Morgunblaðið - 11.10.1998, Page 8
8 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Fjárlagafrumvarp næsta árs lagt fram á þingi:
Ástand gott en brothætt
VIÐ verðum bara að vona að fjármálaráðherra kunni sér hóf í brennheitri góðærissólinni
og endi ekki með sólsting og þriðja stigs bruna.
p lí'l
■ þr"-4 mg fiá)i
h i \ IffiH
FJÖLDI gesta var við opnun rannsóknarstofunnar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ný rannsóknarstofa
í ljósefnafræði
NÝ rannsóknarstofa á sviði ljós-
efnafræði við efnafræðistofu Raun-
vísindastofnunar Háskóla Islands
var opnuð á föstudaginn. Ljósefna-
fræði byggist á því að nýta ljós-
geisla til þess að framkvæma efna-
breytingar af ýmsu tagi eða til að
kanna eiginleika efna með litrófs-
greiningaraðger ðum.
Rannsóknarstofan hefur yfir að
ráða leysigeislatæki sem getur
gefið frá sér allt að 20 megawatta
leysigeislablossa, sem er hið afl-
mesta hér á landi, svo vitað sé.
Tækið, ásamt öðrum ljósbúnaði á
stofunni, er nýtt í rannsóknar-
verkefni stúdenta og kennara við
Háskóla Islands, í samvinnu við
erlenda aðila. Aðallega er um að
ræða grunnrannsóknir í ljósefna-
fræði sem þjóna mikilvægum til-
gangi fyrir háskólann og samfé-
lagið í heild, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Raunvísindastofnun há-
skólans.
Með opnun rannsóknarstofunnar
gefst háskólanemum tækifæri til
að takast á við flókin rannsóknar-
verkefni, þar sem í senn þarf að
beita fullkomnustu tækni, fræði-
legri þekkingu og skilningi á við-
fangsefninu, segir í fréttatilkynn-
ingunni.
ÚlsiliniaiJíDiJV
Faxafeni 14, 2. hæð
Gluyyatjöld, blúndur, borðdúkar,
handklæði, rímlayardínur,
sænyurverasett, IWjöy ódýrt.
Verð trá kr. 100 á metra.
Námstefna um þrávirk lífræn efni
Áhrif efnanna
meiri en áður
var talið
Magnús Jóhannesson
Umhverfisráðuneytið
gengst fyrir nám-
stefnu um þrávirk
lífræn efni í Borgartúni 6 á
milli kl. 8.30 og 16.30 á
mánudag. Námstefnan er
einn liður í framlagi ráðu-
neytisins á Ari hafsins.
Námstefnustjóri er Magn-
ús Jóhannesson, ráðuneyt-
isstjóri í umhverfisráðu-
neytinu. Hann segir að um-
ræðan um þrávirk lífræn
efni fari vaxandi enda hafi
komið í ljós að áhrif efn-
anna séu talsvert meiri en
áður var talið.
Magnús var beðinn um
að útskýra hvað væru þrá-
virk lífræn efni. „Venju-
lega brýtur umhverfið nið-
ur lífræn efni, t.d. olíu.
Umhverfið nær hins vegar
ekki að brjóta niður þrá-
virk lífræn efni, þau safnast upp í
lífríkinu og valda skaða. Þrávirku
efnin ganga inn í fæðukeðjuna og
enda oftast hjá manninum. Efnin
valda auðvitað sama skaða hjá
dýrum. Ég get nefnt spendýr í
sjó og spendýr sem lifa á sjávar-
fangi, t.d. ísbimi.“
- Hver eru þessi efni?
„Efnin verða til og komast út í
umhverfið með þrennum hætti.
Stærsti hópurinn er skordýraeit-
ur eins og DDT. Undir annan
hópinn flokkast efni framleidd til
að leysa ákveðin tæknileg vanda-
mál svo sem PCB. Efnið var út-
búið til einangrunar í rafmagns-
iðnaði. Þriðji hópurinn verður til
sem afleiðing af annarri fram-
leiðslu, eða sorpbrennslu. Díoxín
verður t.a.m. til við ýmsa efna-
framleiðslu og ófullkominn bnma
á sorpi.“
- Hvers vegna var ákveðið að
efna til ráðstefnunnar nú?
