Morgunblaðið - 11.10.1998, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 11
Bandaríkjamenn kynnast
takmörkum valdsins
því að einangra sig frá alþjóðlegu viðskiptaum-
hverfí, koma sér upp varnarmúr með gjaldeyr-
ishöftum, innflutningshömlum og niðurgreiðsl-
um á innlendri framleiðslu eins og gert var
víða í heimskreppunni.
Sumir sérfræðingar hafa hvatt til þess að
markaðsöflunum verði treyst og sem minnst
gert til að rétta fram hjálparhönd, hvort sem
höndin sé IMF eða stjómvalda í hverju landi.
Ekki megi trufla huldu höndina sem á endan-
um sjái til þess að skynsamlegur rekstur hljóti
eðlilega umbun en trassamir refsingu.
Aðrir og þeirra á meðal era heimsþekktir
hagfræðingar á borð við Jeffrey Sachs, hafa
ráðlagt einhvers konai- alþjóðlegar aðgerðir til
að draga úr hættunni. Sachs hefur auk þess
gagnrýnt IMF harkalega fyrir að mæla með
aðhaldsaðgerðum í Tælandi og fleiri Asíuríkj-
um í fyrra þegar að hans mati hefði ekki átt að
nota hefðbundnar aðferðir heldur slaka á í pen-
inga- og vaxtamálum. Afleiðingin af aðhaldinu
hafl orðið enn dýpri kreppa en ella. IMF hvatti
uppranalega rfldsstjórnir Tælands og fleiri As-
íulanda tfl að draga úr ríkisútgjöldum og halda
vöxtum háum en forsendan sem stofnunin gaf
sér var að aðeins yrði um að ræða væga sveiflu
niður á við í búskap landanna. Niðurstaðan
varð að lægðin dýpkaði enn frekar vegna þess
að minna peningamagn dró mátt úr athafnalíf-
inu, segja gagnrýnendur.
Einnig hefur mjög verið gagnrýnt að IMF
skyldi ekki vilja aðstoða mikflvæga banka og
stórfyrirtæki í Asíulöndunum tfl að losna við
skuldir sem ljóst er að þau munu aldrei geta
greitt. Þau fengu aðeins þau skflaboð að þau
ættu að reyna að semja við lánardrottna sína.
IMF hefur hins vegar lengi haft þá stefnu að
forðast afskipti af skuldum einkafyrirtækja.
Hugmyndafræðin að baki þessari stefnu er aug-
Ijós. Sé farið út á þá hálu braut að „redda“
einkafyrirtækjum er hugsanlega verið að opna
fyrir flóðbylgju sem enginn sér fyrir endann á.
Ög verða skflaboðin sem varfærnari fyrirtæki
fengju að það sé allt í lagi að stofna tfl mikilla
skulda vegna þess að stóri bróðir, ef ekki stjóm-
völd þá IMF, muni koma og kippa öllu í lag ef í
harðbakkann slái? Jafnvægislistin í þessum efn-
um er mjög vandasöm, flestum finnst að eitt>
hvað verði að gera tfl að draga úr áfóllunum, þó
ekki væri nema af mannúðarástæðum. En allt
of auðfengin hjálp getur orðið vanabindandi og
slævt ábyrgðartflfmninguna hjá viðtakanda.
Þess má geta að harðir frjálshyggjumenn
nota sömu röksemdir gegn starfsemi IMF yfir-
leitt og fullyrða að afskipti sjóðsins valdi þegar
upp sé staðið meira tjóni en gagni með því að
grípa stöðugt inn í eðlilega hundahreinsun
markaðskerfisins. Rfld í þriðja heiminum sem
hafi góða stjórn á sínum málum fái ekkert
nema hlý orð en skussarnir peninga sem oft
séu misnotaðir. Nefnt er sem dæmi að Kenýa
hafi þrisvar fengið mikla aðstoð, Daniel Arap-
moi forseti hafi jafnoft heitið því að hlíta skil-
málum sem fylgja áttu lánunum en aldrei stað-
ið við loforðin.
Yflrleitt era þó hagfræðingar sammála um
að mestu skipti að stjórnvöld í hverju ríki reyni
að fylgja varfærinni stefnu í útgjöldum og
seðlaprentun og lykilatriði sé að markaðurinn
hafí sem mest frelsi tfl að finna sínar eigin leið-
ir út úr erfiðleikunum.
