Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 49
BRÉF TIL BLAÐSINS
Lokun Bólstaðarhlíðar
fyrir bifreiðaumferð
Frá Hjálmaii Hafliðasyni:
NÚ SKORUM við á Reykjavíkur-
borg og umferðaryfirvöld að
aflétta þessari lokunarplágu, sem
ekki er heO brú í og til vansa þeim
aðilum sem að henni hafa staðið.
Lokunin átti sem tilraun að standa
í eitt ár, en hefur nú staðið í sextán
mánuði og virðist ekkert fararsnið
á grjótinu af götunni. Að börn
héma við Bólstaðarhlíð séu í meiri
hættu af bílaumferð hérna en á
Háaleitisbraut þar sem strætis-
vagnamir fara nú tvisvar á
klukkustund fram og aftur, er svo
mikil fásinna að engu tali tekur.
Háteigsvegur er þröng gata að
vísu með tveimur hraðahindrun-
um, það hefði líka mátt setja
hraðahindranir á Bólstaðarhlíðina.
Á Háteigsvegi er strætisvagna-
skýli aðeins að norðanverðu við
götuna; þeir farþegar sem ætla í
hina áttina geta beðið þeim megin
berskjaldaðir fyrh- veðrum, þó lof-
að hafi verið að bæta úr þessu með
skýli. Á þessari biðstöð, rétt fyrir
framan útgöngudyr bamanna úr
skólanum era heldur engin máluð
hvít gangbrautarstrik, hvað þá lýs-
ing, þó gatan sé dimm á vetram.
Ennfremur var af hendi borgar-
innar lofað að leggja hitarör í
gangstéttina frá húsunum við Ból-
staðarhlíðina að Háteigsvegi svo
hægt væri að komast óbrotinn
leiðar sinnar í næstu verslun því
venjulega er öllum snjónum ýtt
upp á gangbrautirnar. En að setja
grjótbákn á Bólstaðarhlíðina til að
fyiirbyggja alla umferð um hverf-
ið, það er hið versta mál, sem við
fyrirgefum ekki nema að það verði
fjarlægt í sumar og hraðahindran-
ir settar í staðinn.
Slys geta víðast hvar orðið en
slys af völdum strætisvagna era
sem betur fer fátíð, það keyrir
enginn á hraðakstri yfir hindranir
á erfiðum leiðum. Þessi lokun á
Bólstaðarhlíðinni er illa staðsett á
götunni. Hindranin var ekki sett
við gatnamót, heldur við lokaða
beygju. Margir bflar hafa orðið að
snúa við, menn í áríðandi björgun-
arverkum: læknar sem þurftu að
sinna dauðveikum hjartasjúklingi
hafa orðið að snúa við, taka lengri
leiðina, og einnig branaliðsmenn
að slökkva eld í íbúð, þeir hafa orð-
ið að fara lengri leið en áður.
Ókunnugt fólk í þessum tilfellum
veit ekki af þessum ráðstöfunum
hjá Umferðarráði. Þær virðast
vera gerðar í hálfgerðum feluleik,
langt frá gatnamótum.
Hér gæti verið stórhættuleg
slysagildra, ef stórslys yrði í hverf-
inu, vegna umferðarþrengsla. Þess
vegna skora ég á Umferðarráð og
alla ráðamenn og konur þessarar
borgar að fjarlægja steinblokkirn-
ar og setja hraðahindranir í stað-
inn - upphækkanir, en ekld loka
götunni.
HJÁLMAR HAFLIÐASON,
form. Félags aldraðra, Bólstaðarhlíð.
Leitin
endalausa
Frá Gylfa Pálssyni:
í MORGUNBLAÐINU 14. ágúst
fjallaði Bragi Ásgeirsson um
myndlistarsýningu í Nýlistasafninu
undir yfirskriftinni Leitin enda-
lausa. Sýningin bar hins vegar
heitið Leitin að Snarkinum.
Mig langar að koma eftirfarandi
vitneskju á framfæri.
Breski stærðfræðingurinn
Charles Lutwidge Dodgson, sem
þekktari er sem rithöfundurinn
Lewis Carroll, samdi árið 1876
kvæðabálkinn The Hunting of the
Snark. Þar er Snark kynjadýr sett
saman úr snake=snákur og
shark=hákarl og mætti þýða Sná-
karl. Nafn kvæðisins á íslensku og
þar með yfirskrift sýningarinnar
gæti því verið Leitin að Snákarlin-
um.
Bandaríski rithöfundurinn Jack
London (1876-1916) lét smíða sér
lystisnekkju sem hann nefndi The
Snark eftir fyrrnefndu kynjadýri.
London skrifaði um ferðir sínar á
þessum farkosti (1907-1909).
Frásagnir hans af ferðalaginu vora
gefnar út undir heitinu The Craise
of the Snark. Bókin var gefin út í
íslenskri þýðingu árið 1921 og valið
heitið Á Blossa. Árið 1963 kom
bókin út í nýrri þýðingu og var þá
nefnd í langferð á Neistanum en
hefði samkvæmt framansögðu
mátt heita Ferðin á Snákarlinum.
GYLFI PÁLSSON
Hagamel 16,107 Reykjavík.
Stjórn Minningarsjóðs
Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar
Námsstyrkir í verkfræði og raunvísindum
Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir styrkumsóknum vegna náms á skólaárinu
1998-99. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum í verkfræði- og raunvísindagreinum
og hafa þeir einkum verið veittir nemendum í framhaldsnámi.
Umsóknareyðublöð fást hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins, Neshaga 16,
og ber að skila umsóknum þangað. Með umsókn skal fylgja staðfesting á
skólavist og námsárangri, ítarleg fjárhagsáætlun, meðmæli, ritverk og önnur
þau gögn, sem umsækjandi telur að komið geti að gagni við mat umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 30. september.
Stefnt erað því að tilkynna úthlutun í nóvember.
Skemmtilegt og Skapandi
Nýtt á íslandi - pantið ókeypis eintak
Atelier Margarethe var stofnað fyrir 40 árum og hefur með tímanum
orðið stærsta póstverslunin á Norðurlöndum á sviði handavinnu.
Nú gefst þér tækifæri á að panta upp úr þessum vinsæla póstlista.
Það eina sem þú þarft að gera er að hringja í síma 533 5444 og þú færð
listann sendann heim þér að kostnaðarlausu.
Vörulistinn hefur að geyma handavinnu í miklu úrvali og við allra hæfi,
bæði fyrir byrjendur og fagfólk.
“Án hannyrðana get ég ekki verið”
Margir kunningjar mínir höfðu verslað við Atelier Margarethe
og þótti þeim bæði handavinnan og þjónustan framúrskarandi.
Það var því engin tilviijun að Margaretha varð fyrir vaiinu þegar
ég byijaði að sauma út. Ég hef alltaf verið ánægð með bæði
vörumar og þjónustu þeirra.
Inger Larsson
&<■
□
Svarseðill
já takk! Sendið mér póstlistann - mér að KOSTNAÐARLAUSU!
Nafn____________________________________________________
Heimilisfang____________________________________________
Póstnúmer_______________________________________________
Margaretha, Kringlunni 7,103 Reykjavík S. 533 5444