Morgunblaðið - 11.10.1998, Page 6

Morgunblaðið - 11.10.1998, Page 6
6 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ Þrjátíu ár liðin frá fjöldamorð- unum í Mexíkó-borg „Sár sem aldrei grær“ Enn er ósvarað ýmsum grundvallarspurn- ingum um fjöldamorðin í Mexíkó-borg fyr- ir 30 árum. Stefán Guðmundsson, frétta- ritari Morgunblaðsins í Mexíkó, rifjar upp atburðarásina og segir frá lýðræðis- þróuninni í landinu. KLUKKAN 18:10 annan október síðastliðinn komu yfir 100 þúsund manns saman á Tlatelolco-torgi i Mexíkó-borg, í tilefni af því að fyrir 30 árum upphóf her landsins þar skothríð á samkomu stúdenta, með þeim afleiðingum að fjöldi manns lést. Blóðbaðsins var minnst með einnar mínútu þögn. Því næst tóku gamlir stúdentaleiðtogar til máls og kröfðu ríkisstjómina um frjálsan að- gang að skjalasafni öryggisráðs landsins, þar sem leyndar upplýsing- ar um þennan viðburð eru geymdar, til þess að geta sótt þá menn til saka sem voru ábyrgir fyrir þessum hrottafengna glæp. Ennfremur var lögð áhex-sla á að „‘68 í Tlatelolco" mætti ekki endurtaka sig undir nein- um kringumstæðum í framtíðinni. Svartasti dagur nútímasögu Mexíkó, eins og nóbelskáldið Octvio Paz nefndi hann, lifir enn í fersku minni landsmanna og kannski helst út af því að ennþá á eftir að svara lykil- spumingum um atburðinn. En hvað gerðist nákvæmlega 2. október 1968 i Tlatelolco? Ár „blómabamanna“ 1968 var ár stúdentahreyfinga. Hvarvetna í heiminum kröfðust ungmennin breytinga og heimtuðu að hlustað yi'ði á kröfur þeirra. Hvoit sem það voru ungmenni í Prag, sem mótmæltu innrás rauða hersins, eða hin svokölluðu „blóma- börn“ víðs vegar um Bandarfkin, sem gagnrýndu stríðið í Víetnam og börðust fyrir mannréttindum svartra - öll kröfðust þau breytinga. Auðvitað var hreyfingin ekki bara einskorðuð við pólitísk málefni, heldur risti hún miklu dýpra í vit- und viðkomandi samfélaga. Hún snerist kannski fyrst og fremst um að bæta mannleg samskipti, og bjai-ga vissum gildum sem _ þóttu ekki lengur vera til staðar. Ást og kærleikur vonx ein af helstu ein- kunnarorðum þessa árs. Mexíkó var engin undantekning þessarar bai'áttu. Þai- i júlímánuði höfðu stúdentahreyfingar tekið á sig sterka mynd og fóra um götur höfuðboi’garinnar og ki’öfðust breytinga, frelsis og réttlætis af rík- .istjórn landsins; einræði- stjóm PRI flokksins sem hafði þá verið við völd í um 40 ár. Með friðsömum mótmælagöngum, létu stúdentarnir í Ijós óánægju sína með ástandið í landinu sem bauð ekki uppá tjáningafrelsi né leiðir til almennrar þáttöku í þjóðfélagsá- kvörðunum. En einræðisflokkurinn skiidi ekki kröfur ungmennana og dæmdi hreyfingarnar sem kommún- ista. Kröfugöngunum fjölgaði um haustið og náðu svo hámarki í blóð- baðinu í Tlatelolco 2. október. Tölur um mannfall á reiki Þann dag ákváðu stúdentar að koma saman á fyrrnefndu torgi, sem einnig er þekkt sem torg hinna þriggja menninga; þar sem bland- ast saman leifar af fomum pýramida Azteka, kirkju frá spænska nýlendutímanum og svo nútímabyggingu utanríkisráðuneyt- isins. Þegar leið á samkomuna höfðu hennenn umkringt