Morgunblaðið - 11.10.1998, Page 1

Morgunblaðið - 11.10.1998, Page 1
STOFNAÐ 1913 231. TBL. 86. ÁRG. SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Undirbúningi loftárása gegn Serbum að fullu lokið Líklegt að NATO láti til skarar skríða á mánudag Brussel. Reuters. JAVIER Solana, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), sagði í gær að sendiherr- ar aðildarríkja bandalagsins hefðu lokið nauðsynlegum undirbúningi fyrir hugsanlegar loftárásir gegn Serbum vegna Kosovo-deilunnar. Þó þykir líklegt að ekki verði látið til skarar skríða fyrr en á mánu- dag. Solana sagði að ástandið væri mjög alvarlegt og ítrekaði viðvar- anir bandalagsins til Slobodans Milosevic, forseta Júgóslavíu, um að tíminn sem hann hefði til um- þóttunar væri að renna út. Richard Holbrooke, sendimaður Bandaríkjastjómar, sagði að lokn- um fundi með leiðtogum Kosovo- Albana í gærmorgun að ekkert hefði þokast í samkomulagsátt. Holbrooke þrýsti á þá að fallast á friðarsamkomulag, sem gerir ráð fyrir að héraðið fái aukna sjálfs- stjóm, en útilokar að það fái algert sjálfstæði frá Júgóslavíu. Hann ráðgerði að fljúga til Belgrad í eft- irmiðdaginn og halda áfram við- ræðum við Milosevic. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að ef Milos- evic færi ekki eftir ályktunum Sam- einuðu þjóðanna kæmi til hernað- aríhlutunar af hálfu NATO. Varn- armálaráðherra Italíu, Beniamino Andreatta, sagði í gær að ítalskar hersveitir væru reiðubúnar að taka þátt í loftárásum um leið og heimild þingsins lægi fyrir. Hann gaf til kynna að stjórnarkreppan í landinu kæmi ekki í veg fyrir að ítalir stæðu við skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi, en ríkis- stjórn Romanos Prodis féll á föstudag. Hemaðarsérfræðingar NATO fylgjast nú grannt með þróun mála á Italíu, þar sem her- stöðvar bandalagsins þar myndu gegna lykilhlutverki ef til árása kæmi. Sameinuðu þjóðimar krefjast þess að Serbar hætti árásum á óbreytta borgara í Kosovo, dragi herlið sitt til baka frá héraðinu, geri flóttamönnum kleift að snúa heim, veiti hjálparstofnunum greiðari aðgang og hefji samninga- viðræður við aðskilnaðarsinna. ALBÖNSK móðir geng^ur ásamt börnum sínum framhjá serbneskum öryggislögreglumönnum í Kosovo í gær. Glenn fer út í geim BANDARÍSKI öldungadeild- arþingmaðurinn John Glenn fær aðstoð við að klæðast geimbúningi sínum á æfingu fyrir fyrirhugað geimskot geimskutlunnar Discovery á föstudag. Glenn varð fyrstur Banda- ríkjamanna til að fara á braut um jörðu í geimfari árið 1962, og fimmti maðurinn í heimin- um til að fara út í geim. Hann verður senn elsti maðurinn til að fara í geimferð, þegar Discovery verður skotið á loft 29. október næstkomandi. Sjö menn verða í áhöfn geimskutlunnar. A föstudag æfðu þeir niðurtalningu og hvernig bregðast ætti við eldsvoða eða sprengingu um borð. Geimskotið hefur vakið meiri athygli en ella vegna þátttöku Glenns. Geimferða- stofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur verið vænd um að velja hann í áhöfnina á stjórnmálalegum forsendum, en ekki í þágu geimrann- sókna. Snati slær í gegn í Hong Kong LITLAR plastbrúður af Snata, sem gert hefur garðinn frægan í myndasögum Morgunblaðsins, hafa nú leyst hin hefðbundnu stöðutákn, Rolex-úr og Rolls Royce-eðalvagna, af hólmi í Hong Kong. Borgarbúar eru þekktir fyrir að fá „æði“ fyrir állskyns hlutum, en sjaldan hefur það valdiðeins miklu uppnámi og nú. McDonald’s-skyndibitakeðj an hefur kynnt nýja gerð af Snata- brúðum á hverjum degi síðan 11. september, og langar raðir hafa myndast fyrir utan staðina. Eft- irspurnin eftir Snata er slík að lögregla þurfti í síðustu viku að stilla til friðar eftir að til átaka kom milli tugþúsunda manna sem biðu í ofvæni eftir því að geta fest kaup á nýjustu brúð- unni. Margir hafa lagt það á sig að standa í biðröð næturlangt, og svartamarkaðsbrask með Snata blómstrar. „Fólk er gjörsamlega gengið af göflunum," sagði virðuleg kona sem beið óróleg fyrir utan skyndibitastað. Prófessor í sál- fræði við Kínverska háskólann í Hong Kong kveðst vera gáttaður á æðinu, því plastbrúðan sé ekki einu sinni sérlega glæsileg að sjá. Hann segir að orsökina megi ef til vill rekja til efnahagskrepp- unnar í Asíu, því Snati sé stöðu- tákn sem kosti ekki nema 50 krónur. Reuters Með kreppuna á heilanum Hvað er upplýst samþykki? Er sjólfræð- ið virt? LITRÓF BREYST ÍALHLIÐA PRENTSMIÐJU Mína ben pá mildar pen Magdalena Thoroddsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.