Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 23.08.1998, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNB L AÐIÐ Öllum þeim jjölmörgu, er heiðruðu mig með heimsóknum, heillaskeytum og stórgjöjum á sjötugsafmœli mínu, fœri ég hjartans þakklœti. Oska ykkur allra heilla og farsældar. Matthea K. Guðmundsdóttir, Bugðulœk 13, Reykjavík. Meðvirkni (Codependence) Næstu námskeið Ráðgjafastofu Ragnheiðar Oladóttur, Síðumúla 33, verða 15. september, 6. október og 3. nóvember. Hvert námskeið er fjögur skipti, 3 kist. hvert kvöld. Skráning er þegar hafin. Fjallað verður m.a. um tilfinningar, mörk, varnir, stjórnun og stjórnleysi. Sérstakir viðtalstímar eru milli kl. 11 og 12 á daginn. Nánari upplýsingar í sfmum 568 7228 og 897 7225 e-mail: ragnh@mmedia.is Næringarráðgjöf hjá fagfólki með margra ára reynslu Þrenns konar megrunarhópar ______hefjast 1. september — „Bætt næring-betri þyngd”. Níu rnánaða námskeiö — „30 kílóum léttari". Fjögurra mánaða námskeið — „Vigtvaktin". Stuöningshópar svo lengi sem óskað er Auk þess bjóðum við einkaráðgjöf sem sniðin að þörfum hvers og eins Hægt er að fá einkatíma með góðum stuðningi og fræðslu fyrir þá sem þurfa megrun. Veitum einnig næringarráðgjöf til einstaklinga með sykursýki, hjarta- og æðasjúkdóma, ofnæmi eða fæðuóþol og margt fleira. Við höfum ótal dœmi um góðan og varanlegan árangur, bœði hjá þeim sem sótt hafa hópa eða notið einkaráðgjafar. Allar frekari upplýsingar og bókanir í síma 551 4742 eða með tölvupósti til annael@ishoIf.is. Næringarsetrið ehf, Laugavegi 20b, 101 Reykjavík. / Listdansskóli Islands Engjateigi 1 ♦ 105 Reykjavík ♦ Sími 588 9188 ♦ Fax 588 9197 Innritun nýrra nemenda í inntökupróf Innritun stehdur yfir mán. 24/8 til i'im. 27/8 frá kl. I 4— I 7 í síma 588 9188. Framhaldsneniendur vinsamlega staðfestið áframhaldandi nám mán. 31/8 til mið. 2/9 frá kl. 14-17. Kennsla hefst síðan sk\. stundaskrá mán. 7/9. í DAG VELVAKANÐI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Með kær- leikann að leiðarljósi EG hlustaði á ræðu bisk- ups á Hólum þar sem hann talaði um að guð og englamir vemduðu okkur en varaði jafnframt við landvættum. Ég er ein af því fólki sem er skyggn og mikið rétt, guð og englarn- ir hjálpa okkur ef við biðj- um um hjálp og vernd. Og landvættir og allskyns góðar vemr í umhverfmu líka. Því allar em þessar verar í þjónustu guðs til að vemda umhverfið og mannfólkið. Ég fór til kirkju eitt sinn á páskadag þar sem ég heyrði prestínn vera að tala illa um dul- rænt fólk í ræðu sinni. En götu. Segir eldri borgari að þeim sem sækja Vestur- götu 7 hafi verið boðið í veitingar í Naustinu 4. ágúst. Þar beið þeirra rauður dregill, glæsilegt sjávarréttarhlaðborð og léttar veitíngar. Var gest- um sýndur staðurinn og og dekrað við fólk. Á eftir var spilað á harmonikku. Seg- ist eldri borgari hafa skemmt sér konunglega og sendir þakkiætí þeirra á Vesturgötu 7. býr erlendis og saknar hún þess mikið. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 552 4903. Dýrahald Finkupar óskast Oskar eftir ókeypis finkupari. Upplýsingar í síma 555 3041. Ljóska er týnd sagði Jesús ekki að við skyldum ekki dæma? Við emm ekki komin hingað á jörð til að dæma hvert annað. Kirkjan ætti frekar að hafa samstarf með okk- ur þar sem við getum sam- einað krafta okkar til að biðja fyrir og hjálpa sjúk- um og öllum þeim sem era í neyð. Og að kærieikurinn verði þar hafður að leiðar- ljósi. Sigrún Armanns. Þakklæti til Naustsins ELDRI borgari, sem sæk- ir þjónustumiðstöðina að Vesturgötu 7, hafði sam- band við Velvakanda og vildi hann koma á fram- færi þakklætí sínu til eig- anda Naustsins á Vestur- Tapað/fundið Seðlaveski týndist við Sóleyjargötu DÖKKBRÚNT seðlaveski týndist, sennilega nálægt Sóleyjargötu, sl. fimmtu- dag. Veskdð á kona sem LJÓSKA hvarf að heiman frá sér frá Skúlagötu, 15. ágúst og hefur ekki sést síðan. Hún er hvít með gula flekld og er eyma- merkt. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 562 6447. Vilmund- ur. SKAK Umsjón Margcir Pétursson STAÐAN kom upp á móti sem nú stendur yfir í Harplinge í Sviþjóð. Nýbak- aður Svíþjóðarmeistari Ev- gení Agæest (2.545) var með hvítt, en Frakkinn Joel Lautier var með svart og átti leik. 30. - Hd2! 