torgið og sérsveit innanríkisráðuneytisins, mai-gir hverjir í borgaralegum klæðum, komið sér fyrir á ákveðn- um stöðum bæði á torginu og í íbúð- arblokkunum í kring. Klukkan 18:10 birtust þyrlur sem sveimuðu yfir mannfjöldanum og hent var út blys- um, að því virtist. Fyrr en varði hóf herinn skothríð á stúdentana án nokkurar viðvörunar. Algjör ringlu- reið ríkti í Tlatelolco. Ungmennin reyndu að finna útgönguleið frá torginu, sem er nær lokað innan um íbúðarblokkir, en herinn hafði afgirt flestar. Sumir forðuðu sér inn í við- komandi blokkir en voru fljótt kró- aðir af og handteknir eða einfald- lega skotnir. Þeir sem hleyptu stúd- entunum inn til sín var refsað með líkamlegu ofbeldi og handtöku, en húsleit var gerð bæði af her og lög- reglu. Tölur um mannfall eru ennþá mjög á reiki og er ekki með fullu vitað hvað margir létust af þessum 10.000 stúdentum sem sóttu sam- komuna. Ríkistjómin gaf út tilkynn- ingu um að 27 manns hefðu látist. Þessi tala hefur aldrei verið talin trúverðug, sérstaklega ekki af hin- um ýmsu stúdentasamtökum og þeim sem upplifðu blóðbaðið. Þau fullyrða að milli 200 og 300 ung- menni hafa verið myrt þennan dag, þar á meðal konur og börn. Næstu vikur einkenndust af ofsóknum gegn stúdentum af hálfu yfirvalda og talið er að allt að milli 2000 til 5000 manns hafa verið handtekin og yfirheyrð. Þávei-andi forseti Mexíkó, Gusta- vo Díaz Ordaz, réttlæti fjöldamorð- in á þeim forsendum að ungmennin væru ekki aðeins kommúnistar sem vildu slíta þjóðina í sundur, heldur hefðu þau líka haft i hyggju að koma í veg fyrir að Ólympíuieikarn- ir (sem byrjuðu mánuði seinna) gætu farið fram með eðlilegum hætti. Auk þess hélt hann því stað- fastlega fi-am, eins og ríkistjóniin öll, að herinn hefði ékki byrjað skot- hríðina, heldur stúdentarnir; her- inn hafði einungis svarað í sömu mynt. Skipulagt fjöldamorð Gamlir leiðtogar stúdentana hafa aldrei neitað því að nokkrir þeirra hafi verið vopnaðir, en taka algjör- lega fyrir það að þeir hafi hafið skothi’íð; það hefði verið sjálfsmorð. Þeir leggja áherslu á að um hreint og beint skipulagt fjöldamorð hafi verið um að ræða, þar sem engin viðvörun kom á undan skothríðinni eins og venja var mánuðina á und- an; og bæta við að blysin sem virtist hafa verið kastað út úr þyrlunum, hafi verið merki um að hefja þessa Málið var kæft í fjöl- miðlum ERLENT Reuters MIKILL fjöldi fólks tók þátt í minningarathöfn í Mexikó-borg um þá sem létust í árás hersins á námsmenn fyrir 30 árum. Námsmenn fjölmenntu og gamlir stúdentaleiðtogar kröfðust þess að birt yrðu öll skjöl um málið. Reuters ERNESTO Zedillo forseti lofaði lýðræðisþróunina í landinu er hann flutti stefnuræðu stjórnar sinnar við þingsetningu í sept- ember. skothríð. Ef einhver skaut á undan hernum þá hafi það verið vopnuð sérsveit innanríkisráðuneytisins. Asakanir forsetans um að hreyf- ingunum hefði verið stjói’nað af kommúnistum hafa ailtaf sætt mik- illi gagm-ýni. Þó svo að kommún- istaflokkurinn hafi tekið þátt í ýms- um kröfugöngum, var hann mjög lítill og með mjög lítil áhrif. Ung- mennin lásu án efa