Tillögur Fischers
Stanley Fischer, bandarískur aðstoðarfram-
kvæmdastjóri IMF, ritaði nýlega grein í The
Economist þar sem hann varði stefnu stofnun-
arinnar en hún hefur sætt þungu ámæli síðustu
árin. Hann segir þar m.a. að áætlanir stofnun-
arinnar sem fylgt hafi aðstoðinni við Asíulönd-
in Tæland, Suður-Kóreu og Indónesíu hafi ekki
tekist sem skyldi af tveim ástæðum. Annars
vegar hafi í fyrstu gengið illa að fá rfldsstjómir
landanna til að hrinda nauðsynlegum umbótum
í framkvæmd. Hins vegar hafi efnahagsað-
stæður á svæðinu öllu versnað, einkum hafi
efnahagslægðin í Japan haft slæm áhrif. Um
Rússland segir Fischer að veik staða ríkis-
stjórna þar í landi síðustu árin hafi komið í veg
fyrir að þær gætu fylgt eftir stefnu sinni. Rétt
hafi verið hjá IMF að reyna að styðja umbætur
og þær muni ná fram að ganga þótt nú hafi
syrt í álinn um skeið.
Fischer varar ennfremur við því að takist
ekki að draga úr boðaföllunum í efnahagsmál-
um heimsins muni æ fleiri ríki freistast til að
einangra sig frá alþjóðaviðskiptum í von um að
halda sínum hlut eins og Malasía reynir nú.
Hann hvetur að lokum til þess að iðnríkin
sameinist um að lækka vexti. Japanir verði
einnig að gera gangskör að því að endurbæta
bankakerfi sitt og efla hagvöxt. Stöðva þurfi
frekari útbreiðslu efnahagslægðarinnar í Asíu
með því að koma ríkjum Rómönsku Ameriku
og þá fyrst og fremst Brasilíu til hjálpar enda
eigi þessi ríki það skilið vegna ábyrgrar
stefnu sinnar síðustu árin. Fischer lýkur
grein sinni á því að hvetja aðildarríki IMF til
að láta sjóðinn hafa meira fé, þá verði hann
fær um að hjálpa ríkjum heims að laga sig að
breyttum aðstæðum og komast megi hjá mis-
tökunum sem urðu í upphafi heimskreppunn-
ar um 1930 þegar hver þjóð reyndi að bjarga
eigin skinni.
• Helstu heimildir: The Wall Street Journal, Fin-
ancial Times, The Economist, Business Week, The
Spectator.
VÍ fer fjarri að ekkert sé gert til að
reyna að sporna við vaxandi efna-
hagslægð. Bandaríska dagblaðið The
Wall Street Journal fjallaði nýlega
um misheppnaðar tilraunir stjómar Bills
Clintons forseta til að stemma stigu við vand-
anum í Asíu og heimskreppu sem margir ótt-
ast að sé yfirvofandi. Segir þar að niðurstaðan
sýni vel að þótt Bandaríkin séu nú í yfirburða-
stöðu á alþjóðavettvangi sé máttur þeirra til
að stýra viðburðarásinni í efnahagsmálum
heimsins takmarkaðri en margir hafi haldið.
Blaðið segir að skilningur ráðamanna og
sérfræðinga vestanhafs á efnahagsmálum hafi
auk þess reynst miklu meiri en þekkingin á
stjórnmálum í löndum eins og Indónesíu, Jap-
an og Rússlandi.
„Vegna hroka, pólitísks klaufaskapar og
ófyrirsjáanlegra afleiðinga velmeintrar stefnu
sinnar hefur stjóm Clintons og bandamönn-
um hennar hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum
mistekist að halda í skefjum því sem Clinton
forseti kallar nú verstu fjármálakreppu í hálfa
öld,“ segir blaðið. Bent er á að þótt vextir hafi
lækkað í Tælandi og Suður-Kóreu og gjald-
miðlarnir eflst sé það ekki nóg. Efnahags-
hranið í Rússlandi, hættumerki í Rómönsku
Ameríku og áhyggjur vegna hættunnar á
heimskreppu séu ofar í huga manna.
