Morgunblaðið - 11.10.1998, Síða 4

Morgunblaðið - 11.10.1998, Síða 4
4 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIKAN 7/6 -13/6 Hp INNLENT ►DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra sagði það mikil vonbrigði í umræðum á Alþingi í vikunni að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til að taka Guðmundar- og Geirfinnsmálið upp á nýjan leik. Ráðherra sagði að ekki aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið í Geirfínssmálinu heidur mörg og gat þess að þdtt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska ddmstdla hefði það verið gdð og nauðsynleg „hundahreinsun“. Orkuveita Reykjavík- ur stofnuð um næstuáramót AUGLÝST verður eftir forstjóra Orku- veitu Reykjavíkur á næstunni, en til- laga um að sameina Hitaveitu Reykja- víkur og Rafinagnsveitu Reykjavíkur í nýtt fyrirtæki undir vinnuheitinu Orku- veita Reykjavíkur var lögð fram í borg- arráði. Borgarstjóm gerir ráð fyrir að afgreiða tillöguna á borgarráðsfundi 15. október nk., og að sögn borgarstjóra er gert ráð fyrir að fyrirtækið taki til starfa um næstu áramót. ►STJÓRNARFLOKKARNIR hafa samanlagt 80% fylgi meðal ungra kjdsenda samkvæmt könnun Félagsvísjndastofnunar Háskdla íslands á stjórnmálaflokkum sem bjdða fram til næstu Alþingiskosninga. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fylgi 50% kjdsenda á aldrinum 18-24 ára og Framsdknarflokkurinn 30% fylgi. ►IÐNAÐARRÁÐHERRA og sjávarútvegsráðherra hafa ákveðið að fullnýta strax í fyrsta áfanga heimildir núgildandi laga til sölu á eignarhlut ríkissjóðs f Fjárfestingarbanka atvinnulífsins eða 49% hlutafjár. ►SKIPSFLAK sem fannst um 50 sjdmílur norðaustur af Glettingi er talið vera rússneskur kapalbátur sem tilheyrt hafi rússneska sjdhernum. Flakið er 13 metra langt og 4,5 metra breitt. ►METVIÐSKIPTI urðu með þorsk á Kvdtaþingi íslands f vikunni, frá því að þingið tdk til starfa. Samtals voru seld 262,5 tonn af þorski og viðskiptaverð dagsins var 88 kr. fyrir kfldið. Einnig urðu metviðskipti með ufsa, þegar seld voru samtals 124.863 tonn. Deila verkalýðsfélaga við Technoprom- export leyst RÚSSNESKA fyrirtækið Technoprom- export féllst á allar kröfur Félags járn- iðnaðarmanna og Rafiðnaðarsambands- ins um leiðréttingu launa útlendra starfsmanna sinna. Guðmundur Gunn- arsson, formaður Rafiðnaðarsambands- ins, áætlar að Technopromexport muni þurfa að leggja út hátt í 20 milljónir ís- lenskra króna í aukagreiðslur vegna endurskoðunar á fjölda yfirvinnutíma og breyttrar röðunar í launaflokka. Ríkissljórnin sam- þykkir breytt gagna- gru nnsfru m varp FRUMVARP um gagnagrunn á heil- brigðissviði var samþykkt á ríkisstjóm- arfundi á fóstudag. Meðal helstu breyt- inga á frumvarpinu er að það gerir ráð fyrir einum miðlægum gagnagrunni og að einum aðila verði veitt tímabundið rekstrarleyfi, mest til 12 ára í senn. Persónueinkenni verða dulkóðuð í eina átt þannig að ekki verður unnt að rekja upplýsingamar til baka með greining- arlykli. Einnig er kveðið á um að starfs- menn heilbrigðisstofnana skuli annast dulkóðun heilbrigðisupplýsinga og per- sónueinkenna fyrir flutning þeirra í gagnagmnninn. Fulltrúadeildin samþykkir rannsókn FULLTRÚADEILD Bandaríkjaþings sam- þykkti á fimmtudag að hafin yrði formleg rannsókn á því hvort grundvöllur væri fyrir málshöfðun tii emb- ættismissis á hendur Bill Clinton forseta. Tillagan var sam- þykkt með 258 atkvæðum gegn 176, og var 31 þingmaður Demókrataflokksins henni fylgjandi. Dómsmálanefnd full- trúadeildarinnar, þar sem