Morgunblaðið - 11.10.1998, Page 18

Morgunblaðið - 11.10.1998, Page 18
18 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998 MORGUNB LAÐIÐ LISTIR Nýr brúðuleikur fyrir allra minnstu áhorfendurna LITLI unginn heldur að gamli og geðvondi krumminn sé mamma sín. HALLVEIG Thorlacius, höfundur og leikari í brúðuleiknum Ert þú mamma mín?, Marion Herrera hörpuleikari og Bernd Ogrodnik. Ungi í leit að mömmu sinni ERT þú mamma mín? er heitið á nýjum brúðuleik eftir Ilallveigu Thorlaeius, sem verður sýndur í Menningarmiðstöðinni Gerðu- bergi í dag, sunnudag. Sýningin er ætluð börnum á aldrinum frá eins til fímm ára og er þetta að sögn Hallveigar í fyrsta sinn sem hún Ieitast við að höfða til svo ungra áhorfenda. Söguþráðurinn er einfaldur, að sögn höfundarins, sem leikur einnig í brúðuleiknum. „Þetta er sýning sem mig hefur lengi langað til að setja upp. Ég er að reyna að giska á hvað ég get boðið þessum minnstu börnum upp á. Ég reyni að fylgja þeirri reglu að vera í núinu, því svona lítil börn eru í núinu.“ Krummi stelur öllu sem er fallegt á litinn „Þetta er saga af Iitlum unga sem kemur út úr egginu og það er með hann eins og svo marga fugla þegar þeir skrfða úr egg- inu, að þeir halda að það fyrsta sem þeir sjá sé mamma sín. Hann er alltaf að leita að mömmu og heldur að við séum öll mamma hans. Svo kemur krummi sem er gamall og geðvondur og það eina sem gleður hann eru fallegir lit- ir. Hann stelur öllu sem er fallegt á litinn og unginn er jú svo fal- lega gulur. Auðvitað heldur ung- inn að krummi sé mamma hans og krummi ákveður að þykjast vera hún. En í raun og veru ætl- ar hann alls ekkert að vera gdð- ur við ungann, svo við verðum að bjarga honum úr þessum hremm- ingum,“ segir Hallveig. Þegar hún segir „við“ á hún við sjálfa sig, franska hörpuleikarann Marion Herrera, sem hún fékk til liðs við sig í sýningunni, og svo áhorfendur úti í sal, sem taka virkan þátt í leiknum. Leikstjóri er Bernd Ogrodnik, þekktur þýskur brúðuleikari. Leikmynd og brúður eru eftir Tékkann Petr Matásek, sem er þekktur um alla Evrópu fyrir leikmyndir sínar. Uppselt er á sýninguna sem hefst kl. 14 í dag og því hefur að sögn Hallveigar verið ákveðið að hafa aukasýningu strax að henni lokinni, eða kl. 15. Sýningin stendur yfir í um hálftíma. Afmælistónleikar Jóns Asgeirssonar KAMMERKÓR Lang- holtskirkju, Graduale- kór Langholtskirkju, Bergþór Pálsson og Kammersveit Lang- holtskirkju halda tón- leika í Langholtskirkju þriðjudaginn 13. okt- óber kl. 20.30 til heiðurs Jóni Asgeirssym tónskáldi sjötugum. Á efnisskránni er kórtón- list Jóns fyrir blandað- an kór og bamakór. Meðal þess sem Kammerkórinn flytur eru „Þrír gleymdir sön- gvar“ (írumflutningur) í kórútsetningu frá þessu ári en textamir eru eftir Halldór Laxness úr „Húsi skáldsins". „Tím- inn og vatnið" 1. hluti við texta Steins Steinarrs og þáttur úr „Is- lenskum söngdönsum" sem samið var 1994 og fhimflutt af Kam- merkór- og hljómsveit Langholts- kirkju á sýningu Þjóðdansafélags: ins í Þjóðleikhúsinu árið 1995. I þesum kafla, sem heitir „I gleðinni" leikur Kammersveitin með en hana skipa 27 hljóðfæraleikarar. Verkið byggist á íslenskum þjóðlögum og