Blaðið segir að Clinton hafi í byrjun sept-
ember kallað saman kvöldfund í Hvíta hús-
inu með helstu ráðgjöfum sínum til að ræða
viðbrögð vegna teikna um að Asíukreppan
væri að breiðast út um allan heim. Einnig
hafi forsetinn rætt við Breta
hugmyndir um bráðafund
heimsleiðtoga vegna málsins. í
Bandaríkjunum, Frakklandi og
víðar hafa menn ennfremur
velt fyrir sér nýrri ráðstefnu á
borð við þá sem haldin var í
Bretton Woods í Bandaríkjun-
um 1944 en þar var lagður
grundvöllur að skipulagi
heimsviðskipta ríkja utan
kommúnistablokkarinnar.
Þetta skipulag var við lýði í öll-
um meginatriðum þar til
Bandaríkjamenn afnámu gull-
fót dollarans á áttunda ára-
tugnum.
Clinton vildi fá djarfar lausn-
ir í samræmi við umfang vand-
ans. En Robert Rubin fjármála-
ráðherra mælti með varfærni
og taldi meðal annars að bráða-
fundur leiðtoga stórveldanna
gæti skapað óraunhæfar vænt-
ingar. Nýafstaðinn fundur fjármálaráðherra
aðildarríkja Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, í
Washington, þar sem ekki náðist samstaða
um neinar aðgerðir, bendir reyndar til þess að
varkámi Rubins hafi verið á rökum reist.
Svo fór að Lawrence Summers aðstoðar-
fjármálaráðherra var fenginn til að leggja
fram tillögur að lausnum sem forsetinn gæti
varpað fram í ræðu en Clinton fannst þær
ekki nægilega sannfærandi og ákvað að fresta
málinu.
Samfélagsgallar í Asíuríkjum
Rubin og Summers hafa verið helstu full-
trúar Bandaríkjastjórnar í viðræðum við
ráðamenn Asíulanda um efnahagsvandann og
umbætur sem öllum er nú orðið Ijóst að þarf
að gera á stjórnarháttum í þessum ríkjum.
Þeir hafa ásamt Stanley Fischer, aðstoðar-
framkvæmdastjóra IMF, rekið öflugan áróð-
ur fyrir því að Japanar, Suður-Kóreumenn og
fleiri Asíuþjóðir komi á auknu frelsi í fjár-
málaviðskiptum, hætti að hygla innlendum
stórfyrirtækjum og láti markaðsöflin en ekki
rfldsvaldið ráða ferðinni.
Efnahagsundrið í mörgum Asíulöndum síð-
ustu áratugina olli því að ekki var gefinn mik-
il gaumur að göllunum á samfélagsskipan í
löndunum, göllum sem sums staðar virðist
ætla að reynast erfitt að bæta úr. Aðstæður
eru að sjálfsögðu mismunandi en rauður þráð-
ur virðist vera að valdastéttin kemst upp með
að misnota aðstöðu sína í miklu meiri mæli en
gerist í vestrænum ríkjum. Hagsmunir póli-
tískra ráðamanna og stórfyrirtækja eru flétt-
aðir saman í vef sem rekja þarf upp og það
verður ekki sársaukalaust. Einnig er stjóm-
arfarið annaðhvort einræðiskennt eða lýðræð-
ið og flokkakerfið með þeim hætti að það
hamlar öllum framföram, heildarhagsmunir
víkja undantekningalítið fyrir sérhagsmun-
um. Niðurstaðan er pattstaða þegar grípa
þarf til róttækra umbóta.
Japan er gott dæmi um þennan vanda.
Itrekaðar tilraunir sem Bandaríkjamenn hafa
Stjórn Clintons Bandaríkjafor-
seta hefur komist að því að
andspænis efnahagsvandanum
í Asíu dugar yfirburðastaða
eina risaveldisins ekki til.
gert til að fá ráðamenn landsins til að opna
hagkerfið, treysta undirstöður lánastofnana
með því að efla ábyrgari útlánastefnu og
draga úr beinni og óbeinni fyrirgreiðslu við
risafyrirtækin hafa lítinn árangur borið. Og
ástandið er ekki gæfulegt, landsframleiðsla
mun sennilega minnka um 2% á þessu ári og
1% á næsta ári. Margir af stærstu bönkunum
eru við það að verða gjaldþrota og önnur fyr-
irtæki berjast í bökkum. Hagnaður á utanrík-
isverslun hefur að vísu enn aukist en ástæðan
er fyrst og fremst minnkandi innflutningur.