dagbók skæru- liðafoi’ingjans Ernesto „Che“ Gu- evara frá Bolivíu - ævintýrinu hans, en kjörorð og baráttumál hreyfing- aiinnar snerust engan veginn um að koma á kommúnisma; þau sner- ust alls ekki um að hrifsa völdin, heldur að gagmýna þáverandi stjórn og krefjast þess frelsis sem hver einstaklingur á rétt á. Enda hefur það komið fram í skýi’sium bandai’ísku leyniþjónustunnar C.I.A. og þáverandi sendiherra Bandai’íkjanna í Mexíkó, að ekki hafi verið um uppgang kommúnista að í-æða. Komið í veg fyrir rannsókn Algjört einræði PRI flokksins kom berlega í ijós eftir þennan at- burð, því engar opinberar rann- sóknir fóru fram á atburðunum á Tlatelolco, og enginn var sóttur til saka, nema auðvitað stúdentarnir. Allir stjórnmálamenn og jafnvel kirkjunnai-menn færðust undan svörum um annan október 1968. Málið var kæft í fjölmiðlum, sem þorðu ekki eða vildu ekki snúast gegn einræðinu, og því var stungið undir stól. Hver gaf skipun um að skjóta á mannfjöldann? Var það forsetinn sjálfur, herinn eða innan- ríkisráðhei-rann? Var blóðbaðið skipulagt, eða fór eitthvað úrskeið- is hjá yfirvöldum? Þessum og mörgum öðrum spurningum verður kannski aldrei svarað eins og rit- höfundurinn Elena Poniatowska hefur haldið fram. En Poni- atowska, sem hefur skrifað þekkt- ustu bókina um atburðinn „Nótt Tiatelolco", sagði í viðtali við dag- blaðið La Journada að mjög marg- ir, sérstaklega stjórnmálamenn, vildu helst ekki tala um Tlatelolco. Og þeir sem voru við völd þetta ár myndu aldrei segja sannleikann um annan október og „þess vegna mun ‘68 í Tlatelolco lifa áfram eins og sár sem aldrei grær.“ Carlos Monsiváis, annar þekktur rithöf- undur í Mexíkó, tók undir orð Pon- iatowska, í tímaritinu Proceso og bætti við að þegar skjalasafn ör- yggisráðs landsins yrði loks opnað, yrði þar ekki mikið að finna því væru einhver skjöl til um Tla- telolco, yrðu þau eyðilögð áður en þau kæmust í hendur hins almenna borgara. Veldi PRI-flokksins En hvað hefur breyst í Mexíkó á þessum 30 árum? Skipti þessi stúd- entahreyfing einhverju máli? Skilur hún eitthvað eftir sig? Margir halda því fram að lítið hafi breyst og þar af leiðandi hafi ‘68 hreyfingin ekki haft mikið að segja. PRI flokkui’inn situr enn við völd, nú eftir 70 ár samfellt. Og þó svo að flokkui’inn tapi hér og þar fylki- stjórakosningum eða borgarstjóra- kosningum, eins og í Mexíkóborg 1997, er um að ræða gífurlega öflug samtök sem erfitt er að bi’jóta á bak aftur vegna mjög sterkra hefða. Þetta „fullkomna einræði" eins og i'ithöfundurinn frá Perú, Mario Var- gas Llosa, hefur gjarnan kallað flokkinn, er enginn venjulegur stjómmálaflokkm- því allt stjói’n- kerfið, bæði hið pólitíska og það efnahagslega, er byggt upp í ki’ing- um hann. Að undanskildum síðustu 10 áram þá hafa allir þeir sem hafa haft einhver völd í Mexíkó, hver einn og einasti, verið flokksbundnir PRI. Óðravísi hefðu þeir ekki getað nálgast þessi völd. Það að geta haldið aftur af í 30 ár að svara fyrir glæpi sína í Tlatelolco og kom- ist upp með að hálfkæfa málið ailan þennan tíma segir sitt um hvað flokkui’inn