er í 20 smærri þáttum. Kammersveitin leikur einnig með Bergþóri Pálssyni sem frumflytur verk Jóns sem hann samdi til minningar um Leif Þórarinsson. Verkið er samið við kvæði Jóhanns Jónssonar „Söknuð“. Gradualekór Lang- holtskirkju flytur nokkrar af þjóðlagaútsetningum Jóns, m.a. „Móðir mín í kví, kví“ og „Vísur Vatnsenda-Rósu“. Þá flytur hann verkið „Barnasöngvar" sem Jón samdi á árunum 1980-81 í til- efni af ári barnsins. Það er samið við fjögur ljóð eftir Guðnýju A. Þórðardóttur sem hún orti á aldr- inum sjö til tólf ára. Guðný lést í bílslysi í maí 1973, aðeins 14 ára gömul. Kammerkór Langholtskirkju er skipaður 12 söngvurum sem allir eru tónlistarmenntaðir og hafa sungið með Kór Langholts- kirkju. Stjórnandi kóranna beggja og kammersveitarinnar er Jón Stefánsson. JÓN Ásgeirsson tónskáld. Námskeið um myndlist „LANDSLAGSMYNDIR og þjóðarvitund: Sjálfstæðisbarátt- an og breyttar áherslur í þjóðlíf- inu“ er yflrskrift námskeiðs sem Endurmenntunarstofnun Háskóla íslands heldur næstu sjö þriðjudagskvöld og hefst það fyrsta 13. þessa mánaðar. Fjallað verður um ímynd Is- lands og íslenskrar náttúru í myndlist erlendra listamanna fyrir daga íslensku landslags- hefðarinnar. í framhaldi af því verður skoðuð þróun þessarar sömu hefðar í íslenskri myndhst, 1900-1998, með hliðsjón af þeim viðhorfum til íslenskrar þjóðar- vitundar og sjálfstæðisbaráttu sem hún endurspeglar. Aðalfyrirlesari verður Aðal- steinn Ingólfsson listfræðingur en gestafyrirlesari verður Guð- mundur Hálfdánarson sagn- fræðingur. Tvö nef í glerkrukkum „Það er frelsun að setja nefíð upp. Allur hversdagsleiki og öll höft hverfa eins og dögg fyrir sólu. Trúðurinn tekur yfír. Maður fær að fljúga frjáls.“ Morgunblaðið./Golli TRÚÐARNIR Barbara og Úlfar leika lausum hala í Kaffíleikhúsinu fram eftir hausti. TRÚÐARNIR Barbara og Úlfar hefja upp spunaleik í Kaffileikhús- inu í kvöld. Það er hinn fyrsti leik- ur af mörgum sem framundan eru. Engar tvær sýningar eru eins og allt getur gerst. Sýningin er samstarfsverkefni Kaffileikhússins og Leikhús-heim- sendingarþjónustunnar. Leikar- amir Bergur Þór Ingólfsson og Halldóra Geirharðsdóttir standa á bak við Heimsendingarþjónustuna og eru jafnframt forráðamenn trúðanna Úlfars og Barböru. Á milli sýninga hvíla trúðamir nef sín í glerkmkkum í leikhúsinu. Rétt fyrir sýningu em lokin tekin af krakkunum, Bergur og Halldóra setja nefín hátíðlega upp, lúta höfði, draga andann djúpt, líta upp og Barbara og Úlfar hafa tekið yfír líkama þeirra og hugsun. Augun em galopin, munnurinn brosir breitt, trúðurinn tekur fagnandi öllu sem fyrir augu ber og athygli hans er brennandi á umhverfinu. „Ef þú galopnar augun þá opn- arðu hjartað um leið,“ segir Hall- dóra og bætir við að það sé ekki hægt að brosa án þess að verða glaður. „Svona em trúðamir, Bar- bara og Úlfar,“ segir Bergur. Sýning þeirra Barböm og Úlfars byggist á atriðum og eintölum úr þekktum leikritum, þau era öll af vilja gerð til að koma þessum perl- um leikhússins á framfæri við áhorfendur, en oftar en ekki gleyma þau sér við annað, fá áhuga á einhveiju á öðra og fyrr en varir er stundin í leikhúsinu liðin, Bar- bara og Úlfar hverfa