Sé beitt vestrænum reikniaðferðum er raun-
veralegt atvinnuleysi sennilega 8-10%, að
sögn The Economist.
Ritið segir að Japanir hafi sýnt „undra-
verðan hæfileika til að valda vonbrigðum“.
En þrátt fyrir allt virðist nú vera von til þess
að úr muni rætast á næstunni, þrýstingur í
þá átt að viðurkenna að harkalegar og rót-
tækar aðgerðir séu eina leiðin út úr vandan-
um sé nú orðinn mikill innan forystuliðs
Frjálslynda lýðræðisflokksins, sem ráðið
hefur ferðinni undanfarna áratugi. Áætlanir
séu um að veita gríðarmiklu fé til að koma í
veg fyrir hrun bankakerfisins en jafnframt
verði þess gætt að nota féð þannig að hags-
munir einstakra flokksbrodda í lánastofnun-
um verði ekki ofan á. Sjái almenningur um-
merki um raunverulegan umbótavilja hljóti
að verða auðveldara að fá hann til að sætta
sig við að skattfé verði notað til að treysta
undirstöðurnar.
Tæland og Mexíkó
Stjórn Clintons hugðist á sínum tíma að-
stoða Tælandsstjóm þegar hún lenti í þreng-
ingum 1997, erlendur gjaldeyrisforði var á
þrotum og gengið að hrynja. Vandinn var sá
að í þetta sinn var ekki mikið fé til ráðstöfun-
ar. Clinton hafði á sínum tíma gjömýtt alla
möguleika sem hann hafði sem forseti til að
veita Mexíkóum fjárhagsaðstoð þrem áram
fyrr og repúblikanar voru ekkert á því að
styðja við bakið á honum. Fjárveitingar
Bandaríkjamanna til aðstoðar við erlend ríki
hafa ekki verið lægri í 25 ár og Clinton varð
því að leita til IMF. Það gerði hann en von-
brigði manna með árangurinn í Tælandi hafa
verið mikil, aðferðin sem dugði í Mexíkó virð-
ist ekki vera uppskrift sem alltaf stendur und-
ir væntingum.
Haft er eftir William Cohen, varnarmála-
ráðherra Bandaríkjanna, að mikilvægt hefði
verið að Bandaríkin hefðu a.m.k. lánað
Tælandi málamyndafjárhæð til að sýna sam-
hug og vilja í verki. Er ljóst að óeining ríkir
um afstöðuna í þessum efnum milli fjármála-
ráðuneytisins annars vegar og ráðuneyta
vamarmála og utanríkismála hins vegar. Hin-
ir síðarnefndu geta á hinn bóginn ekki fylgt
skoðunum sínum eftir, hafa ekki pyngjuna í
sinni vörslu eins og Rubin og hans menn.
Rubin fjármálaráðherra segir að ástæðan
fyrir lélegum árangri hafi verið að ráðamenn í
Tælandi hafi látið hjá líða að grípa til nauð-
synlegra efnhagsráðstafana jafnframt því að
fá fjárhagsaðstoðina en The Wall Street Jo-
umal fullyrðir að Tælendingamir hafi misst
móðinn þegar þeir sáu að Bandaríkjastjóm
ætlaði ekki að styrkja þá heldur láta IMF
annast málið.
Mexíkó hafi notið nálægðarinnar við blóm-
strandi efnahag Bandaríkjanna, sem hafi bók-
staflega togað ríkið upp úr díkinu. Helsti
markaður Tælendinga er hins vegar Japan og
þar herjar stöðnun og kreppa.
Suður-Kórea var einnig að tæma gjaldeyr-
issjóði sína og þá var hlaupið undir bagga.
IMF veitti ábyrgðir sem námu rúmlega tvö-
falt hærri fjárhæð en Tælendingar fengu, alls
58 milljörðum dollara. Þrátt fyrir þetta og
enda þótt nýir valdhafar í Suður-Kóreu jafnt
sem Tælandi hafi samþykkt öll skilyrði sjóðs-
ins um bætta efnahags- og fjármálastjóm hef-
ur gengið illa að komast upp úr lægðinni. Ru-
bin og hans menn benda þó á að ekki sé öll
von úti og merki séu um batnandi tíð í báðum
löndunum en margir draga þá staðhæfingu í
efa.