er gríðalega sterkur og lífseigm’. Til alli’ar óhamingju er þessi teg- und af „kæfrngu" eða yfirhylmingu eitt af einkennum sögu Rómönsku Ameríku, og það sem bindur hana iíka fasta við fortíðina. En til merkis um það er atburðinum í Tlatelolco oít líkt við blóðbaðið í meistai-averki nóbelskáldsins Gabriel García Marqués „Hundrað ára Einsemd", sem þó er byggt á sönnum atburði í Kólombíu í upphafi aldarinnar; þ.e.a.s. þegar yfirvöid skipa her- mönnum sínum að skjóta fleiri hundruð bananaverkamenn sem eru í verkfalli, en kæfa síðan málið áður en það spyi’st út. Ekkert gerðist! Lýðræðisþróun Ekki eru þó allir sammála þess- ari neikvæðu túlkun. Aðrir halda því fram að ‘68 - hi’eyfingin hafi verið mjög nauðsynleg í alla staði fyrir hina almenna þróun í átt að lýðræði í Mexíkó; að hún hafi vei’ið beinn undanfari ársins 1988, sem talið er vera upphaf að brestinum sem kominn er í einræðistjómina og um leið opnun fyrir hina póli- tísku lýðræðisþróun. En þó svo að lýðræði hafi ekki verið eitt af ein- kunnarorðum ársins 1968, telja margir að með gagnrýni, sem var án efa það sem kom ‘68 hreyfing- unnni af stað, hafi lýðræði fæðst í Mexíkó. Árið 1988 er mikilvægt í þessu tilliti. Þá hafði hópur fólks sagt sig úr einræðisflokknum og myndað stjórnarandstöðu, sem Cu- auhtemoc Cardenas, núvei’andi borgarstjói’i Mexíkóborgar, stýrði. En í forsetakosningunum það ár gerðist það undarlega atvik að í miðri atkvæðatalningu datt tölvu- kerfið út í nokkra klukkutíma þeg- ar Cardenas var korninn með foi’- ystu. Þegar svo kerfið komst aftur í „lag“ þá var Cai’los Salinas, for- setaframbjóðandi PRI, með afgei’- andi forystu! En stjórnarandstað- an það árið var fyrirrennari PRD flokksins sem bindur miklar vonir við að kollvarpa PRI kerfinu í næstu forsetakosningum árið 2000, nú þegar þingið er fallið úr hönd- um hans og búið er að bæta kosn- ingalögin til þess að koma í veg fyi’ir enn frekai’i kosningasvindl. Mikil umskipti hafa þar af leiðandi orðið - segja þeir jákvæðu - undan- fai’in 10 ár en ekki aðeins í póli- tíska geiranum. Á þessu tímabili hafa áhrif ‘68 hreyfingarinnar þjónað sem einskonar uppvakning samvisku hins almenna borgara um að taka þátt og sýna ábyrgð á öllum sviðum þjóðfélagsins. Þetta enduspeglast t.d. í aukinni kröfu um umhverfisvernd, virðingu fyrir manni’étt- indum og auknu mál- frelsi fjölmiðla sem í dag geta gagnrýnt yfirvöld en það var með öllu óhugsandi fyrir 30 árum. Bæði þessi sjónai’mið eiga við nokkur rök að styðjast. PRI flokk- urinn er ennþá við völd og verður ekki bolað auðveldlega frá. En samt hafa orðið töluverðar breyt- ingar á stjórnarháttum í landinu, þar sem einræðið hefur veikst, sér- staklega vegna klofningsins árið 1988. Kerfið virðist vera að opnast. Það þarf hins vegar ekki að þýða einungis jákvæða hluti í komandi framtíð, því margir óttast að með breytingu frá einræði til lýðræðis, eigi eftir að brjótast út borgara- styrjöld. Fari svo kann að vera að saga ‘68 hreyfingax-innar verði skrifuð upp á nýtt. Skipulagt blóðbað eða mistök?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.