repúblikanar em í meirihluta, mun hefja rannsóknina innan skamms. Formaður nefndarinnar sagðist myndu beita sér fyrir því að henni lyki fyrir áramót, og ákveður nefndin þá hvort leggja eigi til að full- trúadeildin samþykki formlega ákæm til embættismissis á hendur forsetanum. ► HUNDRUÐ þúsunda manna tdku þátt í mdtmælum um allt Rússlaud á miðviku- dag til að krefjast greiðslu vangoldinna launa og afsagn- ar Borís Jeltsins, forseta landsins. Þátttakan var þd minni en talsmenn verkalýðs- félaganna og kommúnista höfðu búist við. Jeltsín aftdk á fimmtudag að hann myndi láta af embætti áður en kjör- tímabilinu lyki árið 2000. ► TIL átaka kom á landa- mærum írans og Afganistans á fimmtudagsmorgun. Iranar sögðu talebana, er ráða yfir stærstum hluta Afganistans, hafa átt upptökin, en tals- maður talebanastjdrnarinnar í Kabúl sagði því öfugt farið. Herir NATO í viðbragðsstöðu MADELEINE Al- bright, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagðist á fimmtudag reikna með að Atl- antshafsbandaiagið (NATO) myndi brátt samþykkja að setja herlið sitt í viðbragðs- stöðu vegna deilunnar í Kosovo. Samningafundir Richards Holbrookes, sendimanns Bandaríkja- stjórnar, og Slobodans Milosevic, for- seta Júgóslavíu, í vikunni reyndust ár- angurslausir. Vestrænar þjóðir hófu brottflutning sendiráðsstarfsmanna frá Júgóslavíu á fimmtudag, þar sem líkur þóttu hafa aukist á að til loftárása NATO kæmi. ► SÆNSKA akademían til- kynnti á fimmtudag að portú- galski rithöfundurinn José Saramago hlyti bdkmennta- verðlaun Ndbels í ár. Sara- mago er 76 ára að aldri og öðlaðist ekki frægð fyrir skáldverk sín fyrr en seint á ferlinum. Hann er fyrsti Portúgalinn sem hlýtur verð- launin. ► ROMANO Prodi, forsætis- ráðherra Ítalíu, sagði af sér á föstudag, eftir að þingið sam- þykkti vantrauststillögu á ríkisstjdrnina. Einu atkvæði munaði að stjdrnin héldi velli. Kommúnistaflokkurinn lét af stuðningi sinum við sljdrnina í síðustu viku vegna dánægju með fjárlagafrum- varp næsta árs. FRÉTTIR Umhverfísráðherra leyfír ótakmarkaðar rjúpnaveiðar Otímabært að banna rjúpnaveiðar í ár RJÚPNAVEIÐITÍMABILIÐ hefst 15. október næstkomandi og hefur umhverfisráðherra tekið þá ákvörðun að leyfa veiðamar á Suð- vestur- og Vesturlandi ótakmarkað með sama hætti og undanfarin ár, en líkur eru til þess að þær verði takmarkaðar á næsta ári. Rannsóknir Náttúrufræðistofn- unar hafa bent til þess að ofveiði sé stunduð á umræddu svæði, en ljóst er að stofninn er þó ekki í útrým- ingarhættu. „Skotveiðar hafa til- tölulega lítil áhrif á rjúpnastofninn ef þær eru innan hóflegra marka,“ segir Jón Gunnar Ottósson, for- stjóri Náttúrufræðistofnunar. „Við höfum sagt að stofninn þoli 35-40% veiði, en þegar 70-80% staðbund- ins fuglastofns er skotinn, eins og reyndin er á þessu svæði, þá hættir sveiflan í stofninum og þar eru fyrstu hættumörkin. Sveiflunnar gætir ekki hér eins og annarsstað- ar á landinu með slíkum veiðum,“ segir Jón Gunnar. Hann segir að það sem við hafi blasað síðastliðin þrjú ár sé að 70-80% af fuglunumn séu drepin á fyrstu 2-3 vikunum af veiðitímanum og það þoli stofninn ekki. Mikilvægt að vinna skotveiðimenn á sitt band Umhverfisráðuneytið óskaði eft- ir áliti ráðgjafarnefndar um villt dýr á greinargerð Náttúrufræði- stofnunar og vakti athygli á því að í ljósi greinargerðarinnar kynni að vera nauðsynlegt að grípa til ráð- stafana til að draga úr veiðiálagi á rjúpum á umræddu svæði. Niður- staða ráðgjafamefndar var sú að nauðsynlegt væri að draga úr veið- um á