Nú er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem
margir Asíumenn líta orðið á sem peð í valda-
tafli Bandaríkjamanna, að verða uppiskroppa
með peninga vegna þess að repúblikanar á
bandaríska þinginu neita að samþykkja hug-
myndir forsetans um aukið framlag í sjóðinn.
Svigrúm Clintons hefur því enn minnkað.
Lítill skilningur á pólitiskri stöðu
Fyrrverandi starfsmaður þjóðaröryggis-
ráðsins bandaríska á þessum tíma, Sandra
Kristoff, er hvassyrt þegar hún fjallar um af-
skipti stjórnvalda af málefnum Indónesíu.
Hún bendir á að lýðræðisrétt-
indi hafi verið fótum troðin í
landinu og þess vegna hafí fólk
neitað að taka á sig nýjar byrð-
ar eins og hækkanir á lífsnauð-
synjum. „Ef örfáir era undan-
skildir fór þetta fram hjá ráða-
mönnum [í Hvíta húsinuj," segir
hún. Atburðarásin í Indónesíu
endaði sem kunnugt er með falli
einræðisherrans Suhartos sem
naut stuðnings Bandaríkja-
stjómar vegna þess að hann
hafði komið á markaðshagkerfi
og ekki virtist traustur eftir-
maður vera í augsýn. En hund-
rað manna týndu lífi í átökun-
um, efnahagurinn er hruninn og
almenningur sveltur.
Rússland er annað dæmi sem
nefnt er um misheppnaða
stefnu IMF og Bandaríkja-
stjómar. Fyrst var reynt að
dæla fé í efnahag landsins, pen-
ingum sem hurfu í botnlausa hít og í mörgum
tilvikum eru sagðir hafa endað á erlendum
bankareikningum spilltra embættismanna og
mafíuforingja. Ætlunin var að styrkja
rúbluna með aðstoðinni en að sjálfsögðu hafði
hún engin áhrif í þá vera.
Næst var ákveðið að neita Rússum alger-
lega um aðstoð og ekki er ljóst hver afleiðing-
in af þeirri hunsun verður. En líklega er það
upplýsandi að The Wall Street Journal hefur
eftir helsta hagfræðingi IMF, Michael
Moussa, nokkram mánuðum eftir að fjár-
austrinum lauk með ósigri að ríldsstjóm
Rússlands væri ekkert annað en „glæpa-
hyski“.
Stórveldahagsmunir Bandaríkjanna eru
sagðir hafa átt sinn þátt í að flækja málin og
gert erfiðara að draga úr vandanum í Asíu.
Japanir vildu í fyrra að stofnaður yrði sér-
stakur Asíugjaldeyrissjóður og lögðu fram
fremur óljóst orðaða tillögu í þá veru. Var
hugmyndin að Asíuríkin legðu fram alls 100
milljarða dollara. Þessu var Lawrence Sum-
mers andvígur og tókst að drepa tillöguna,
niðurlæging Japana var mikil. Þeir urðu að
viðurkenna að sjálfir hefðu þeir ekki nema
fáeina milljarða dollara reiðubúna í sjóðinn
og þá fór mesti ljóminn af hugmyndinni.
Hins vegar era ekki allir vissir um að skyn-
samlegt hafi verið af hálfu Bandaríkjastjómar
að auðmýkja mikilvægasta bandamann sinn í
Asíu með þessum hætti í von um að treysta
enn yfirburðastöðu eina risaveldisins sem eft-
ir er.
Og það sem verra er, stjómvöld í Washing-
ton hafa með þessu gert Asíukreppuna og
lausn hennar að sínu máli, á sama hátt og
reynt var að leysa vandann í Víetnam á sínum
tíma með bandarísku herliði. Að þessu sinni
era ekki einu sinni til nauðsynleg áhöld, fjár-
munir, til að hlaupa undir bagga. Eftir er að-
eins vonin um að sannfæringarmáttur og góð
ráð nægi til að vinna bug á vandanum, ekki
verður það að þessu sinni bandarískt skattfé
eða herlið.
ÓRÓLEIKINN á fiármálamörkuðunum getur tekið á taugamar.