á braut. „Stundum komast þau aldrei yfír meira en fyrstu þrjár setningarnar í einhverju atriði, en það er líka þetta sem er svo spennandi. Við vitum ekki sjálf hvað gerist eftir að nefin era komin upp. Við ákveðum fyrirfram hvernig við ætlum að byrja og hvemig við ætlum að enda. Annað er ekki ákveðið og framlag þriðja mannsins í sýning- unni, Egils Ingibergssonar Ijósa- og hljóðmeistara, ákvarðast líka af stund og stað,“ segir Halldóra. „Það er ekki hlutverk trúðs að koma okkur til að hlæja, heldur miðla okkur einhverju, upplýsa okkur, segja sannleikann og þá, þótt það sé ekki ásetningur hans, fær hann okkur til að hlæja. Hlát- urinn verður til þegar hlutirnir ganga ekki upp eins og hann hafði hugsað sér,“ segir Bergur til skýr- ingar á því hvers konar trúðar þau Barbara og Úlfar séu. „Barbara og Úlfar era leikhústrúðar, sem er allt annars konar fyrirbæri en sirku- strúðar,“ bætir Halldóra við. „Þau era ekki í því að detta á rassinn og þau era ekki með tárið á kinninni. Þetta er ekki sýning fyrir börn,“ segir hún. „Trúðurinn á fullt erindi við fullorðna því hann er eins konar bamslegur sannleiksengill. Þau hugsa ekkert ljótt, en verða að segja satt. Þau geta aldrei blekkt eða sýnt falska tilfinningu," segir Bergur. Barbara og Úlfar er spunasýn- ing. „Spuni er fyrirbrigði í leiklist sem helst má líkja við djass. Spuni er djass fyrir öll skilningarvitin," segir Halldóra. Leikarinn lærir texta sem hann síðan túlkar, breytir og bætir við frá eigin bijósti þegar hann hittir áhorfend- ur,“ bætir Bergur við. „Þegar þú blekkir í þessu formi, þá fer það ekki framhjá neinum. Það sjá allir í gegnum trúðinn. Hann verðm- að viðurkenna að hann hafi verið að blekkja, notað falska tilfinningu,“ segir Halldóra. „Barbara og Úlfar eru sakleysingjar, heimspekingar, snillingar, kjánar og grallarar. Þau elska að fíflast," segir Bergur. „En þau era mjög siðavönd og eru ekki kynverar. Þau eru samt óskaplega elskuleg og þykir vænt um allt fólk,“ segir Halldóra. „Þau bera mjög mikla umhyggju fyr- ir áhorfendum og vilja að þeim líði vel,“ segir Bergur. „Ef eitthvað er að úti í sal verða þau að sinna því,“ segir Halldóra. „Þau eru svo ástrík. Þess vegna eru þau að þessu. Að deila ást sinni á leikhúsinu og sannleikanum með áhorfendum,“ segir Bergur. Leikhús-heim- sendingarþj ónustan er nýr kostur á markaði skyndibita og léttrar afþreying- ar í borginni. „Leik- húsið okkar Dóru, Heimsending- arþjónustan, var stofnað formlega fyr- ir ári og hefur að markmiði að senda leiklist í heima- hús,“ segir Bergur. „Ekki á skemmtiatriðum, heldur leiklist," skýtur Halldóra ákveðin inn í. Bergur samsinnir því og heldur áfram. „Alls konar leiklist, atriði og eintöl úr þekktum og óþekktum leikritum, upplestur á ljóðum og sögum, jafnvel ef fólk vantai- félagsskap, eða aðstoð við upp- vaskið og þá getum við sungið og leikið á meðan. Möguleikarnir era ótæmandi.“ Þau segjast reyndar ekki hafa sinnt þessu vegna anna við önnur verkefni í leiklistinni og til þessa hafi Leikhús-heimsending- arþjónustan aðeins afgreitt eina pöntun. „En við erum við símann núna.“ I I feb. k-i

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.