rjúpum a.m.k. sums staðar á Suðvestur- og Vesturlandi. Sjónarmið veiðistjóra og meiri- hluta ráðgjafarnefndar urðu öðr- um sjónarmiðum ofar þegar tekin var ákvörðun um málið í gær. Sjónarmið veiðistjóra lutu að því að stutt væri uns veiðitíminn hæf- ist og að fresta ætti aðgerðum um Morgunb]aðið/Árni Sæberg eitt ár þannig að meiri tími gæfist til að kynna veiðitakmarkanir fyr- ir veiðimönnum, auk þess sem að eitt talningarár til viðbótar kæmi mönnum til góða við rannsóknir á stofnstærð. Meirihluti ráðgjafar- nefndar vildi að málið yrði kynnt betur og undirbúið, en í áliti nefndarinnar segir m.a. að mikil- vægt sé að vinna skotveiðimenn og samtök þeirra á sitt band þannig að þeir komi flestir til að styðja hugsanlegar aðgerðir. Prófkjör sjálfstæðis- manna í Reykjanesi Tveir nýir frambjóð- endur HÓLMFRÍÐUR Skarphéðinsdóttir og Helga Guðrún Jónasdóttir hafa ákveðið að gefa kost á sér í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins á Reykja- nesi til næstu Aiþingiskosninga. Hólmfríður segir að hún stefni að 5.-6. sæti. Hún hefur ekki áður tekið þátt í landsmálapólitík en hefur ver- ið á hsta sjálfstæðismanna í Sand- gerði undanfarin tvö kjörtímabil. Hún hefur verið varamaður í bæjar- stjórn sl. sex ár. „Ég er að þreifa mig áfram í landsmálapólitíkinni og ekki veitir af því að fleiri konur taki þátt í slagnum. Ég geri þetta af áhuga en þau mál sem mér eru helst hugleikin eru vímuvamamál. Einnig legg ég áherslu á að samfé- lagið standi betur að málum gagn- vart fötluðum," segir Hólmfríður. Helga Guðrún Jónasdóttir kveðst stefna á 5. sæti í prófkjöri sjálfstæð- ismanna í Reykjanesi. Helga Guð- rún er stjórnmálafræðingur og kveðst hafa verið alla tíð mjög póli- tísk. Hún starfaði sem upplýsinga- fulltrúi Bændasamtakanna 1990- 1995 og starfaði síðan hjá Verslun- arráði Islands og Alþjóðaverslunar- ráðinu. Frá síðustu áramótum hefur hún starfað á Skrifstofu jafnréttis- mála. Hún segir að þau mál sem helst séu sér hugleikin séu staða fjöl- skyldunnar í þjóðfélaginu og staða kynjanna. „Kynbundinn launamun- ur er á bilinu 10-15%. Ég sætti mig ekki við að konur séu annars flokks vinnuafl á vinnumarkaðnum í laun- um og metorðum talið,“ segir Helga Guðrún. Valin efnilegasta söngkonan HANNA Dóra Sturlu- dóttir sópransöngkona var nýlega valin efni- legasta söngkonan af einum tónlistargagn- rýnanda tímaritsins Opemwelt, sem er stærsta tímarit sinnar tegundar í Þýskalandi. Tímaritið fékk tón- listargagnrýnendur til að tilnefna það eftir- minnilegasta frá síð- asta sýningarári, allt frá bestu óperuupp- setningu til bestu söngvara, og einn þess- ara gagnrýnenda, —-i. HANNA Dóra Sturludóttir Elenore Buning frá Frankfurter All- gemeine Zeitung, til- nefndi Hönnu Dóru sem efnilegasta söngv- arann. Verkefnið sem vakti athygli á Hönnu Dóru var kammeróper- an Triest, sem frum- flutt var í mars sl. Hanna Dóra starfar nú við óperuhúsið í Neustrelitz í Þýska- landi og á þessu sýn- ingarári einnig sem gestasöngvari við Komische Oper í Berlín. : I íú,. UÁÐD ÞEIM EYRA . / Þjóðbikhúskjallaranum 4 morgun Listaklúbbur Þjóðleikhússins, Mál og menning/Forlagið bjóða upp á Ijáð ogjazz Hallgrímur Helgason, Haraldur Jónsson, Kristín Ómarsdóttir, Sjón og Sveinbjöm I. Baldvinsson lesa ný Ijóð. Tómas R. Einarsson kontrabassa, Arni Heiðar Karlsson píanó og Matthías M. D. Hemstock trommur, FORLAGIÐ leika jazz af fingrum fram Hefst kl U li Mál @i mtnniRf Mál og menning • Laugavegl 18 • Síml 515 2500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.