Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 56

Morgunblaðið - 23.08.1998, Page 56
56 SUNNUDAGUR 23. ÁGÚST 1998 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Jónas Hallgrímsson Rankin Waddeil Juergen Teller Guðmundur Ingólfsson Lj ósmyndurum stillt upp við vegg „MYNDIRNAR eru allar þannig að mönnum er stillt upp við vegg,“ segir Jónas Hallgrímsson ljósmyndari. „Menn fá ekkert rými til að hreyfa sig eða vera með tilfæringar. Þetta eru bara þeir eins og þeir koma fyrir.“ Jónas hefur verið undanfarin þijú ár við nám í Bretlandi, þar af tvö ár í London. Hann byrjaði fyrir nokkru að vinna að myndaröð af rithöfundum, svo tónlistarmönnum og loks ljós- myndurum. „Ég festist í því verkefni vegna þess að þótt Ijós- myndurum sé almennt illa við að láta mynda sig verða þeir all- ir boðnir og búnir þegar þeir heyra að þetta sé hluti af stærra verkefni." Jónas byijaði á að mynda Ju- ergen Teller, einn af aðaltísku- ljósmyndurum í Evrópu, í bak- garði Westbourne Park í Vest- ur-Lundúnum og myndaði svo Rankin Waddell aðalljósmynd- ara og einn af eigendum tíma- ritsins Dazed & Confused. Þá myndaði hann íslensku ljós- myndarana Spessa, Guðmund Ingólfsson og Bonna. Af hveiju ætli ljósmyndurum sé illa við að láta mynda sig? „Ætli það sé ekki vegna þess að menn á bakvið vélina eru ekki mikið fyrir að vera fyrir framan hana - nema þeir neyðist til,“ svarar Jónas. Hann segist þó ekki hafa þurft að snúa upp á handlegginn á neinum, - jafnvel ekki í Bretlandi. „Þar þykir gott að vera frá ís- landi, þá standa manni margar dyr opnar. Ástæðan er líklega sú að menn þekkja Björk eða eitt- hvað í þá áttina. ísland er í tísku í Bretlandi. Það er eins og mað- ur sé engill. Halelúja." Bonni LAUGARDAGSBLAÐI MORGUNBLAÐSINS 29. ÁGÚST FYLGIR BLAÐAUKI UM MENNTUN I blaðaukanum verður lögð áhersla á að kynna þá fjölmörgu námsmöguleika sem eru í boði fyrir þá sem vilja stunda einhvers konar nám eða saekja námskeið í vetur. Efnisval verður fjölbreytt og sniðið að þörfum ungra sem aldinna. t/i • Tungumálanám 5 • Fjarnám uí -J • Símenntun < Q • Söngur og dans Z Skilafrestur auglýsingapantana er til kl. 12 mánudaginn 24. ágúst Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild í síma 569 I 139. JHnpnþMiH AUGLÝSINGADEILD Sími: 569 1111 * Bréfasími: 569 1110 • Netfang: augl@mbl.is • Siglingar • Tölvunám • Leiklist • Bókmenntir • Prjónaskapur • Skylmingar • Forritun • Afþreying • Viðtöl o.fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.