31. Bxd2 - Hxd2 32. Dxc6+ - Dxc6 33. Hxc6 - Hc2+ 34. Kdl - Hxc6 35. Bb5 (Hvítur hefur lfldega treyst á þennan björgun- arleik, en Lautier nær að losa lepp- unina) 35. - Bb3+ 36. Ke2 - Bc4+ 37. Bxc4 - Hxc4 38. Hxa7 - Hxe4+ 39. Kf3 - Hd4 og með manni meira vann svartur endataflið ömgg- lega. Hvitur gaf eftir tíu leiki til viðbótar. Mótið er í 12. styrkleika- flokki FIDE. Að loknum tveimur umferðum var stað- an þannig: 1. Lautíer 2 v. 2.-4. Curt Hansen, Dan- mörku, Wedberg, Svíþjóð og Hodgson, Englandi 1V4 v., 5.-6. Sutovsky, ísrael og Pontus Sjödahl, Sviþjóð 1 v., 7.-9. Emms, Englandi, Agrest og Schmaltz, Þýska- landi Vi v., 10. Jesper Hall, Svíþjóð 0 v. HOGNI HREKKVISI „ ÆbLarpú cá kastQ-þGm l arínjnn, töce cL'egoÁ g&n.þa&?" Víkverji skrifar... AÐ HAUSTAR að. September- mánuður er hinum megin næstu helgar. Þá er stutt í Vetur konung. Valdatími hans, vetrarmisserið, hefst 20. október og stendur til 20. apríl. Hér á suðvesturhomi lands- ins, þar sem lunginn úr þjóðinni býr, hefst þó vart vetur, sem undir nafhi rís, fyrr en árið er næstum allt. Hér er oftar en ekki síðsumar fram undir Jól. Og vetumir undan- farið mildir á heildina litið, þótt Kári hafi stöku sinnum kveðið kuldaljóð - í jötunmóð. Rétt er að hafa það í huga á öllum árstímum að náttúra landsins, veð- urfar og umhverfi, getur breytzt eins og hendi sé veifað, orðið lifs- hættuleg á örskotsstundu. En vet- urinn getur einnig, eins og sumarið, leikið við hvum sinn fingur. Vetrar- íþróttimar og nútímatæknin gera mannfólkinu kleift að njóta þessa kalda misseris ekkert síður en sum- arsins. En það er of snemmt að óska lesendum Víkverja gleðilegs vetrar! Við skulum njóta síðsumars- ins, sem í hönd fer, fram á aðventu. XXX ARIÐ 1106, það er fyrir 892 ár- um, urðu Hólar í Hjaltadal biskupssetur. Þar hafa margir gagnmerkir biskupar setið. Frægastur þeirra er trúlega Jón biskup Arason, sem hátt rís í ís- lands sögu. Fyrir var biskupsstóll í Skálholti, háifri öld eldri. Biskupssetrin vora öldum saman nánast einu fræða- og menntasetur landsins, auk þess að vera höfúðstöðvar kirkjunnar í landinu. Norðlendingar segja enn þann dag í dag „heim til Hóla“ þeg- ar þeir tala um Hóla í Hjaltadal. Árleg Hólahátíð var haldin sl. sunnudag. Bæði biskup og forseti landsins fluttu þar tölur sem hafa vakið mikla athygli. Víkverji ætlar ekki að leggja orð í þann umræðu- belg sem í kjölfar fór. Hann minnir á hinn bóginn á að Hólar í Hjaltadal eru tilvalinn áningarstaður. Hin aldna dómkirkja er augnayndi. Hver þúfa í umhverfinu angar af sögu. Sá sem ekki hefur komið heim til Hóla á mildð eftir. Ekld skemmir að stutt er í Vesturfarasafnið á Hofsósi og sfldarminjasafnið í Siglu- firði. Að ógleymdum Sölvabar að Lónkoti í Sléttuhlíð, sem ber nafn flakkarans og þjóðsagnapersónunn- ar Sölva Helgasonar [Sólon Is- landus] sem lesa má um í bók Dav- íðs skálds Stefánssonar frá Fagra- skógi. XXX LANDSMENN eiga að vera jafnir fyrir landslögum, eða svo hélt Víkverji. Það gildir þó naumast um svokallaðan fjármagnstekju- skatt. Spamaður aldraðra í lífeyris- sjóðum, lífeyrisgreiðslur, er skatt- lagður með öðmm og harkalegri hætti en aðrar fjármagnstekjur. Fjármagnstekjur, utan tekjur frá „sparisjóðum" aldraðra, þ.e. lífeyr- issjóðum þeirra, falla undir 10% skatt. Fullorðið fólk, sem lokið hef- ur langri starfsævi, greiðir á hinn bóginn 39,2% skatt. Þau eru breið bökin á gamlingjunum - nema hvað? Lífeyrissjóðir verða til úr iðgjöld- um, þ.e. spamaði fólks, lögboðnum eða umsömdum. Annað tveggja beinum iðgjöldum fólks eða mót- framlagi vinnuveitenda, sem er hluti af launakjörum. Gerð hefur verið tryggingafræðileg úttekt á arði/greiðslum sem lífeyrisþegar fá úr sjóðum sínum og reiknað með 3% ávöxtun fjárins. Þá kemur það út, að sögn Félags eldri borgara, að að skipting uppruna þess er sú að lífeyrisþegar hafa greitt 1/3 hluta með reglulegum greiðslum, en 2/3 hlutar era sú ávöxtun, sem hefur átt sér stað á fé í vörzlu lífeyrissjóða. Með öðmm orðum: Fólk, sem hefur greitt reglulega, áratugum saman, til lífeyrssjóða, greiðir 39,2% skatt af arði sínum frá þess- um „sparisjóðum" á starfsævinni. Fólk, sem e.t.v. hefur komið sér hjá lífeyrissjóðsgreiðslum alla starfs- ævina en ávaxtað fé sitt á annan hátt, greiðir aðeins 10% skatt. Hér sýnist um grófa mismunun að ræða. Hvers eiga aldraðir að gjalda?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.