„Kveikjan að námstefnunni er
að sérfræðingahópur á vegum
norðurskautsráðsins um heilsu
manna á norðurslóðum heldur ár-
legan fund sinn hér á landi í vik-
unni. Okkur fannst því tilvalið að
stefna saman erlendu sérfræð-
ingunum og innlendum sérfræð-
ingunum til að upplýsa almenn-
ing um þrávirku lífrænuefnin.
Umræðan fer vaxandi enda hafa
rannsóknir verið að leiða í ljós að
áhrif þrávirku lífrænu efnanna
eru mun meiri en áður var talið.
Efnin voru þekkt og grunuð um
að hafa áhrif á tíðni krabbameins
og frjósemi fýrir 10 árum. Núna
hefur verið aflað sterkra vísbend-
inga um að efnin geti í mjög litlu
magni haft áhrif á alla hormóna-
starfsemi líkamans, þar með á
taugakerfið og einstök líffæri."
- Hafa Islendingar
verið virkir í umræð-
unni um þrávirk lífræn
á alþjóða vettvangi?
„Islendingar hófu
umræðuna á alþjóða-
vettvangi í aðdraganda
Ríó-ráðstefnunnar. I framhaldi af
því hefur verið mynduð samn-
inganefnd til að vinna að alþjóð-
legum samningum um takmark-
aða notkun og losun þessara efna.
Stefnt er að því að samningurinn
verði tilbúinn til undirritunar árið
2000.
íslensk stjómvöld lögðu
áherslu á að samningurinn yrði
alþjóðlegur enda geta þrávirk líf-
ræn efni auðveldlega borist lang-
ar leiðir frá upprunastaðnum og
þannig borist t.d. á íslensk fiski-
mið. Vissar vísbendingar eru svo
► Magnús Jóhannesson er
fæddur 23. mars árið 1949 í
Reykjavík. Magnús varð stúd-
ent frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1969 og efna-
verkfræðingur frá háskólanum
í Manchester í Englandi árið
1975.
Hann var siglingamálastjóri
á árabilinu 1985 til 1991, að-
stoðarmaður umhverfisráð-
herra frá 1991 til 1992 og
ráðuneytisstjóri í ráðuneytinu
frá 1992.
Eiginkona Magnúsar er
Ragnheiður Hermannsdóttir
kennari og eiga þau tvö börn.
um að efnin hafi tilhneigingu til
að setjast frekar að á köldum
slóðum en hlýjum. Ég get nefnt
að komið hefur í ljós að PCB-
mengun í ísbjörnum á norður-
slóðum er sums staðar orðin
mjög alvarleg. Uppmni efnanna
er auðvitað mun sunnar.“
- Hvar hófst umræðan?
„Umræðan um þrávirk lífræn
efni byrjaði í Bandaríkjunum og
tengdist stóm vötnunum á landa-
mæram Kanada og Bandaríkj-
anna. Þar hafa flestar rannsóknir
verið gerðar og oftast í tengslum
við neyslu sjávarfangs úr vötnun-
um. Efnin hafa nefnilega mjög
mikla tilhneigingu til að safnast
upp í vefjum lifandi dýra og fiska
og berast þannig til okkar.“
- Hvert verður skipulag nám-
stefnunnar?
„Fyrir hádegið skýra íslenskir
sérfræðingar frá viðfangsefnum
sínum á þessu sviði. Eftir hádegið
taka erlendu sérfræðingarnir við
og segja frá því hvað þeir hafa
verið að gera.
Ég get nefnt að
Lynn Goldman starfs-
maður Umhverfis-
stofnunar Bandaríkj-
anna, talar um hvaða
vinna fer fram innan
stofnunarinnar við
endurskoðun á lögum, reglum og
viðmiðum um losun þrávirkra líf-
rænna efna út í umhverfið. Annar
góður gestur er dr. Pál Weihe frá
sjúkrahúsinu í Færeyjum. Hann
ætlar að segja okkur frá því
hvemig Færeyingar telja að
neysla grindhvalakjöts í Færeyj-
um hafi haft áhrif á fóstur-
þroska.“
- Fyrir hverja er námstefnan ?
„Námstefnan er öllum opin,
ekki þarf að huga sérstaklega að
skráningu og aðgangur er ókeyp-
is.“
„fslendingar
hófu umræð-
una á alþjóða-
vettvangi“