Morgunblaðið - 11.10.1998, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1998
MORGUNBLAÐIÐ
Hvaö er upplýst samþykki? Er sjálfræöi manna virt í frumvarpi um miólægan gagna-
grunn? Gunnar Hersveinn beitir mælikvaröa siöfræöi rannsókna á sjálfræöi og upp-
lýstu samþykki einstaklinga á frumvarp heilbrigðisráðherra. Hvaö leyfist ráöuneytinu
og hver er réttur einstaklingsins?
FLESTIR ganga að því gefnu að
njóta friðhelgi um lífshætti sína og
einkahagi. Þeir reikna einnig með að
tilfmningalífið og sambandið við
aðra menn fái að vera í friði. I sam-
félaginu frábiðja einstaklingar sér
iðulega íhlutun annarra í einkalífið
eða að ráðskast sé með þá.
Hinsvegar eru upplýsingar um
fólk víða í samfélaginu. I sjúkra-
skrám er t.a.m. að finna upplýsingar
sem teljast persónulegar eins og um
mataræði, lyfjanotkun, fjölskyldu-
hagi, félagslegar aðstæður, sjúk-
dóma, geðræn vandamál og annað,
eftir því hvað viðkomandi hefur
þurft að glíma við. Þar eru upplýs-
ingar um flestallt sem á hefur bjátað
á sál eða líkama og leitað hefur verið
hjálpar við.
Hver hefur
ráðstöfunarrétt
yfir þessum upplýsingum?
Eigandi sjúkraskráa er ekki til-
greindur í lögum, hins vegar er
kveðið á um að þær eigi að vera í
tryggri vörslu sjúkrastofnana, og að
sjúklingai- hafi leyfi til að fá afrit af
þeim og ritaðar í þær athugasemdir
sínar. Kerfisbundin skráning per-
sónuupplýsinga er aðeins heimil ef
hún er eðlilegur þáttur í starfsemi
skráningaraðila.
Hverjum leyfist að
ráðstafa upplýsingum?
Skráning sjúkraskráa í dulkóðað-
an miðlægan gagnagrunn á heil-
brigðissviði hefur vakið spurningar
um hver megi ráðstafa upplýsingun-
um um einstaklingana því „umfang
skráningarinnar er stærra
í sniðum en áður hefur
sést hér á landi, og
hagnýting skráning-
arinnar verður í öðr-
um tilgangi en áður
hefur tíðkast,“ eins og
Hvernig stenst
frumvarpið
sjálfræðisrökin?
UPPLYST SAMÞYKKi
stendur í umsögn Tölvunefndar um
frumvarp heilbrigðisráðherra.
Til að skýra nánar hvað um er að
ræða, segir
Tölvunefnd á
sama stað: „Til
stendur að ski-á, samkeyra og varð-
veita í slíkum upplýsingabanka upp-
lýsingar sem flest-
um mönnum eru
viðkvæmari en aðr-
ar upplýsingar,
sem þá varða. Mál-
ið snýst um skrán- (
ingu upplýsinga um
sjúkdóma og orsak-
ir þeirra, sjúk-
dómsmeðferð og
árangur hennar,
lyfja-, áfengis- og
vímuefnanotkun, og
upplýsingar, sem
lúta að ættfræði og
sameindaerfða-
fræði. Þá girðir
frumvarpið ekki fyrir, að við slíkar
upplýsingar séu tengdar aðrar við-
kvæmar persónuupplýsingar, t.d.
upplýsingar um félagsleg vandamál
manna, skólagöngu, starfsferil,
brotaferil o.s.frv.“
Þótt lögin kveði ekki á um eig-
anda að þessum sjúkraskrám, það
sé hvorki heilbrigðisstofnun né
skjólstæðingar hennar, merkir það
ekki að öðrum aðilanum leyfist að
ráðstafa þeim án þess að spyrja
hinn. Umhyggja fyi’ir velferð mann-
eskjunar merkir ekki að svipta megi
hana tækifærinu til að ráða hvað
verður um upplýsingar um hana
sjálfa.
