafði svo miklar áhyggjur af okkur
að við vorum sendir með það sama í
leigubfl heim í Strandasel. Vorum
við eins og höfðingjar í afturstætinu
með troðfulla vasa af sælgæti og
peninga fyrir bflnum. Þetta sýndi
hvað þeim þótti vænt um okkur og
hvað þau hugsuðu alltaf um okkar
velferð.
Við kveðjum ömmu með þakklæti
fyrir alla þá umhyggju og hlýju sem
hún sýndi okkur meðan hún lifði.
Við erum þakklátir fyrir allar minn-
ingarnar sem við eigum um ömmu
og við vitum að henni líður vel þar
sem hún er núna.
Ólafur Tryggvi og Guðmundur
Garðar Brynjólfssynir.
Elsku Jóhanna amma mín er dá-
in. Það er sárt að missa hana ömmu,
ég sakna hennar mikið. Ég á marg-
GUÐRUN
HÓLMFRÍÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Guðrún Hólm-
fríður Jónsdótt-
ir, Gígja, fæddist á
Ljótsstöðum á
Höfðaströnd í
Skagafirði 30. mars
1914. Hún Iést á
Landspítalanum 13.
júlí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Grafarvogs-
kirkju 21. júlí.
Ekki er hægt að
segja að við Guðrún
væram skyld. En
tengsl vom á milli
okkar. Jón á Ljótsstöðum var bróðir
fóstru minnar Jófríðar í Bæ. Jón á
Ljótsstöðum var alltaf góður gestur
á Bæ, kom stundum til að vinna og
einnig sér til skemmtunar. Ég hef
persónulega ekki rekist á fegurri
handskrift en hjá Gígju.
Hún skrautritaði, svo af
bar, bæði fyrir vini og
kunningja. Mér er sagt
að það hafi ætíð verið
listaverk úr höndum
hennar.
Gígja var óvenju
glæsileg ung kona og
bar hún fegurðina með
sér til hinstu stundar.
Ég hafði oft síma-
samband við hana eftir
að hún kom í Logafold,
og spjölluðum við um
daginn og veginn, og
vissi ég að henni þótti
það skemmtilegt. Henni þótti það
gott ef einhveijum gekk vel, og ekld
má gleyma gestrisni hennar, sem
var frábær. Já, gáfuð og góð kona
er gengin.
Höskuldur Skagfjörð.
ar góðar minningar um hana. Hún
var mér alltaf svo góða eins og öll-
um öðram. Nú líður henni vel. Ég
veit að Láras afi tekur vel á móti
henni og þau vaka yfir okkur.
Guð geymi þig, amma mín.
Vertu guð faðir faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni.
Hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgr.Pét)
Þín litla stelpa,
Jóhanna Lára Brynjólfsdóttir.
Hún elsku amma okkar er dáin
og kveðjum við hana með sorg og
söknuði. Við vitum þó að henni líður
vel núna, og þau afi eru aftur saman
eftir 11 ára aðskilnað.
Við eigum öll okkar minningar um
ömmu og að sjálfsögðu eru þær ekki
allar eins. Við munum þó öll ástina
og hlýjuna, gleðina og hláturinn. Við
munum eftir sögum ömmu um liðinn
tíma sem sagðar vora af mikilli
ánægju og ákafa. Við munum eftir
heimsóknum okkar á Baldursgöt-
una, en þær voru ófáar í gegnum ár-
in. Það ríkti alltaf hlýja og gleði og
öllum tekið opnum örmum.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku amma, við gætum enda-
laust talið upp allar minningamar
um þig frá okkar bernsku- og full-
orðinsárum. Þessar minningar eru
okkur dýrmætar og munum við
geyma þær og ylja okkur við þær í
framtíðinni. Þú verður alltaf partur
af okkar lífi.
Þín barnabörn
Vilborg, Lárus Jóhann,
Sigrún, Sigurður Stefán
og Laufey Sigurðarböra.
Elsku Jóhanna. Okkur langar að
kveðja þig með örfáum orðum. Það
var fyrir rúmum átján ámm að ég,
ung konan, fluttist á Baldursgötu
12. og þú og Lárus voruð þau fyrstu
sem komuð og buðu okkur velkomin
í húsið. Mikið gladdi það ykkur að
það fylgdi mér lítill hnokki, sem þið
svo sannarlega tókuð opnum örm-
um. Það var aldrei neitt vandamál
að fá að geyma hann hjá ykkur í
klukkutíma eða svo. Þið sögðuð
alltaf já. Svo fluttu Jóhanna og
Ingólfur í húsið fjórum árum seinna
og þar var það sama upp á teningn-
um. Þið tókuð vel á móti þeim og
umvöfðuð litlu stelpuna þeirra. Oft
sátum við hjá þér með vandamál
okkar og þú leystir þau eftir bestu
getu. Þú hlustaðir vel og vandlega á
okkur og stundum skammaðir þú
okkur rækilega ef svo bar undir.
Við tókum þig alvarlega, þú hafðir
mun fleiri ár og töluvert meiri lífs-
reynslu en við. Við reyndum að
bæta ráð okkar eftir þinni leiðsögn.
Við virtum skoðanir þínar og tókum
mark á þeim og vinátta okkar allra
hélst alveg til hins síðasta. Við trú-
um því að nú sért þú komin til Guðs
og búin að hitta hann Láms þinn
aftur. Við vitum að ykkur líður vel
að vera aftur saman. Takk fyrir allt.
Hvíldu í Guðs friði.
Drottinn er minn hirðir, mig mun
ekkert bresta.
A grænum grundum lætur hann mig
hvílast,
leiðir mig að vötnum,
þar sem ég má næðis pjóta.
Hann hressir sál mína,
leiðir mig um rétta vegu
fyrir sakir nafns sins.
Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,
óttast ég ekkert illt,
því að þú ert lýá mér,
sproti þinn og stafúr hugga mig.
Þú býr mér borð
frammi fyrir (jendum mínum,
þú smyr höfuð mitt með olíu,
bikar minn er barmafullur.
Já, gæfa og náð fylgja mér
alla ævidaga mína,
og í húsi Drottins bý ég
langa ævi.
(23. Daviðssálmur.)
Fyrrverandi íbúar á Baldurs-
götu 12, Kristín og Jóhanna.
5
Fersk blóm og
skreytingar
við öll tœkifæri
5
Opið til kl.10 öll kvöld
Persónuleg þjónusta
Fákafeni 11, sími 568 9120
o
Persónuleg,
alhliða útfararþjónusta.
Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson,
útfararstjóri útfararstjóri
Útfararstofa íslands
Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300
Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
l-;
v/Nýbýlaveg
SÓLSTEINAR 564 456|
egsteinar
Lundi
Crfisdrykkjur
GAPI-mn
Sími 555-4477
&
• *
Þegar andlát
ber að höndurn
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
(I) ÚTFARARÞJÓNUSTAN
Stofnað 1990
Persónuleg þjónusta
Sími: 567 9110 & 893 8638
www.utfarir.is utfarir@itn.is
Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson
útfararstjórí útfararstjórí
>