I reynd er það meginregla í sið-
fræði að einstaklingur hafi ráðstöf-
unarrétt yfir upplýsingum sem
varða hann sjálfan.
Hvað er upplýst sam-
þykkl?
í frumvarpinu stendur:
„Sjúklingur getur óskað
eftir því að upplýsingar um hann
verði ekki fluttar í gagnagiunn á
heilbrigðissviði." (8. grein)
Framkvæmd þessa ákvæðis verð-
ur þannig að fólki nægir að hafa
samband við landlækni og óska þess
að heilsufarsupplýsingar fari ekki í
bankann. (Hann getur hins vegar
ekki neitað því að tilteknar upplýs-
ingar um hann fari í grunninn eins
og nafn sjúkdóms til að heilbrigðis-
skýrslur séu marktækar.) Sjúkling-
urinn má m.ö.o. neita.
Það er hins vegar meginregla í
siðfræði læknisfræðilegra vísinda-
rannsókna að leita samþykkis ein-
staklinga bæði fyrir meðferð og ým-
iskonar þátttöku í rannsóknum. Það
er talin besta leiðin til að tryggja að
einstaklingur njóti virðingar sem
sjálfráður einstaklingur og til að
verja hann fyrir blekkingum og mis-
notkun á upplýsingum.
En hvað er upplýst samþykki og
hvers vegna er leitað eftir því?
I upplýstu samþykki felst
virðing fyrir einstakling-
um og sjálfræði þeirra.
Vilhjálmur Áma-
son heimspeking-
ur fjallar um upplýst samþykki í
þriðja kafla í bók sinni Siðfræði lífs
og dauða (Háskólaútgáfan, 1993) og
nefnir þar skilyrðin sem lúta að for-
sendum skilnings og sjálfræðis ein-
staklinga sem samþykkja. Skilyrðin
eru:
1. Að skjólstæðingi séu veittar
nægilegar upplýsingar til að hann
geti gert upp hug sinn.
2. Að gengið sé úr skugga um að
skjólstæðingur hafi skilið upplýsing-
arnar og geti tekið upplýsta ákvörð-
un.
3. Að samþykki skjólstæðings sé
óþvingað og sjálfviljugt.
4. Að skjólstæðingur sé sjálfur
hæfur til að gefa samþykki.
Hvernig er upplýstu
samþykki framfylgt?
Hvemig er þessu framfylgt í vís-
indasamfélaginu? Hér er dæmi.
Þegar einstaklingur gefur blóð
(samanburðarsýni) til erfðarann-
sókna í Nóatúni 17 í Reykjavík und-
irritar hann samþykkisyfirlýsingu
um að honum sé ljós tilgangur rann-
sóknarinnar og ýmislegt annað eins
og: 1. Að hann hafi rétt til að hætta
þátttöku í rannsókninni án eftir-
mála. 2. Að hann viti hversu mikið
blóð er tekið og að einangra eigi
erfðaefnið til að bera saman breyti-
leika í því hjá heilbrigðum einstak-
lingum og sjúklingum. 3. Að stund-
um komi það fyrir í svona rannsókn-
um að rangfeðrun verði ljós, og að
rannsóknaraðilar skuldbindi sig til
að grennslast ekki fyrir um rétt fað-
erni og gefandi verði ekki upplýstur
um þetta né neitt annað sem erfða-
efnið segi. 4. Að nafn og kennitala
verði tölvuskráð. 5. Að framlagið
felist í að stuðla að aukinni þekkingu
á orsakaþáttum ýmissa sjúkdóma.
Hann hefur með und-
irskrift sinni ráðstaf-
( ■' I, I I I;
tíJ U .(f I i i u o m u u u u u u u u u u
é 6 iiíö' dTöJé ÖB i57j i é i Öjb iö ú
é 6 é?j Wéooo <>Q<>é é. öéó é o<> v í.é
i!í i!i 6 é öTi ö i'ió